Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Al Arabi
1
2
Al Sadd
0-1 Baghdad Bounedjah '3
Aron Einar Gunnarsson '23 1-1
1-2 Baghdad Bounedjah '44
18.12.2020  -  16:00
Al Rayyan
Amir-bikarúrslitaleikurinn
Aðstæður: Völlurinn glæsilegur, 22 gráðu hiti
Dómari: Saud Al Athba
Áhorfendur: 20 þúsund leyfðir
Byrjunarlið:
21. Mohamoud Abunada (m)
5. Martínez Marc
6. Abdulla Marafie
7. Mehrdad Keshrazi
8. Ahmed Fathy Abdulla
13. Sebastian Soria ('39)
15. Jassem Gaber Ahmad
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Fahad Ali Obaid
24. Ayoub Azzi
99. Mahdi Mazaher Torabi

Varamenn:
11. Mohamed Salah Al-Neel ('39)

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)

Gul spjöld:
Heimir Hallgrímsson ('63)
Ayoub Azzi ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!


Markvörður Al Arabi var kominn fram í blálokin en það dugði ekki til. Íslendingaliðið Al Arabi tapar þessum úrslitaleik.
93. mín
Lokamínútan í uppgefnum uppbótartíma...
92. mín
Langt innkast frá Aroni inn í teiginn en Al Arabi nær ekki að gera sér mat úr þessu.
91. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Ahmed Fathy Abdulla með flotta skottilraun fyrir Al Arabi en rétt yfir!
89. mín
Emírinn sjálfur í Katar, Tamim bin Hamad Al-Thani, virðist skemmta sér vel.

85. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!

SKALLI FRAMHJÁ EFTIR AUKASPYRNU FRÁ ARONI EINARI! Þarna hefði Al Arabi hreinlega átt að jafna!
83. mín
Al Arabi virðist vera farið að blása aðeins í herlúðrana og sækja meira núna.
81. mín
Hættuleg sókn hjá Al Arabi!!!

Sending fyrir markið en á síðustu stundu náði Barsham í marki Al Sadd að handsama boltann.
80. mín
Baghdad Bounedjah nálægt því að ná að teygja sig í boltann í dauðafæri. Al Sadd menn eru hættulegri en það væri gaman að sjá Al Arabi ná inn jöfnunarmarki.


78. mín
Tilraun frá Al Sadd en Barsham ver örugglega. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni.
77. mín
Hér má sjá mynd sem var tekin fyrir utan leikvanginn fyrir leik, af stuðningsmönnum í bænastund.


76. mín
Mehrdad Keshrazi með skot úr þröngu færi! Fín tilraun hjá Al Arabi en Barsham í marki Al Sadd nær að verja vel.

Jæja þarna gerðist loksins eitthvað sóknarlega hjá Al Arabi.
74. mín

69. mín Gult spjald: Ayoub Azzi (Al Arabi)
63. mín Gult spjald: Heimir Hallgrímsson (Al Arabi)
Heimir að láta í sér heyra og fær gult.
59. mín
Nam Tae-hee varamaður með skot. Flott tilraun sem Abunada ver. Al Sadd nær því að bæta við en Al Arabi að jafna.
56. mín
Al Sadd mun meira með boltann. Þeir eru vel spilandi strákarnir hans Xavi.
48. mín
Baghdad Bounedjah, sem er í leit að þrennunni, skallar yfir mark Al Arabi.
46. mín
Inn:Nam Tae-hee (Al Sadd) Út:Mohamed Waad (Al Sadd)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn


45. mín

Tölfræðin í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Al Sadd leiðir verðskuldað í hálfleik en forystan bara eitt mark og allt getur gerst í þessu.


