Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
6
0
Grótta
Aron Bjarnason '13 1-0
Eiður Aron Sigurbjörnsson '23 2-0
Sigurður Egill Lárusson '25 3-0
Aron Bjarnason '73 4-0
Lasse Petry '81 5-0
Patrick Pedersen '85 6-0
04.10.2020  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 293
Maður leiksins: Aron Bjarnason (Valur)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson ('83)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('74)
11. Sigurður Egill Lárusson ('83)
13. Rasmus Christiansen ('78)
14. Aron Bjarnason ('74)
18. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('83)
6. Sebastian Hedlund
15. Kasper Hogh ('74)
17. Andri Adolphsson ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('78)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('74)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka. Valsmenn slátra hér Gróttu með sex mörkum gegn engu.

Þakka fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Klukkan slær 90 á Origo og uppbótartíminn eru að lágmarki tvær mínútur.
86. mín
Inn:Grímur Ingi Jakobsson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
86. mín
Inn:Kieran Mcgrath (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
85. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
AUÐVITAÐ SKORAR PATTI PEDERSEN.

Fær boltann frá Birki Heimis sýndist mér fyrir utan teig og klýnir boltanum skemmtilega í hægra hornið!!
83. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Andri Adolphsson er hér mættur inná í sínum fyrsta leik fyrir Val í sumar en Andri hefur misst af öllu tímabilinu vegna meiðsla.

Gleðiefni fyrir Val og Andra.
83. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
81. mín MARK!
Lasse Petry (Valur)
HÁKON RAFN MEÐ SKELFILEG MISTÖK!!

Fær boltann og gefur boltann beint á Lasse sem þakkaði fyrir það með því að setja boltann í fjær hornið.
79. mín
Inn:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Út:Axel Freyr Harðarson (Grótta)
79. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
79. mín
Kaj Leo með hornspyrnu frá vinstri og boltinn berst á Eið Aron sem lætur vaða en boltinn framhjá.
78. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
77. mín
EINAR KARL!!!

Fær boltann vinstra meginn og lætur vaða en boltinn í Ástbjörn og boltinn berst aftur á Einar sem á skot en boltinn beint á Hákon Rafn.
74. mín
Inn:Kasper Hogh (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
74. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
73. mín MARK!
Aron Bjarnason (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
ARON BJARNASON VERIÐ ROSALEGA GÓÐUR HÉR Í KVÖLD OG ER AÐ SKORA FJÓRÐA MARK VALS

Rasmus með frábæra sendingu yfir vörn Gróttu sem ratar á Patta Pedersen og hann kemur með boltann fyrir markið á Aron sem setur boltann auðveldlega í netið.
71. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (Grótta) Út:Halldór Kristján Baldursson (Grótta)
70. mín
Birkir Már nálægt því að skora í fjórða leiknum í röð.

Birkir Már fékk hann hægra meginn í teignum og nær skoti á markið en Hákon Rafn ver vel.
66. mín
Kristófer Orri með aðra hornspyrnu sem Hannes Þór kýlir í burtu en boltinn berst út á Óliver en skot hans framhjá.
63. mín
Hannes Þór í brasi þarna.

Kristó Melsted lyftur boltanum inn á teig en boltinn beint á Hannes sem misreiknar boltann rosalega og þarf að slá boltann afturfyrir í horn.

Kristófer Orri tekur hornspyrnuna en Hannes Þór grípur.
61. mín
Patti Pederen fær boltann í gegnum vörn Gróttu og ætlaði að setja hann yfir Hákon Rafn en Hákon gríðarlega hávaxinn og nær verja þetta vel.
57. mín
Áhorfendur á Origo í kvöld eru 293 en á morgun skellur á áhorfendabann.

Mögulega síðasti leikur sem áhorfendur liðanna sjá í sumar?

Eða hvað, sögur segja að 100 áhorfendur verði leyfðir á íþróttaleikjum utandyra gegn ákveðnum skilyrðum.
53. mín
Valsmenn hafa aðeins stigið af bensíngjöfinni og Grótta hefur verið betri hér fyrstu mínúturnar í þessum síðari hálfleik.
52. mín
Karl Friðleifur fær boltann vinstra meginn og kemur honum út á Axel Frey sem lætur vaða en boltinn vel framhjá.
50. mín
KARL FRIÐLEIFUR HVERNIG SKORARU EKKI ÞARNA!!!!!!!

Pétur Th fær boltann fyrir utan teig og finnur Kalla sem kemur sér inn á teiginn einn á móti Hannesi en skot hans beint á Hannes Þór

Þetta var dauðafæriiii
46. mín
FÆRI GRÓTTA!!!

Sigurvin Reynir keyrir inn á teig Vals og kemur með sendingu fyrir frá endarlínunni ætlaða Karl Friðleifi en Hannes Þór vel vakandi og grípur boltann.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er byrjaður. Kiddi Freyr á upphafspyrnu síðari hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Valsmenn fara með þægilegt þriggja marka forskot inn í hlé.
42. mín
Oliver Dagur fær boltann fyrir utan teig Vals og lætur vaða en æfingabolti fyrir landsliðsmarkvörð okkar Íslendinga.
41. mín
KristÓ Melsted fellur inn á teig Vals eftir baráttu sína við Eið Aron og stuðningsmenn Gróttu öskra ,,hey"

Ekkert í þessu.
40. mín
Aron Bjarnason þræðir boltann inn fyrir vörn Gróttu í hlaup sem Patti Pedersen tók en Patti flaggaður rangstæður og stuðningsmenn Vals harðmótmæla þessu.

Þetta var tæpt sýndist mér.
37. mín
Siggi Lár tekur hornspyrnu frá hægri og boltinn endar úti hjá Lasse Petry sem lætur vaða en botlinn framhjá.
35. mín
Sigurvin Reynis fær boltann og keyrir af stað í átt að teig Vals og leggur hann til hliðar á Karl Friðleif sem reynir skot en boltinn af Einari og afturfyrir.

Kristófer Orri með hornspyrnuna sem Hannes Þór kýlir í burtu.
30. mín
Grótta fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað.

Kristófer Orri lyftir boltanum inn á teiginn og Arnar Þór nær skallanum en boltinn yfir markið.
25. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
VALSMENN EKKI LENGI AÐ BÆTA VIÐ. ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!!

Aron Bjarnson fær boltann hægra meginn og finnur Sigurð Egil sem klýnir boltanum viðstöðulaust í fjær hornið

ÞETTA VAR ALVÖRU MARK HJÁ SIGGA LÁR.

Gæti orðið langt kvöld fyrir Gróttu.
23. mín MARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
EIÐUR AROOOOOON!!!!

Aron með góða hornspyrnu yfir á fjærstöng þar sem Eiður reis hæst og skallaði boltann í netið!!!
22. mín
VÁÁÁÁ!!

Lasse neglir boltanum út á Birki Má sem tekur hann viðstöðulaust inn á teig Gróttu og boltinn kemur á fjær þar sem Siggi Lár er og hann leggur hann út á Pedersen sýndist mér en Grótta bjargar og boltinn endar út á Hauk Pál sem á hörkuskot sem fer í varnarmann Gróttu.
19. mín
Aron Bjarnason og Kiddi Freyr með geggjað samspil sín á milli sem endar með að Aron kemur boltanum á Patta Pedersen sem reynir að þræða sig í gegnum vörn Gróttu en Grótta kemur boltanum í burtu.
13. mín MARK!
Aron Bjarnason (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
VALSMENN AÐ KOMAST HÉR YFIR!!!!!

Siggi Lár fær boltann inn á teig Gróttu og kemur boltanum út á Aron sem setur boltann í netið framhjá Hákoni Rafni.

1-0!
12. mín
LASSE AFTUR!!!

Siggi Lár fær boltann inn á teig Gróttu og leggur boltann út á Lasse sem lætur vaða en í þetta skiptið fer boltinn framhjá markinu.
11. mín
Lasse fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða á markið en skotið laust og boltinn beint á Hákon Rafn.
10. mín
AXEL FREYR!!!!

Fær boltinn fyrir utan teig og ætlar að klippa boltann upp í fjær hornið en boltinn rétt yfir.

Ekkert að þessari tilraun hjá Axeli. Það er kraftur í Gróttu hér fyrstu tíu.
9. mín
Aron Bjarnason finnur Patta Pedersen í gegnum vörn Gróttu en Patti flaggaður fyrir innan.

Línan hjá Gróttu að halda vel þessar fyrstu mínútur.
6. mín
VÁÁÁÁ VALSMENN HEPPNIR ÞARNA!!
Sigurvin kemur honum út til vinstri á Kristó Melsted sem kemur með hættulegan bolta fyrir og Hannes Þór nær ekki að halda boltanum. Boltinn barst út á Karl Friðleif sýndist mér sem nær skoti á markið en Valsmenn bjarga á línu!
4. mín
Pétur TH fær boltann á vallarhelming Vals og gerir vel. Fer framhjá Lasse og Kidda áður en Haukur Páll brýtur á honum og Grótta fær aukaspyrnu á góðum stað.

Ekkert kemur upp úr spyrnunni.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Grótta byrjar með boltann og Pétur Th á upphafsspyrnu leiksins.

GAME ON.
Fyrir leik
Halldór Mar Einarsson leikmaður KF er spámaður minn hér í kvöld og hann spáir því að Valur fari nokkuð þægilega í gegnum þetta verkefni. Hann spáir Val 3-0 sigri. Patti Pedersen og Eiður Aron skora og svo spáir hann því að Birkir Heimisson komi inn sem varamaður hér í kvöld og setji eitt.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og eru farinn til búningsklefa að gera sig klár í upphafsflautið.

Gæti séð nokkur mörk hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Smelltu hér til að lesa lesa nánar um þau.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi tvö lið mættust á Vivaldivellinum unnu Valsmenn nokkuð þæginlegan 3-0 sigur. Haukur Páll Sigurðsson, Kaj Leo og Siggi Lár sáu um markaskorun Valsmanna í þeim leik.
Fyrir leik
Valur er eins og flestir vita á toppi deildarinnar með 41.stig og virðist ekkert vera að fara koma í veg fyrir að liðið lyfti bikaranum seinna í þessum mánuði en liðið er fimm stigum á undan Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og eiga leik inni og geta komið forskotinu upp í átta stig.

Gróttan er á hinum enda töflunar eða í 11.sæti deildarinnar með 8.stig og liðið nánast fallið.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Origo völlinn á Hliðarenda. Hér í kvöld mætast Valur og Grótta í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
Halldór Kristján Baldursson ('71)
2. Arnar Þór Helgason
4. Tobias Sommer
6. Sigurvin Reynisson (f) ('86)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('86)
19. Axel Freyr Harðarson ('79)
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('79)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
6. Ólafur Karel Eiríksson ('79)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('79)
17. Kieran Mcgrath ('86)
22. Ástbjörn Þórðarson ('71)
29. Grímur Ingi Jakobsson ('86)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Pétur Már Harðarson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: