Fylkir
1
1
KR
1-0
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
'3
, sjálfsmark
1-1
Grétar Snær Gunnarsson
'7
Arnór Borg Guðjohnsen
'46
, misnotað víti
1-1
12.05.2021 - 19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað en fallegt
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 450 - Í þremur hólfum
Maður leiksins: Unnar Steinn
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað en fallegt
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 450 - Í þremur hólfum
Maður leiksins: Unnar Steinn
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
('86)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Jordan Brown
('86)
11. Djair Parfitt-Williams
22. Dagur Dan Þórhallsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
('86)
18. Nikulás Val Gunnarsson
('86)
28. Helgi Valur Daníelsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
77. Óskar Borgþórsson
Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Hilmir Kristjánsson
Gul spjöld:
Jordan Brown ('4)
Unnar Steinn Ingvarsson ('66)
Dagur Dan Þórhallsson ('72)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 er niðurstaðan í kvöld. Fylkismenn hefðu átt að skora sigurmarkið í lokin en allt kom fyrir ekki og liðin verða að deila stigunum í kvöld.
93. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI!!!
KR brunar fram. Missa boltann. Dagur Dan með STÓRKOSTLEGA sendingu inn fyrir á Þórð Gunnar sem er ALEINN í teignum. Tekur við boltanum og á að skjóta og tryggja sigurinn en hann tekur aðra snertingu og missir boltann alltof langt frá sér. Þarna áttu Fylkir að skora!
KR brunar fram. Missa boltann. Dagur Dan með STÓRKOSTLEGA sendingu inn fyrir á Þórð Gunnar sem er ALEINN í teignum. Tekur við boltanum og á að skjóta og tryggja sigurinn en hann tekur aðra snertingu og missir boltann alltof langt frá sér. Þarna áttu Fylkir að skora!
86. mín
Inn:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
Fyrstu skiptingar Fylkis í leiknum. Þórður fer upp á topp og Nikulás á miðjuna. Nikulás var fyrr í leiknum byrjaður að gera sig kláran en gleymdi treyjunni í klefanum. En fljótur var hann að sækja hana. Skemmtilegt þó.
86. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Út:Jordan Brown (Fylkir)
Fyrstu skiptingar Fylkis í leiknum. Þórður fer upp á topp og Nikulás á miðjuna.
85. mín
Fylkir fær aukaspyrnu. Boltinn inn í teig. Dettur niður dauður. Orri fær boltann. Virðist vera togað í hann. Dettur ekki nógu vel. Stúkan reiðist. Líklega ekki alveg nóg til að dæma.
76. mín
Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Fylkir vinnur boltann eftir hornspyrnu. Dagur fer af stað og Óskar eltir. Nær ekki Degi. Ægir kemur í hjálparvörn og Óskar virðist hafa tekið því persónulega að vera ekki hraðasti leikmaður vallarins. Hendir í gamla góða straujið. Klippir Dag niður. Klárt gult.
74. mín
KR kemst í álitlega stöðu. Kristinn Jónsson með boltann rétt fyrir utan teig og nóg af möguleikum. Hann ákveður að skjóta með hægri fyrir utan. Ekki besta ákvörðun sem ég hef séð og skotið rúllar fram hjá. Guðjón ekki sáttur, eðlilega.
72. mín
Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir)
KR fær aukaspyrnu upp við miðjuna. Kennie sparkar boltanum í Dag Dan sem snýr sér við svo hann fái ekki boltann í andlitið eða miðsvæðið. Fjórði dómarinn virðist heimta að Dagur fái gult og Egill hlýðir. Þetta fannst mér algjörlega óverðskuldað spjald.
70. mín
Egill ákvað að æsa aðeins í áhorfendum með að taka 90 sekúndur án þess að flauta brot. Ég er hrifinn af þessu. Kveikja aðeins upp í tempóinu. Hann vill greinilega ekki að leikurinn koðni niður eins og í fyrri hálfleik. Ég er sammála honum.
69. mín
Aron virðist vera í lagi. Samt eitthvað svo týpískt að meiðast við eitthvað svona þegar maður er í harðri samkeppni um sæti í liðinu og að fá að byrja núna.
67. mín
Óskar reynir að þræða Odd Inga í gegn en Aron með gott úthlaup. Báðir sparka í boltann á sama tíma en Aron er kraftmeiri og nær að hreinsa boltann burt. Hann meiðist í ökkla við þetta. Stúkan tryllist. Óli varamarkvörður sendur að hita. Læti.
66. mín
Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
Faglegt brot hjá Unnari sem stoppar skyndisókn hjá KR. Togar Guðjón niður. Ætli hann fari upp í skallabolta á næstu augnablikum?
65. mín
Arnór Gauti ætlar að taka málin í sínar hendur. Eitthvað þreyttur á að sjá samherja sína skjóta svona illa á markið. Skotið fer í garðinn í einni blokk á bak við völlinn. En Egill gerir honum greiða og dæmir hornspyrnu. Eflaust rétt.
62. mín
Beint í kjölfarið á Unnar frábæra sendingu út í teiginn á Dag Dan sem skýtur yfir. Þarna átti hann einfaldlega að gera betur. Boltinn lá mjög vel fyrir honum.
61. mín
FÆRI HJÁ FYLKI!
Unnar Steinn með frábæra sendingu á Jordan Brown sem snýr af sér Aron Bjarka og skýtur í fyrsta en beint á Beiti.
Beitir hins vegar missir boltann í gegnum klofið sitt og boltinn rúllar í átt að markinu. Þar eru Arnór Borg og Arnór Sveinn í baráttu um að komast í boltann en Arnór nær að bjarga á línu áður en Arnór Borg kemst að boltanum. Þarna mátti litlu muna.
Unnar Steinn með frábæra sendingu á Jordan Brown sem snýr af sér Aron Bjarka og skýtur í fyrsta en beint á Beiti.
Beitir hins vegar missir boltann í gegnum klofið sitt og boltinn rúllar í átt að markinu. Þar eru Arnór Borg og Arnór Sveinn í baráttu um að komast í boltann en Arnór nær að bjarga á línu áður en Arnór Borg kemst að boltanum. Þarna mátti litlu muna.
56. mín
Inn:Oddur Ingi Bjarnason (KR)
Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Oddur Ingi er að fara á lán til Grindavíkur eftir þrjá klukkutíma. Væri fyndið ef hann myndi skora sigurmark í kvöld.
55. mín
Guð blessi hamborgana á Fylkisvelli. Það er nánast eins og þetta séu Skallaborgarar.
54. mín
Boltinn berst rétt út fyrir teig á Pálma Rafn sem skýtur í fyrsta en yfir fer boltinn.
53. mín
Síðari hálfleikur byrjar eins og sá fyrri. Stórskemmtilega, fram og til baka og mikið líf.
51. mín
KR með flott samspil. Boltinn út til hægri á Óskar sem sendir fyrir en Aron hendir sér inn í sendinguna. Boltinn upp í loft þar sem Stefán Árni sýndist mér skjóta en beint á markið.
48. mín
Kristinn Jónsson með frábæran sprett, keyrir inn á völlinn full auðveldlega en þá segir Ásgeir hingað og ekki lengra og fer í tæklingu af gamla skólanum.
46. mín
Misnotað víti!
Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
VÍTI. Fylkir færi víti. Arnór Borg fer á punktinn en Beitir með stórkostlega markvörslu! Fer boltann og boltinn snýst í slow motion í stöngina og út.
Ég sá ekkert hvað gerðist þar sem ég var að reyna að skrá skiptinguna sem KR gerði í hálfleik. Aron Bjarki inn fyrir Grétar.
Ég sá ekkert hvað gerðist þar sem ég var að reyna að skrá skiptinguna sem KR gerði í hálfleik. Aron Bjarki inn fyrir Grétar.
45. mín
Hálfleikur
Ekki einni sekúndu bætt við þennan leik. 1-1 í hálfleik sem verður að teljast sanngjörn staða.
44. mín
Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Beitir slæsar boltann í innkast. Fylkismenn reyna að bregðast hratt við. Boltasækirinn hefur greinilega fylgst með fréttum og ætlar að vera fljótur að kasta á Fylkismanninn en Kennie Chopart blakar boltanum burt. Skemmtileg handboltavörn en gult spjald engu að síður.
41. mín
Jújú Fylkir eru að enda sóknir sínar með skotum en þau eru svo hættulaus að mig langar varla að skrifa um þau. En rétt í þessu reyndi Dagur Dan skot fyrir utan teig sem fór langt yfir.
38. mín
Óskar Örn fær boltann umkringdur Fylkismönnum. Eins og alþjóð veit þarf hann ekki mikið pláss til að athafna sig. Hann á fyndinn þríhyrning við Kennie og nær skoti með hægri en Ásgeir nær að henda sér fyrir skotið.
34. mín
Óskar Örn fær boltann á hægri kantinum. Sker inn á völlinn, inn í teig, fer á vinstri fótinn og á lúmskt skot í fjærhornið sem Aron nær að blaka burt. Vel gert hjá báðum.
30. mín
Leikurinn hefur róast mikið niður. KR hafa skapað sér lítið sem ekkert og Fylkir hefur ekki náð að nýta sér sínar stöður í skyndisóknum nægilega vel.
26. mín
Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (KR)
Guðjón Baldvins kemst einn á móti einum úr skyndisókn eftir hornspyrnu Fylkismanna. Unnar nær að vinna boltann og Guðjón slær hann óvart í andlitið í baráttunni. Notkun handarinnar taldist skeytingarlaus að mati Egils Arnars og Guðjón fékk gult spjald.
25. mín
Dagur Dan með flotta sendingu í gegn á Unnar Stein sem kemur boltanum fyrir en KR sparkar í horn. Ekkert varð úr horninu.
24. mín
Fylkir kemst í 3 á 3 stöðu, boltinn út á Dag Dan sem ógnar skotinu. Leggur hann út á Arnór Borg sem á sæmilegt skot.
21. mín
Djair með skemmtileg tilþrif. Tók svokallaðan Ronaldinho snúning fram hjá Stefáni Árna upp við hornfánann. Var tekinn niður en Egill og Egill sammála um að dæma ekkert.
18. mín
Hér er leikinn beinskeyttur fótbolti. Bolta haldið í skamma stund, færður einu sinni eða tvisvar yfir og svo einn langur fram og barist.
14. mín
Aukaspyrna. Hakan mín datt í gólfið þegar boltinn kom á fjær. Þar var Ásgeir Eyþórs mættur og náði skallanum á markið en laus var hann og Beitir greip auðveldlega.
11. mín
Ég hef ekki getað skrifað uppstillingu Fylkisliðsins vegna atvikanna í byrjun. En þeir stilla upp í nokkurs konar 4-4-2/4-3-3 með Arnór Borg framarlega með Jordan Brown upp á topp. Unnar er líka að spila mjög ofarlega og oft á tíðum lítur þetta út hjá Fylki eins og 5-0-5.
Aron
Ragnar Bragi - Orri - Ásgeir - Torfi
Arnór Gauti
Djair - Arnór Borg - Unnar - Dagur Dan
Jordan
Aron
Ragnar Bragi - Orri - Ásgeir - Torfi
Arnór Gauti
Djair - Arnór Borg - Unnar - Dagur Dan
Jordan
8. mín
Leikurinn fer af stað með miklum látum! Tvö mörk á sjö mínútum, ég ráðlegg liðunum að passa fjærsvæðið í föstum leikatriðum en bæði mörkin hafa komið þaðan. Hef þetta ráð ókeypis.
7. mín
MARK!
Grétar Snær Gunnarsson (KR)
MARK!
Aukaspyrna frá vinstri, KR vinnur fyrsta skallann og ná að framlengja boltann á fjær þar sem Grétar Snær er einn og yfirgefinn og neglir honum upp í þaknetið.
Aukaspyrna frá vinstri, KR vinnur fyrsta skallann og ná að framlengja boltann á fjær þar sem Grétar Snær er einn og yfirgefinn og neglir honum upp í þaknetið.
4. mín
Gult spjald: Jordan Brown (Fylkir)
Fylgir á eftir Kennie sem var að sparka boltanum fram af miðju. Beint fyrir framan stúkuna sem lætur vel í sér heyra. Árbæingar alls ekki sáttir.
3. mín
SJÁLFSMARK!
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Stoðsending: Arnór Borg Guðjohnsen
Stoðsending: Arnór Borg Guðjohnsen
MARK! Aukaspyrna frá Degi Dan kemur á fjærstöngina, þar er Arnór Borg aleinn og setur hann inn á teiginn. Boltinn fór af varnarmanni KR sýndist mér og lak inn í markið.
Heimildir segja að þetta hafi verið sjálfsmark hjá Arnóri Sveini.
Heimildir segja að þetta hafi verið sjálfsmark hjá Arnóri Sveini.
1. mín
KR-ingar stilla upp í 4-3-3.
Beitir
Kennie - Arnór - Grétar - Kristinn
Pálmi - Ægir
Óskar - Atli - Stefán
Guðjón
Beitir
Kennie - Arnór - Grétar - Kristinn
Pálmi - Ægir
Óskar - Atli - Stefán
Guðjón
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn við nýja Fylkislagið með Bent og Slæma: Við erum Árbær. Hvet lesendur til að setja það á heima í hæsta styrk til að fá fulla upplifun af leiknum.
Fyrir leik
Miðað við upphitun Fylkismanna byrjar Torfi Tímoteus í vinstri bakverði. Ragnar Bragi hægra megin og Orri og Ásgeir miðverðir sem fyrr. Ekki nema ætlunin hafi verið að blekkja KR-inga. Sjáum hvað setur.
Fyrir leik
Já komið sæl og blessuð og velkomin í textalýsinguna. Liðin eru að hita upp. Alvöru veður, venju samkvæmt. Einhvern veginn finnst manni alltaf gott veður á Fylkisvelli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson gera 3 breytingar frá jafnteflinu gegn HK í síðustu umferð. Aron Snær Friðriksson kemur inn á markið í staðin fyrir Ólaf Kristófer Helgason. Unnar Steinn Ingvarsson kemur einnig inn í liðið en hann var í leikbanni í síðasta leik þá kemur Jordan Brown einnig inn í liðið. Á bekkinn setjast Þórður Gunnar Hafþórsson og Orri Hrafn Kjartansson.
Rúnar Kristinsson gerir engar breytingar frá tapinu gegn KA.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson gera 3 breytingar frá jafnteflinu gegn HK í síðustu umferð. Aron Snær Friðriksson kemur inn á markið í staðin fyrir Ólaf Kristófer Helgason. Unnar Steinn Ingvarsson kemur einnig inn í liðið en hann var í leikbanni í síðasta leik þá kemur Jordan Brown einnig inn í liðið. Á bekkinn setjast Þórður Gunnar Hafþórsson og Orri Hrafn Kjartansson.
Rúnar Kristinsson gerir engar breytingar frá tapinu gegn KA.
Fyrir leik
300 ÁHORFENDUR LEYFÐIR Á Würth völlinn í kvöld
Stjórnvöld tilkynntu afléttingu á samkomutakmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í lok síðustu viku og komast fleiri að eftir þær afléttingar. 300 áhorfendur fá að mæta á völlinn og verður þeim skipt niður í tvö hólf.
Miðasala á leikinn fer fram hér
Stjórnvöld tilkynntu afléttingu á samkomutakmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í lok síðustu viku og komast fleiri að eftir þær afléttingar. 300 áhorfendur fá að mæta á völlinn og verður þeim skipt niður í tvö hólf.
Miðasala á leikinn fer fram hér
Fyrir leik
Kjartan Henry í KR (Staðfest)
Penninn var á lofti á Meistaravöllum fyrr í dag en Kjartan Henry Finnbogason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann er að sitja af sér sóttkví og verður ekki með KR-liðinu í kvöld en ætti að vera klár í slaginn þegar Reykjavíkurstórveldin KR og Valur mætast á Meistaravöllum á Mánudaginn næstkomandi.
Penninn var á lofti á Meistaravöllum fyrr í dag en Kjartan Henry Finnbogason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann er að sitja af sér sóttkví og verður ekki með KR-liðinu í kvöld en ætti að vera klár í slaginn þegar Reykjavíkurstórveldin KR og Valur mætast á Meistaravöllum á Mánudaginn næstkomandi.
Fyrir leik
Hver byrjar í marki Fylkis?
Mikið hefur verið rætt eftir jafnteflið gegn HK hver ætti eiginlega að vera í markinu hjá Fylki þar sem Ólafur Kristófer Helgason, fæddur 2002 hefur alls ekki litið vel út í fyrstu tveimur leikjunum og margir eru farnir að kalla eftir því að Aron Snær fari aftur í markið.
Hver byrjar í marki Fylkis?
Mikið hefur verið rætt eftir jafnteflið gegn HK hver ætti eiginlega að vera í markinu hjá Fylki þar sem Ólafur Kristófer Helgason, fæddur 2002 hefur alls ekki litið vel út í fyrstu tveimur leikjunum og margir eru farnir að kalla eftir því að Aron Snær fari aftur í markið.
Leikur á Wurth-vellinum à kvöld âš½ï¸#allirsemeinn âš«ï¸âšªï¸ pic.twitter.com/NJwMsSBBYD
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Varadómari er Einar Örn Daníelsson og eftirlitsmaður KSÍ er Gunnar Freyr Róbertsson.
Fyrir leik
KR byrjuðu mótið frábærlega með virkilega flottri frammistöðu gegn Breiðablik þar sem KR-ingar unnu sannfærandi sigur á Kópavogsvelli, þar endurðu leikar 0-2 fyrir KR.
Eftir þann sigur var þeim skellt aftur niður á jörðina þegar Arnar Grétarsson og hans lærisveinar í KA mættu í Frostaskjólið og unnu sannfærandi 1-3 sigur.
Eftir þann sigur var þeim skellt aftur niður á jörðina þegar Arnar Grétarsson og hans lærisveinar í KA mættu í Frostaskjólið og unnu sannfærandi 1-3 sigur.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa alls ekki byrjað mótið af miklum krafti en liðið tapaði fyrsta leik gegn FH á heimavelli og gerðu klaufalegt 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum.
Fyrir leik
Það hefur hins vegar verið mikill hiti í þessum leikjum milli Fylkis og KR, í fyrri leik liðanna 2020 fékk Ólafur Ingi Skúlason að líta rauða spjaldið og í seinni leiknum fengu báðir Ragnar Bragi fyrirliði Fylkismanna og Beitir Ólafsson rautt spjald eftir mikla dramatík í 1-2 sigri Fylkis.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrra á Wurth vellinum völtuðu KR yfir Fylkismenn 3-0 með mörkum frá Pablo Punyed, Óskari Erni Haukssyni og Tobias Thomsen.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
('46)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Stefán Árni Geirsson
('56)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
('78)
Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson
17. Alex Freyr Hilmarsson
('78)
18. Aron Bjarki Jósepsson
('46)
20. Oddur Ingi Bjarnason
('56)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Gul spjöld:
Guðjón Baldvinsson ('26)
Kennie Chopart ('44)
Óskar Örn Hauksson ('76)
Rauð spjöld: