Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. desember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Hallgríms: Þessi leikur er mikilvægari en aðrir leikir
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi mætir Al Sadd í bikarúrslitaleik klukkan 16:00 í dag. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og er hann að mæta Xavi og hans lærisveinum í öðrum úrslitaleik á þessu ári. Heimir veit að leikurinn er mikivægari en aðrir leikir en heldur í hefðbundinn undirbúning fyrir leikinn.

„Við vitum að þessi leikur er mjög mikilvægur, mikilvægari en aðrir leikir. Þetta er leikur tilfinninga. Við höfum reynt að halda undirbúningi eins hefðbundnum og hægt er fyrir þennan úrslitaleik til að setja ekki pressu á leikmenn. Upplifunin verður öðruvísi að spila úrslitaleik því leikmenn eru ekki vanir því," sagði Heimir á blaðamannafundi í gær.

„Við verðum að trúa því að við getum unnið. Þetta snýst ekki bara um fótbolta heldur einnig um sálræna og hugræna þætti. Ég held að við þurfum að spila til sigurs. Við trúum á okkar hæfni til að sigra og við verðum að undirbúa okkur á þann veg, vonandi tekst okkur vel til," bætti Heimir við.

Heimir hefur þurft að glíma við mikil meiðsli hjá sínum leikmönnum að undanförnu en Heimir verður með alla leikmenn til taks fyrir utan Khallifa al-Maliki í dag.

„Í fyrsta sinn á tímabilinu eru eiginlega allir leikmenn klárir fyrir utan Khalifa. Þetta gefur okkur tækifæri á að sýna okkar besta og það gerir okkur bjartsýnni en ella. Í leikjum gegn Al Sadd hafa þeir haldið boltanum meira og eru með gott sigurhlutfall gegn okkur. Hvernig sem litið er á hlutina þá eru alltaf tækifæri í fótbolta. Það er ekki hægt að spá því hvernig leikurinn fer."

„Saga Al Arabi er frábær en við höfum ekki komist í úrslitin í mörg ár. Við horfum ekki á fortíðina, hún er liðin. Ég er ánægður að vera kominn í úrslit en verkefninu er ekki lokið og við verðum að gera okkar besta. Þessi leikur er mikilvægur og við erum stoltir af því að vera eitt af fyrstu liðunum til að spila á Al Rayyan leikvanginum. Þegar dómarinn flautar leikinn á verður völlurinn eins og hver annar, við verðum að gera okkar besta til að geta unnið,"
sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner