Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. desember 2020 09:10
Elvar Geir Magnússon
„Talað um að Heimir gæti verið rekinn en ég sé það ekki gerast"
Það er bikarúrslitaleikur framundan hjá Al Arabi í dag.
Það er bikarúrslitaleikur framundan hjá Al Arabi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
„Þetta er risastór leikur fyrir Al Arabi, félagið hefur ekki unnið Amir-bikarinn síðan 1994. Þess utan er þetta opnunarleikur Al Rayyan vallarins og ofan á það er hann leikinn á þjóðhátíðardegi Katar. Þetta er einn stærsti leikur liðsins í áratug," segir íþróttafréttamaðurinn Mitch Freeley hjá beIN SPORTS í Katar.

Fótbolti.net hafði samband við hann vegna bikarúrslitaleiks Al Arabi gegn Al Sadd í Katar en leikurinn verður klukkan 16:00 í dag. Aron Einar Gunnarsson leikur með Al Arabi og þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari með þá Frey Alexandersson og Bjarka Má Ólafsson sér við hlið.

Al Sadd, sem er þjálfað af Xavi, er mun sigurstranglegra fyrir leikinn.

„Þetta verður erfiður leikur fyrir Arabi, gegn liði Al Sadd sem er á flugi í deildinni og með sjö stiga forystu á toppnum," segir Freeley.

Heimir og lærisveinar fara hinsvegar illa af stað á nýju tímabili og eru við botninn. Freeley segir að umræða hafi verið í gangi í Katar um að Heimir gæti misst starfið.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir Arabi, mikilvægir leikmenn hafa farið á meiðslalistann og slæm byrjun gerir það að verkum að liðið er við botninn. Það lítur þó út fyrir að Heimir sé hérna fyrir verkefnið og hugmyndafræðina, ég er viss um það eftir að hafa rætt við hann fyrr í vikunni. Það er hávær orðrómur um að hann gæti verið rekinn en ég persónulega sé það ekki gerast."

Hvernig hefur Aron Einar verið að spila?

„Hann hefur sýnt stöðugleika og verið góður fyrir lið sem hefur átt í vandræðum. Hann er leiðtogi í liði sem hefur neyðst til að spila á mörgum ungum leikmönnum upp á síðkastið. Hann skoraði sigurmarkið í undanúrslitunum og vonast til að endurtaka leikinn þegar Arabi freistar þess að vinna Amir-bikarinn í fyrsta sinn í 27 ár," segir Freeley.

Sjá einnig:
Bikarúrslitaleikur hjá Al Arabi - Stærsti leikur liðsins í 27 ár
Heimir Hallgríms: Þessi leikur er mikilvægari en aðrir leikir
Xavi vanmetur ekki Al Arabi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner