Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Rússland U21
4
1
Ísland U21
Fedor Chalov '31 , víti 1-0
Nayair Tiknizyan '42 2-0
Arsen Zakharyan '45 3-0
Denis Makarov '53 4-0
4-1 Sveinn Aron Guðjohnsen '59
25.03.2021  -  17:00
Gyirmóti Stadion. Györ
EM U21 landsliða
Aðstæður: 13 gráður og heiðskírt
Dómari: Halil Umut Meler (Tyrkl)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Byrjunarlið:
12. Aleksandr Maksimenko (m)
2. Nayair Tiknizyan
3. Igor Diveev
4. Roman Evgeniev
9. Fedor Chalov ('61)
10. Ivan Oblyakov
13. Denis Makarov
14. Pavel Maslov ('61)
19. Daniil Lesovoy ('77)
21. Danil Glebov
22. Arsen Zakharyan ('72)

Varamenn:
1. Ivan Lomaev (m)
23. Denis Adamov (m)
5. Danil Krugovoi
6. Artem Golubev ('61)
7. Aleksandr Lomovitski ('77)
8. Konstantin Tyukavin ('72)
11. Magomed Suleymanov
15. Daniil Kulikov
16. Nikita Kalugin
17. Vyacheslav Grulev ('61)
18. Daniil Utkin
20. Nail Umyarov

Liðsstjórn:
Mikhail Galaktionov (Þ)

Gul spjöld:
Pavel Maslov ('29)
Vyacheslav Grulev ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Okkar menn sáu einfaldlega ekki til sólar. Þetta var vont.

Næsti leikur á sunnudag, gegn Dönum. Þeir eru alls ekki síðri en Rússarnir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
88. mín
Rússar með tilraun. Boltinn rétt framhjá.
85. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
85. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
81. mín
Leikurinn mjög rólegur núna og eins og bæði lið séu bara að bíða eftir því að þessu ljúki. Rússarnir bara að toga stigunum þremur í höfn.
77. mín
Inn:Aleksandr Lomovitski (Rússland U21) Út:Daniil Lesovoy (Rússland U21)

76. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Þá eru báðir Willumsson bræðurnir inná.
75. mín
Jón Dagur að ógna í teignum en Rússarnir ná að loka á hann.
73. mín
Jón Dagur með fyrirgjöf inn í teiginn sem Maksimenko kýldi frá.
72. mín
Inn:Konstantin Tyukavin (Rússland U21) Út:Arsen Zakharyan (Rússland U21)
Zakharyan frábær í leiknum.
71. mín Gult spjald: Vyacheslav Grulev (Rússland U21)
68. mín
Hvar er spjaldið???

Tiknizyan ótrúlega heppinn
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
67. mín
Náum lítið að koma Rússum úr jafnvægi

Rússarnir eru fullkomlega öruggir með allt sitt, öryggir á boltanum og við náum sjaldan að klukka.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
66. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland U21) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland U21)
Það kom lítið út úr Ísaki í þessum leik.
66. mín
Varamaðurinn Vyacheslav Grulev nálægt því að skora fimmta mark Rússa en framhjá fór skotið.
65. mín
Mikael að koma inn á
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
65. mín
Vekjum athygli á því að nú er hægt að sjá öll mörk leiksins í textalýsingunni.
64. mín
Af hverju flautaru??

Galið flaut.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
61. mín
Inn:Vyacheslav Grulev (Rússland U21) Út:Fedor Chalov (Rússland U21)
61. mín
Inn:Artem Golubev (Rússland U21) Út:Pavel Maslov (Rússland U21)
59. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
Jæja loksins eitthvað jákvætt!

Willum gerir vel og vippar boltanum uppá 10 í teiginn þar sem Sveinn Aron skallar laglega í markið! Flott mark.

57. mín
Það er engin trú í íslenska liðinu og Rússar stýra þessum leik frá A til Ö. Davíð Snorri hlýtur að fara að gera einhverjar skiptingar.
53. mín MARK!
Denis Makarov (Rússland U21)
Makarov dansar framhjá Herði Inga, fer svo milli hans og Willums og klárar glæsilega.

Rússarnir eru að leika sér að okkar strákum.

49. mín
Jón Dagur tapaði boltanum á slæmum stað. Rússar sóttu hratt og Makarov átti skottilraun beint í fangið á Patrik.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Engar skiptingar í hálfleik.
45. mín
Atli Viðar Björnsson í stofunni á RÚV: "Það var vont að horfa upp á þetta. Þetta voru röð mistaka og klaufalegt að gefa þetta víti," segir hann um vítið sem skapaði fyrsta markið.

Bjarni Þór Viðarsson vildi sjá íslenska liðið brjóta af sér í sókninni sem skóp annað markið. "Þó það hefði verið gult spjald hefði það verið allt í lagi."

Atli um þriðja markið: "Þeir fara í gegnum hjartað, í gegnum miðja vörnina og þar eigum við að vera hvað sterkastir. Erfitt að horfa á þetta."
45. mín
Munið þetta nafn: Arsen Zakharyan. Þessi sautján ára strákur búinn að vera magnaður í þessum leik. Leikmaður Dynamo Moskvu. Okkar menn eiga engin svör gegn honum.
45. mín
Hálfleikur
Virkum núll sannfærandi úti hægra megin varnarlega. Ísak Bergmann ekki verið upp á sitt besta og Kolbeinn óöruggur varnarlega. Vægast sagt brekka.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Frá vellinum

Virkar á mig eins og að trúin hafi farið þegar Chalov skoraði fyrsta markið. Alltof auðvelt að keyra á vörnina undir lok hálfleiks.

Mikið um að benda hingað og þangað, menn þurfa að þjappa sér saman og gera þetta sem lið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Rússar eiga þetta með húð og hári.
45. mín MARK!
Arsen Zakharyan (Rússland U21)
Leikur sér að íslensku vörninni. Eins og að drekka vatn. Og klárar í netið. Varnarleikur Íslands leit því miður skelfilega út. Það eru hæfileikar í þessum strák, heldur betur.

42. mín MARK!
Nayair Tiknizyan (Rússland U21)
Stoðsending: Fedor Chalov
Frábært uppspil Rússa og frábærlega klárað hjá bakverðinum Tiknizyan. Sá kláraði vel! Patrik kom út á móti en bakvörðurinn kláraði afskaplega vel.

Íslendingar voru aldrei líklegir til að stoppa Rússana þarna.

42. mín
Völlurinn er alls ekkert sérstakur. Pollar hér og þar sem eru að hafa áhrif á spilið.
39. mín
HÖRKUSKOT! Þéttingsfast. Stefán Teitur lét vaða yfir utan teig en framhjá. Kom í kjölfarið á fínni spilamennsku íslenska liðsins.

Fyrsta marktilraun Íslands. 6-1 fyrir Rússland í marktilraunum.
38. mín
Besta sókn Íslands

Fljótir að keyra fram, laglega gert hjá Svenna á miðjunni en sendingin aðeins of löng fyrir Ísak. Endar með fínu skoti frá Stefáni en því miður framhjá.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Minnum á A-landsleikinn, 19:45. Þýskaland - Ísland.

34. mín
Jæja, hvernig svara okkar strákar þessu.

Aukaspyrna inn í teig Rússa... Rússarnir ná að verjast og komast í skyndisókn en Patrik kemur vel út úr markinu og reddar þessu.
31. mín Mark úr víti!
Fedor Chalov (Rússland U21)
Rólegt aðhlaup. Patrik fer í rangt horn og Chalov skorar af öryggi.

30. mín
Rússarnir komu okkur að óvörum

Hörður Ingi var ekki klár í réttri stöðu þegar boltinn kom upp hægra megin. Skrikaði fótur, sending inn á teig og Zakharyan náði snertingu framhjá Róberti sem braut.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
30. mín
Rússar fá víti.

Arsen Zakharyan með lipur tilþrif, leikur á Róbert Orra og Róbert brýtur af sér. Víti.
29. mín Gult spjald: Pavel Maslov (Rússland U21)
Fyrsta gula spjaldið. Maslov braut á Herði Inga.
26. mín
Jón Dagur með stórskemmtileg tilþrif og Rússarnir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Svo kemur sending inn í teiginn sem Maksimenko markvörður Rússa handsamar.
25. mín
Willum að komast betur inn í leikinn

Byrjaði hægt og var ekki að finna snertingarnar sínar. Orðinn öruggari með sig og tengir vel við Jón Dag úti vinstra megin.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
24. mín
Stefán Teitur með langt innkast inn í teig andstæðingana en Rússar skalla frá.
21. mín
VÓ!!! RÚSSAR MEÐ HÆTTULEGA TILRAUN! Patrik nær að verja. Fyrirgjöf frá vinstri. Fedor Chalov náði að stinga sér framfyrir Róbert og náði tilraun á markið en Patrik vel staðsettur og ver.

Langbesta tilraun leiksins til þessa.

18. mín
Ivan Oblyakov fyrirliði Rússa með skottilraun framhjá markinu. Engin hætta. Allar þrjár marktilraunir leiksins komið frá Rússunum.
18. mín
Jón Dagur hrósar Ara og Robba

,,Geggjaðir, mjög vel gert."
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
16. mín
Flott rispa frá Jóni Degi sem tekur á rás, sendir á Ísak Bergmann. Ísak á Stefán Teit sem á fyrirgjöf sem markvörður Rússa handsamar af öryggi.
14. mín
Vel gert hjá Sveini að láta finna fyrir sér

Algjör óþarfi að leyfa Maksimenko að grípa óáreittur
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
14. mín
Stefán Teitur vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.

Sveinn Aron brýtur á markverðinum eftir hornspyrnuna og Rússland fær aukaspyrnu.
13. mín
Skjálfti í mönnum. Stress yfir íslenska liðinu sem gengur erfiðlega að halda bolta.

Denis Makarov með skottilraun framhjá.
9. mín
Jón Dagur með fína aukaspyrnu inn í teiginn en Rússar ná að skalla frá.
8. mín
Igor Diveev brýtur á Sveini Aroni og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
8. mín
Skorum Skorum Skorum

Kallar Davíð.

Sveinn krækir í aukaspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
5. mín
Gengur illa að tengja í byrjun

Íslensku strákarnir virka stressaðir, drífa sig að hreinsa á meðan Rússarnir eru öruggari með sitt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. mín
Arsen Zakharyan með sendingu fyrir en Kolbeinn Þórðarson réttur maður á réttum stað og kemur boltanum frá.
3. mín
Danil Glebov með fyrstu skottilraun leiksins en talsvert langt framhjá.
2. mín
Rússar í sókn sem Róbert Orri stöðvar með flottri tæklingu.
1. mín
Leikur hafinn
Það held ég! Þetta er farið af stað!

Tyrkneski dómarinn hefur flautað leikinn á! Ísland byrjaði með boltann.
Fyrir leik
Jæja verið að spila þjóðsöngvana. Ísland í varatreyjunum í dag, hvítklæddir.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn

Rússarnir koma fyrstir og Jón Dagur leiðir svo íslenska liðið í fyrsta sinn til leiks á stórmóti.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Frá vellinum

Þótt hitamælirinn segi 12° þá er lúmskt kalt, heiðskýrt og ég held að mælirinn sé að ljúga.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Frá vellinum

Leikmenn ganga til búningsherbergja fyrir lokaundirbúning. Sýndist allir komast klakklaust frá upphitun.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik


Styttist í þetta!
Fyrir leik
Arsen Zakharyan
Miðjumaður hjá Dynamo Moskvu, fæddur árið 2003 og er því aðeins 17 ára gamall. Hefur leikið 6 leiki með Dynamo Moskvu hingað til á leiktíðinni, skorað 1 mark og lagt upp 2.
Þetta er í fyrsta skipti sem hann er valinn í 21 árs hóp Rússa og er í byrjunarliðinu.


Fyrir leik
"Kolbeinn Þórðar er pjúra vinnuhestur bara, meira vinnsla í honum en Kolbeini Finns! Stefán Teitur kemur inn í liðið með mikla hæð og það virðist vera við ætlum að "matcha" Rússana í líkamlegri baráttu!" segir Arnar Laufdal, annar umsjónarmanna hlaðvarpsþáttarins Ungstirnin, um byrjunarlið Íslands.

Fyrir leik
Frá vellinum

BÆNG!!

Keyrum 'etta í gang er blastað í upphitun. Veisla!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Ég var að ræða við Sæbjörn Steinke, fréttamann okkar á vellinum, og hann gaf mér þær upplýsingar að Mikael sé að glíma við einhver nárameiðsli. Hann er meðal varamanna í dag.

Byrjunarliðin eru annars komin inn í kerfið.
Fyrir leik
Mikhail Galaktionov, þjálfari U21 landsliðs Rússa, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM klukkan 17:00.

Nokkrar breytingar eru á fremstu stöðunum miðað við líklegt byrjunarlið en leikmenn Rússa koma flestir úr stórum liðum í rússnesku úrvalsdeildinni.

Ivan Oblyakov er fyrirliði liðsins sem spilar á miðri miðjunni hjá CSKA Moskvu. Fæddur 1998 og hefur spilað 27 leiki fyrir U-21 árs liðið og skorað 6 mörk. Leikið 20 leiki fyrir CSKA á þessu tímabili, skorað 1 og lagt upp 2.

Fedor Chalov framherji CSKA Moskvu er stjarna liðsins sem hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir U-21 árs liðið.
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir Rússum í fyrsta leik á EM U21 landsliða klukkan 17:00.

Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel, byrjar í bakverði en hann tekur stöðu Alfons Sampsted sem er í A-landsliðinu.

Stefán Teitur Þórðarson kemur inn á miðjuna síðan í leikjunum í nóvember síðastliðnum en hann var fjarri góðu gamni þar.

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar á kantinum en Mikael Neville Anderson er á bekknum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Ungverjalandi í gær. Leikið verður gegn Rússlandi í dag en Danmörk og Frakkland eru einnig í riðlinum. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í útsláttarkeppni.



"Auðvitað förum við með það markmið að komast upp úr riðlinum. Við viljum njóta þess að spila fótbolta líka en auðvitað er markmiðið að komast upp úr riðlinum," segir Jón Dagur.

Hvernig tilfinning verður það fyrir Jón Dag að leiða Ísland út á völlinn í þessu móti.

"Það verður mjög gaman. Ég er stoltur. Þetta verður hrikalega skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera fyrirliði. Ég hef þekkt þennan hóp mjög lengi og við erum nánir og það er flott liðsheild í hópnum. Mitt hlutverk er að menn séu á tánum og gera þetta vel en á sama tíma njóta þess að vera hérna."

"Það eru nokkur nöfn sem eru búin að stíga upp og taka miklum framförum. Þegar við byrjuðum voru Andri Fannar og Ísak 14 ára eða eitthvað. Þeir eru búnir að stíga upp og aðrir leikmenn líka. Staðan á hópnum er góð."

Þekkir hann til leikmannana í rússneska liðinu?

"Maður þekkir einhvern nöfn en maður er ekki að horfa á rússnesku deildina daglega. Maður hefur séð meira af þessum leikmönnum í Evrópukeppnunum,"

Er mesti möguleiki ykkar í riðlinum gegn þessu rússneska liðið?

"Við eigum gríðarlegan séns í öllum þessum leikjum. Frakkarnir eru sigurstranglegastir í riðlinum en við förum í alla leiki með sigurhugarfar og að ná i öll stig sem eru í boði. Við byrjum á því gegn Rússum," segir Jón Dagur.
Fyrir leik
Lykilleikmaður í rússneska U21 liðinu



Fedor Chalov
Framherji CSKA Moskvu sem hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir U-21 árs liðið. Árið 2019 var hann orðaður við Chelsea, Liverpool, Arsenal og Crystal Palace. Hefur skorað 5 mörk og lagt upp 4 í 20 leikjum fyrir CSKA hingað til á tímabilinu. Verður áhugavert að sjá hvernig varnarmenn okkar glíma við þennan öfluga framherja.
Fyrir leik
Davíð Snorri, þjálfari U21 landsliðsins:

"Rússneska liðið vann sinn riðil og gerði virkilega vel. Þeir eru með virkilega góða liðsheild og þetta eru duglegir og góðir íþróttamenn. Skemmtilegur og krefjandi leikur sem við erum að fara í."



"Þetta hefur verið mjög skemmtilegt fyrst og fremst. Þetta er stærsta sviðið og risastórt verkefni. Við reyndum að eiga ágætis samskipti í aðdraganda mótsins og kynna mér vel hvað þeir hafa verið að gera og hvernig íslenska liðið hefur spilað. Ég hef verið mjög hrifinn af því sem ég hef séð undanfarna daga."
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið

Sæbjörn Steinke hefur velt því fyrir sér hvernig Davíð Snorri Jónasson stillir upp liðinu í dag. Niðurstaðan er að Davíð haldi sig við 4-3-3/4-5-1 leikkerfið sem liðið spilaði í undankeppninni.

Fyrir leik
U21 landsliðið hefur leik í Ungverjalandi



Íslenska U21 landsliðið leikur gegn Rússum klukkan 17 en það er fyrsti leikur okkar stráka í riðlinum. Einnig eru Danmörk og Frakkland í riðlinum en tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina sem spiluð verður í sumar.

Davíð Snorri Jónasson stýrir U21 landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við starfinu af Arnari Viðarssyni sem tók við A-landsliðinu eins og allir lesendur vita.
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
6. Alex Þór Hauksson
7. Ísak Bergmann Jóhannesson ('66)
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Stefán Teitur Þórðarson
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('85)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
18. Willum Þór Willumsson ('85)
23. Ari Leifsson (f)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Andri Fannar Baldursson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('76)
10. Mikael Anderson ('66)
11. Bjarki Steinn Bjarkason
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('85)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('85)
21. Þórir Jóhann Helgason
21. Valgeir Lunddal Friðriksson

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: