Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Þór/KA
0
2
Selfoss
0-1 Brenna Lovera '19
0-2 Caity Heap '66
11.05.2021  -  18:00
Boginn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Gervigras, leikið innanhúss.
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason
Maður leiksins: Emma Kay Checker (Selfoss)
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir ('69)
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
13. Colleen Kennedy
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('69)
20. Arna Kristinsdóttir ('83)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('81)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
5. Steingerður Snorradóttir
10. Sandra Nabweteme ('81)
12. Miranda Smith ('69)
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('69)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir

Gul spjöld:
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss vinnur 0-2 útisigur.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
88. mín Gult spjald: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
87. mín
Karen María með flotta tilraun en Guðný vel á verði.
86. mín
Inn:Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) Út:Brenna Lovera (Selfoss)
86. mín
Inn:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Út:Brenna Lovera (Selfoss)
83. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Arna Kristinsdóttir (Þór/KA)
81. mín
Arna Kristins lenti í einhverju hnjaski og liggur eftir.

Er núna farin af velli.
81. mín
Inn:Sandra Nabweteme (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
80. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
79. mín
Þarna er Karen María! Var búin að sjást lítið í leiknum,

Colleen kemst í boltann og kemur honum á Karenu sem á skot rétt framhjá!
77. mín
Þór/KA nær að hreinsa en Selfoss heldur áfram að sækja.
76. mín
Brenna með fyrirgjöf sem Barbára reynir að koma að marki. Þór/KA hreinsar í horn.
75. mín
Fínasta upphlaup hjá Þór/KA en Colleen hleypur of langt með boltann og missir hann út af.
73. mín
Jakobína með fyrirgjöf en Guðný grípur.
71. mín
Talsverð hætta eftir hornspyrnu frá Selfossi en engin tilraun að marki.
69. mín
Inn:Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
Tvöföld skipting
69. mín
Inn:Miranda Smith (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
67. mín
Inn:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Barbára færist upp á hægri kantinn
66. mín MARK!
Caity Heap (Selfoss)
Alvöru þruma!!

Hreinsun frá Hörpu sem endar hjá Caity og hún lætur vaða og skýtur yfir Hörpu. Frábært mark!

Hreinsunin var ekki löng frá Hörpu og má kannski setja spurningamerki við hana þar en skotið var frábært.
65. mín
Andri Hjörvar ósáttur að Selfoss hafi fengið aukaspyrnu eftir köll frá bekknum hjá Selfossi.

Spyrnan var tekin inn á teginn en mér sýndist Snædís skalla boltann í burtu og engin hætta í kjölfarið.
60. mín
Boltinn hátt upp og Unnur Dóra kemst í hann inn á vítateig Þór/KA. Skot hennar ekki fast og Harpa grípur tilraunina.
59. mín
Brenna með flottan sprett úti vinstra megin, sker aðeins inn á völlinn og á flotta fyrirgjöf á Caity sem skallar framhjá! Þetta var fínasta færi.
57. mín
Barbára með aðeins of fasta sendingu ætlaða Brennu og Harpa tekur upp þennan bolta.
55. mín
Hulda Karen ætlaði að finna Maríu á sprettinum en sending og hlaup fór ekki saman þarna og boltinn fer afturf fyrir endamörk. Guðný tekur útspark.
54. mín Gult spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Fer af hörku í Maríu og uppsker að mínu mati verðskuldað gult spjald.
51. mín
Barbára gerir mjög vel að komast inn í sendingu og geysist svo fram völlinn. Hún á fína fyrirgjöf en aðeins of innarlega fyrir Brennu sem reyndi að ná til knattarins. Útspark Þór/KA.
48. mín
Fín pressa á Hörpu frá Selfossi en Harpa gerir vel og hreinsar langt fram völlinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!

Selfoss byrjar með boltann. Liðin óbreytt.
Hægt að glugga í þetta

45. mín
Hálfleikur
Staðan er 0-1 í hálfleik.

Hólmfríður er búin að vera best á vellinum, sýnt frábæra takta og mikil gæði. Fyrir mér er það augljóst að hennar einstaklingsgæði og gæði Brennu er það sem skilur á milli liðanna í hálfleik.
44. mín
Jakobína með spyrnuna framhjá/yfir mark Selfoss.
43. mín
Guðný heppin að María komst ekki í þessa sendingu, leit ekki sannfærandi út en slapp.

Þór/KA á aukaspyrnu við vítateig Selfoss.
38. mín
Saga dæmd brotleg við vítateig Selfoss. Andri Hjörvar ekki sáttur en ánægður með baráttuna í sinni konu. Þetta virkaði ódýrt og Þór/KA var með boltann á fínum stað.
37. mín
Arna Kristins fær dauðafæri er boltinn datt óvænt fyrir hana. Hún skýtur eða mokar boltanum framhjá fjærstönginni, hún veit að hún gat gert betur.

Hornspyrnan var tekin út fyrir teig, María lét vaða, boltinn datt fyrir Huldu Ösk og hrökk svo fyrir Örnu.
36. mín
Hulda Ósk með laglegan sprett og krækir í hornspyrnu. Colleen tekur.
33. mín
Hulda Ósk með skot framhjá marki Selfoss.
32. mín
Selfoss að sækja af krafti og ógnað í tvígang á síðustu mínútum. Í fyrra skiptið var dææmt hendi á Unni Dóru sýndist mér inn á vítateig sem bekkur Selfoss var ekki ánægður með.

Í seinna skiptið komst Harpa rétt á undan í boltann inn á teig Þór/KA.
29. mín
Hólmfríður með flottan sprett og fyrirgjöf frá hægri en boltinn í gegnum pakkann.
22. mín Gult spjald: Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Missti boltann við hornfána og sá þann kostinn vænstan að rífa í Huldu Kareni og fékk verðskuldað gult spjald fyrir.
19. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
Sending upp völlinn sem Hólmfríður átti inn fyrir vörn Þór/KA. Brenna náði að stíga út Huldu Björg og kom sér inn á vítateiginn en þó í nokkuð þrönga stöðu.

Harpa reyndi að loka á Brennu en Brenna var þolinmóð og kom boltanum í netið.
18. mín
Eiður Ottó aðvarar Brennu. Brenna lét vaða eftir að flaggið fór á loft hjá AD1.
17. mín
Hólmfríður með tilraun sem fer í Snædísi inn á vítateignum.
14. mín
Brenna með frábæra fyrirgjöf frá hægri sem Hólmfríður kemst í og skallar af krafti, rétt framhjá nærstönginni! Besta færi leiksins til þessa.
13. mín
Karen María með skot með vinstri fæti sem fer beint á Guðnýu, fínar mínútur hjá Þór/KA:
13. mín
Boltinn inn fyrir vörn Selfoss en Guðný á tánum og er á undan Huldu Ósk í boltann.
11. mín
Colleen tekur hornspyrnuna sem hreinsuð er upp í þakið og Selfoss skilar boltanum til Þór/KA.
10. mín
Colleen með fyrirgjöf sem mér sýndist Emma koma afturfyrir og í hornspyrnu.
7. mín
Jakobína nær til boltans hátt á vellinum og á skot fyrir utan teig. Lítið vesen fyrir Guðnýju sem heldur þessu skoti.
6. mín
Þór/KA átt tvö upphlaup gegn einu frá Selfossi til þessa. Engin færi til að tala um.
2. mín
Lið Selfoss:

Guðný
Barbára - Áslaug - Emma - Anna
Þóra - Eva
Hólmfríður - Caity - Unnur
Brenna
1. mín
Lið Þór/KA:

Harpa
Hulda Karen - Hulda Björg - Arna - Jakobína
Snædís - Saga
María - Karen - Colleen
Hulda Ósk
1. mín
Leikur hafinn
Þór/KA byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Þór/KA leikur í svörtu og Selfoss í hvítu og bláu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Þór/KA er klárt. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, gerir enga breytingu á sínu byrjunarliði. Markaskorarar síðasta leiks, þær Hulda Óska og Karen María, eru á sínum stað og Colleen, sem fór meidd af velli, er klár í slaginn.

Byrjunarlið Selfoss er einnig óbreytt. Markaskorararnir Brenna Lovera og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á sínum stað. Magdalena Anna Reimus er komin á bekkinn.
Fyrir leik
Guðrún Arnardóttir, leikmaður Djurgarden, er spámaður umferðarinnar. Hún spáir 1-1 jafntefli.

Líkt og að fara til Eyja þá hlakkar liðum ekki til að fara norður. Bæði lið svolítið spurningamerki fyrir þetta tímabil en knúðu bæði fram sigur í fyrstu umferðinni. Held þessi leikur verði mikill baráttuleikur og endi með 1-1 jafntefli sem bæði lið geta verið ágætlega sátt með.
Fyrir leik
Liðin unnu bæði útisigra í fyrstu umferð. Þór/KA lagði ÍBV í Vestmannaeyjum og Selfoss fór til Keflavíkur og vann góðan sigur.

Toppsætið er í boði í dag fyrir sigurliðið þar sem Breiðablik og Val tókst ekki að fylgja eftir sigrum í fyrstu umferð þegar liðinu spiluðu sína leiki í 2. umferð í gær.
Fyrir leik
Komiði sælur lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Selfoss í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Athygli er vakin á því að leikurinn fer fram í Boganum.
Byrjunarlið:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
9. Eva Núra Abrahamsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('67)
21. Þóra Jónsdóttir
22. Brenna Lovera ('86) ('86)
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('80)
27. Caity Heap

Varamenn:
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('86)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('67)
8. Katrín Ágústsdóttir ('86)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('80)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Unnur Dóra Bergsdóttir ('22)
Hólmfríður Magnúsdóttir ('54)

Rauð spjöld: