Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 12. maí 2021 09:08
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry til KR (Staðfest) - Þriggja ára samningur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu þrjú tímabilin," segir í tilkynningu frá KR.

Kjartan Henry Finnbogason er genginn í raðir KR en hann fékk samningi sínum við Esbjerg rift í gær.

Kjartan er 34 ára og er uppalinn hjá KR en fór ungur til Celtic. Hann lék í Svíþjóð, Noregi og Skotlandi áður en hann kom aftur heim til KR og lék með liðinu 2010-2014. Á þeim árum varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR og þrisvar bikarmeistari.

Hann gekk svo í raðir Horsens 2014 og hefur leikið í Danmörku og Ungverjalandi þar til hann snýr nú aftur í Vesturbæinn. Kjartan á þrettán landsleiki fyrir Ísland og þrjú mörk.

KR er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Pepsi Max-deildinni en liðið mætir Fylki í kvöld. Reikna má með því að Kjartan verði klár í slaginn og búinn að ljúka sóttkví þegar KR mætir Val næsta mánudag.

Óóó Kjartan Henry...

Velkominn heim á Meistaravelli🖤🤍

Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í...

Posted by Knattspyrnufélag Reykjavíkur on Miðvikudagur, 12. maí 2021

Athugasemdir
banner
banner