44. mín MARK!
Baghdad Bounedjah (Al Sadd)
Eftir flott spil þá endurheimtir Al Sadd forystuna. Skot fyrir utan teig sem endar í netinu.
42. mín
Boualem Khoukhi, leikmaður Al Sadd, með hættulegan skalla en Mohamoud Abunada í marki Al Arabi nær að verja.
39. mín
Inn:Mohamed Salah Al-Neel (Al Arabi) Út:Sebastian Soria (Al Arabi)
Sebastian Soria, leikmaður Al Arabi, meiðist og er borinn af vell á börum.
36. mín
Al Sadd hefur verið 65% með boltann.
34. mín Gult spjald: Abdelkarim Hasan (Al Sadd)
33. mín
Boualem Khoukhi með þéttingsfast skot af löngu færi! Framhjá! Góð tilraun hjá Al Sadd.

Heimir Hallgrímsson mætir, jakkafataklæddur og flottur, út í boðvanginn og lætur sína menn aðeins heyra það.
31. mín
Cazorla með skottilraun en framhjá.
29. mín
Hættuleg sókn hjá Al Sadd en markvörður Al Arabi handsamar boltann á endanum.
23. mín MARK!
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
ARON EINAR ER AÐ JAFNA HÉRNA!!!

Aron skorar af stuttu færi eftir hornspyrnu! Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu en það er VAR í Katar og þetta mark stendur. Var engin rangstaða!
15. mín
Al Sadd byrjar leikinn betur og er mun meira með boltann.

Aron Einar Gunnarsson hinsvegar með sendingu núna inn í teiginn en Al Sadd bjargar í horn.
7. mín
Al Arabi í sókn, Mehrdad Keshrazi með skot fyrir utan teig en vel yfir markið. Átti að gera betur.
3. mín MARK!
Baghdad Bounedjah (Al Sadd)
Stoðsending: Santiago Cazorla
Al Sadd byrjar af gríðarlegum krafti og strax er komið mark!

Boltinn dettur á Santi Cazorla í teignum og hann á skot sem Baghdad Bounedjah nær að komast í og stýrir boltanum í markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað - Al Sadd byrjar með knöttinn
Fyrir leik
Emírinn ser sjálfur mættur á völlinn. Hann mætir til leiks þremur mínútum í leik með risastórri bílalest. Aðeins öðruvísi menning en við eigum að venjast!
Fyrir leik
Það styttist í leikinn, svakaleg setningarathöfn í gangi núna það sem engu er til sparað. Meðal gesta á leiknum er Gianni Infantino, forseti FIFA. Leikvangurinn er alveg brjálæðislega flottur.


Aron á sínum stað í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Athugið! Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16:00 en áður hafði verið sagt að flautað yrði til leiks 15:00. Leikurinn verður 19 að staðartíma.

Þess má geta að það er notast við VAR í Katar. Saud Al Athba er aðaldómari leiksins.
Fyrir leik


"Hann hefur sýnt stöðugleika og verið góður fyrir lið sem hefur átt í vandræðum. Hann er leiðtogi í liði sem hefur neyðst til að spila á mörgum ungum leikmönnum upp á síðkastið. Hann skoraði sigurmarkið í undanúrslitunum og vonast til að endurtaka leikinn þegar Arabi freistar þess að vinna Amir-bikarinn í fyrsta sinn í 27 ár," segir Mitch Freeley, íþróttafréttamaður í Katar, um spilamennsku Arons Einars Gunnarssonar í upphafi nýs tímabils.
Fyrir leik


Al Sadd er álitið talsvert líklegra liðið til sigurs fyrir leikinn og vann liðið úrslitaleik gegn Al Arabi fyrr á árinu.

"Við erum á frábæru skriði og ég býst við góðri frammistöðu frá mínu liði. Allir halda að við séum líklegri en það er ekki satt. Þetta verður erfiður og flókinn leikur á morgun. Úrslitaleikur getur orðið allt öðruvísi en aðrir leikir, fullur af spennu," sagði Xavi, fyrrum leikmaður Barcelona og stjóri Al Sadd, á blaðamannafundi í gær.
Fyrir leik


Hvað segir Mitch Freeley, íþróttafréttamaður BEIn í Katar:

Þetta er risastór leikur fyrir Al Arabi, félagið hefur ekki unnið Amir-bikarinn síðan 1994. Þess utan er þetta opnunarleikur Al Rayyan vallarins og ofan á það er hann leikinn á þjóðhátíðardegi Katar. Þetta er einn stærsti leikur liðsins í áratug.

Þetta er gríðarlega stór leikur, mikilvægasta bikarkeppnin í landinu og hann er leikinn á nýjum leikvangi. Þá fá 20 þúsund áhorfendur að mæta á leikinn eftir að hafa verið skimaðir fyrir Covid-19. Þetta verður væntanlega eini alvöru risaleikurinn í Katar á árinu 2020,

Þetta verður erfiður leikur fyrir Arabi, gegn liði Al Sadd sem er á flugi í deildinni og með sjö stiga forystu á toppnum.

Þetta hefur verið erfitt fyrir Arabi í byrjun nýs tímabils, mikilvægir leikmenn hafa farið á meiðslalistann og slæm byrjun gerir það að verkum að liðið er við botninn. Það lítur þó út fyrir að Heimir sé hérna fyrir verkefnið og hugmyndafræðina, ég er viss um það eftir að hafa rætt við hann fyrr í vikunni. Það er hávær orðrómur um að hann gæti verið rekinn en ég persónulega sé það ekki gerast.
Fyrir leik


Santi Cazorla er einn albesti leikmaður deildarinnar en hann gekk í raðir Al Sadd fyrr á þessu ári. Hann fór illa með Al Arabi í úrslitaleik fyrr á þessu ári og þarf Heimir að finna svör gegn þessum fyrrum leikmanni Arsenal.
Fyrir leik


Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi fyrir leik:

"Við vitum að þessi leikur er mjög mikilvægur, mikilvægari en aðrir leikir. Þetta er leikur tilfinninga. Við höfum reynt að halda undirbúningi eins hefðbundnum og hægt er fyrir þennan úrslitaleik til að setja ekki pressu á leikmenn. Upplifunin verður öðruvísi að spila úrslitaleik því leikmenn eru ekki vanir því. Við verðum að trúa því að við getum unnið. Þetta snýst ekki bara um fótbolta heldur einnig um sálræna og hugræna þætti. Ég held að við þurfum að spila til sigurs. Við trúum á okkar hæfni til að sigra og við verðum að undirbúa okkur á þann veg, vonandi tekst okkur vel til."
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag!

Al Arabi mætir klukkan 16:00 í dag liði Al Sadd í bikarúrslitaleik í Katar. Leikið er í Amir-bikarkeppninni, aðal bikarkeppni landsins, en liðin mættust í öðrum bikarúrslitaleik fyrr á árinu og þá vann Al Sadd.

Al Sadd er stýrt af Xavi Hernandez, fyrrum leikmanns Barcelona. Liðið er í toppsætinu í deildinni. Al Arabi er stýrt af Heimi Hallgrímssyni og liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. Freyr Alexandersson er kominn inn á þjálfarateymi Al Arabi og Bjarki Már Ólafsson er einnig í teyminu. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er leikmaður Al Arabi.

Við fylgjumst með í þráðbeinni textalýsingu!
Byrjunarlið:
22. Meshaal Barsham (m)
2. Pedro Miguel Correia
3. Abdelkarim Hasan
5. Wooyoung Jung
7. Mohamed Waad ('46)
10. Hassan Al Haydous
11. Baghdad Bounedjah
13. Guilherme Torres
16. Boualem Khoukhi
19. Santiago Cazorla
29. Akrim Afif

Varamenn:
9. Nam Tae-hee ('46)

Liðsstjórn:
Xavi (Þ)

Gul spjöld:
Abdelkarim Hasan ('34)

Rauð spjöld: