Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
1
Rúmenía
Gylfi Þór Sigurðsson '16 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson '34 2-0
2-1 Alexandru Maxim '63 , víti
08.10.2020  -  18:45
Laugardalsvöllur
EM 2020 - umspil
Aðstæður: Gætu vart verið betri á þessum árstíma
Dómari: Damir Skomina
Áhorfendur: 60
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('83)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('75)
14. Kári Árnason ('86)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason ('86)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('75)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('83)
18. Mikael Neville Anderson
19. Viðar Örn Kjartansson
20. Albert Guðmundsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
96. mín
GEGGJAÐ!
Alvöru liðsframmistaða hjá Íslandi í kvöld! Leikmenn fagna með því að taka Víkingaklappið fyrir framan Tólfuna! Ungverjaland, hér komum við!
Elvar Geir Magnússon
Leik lokið!
Ísland vinnur með tveimur mörkum gegn einu!!

Ísland mætir Ungverjum í Ungverjalandi þann 12. nóvember í úrslitaleik umspilsins. Þar verður leikið um laust sæti á EM2020 sem fram fer á næsta ári.
95. mín Gult spjald: Gabriel Iancu (Rúmenía)
Henti sér niður við vítateig íslenska liðsins og fær gult spjald fyrir leikaraskap.
95. mín
Lokamínútan!!!
93. mín
Hár bolti inn á teiginn sem skoppar áður en Hannes kemst í boltann.
93. mín
Íslendingar hreinsa eins langt í burtu frá eigin marki og möguleiki er þegar boltinn vinnst. Rúmenar liggja á íslenska liðinu.
91. mín
Fimm mínútum bætt við!

Hörður Björgvin gerði vel og skallaði fyrirgjöf í burtu. Kolbeinn komst í boltann og fann Gylfa sem náði í aukaspyrnu.
90. mín
Vel lesið hjá Gulla sem tæklar fyrir sendingu ætlaða út á vinstri væng Rúmena. Gestirnir eiga innkast.
87. mín
Íslenska liðið var einum færra í smá stund þar sem Sverrir Ingi var ekki 100% tilbúinn þegar Kári þurfti að yfirgefa völlinn. Aron Einar lék í um mínútu í miðverði og hreinsaði svo í innkast svo Sverrir kæmist inn á völlinn.
86. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Kári Árnason (Ísland)
84. mín
Manea með skottilraun hátt hátt hátt yfir mark Íslands.

Kári Árnason er að fara af velli, það virðist nokkuð ljóst. Sverrir Ingi kemur inn í hans stað.
83. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Önnur skipting Íslands. Jóhann Berg spilaði 82 mínútur í kvöld.

Rúnar Már, leikmaður Astana, kemur inn á í stað Jóa.
81. mín
Kári mættur aftur inn á völlinn.
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Íslendngar geta andað léttar. Skomina segir Rúmenum að taka innkast og því verður ekki dæmt víti.
80. mín
Inn:Claudiu Keserü (Rúmenía) Út:Alexandru Maxim (Rúmenía)
Fjórða skipting Rúmena.
80. mín
Önnur íslensk skipting
Rúnar Már Sigurjónsson er núna að gera sig kláran.

Vondar fréttir. Kári Árnason haltrar og þarf aðhlynningu.
Elvar Geir Magnússon
79. mín
Rúmenar heimta hendi-víti!!!
77. mín
Birkir Bjarnason eltir uppi fyrirgjöf Guðlaugs Victors og vinnur hornspyrnu. Vel gert!

Gylfi með hornspyrnuna sem skölluð er í innkast hinu megin á vallarhelmingi Rúmena.
75. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Fyrsta skipting íslenska liðsins.
74. mín
Aron Einar fer framhjá einum varnarmanni og kemst inn á teiginn með boltann. Reynir að finna Alfreð með fastri fyrirgjöf en Rúmenar komast fyrir.

Arnór Ingvi á svo skot sem ógnar ekki marki gestanna.
72. mín
Skomina vill að Hannes drífi sig í markspyrnum sínum, flautar markvörðinn af stað.
72. mín
Íslensk skipting í vændum
Kolbeinn Sigþórsson að gera sig kláran.
Elvar Geir Magnússon
70. mín
Rúmenar leita að jöfnunarmarki.

Ísland er með boltann þessa stundina.
67. mín
Ekki VAR í Slóveníu
Skomina dómari er ekkert sérstaklega reyndur í að dæma með VAR þar sem ekki er notast við VAR í slóvenska boltanum þar sem hann er að dæma. Til að mynda er VAR-dómarinn frá Spáni. Skomina hefur dæmt einhverja leiki í Sádi-Arabíu þar sem notast er við VAR.

VAR-reynsluleysi Skomina að koma í ljós þarna? Jæja dveljum ekki lengur við þessa dómgæslu. Áfram gakk!
Elvar Geir Magnússon
66. mín
Hagi með hornspyrnu sem Kári hreinsar í aðra hornspyrnu - núna hinu megin.
65. mín
Formaðurinn brjálaður
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er alls ekki hrifinn af þessum dómi Skomina og lætur vel í sér heyra í VIP-stúkunni. Ég ætla ekki að vitna í Guðna af virðingu við yngri lesendur en hann er hneykslaður. Ég skil hann sirka 100%!
Elvar Geir Magnússon
63. mín Mark úr víti!
Alexandru Maxim (Rúmenía)
Rennir boltanum í markið. Hannes hreyfðist ekki á línunni.
62. mín
ÚFFF

Rúmenía fær líflínu - Skomina bendir á punktinn.
61. mín
Enn verið að skoða hvort Raggi hafi brotið af sér.
60. mín
VÍKINGAKLAPP
Á meðan leikmaður Rúmeníu fékk aðhlynningu áðan var hent í eitt stykki Víkingaklapp. Ekki bara Tólfan sem tók þátt því það var góð þátttaka í heiðursstúkunni. Sérstaklega var ég hrifinn af framlagi Borghildar varaformanns.
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Skomina sjálfur fer í VARsjána!

Mögulega víti - brot á Ragga inn á vítateig Íslendinga!
57. mín
ROSALEGUR SPRETTUR á Guðlaugi Victori þarna! Aron Einar vann skallaeinvígi inn á teignum okkar. Boltinn dettur niður úti hægra megin og Gulli fer á mikinn sprett og hleypur djúpt inn á vallarhelming Rúmena.

Gulli sendir á Arnór Ingva sem tekur boltann vel niður á teignum og á skot sem Tatarusanu ver. Sá rúmenski er stór og gerði sig mjög stóran þarna - mjög gott færi.
57. mín
Gestirnir reyna skot en Kári Árnason fer fyrir þessa tilraun. Brot svo dæmt á Alfreð ekki langt frá vítateig íslenska liðsins og Hagi ætlar að spyrna boltanum inn á teiginn.
56. mín
Jóhann Berg með fyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem hann fékk. Boltinn nálægt því að finna Kára á fjærstönginni en Tatarusanu grípur inn í.
55. mín
Jói Berg reynir að fara framá Burca sem nýtir höndina í að stöðva boltann. Aðstoðardómarinn sér það og dæmd hendi. Burca sleppur við spjald.
53. mín
Tatarusanu hikar hvergi og grípur þessa spyrnu frá Gylfa.
52. mín
Arnór Ingvi fer einn á móti Manea og Manea tæklar boltann aftur fyrir. Ísland á hornspyrnu.
50. mín
Kári kemst í boltann og Tatarusanu í vandræðum. Tilraun Kára fer framhjá.
49. mín
Flottur samleikur hjá Jóa Berg og Alfreð. Jói á svo fasta fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Gylfi tekur hornspyrnu.
48. mín
Aron Einar með innkast inn á teiginn. Kári nær til boltans en Rúmenar skalla svo í burtu. Boltinn endar hjá Herði sem lætur vaða af mjög löngu færi og boltinn rétt yfir mark gestanna.
46. mín
Gylfi Þór byrjar seinni hálfleikinn á langskoti sem fer framhjá marki gestanna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Rúmenar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik. Fremstu þrír út og nýir menn inn. Ísland byrjar seinni hálfleikinn með boltann.
46. mín
Inn:Gabriel Iancu (Rúmenía) Út:Ciprian Deac (Rúmenía)
46. mín
Inn:Ianis Hagi (Rúmenía) Út:Denis Alibec (Rúmenía)
46. mín
Inn:George Puscas (Rúmenía) Út:Ionut Mitrita (Rúmenía)
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Virkilega góður hálfleikur hjá íslenska liðinu þar sem Gylfi Þór hefur skorað bæði mörk leiksins.

Ungverjaland leiðir gegn Búlgaríu í hinum undanúrslitaleiknum.
45. mín
Nicola Stanciu brýtur á Arnóri Ingva. Þetta jaðraði við gult spjald.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
42. mín
Brotið á Jóa Berg en Skomina bendir eins og Rúmenar eiga aukaspyrnu. Niðurstaðan samt sú að Ísland á aukaspyrnu hægra megin við teig gestanna.

Rúmenar skalla frá. Boltinn fellur fyrir Arnór Ingva sem hleypur til vinstri en missir boltann út fyrir hliðarlínu. Rúmenía á innkast.
41. mín
Aron Einar tekur langt innkast inn á teig Rúmena.
39. mín
VAR áberandi
Var myndbandstæknin hefur verið nokkuð áberandi í fyrri hálfleik. Búinn að skoða tvö atvik varðandi mögulega rangstöðu á Ísland og þá var tæknin greinilega notuð til að athuga mögulega vítaspyrnu sem Rúmenar vildu fá í upphafi leiks. Maggi Gylfa lætur vel í sér heyra á "varamannabekk" Íslands, sem er reyndar í stúkunni. Virðist ekki VAR aðdáandi.
Elvar Geir Magnússon
36. mín
Rúnar Már strax sendur að hita
Um leið og Aron Einar Gunnarsson fékk höggið áðan og lá í grasinu þá fór Rúnar Már Sigurjónsson samstundis að hita. Vonandi getur fyrirliði þjóðarinnar þó haldið leik áfram. Virðist lítið hrjá hann núna og hann heldur leik áfram.
Elvar Geir Magnússon
35. mín Gult spjald: Alexandru Maxim (Rúmenía)
Braut á Aroni Einari í aðdraganda marksins. Aron Einar haltraði eftir það brot.
34. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
VÁVÁVÁ!!!!

Alfreð lyftir boltanum inn á teiginn og finnur Gylfa sem tekur við boltanum og skýtur með vinstri fæti í fjærhornið - óverjandi! Svo svo svo fallegt mark! Einnar snertingar fótbolti í aðdragandanum.
30. mín
Stanciu tekur aukaspyrnu sem Aron Einar skallar upp í loftið. Hörður Björgvin og Jóhann Berg ná svo að koma boltanum lengra frá.
29. mín
Niðurstaðan rangstaða. Gummi Ben sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport sagði að þetta hefði alveg mátt vera mark þar sem við erum á heimavelli.

Mjög vel klárað hjá Alfreð.
28. mín
VAR notað í fyrsta sinn á Íslandi. Skoða hvort Alfreð hafi verið rangur.
27. mín
Alfreð skorar eftir sendingu frá Gylfa Þór.

Flaggið fer á loft eftir að Alfreð skaut - Mjög tæpt!!
26. mín
Cristian Manea fellur eftir að hafa hlaupið á Aron Einar inn á vítateig Íslands. Það var ekkert á þetta og ekkert dæmt.
26. mín
Gylfi benti til himins
Gylfi fagnaði markinu áðan með því að benda til himins. Þetta mark er tileinkað bróður eiginkonu hans sem lést nú á haustdögum.
Elvar Geir Magnússon
22. mín
Hornspyrnan föst og meðfram jörðinni. Alfreð með skottilraun sem fer í varnarmenn og Íslendingar heimta hendi-víti. Skomina sér enga hendi þarna.

Skemmtileg útfærsla á horninu en skotið eilítið misheppnað hjá Alfreið.
22. mín
Tatarusanu ver skot frá Gylfa Þór!!

Frábær fótavinna hjá Gylfa sem nú tekur hornspyrnu.
20. mín
Fyrirgjöf frá hægri hjá Rúmeníu sem fer af Aroni Einari og Rúmenía á hornspyrnu.

Kári Árnason skallar hornspyrnuna í burtu!
20. mín
Gylfi gulls ígildi
Umræðan í fréttamannastúkunni var sú að spennan og mikilvægi leiksins sæist inni á vellinum. Mönnum jafnvel að lítast eitthvað illa á þetta, Rúmenar átt mínúturnar fyrir markið. En þá mætir okkar besti maður, Gylfi Þór Sigurðsson!!! Við höfum ýtt Rúmenum upp við vegg.
Elvar Geir Magnússon
16. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
JÁJÁJÁJÁ!!!!

Jóhann Berg fær boltann inn á teignum úti hægra megin. Finnur Gylfa Þór sem fer á vinstri fótinn, tekur eina snertingu og lætur svo vaða í nærhornið. Boltinn framhjá eða á milli varnarmanna og Tatarusanu á ekki möguleika í þetta góða skot.

Ísland leiðir!! 23. landsliðsmark Gylfa.
15. mín
Mitrita stígur inn í Guðlaug Victor og Skomina dæmir aukaspyrnu á Rúmenann. Rúmenar vilja mikið skipta boltanum á vinstri vænginn hjá sér.
14. mín
Stanciu með lagleg tilþrif, lætur vaða við vítateiginn og fer skotið af Ragnari og þaðan aftur fyrir. Rúmenía á því horn.

Ragnar skallar hornspyrnu-fyrirgjöfina í innkast.
13. mín
Fyrsta Víkingaklapp kvöldsins kom vel út! Tólfan öflug og íslenska liðið nær aðeins að halda boltanum.
11. mín
Íslenska liðið byrjaði leikinn vel en Rúmenar hafa stýrt leiknum undanfarnar mínútur.
7. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Guðlaugur Victor skallar aftur fyrir. Fyrsta hornspyrna leiksins.

Spyrnan tekin stutt, svo kom fyrirgjöf sem skölluð var út fyrir teiginn og Stanciu lét svo vaða en skotið framhjá.
6. mín
Rúmenar heimta vítaspyrnu. Maxim fékk boltann úti vinstra megin í teignum og á fyrirgjöf sem fer eins og borðtennisbolti milli varnarmanna íslenska liðsins. Skomina dómari sér enga hendi þarna.
5. mín
Tólfan vel undirbúin
Það er alveg klárt að Svenni formaður Tólfunnar er að skila sínu starfi uppá tíu. Þó aðeins séu leyfðir fáir áhorfendur þá skiptir máli að þeir séu tilbúnir að syngja og tralla og Tólfan fer vel af stað. Maður finnur það klárlega að það er stór munur að leyfa strax smá hóp. Gerir mikið fyrir leikinn.
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Aron Einar tekur langt innkast í átt að Kára sem flikkar boltanum lengra inn á teiginn en Rúmenar hreinsa.
3. mín
Gylfi vinnur aukaspyrnu úti vinstra megin. Deac braut á Gylfa. Frábær fyrirgjafarstaða.

Tatarusanu kýlir frá og Rúmenar eru nú með stjórn á boltanum.
1. mín
Gylfi vinnur boltann strax ofarlega á vallarhelmingi Rúmena og kemst inn á teig gestanna. Þeir ná hins vegar að hreinsa og eiga nú markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þessi risastóri leikur er hafinn á Laugardalsvelli. Rúmenía byrjar með boltann!
Fyrir leik
Tólfan virðist vera vel klár í bátana og heyrðist vel í henni þegar þjóðsöngurinn var spilaður.

Strákarnir mjög einbeittir á vellinum!
Fyrir leik
Íslenska liðið leikur í bláa heimabúningnum og rúmenska liðið í gulum búningum.
Fyrir leik
Frá Laugardalsvelli:
Liðin eru að hita upp þessa stundina. Tólfan að koma sér fyrir í hólfum, 20 í hverju hólfi. Erik Hamren fylgist með frá hlaupabrautinni og spjallar við landsliðsnefndarmanninn Magga Gylfa á sama tíma. Fámennur hópur fjölmiðlamanna á leiknum í kvöld, aðeins einn frá hverjum miðli fyrir utan frá rétthafanum. Allir með grímur og hitamældir fyrir leik. Hálftími í þetta!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið íslenska liðsins er klárt.

Í markinu er Hannes Þór Halldórsson og fyrir framan hann í fjögurra manna varnarlínu eru þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.

Í grafík KSÍ má sjá íslenska liðið með fjögurra manna miðju. Jóhann Berg Guðmundsson er á hægri vængnum. Þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru inn á miðri miðjunni og Arnór Ingvi Traustason á vinstri vængnum.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru í fremstu víglínu en má búast við því að Gylfi styðji vel við miðjuna í sínu hlutverki.
Fyrir leik

Fyrir leik
Í kvöld verður leikið til þrautar. Ef staðan er jöfn að loknum 90 mínútum og uppbótartíma er gripið til framlengingar og ef staðan er enn jöfn að henni lokinni fer fram vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Gamla góða bandið
Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu eftir HM 2018 og er Freyr Alexandersson honum til aðstoðar. Þeir hafa aldrei náð að velja sterkasta mögulega hópinn síðan þeir tóku við en í dag er hægt að velja úr öllum þeim sem byrjuðu alla leiki íslenska liðsins á EM 2016.

Byrjunarlið liðanna koma inn innan skamms!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Rúmenska liðið

Ísland og Rúmenía hafa mæst tvisvar í sögunni, báðir leikirnir voru í undankeppni fyrir HM1998. Rúmenska liðið vann báða þá leiki.

Fótbolti.net hafði samband við rúmenskan blaðamann fyrir leikinn í dag og sagði hann liðið mikið breytt frá því að Mirel Radoi tók við liðinu á síðasta ári.

Lestu meira um rúmenska liðið hér
Fyrir leik
Dómari leiksins er mjög reyndur Slóveni. Damir Skomina heitir hann og ættu flestir Íslendingar að kannast við hann þar sem hann dæmdi ógleymanlegan leik gegn Englandi í Hreiðrinu í Nice árið 2016 á EM í Frakklandi.

Skomina er 44 ára gamall og dæmdi úrslitaleik Tottenham og Liverpool í Meistaradeildinni 2019 og úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2017 þegar Ajax mætti Manchester United.

Skomina fær aðstoð frá VAR í kvöld þar sem myndbandstæknin verður notuð í fyrsta skipti á Laugardalsvelli.

Aðstoðardómarar eru þeir Jure Praprotnik og Robert Vukan, samlandar Skomina. VAR dómari er Spánverjinn Juan Martinez Munuera og Rade Obrenovic er fjórði dómari.
Fyrir leik
Sextíu Tólfur verða í stúkunni í kvöld Einungis sextíu manns fá miða á leikinn og ákvað KSÍ að allir miðahafar kæmu úr röðum stuðningssveitar íslenska landsliðsins.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, sagði á fréttamannafundi í gær að hann væri þakklátur fyrir að Tólfan gæti stutt við landsliðið úr stúkunni og vonaðist til þess að sveitin myndi ,,draga liðið aðeins áfram".

Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn er í opinni dagskrá.
Fyrir leik
Sigurvegari leiksins í kvöld mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik. Þau lið mætast innbyrðis í leik sem fram fer á sama tíma og þessi leikur hér.

Úrslitaleikurinn fer fram ytra í nóvember - í Búlgaríu ef Búlgaría vinnur Ungverjaland eða í Ungverjalandi ef Ungverjaland vinnur.
Fyrir leik
Kæra þjóð, gott og gleðilegt umspilskvöld. Loksins er komið að þessu! Hér verður fylgst með gangi mála í leik Íslands og Rúmeníu.

Leikurinn, sem fram fer á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45, er undanúrslitaleikur í umspili fyrir Evrópumeistaramótið 2020. Lokamótinu var frestað og er stefnt á að það fari fram næsta sumar.

Umspilið er liður í Þjóðadeildinni. Ísland var eina liðið í A-hluta deildarinnar sem komst ekki beint inn á EM og mætir Rúmeníu sem var í C-hluta deildarinnar.

Upphaflega átti þessi leikur að fara fram í mars en var frestað vegna heimsfaraldursins.
Byrjunarlið:
12. Ciprian Tatarusanu(f) (m)
2. Alexandru Cretu
4. Cristian Manea
5. Mihai Balasa
7. Denis Alibec ('46)
10. Alexandru Maxim ('80)
15. Andrei Burca
17. Ciprian Deac ('46)
20. Ionut Mitrita ('46)
22. Mario Camora
23. Nicolae Stanciu

Varamenn:
1. Florin Nita (m)
16. David Lazar (m)
3. Alin Tosca
4. Sergiu Hanca
8. Alexandru Cicaldau
9. George Puscas ('46)
11. Nicusor Bancu
13. Claudiu Keserü ('80)
14. Ianis Hagi ('46)
18. Razvan Marin
19. Gabriel Iancu ('46)
21. Dragos Grigore

Liðsstjórn:
Mirel Radoi (Þ)

Gul spjöld:
Alexandru Maxim ('35)
Gabriel Iancu ('95)

Rauð spjöld: