Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
1
2
ÍBV
0-1 Delaney Baie Pridham '17
Aerial Chavarin '36 1-1
1-2 Antoinette Jewel Williams '89
27.05.2021  -  17:15
HS Orku völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sól og um 10 gráðu hiti en blæs nokkuð duglega
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 52
Maður leiksins: Olga Sevcova
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('80)
3. Natasha Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Celine Rumpf
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('91)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Elín Helena Karlsdóttir
23. Abby Carchio ('70)
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
5. Berta Svansdóttir
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('91)
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Brynja Pálmadóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir
Eva Lind Daníelsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir
Marín Rún Guðmundsdóttir
Soffía Klemenzdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV fer með sigur af hólmi hér í dag.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Keflavík skorar!!!!!!!

En flaggið fer á loft eftir mikin darraðadans í teignum.

Gott ef hann fer ekki í tvígang innfyrir línuna en rangstaða dæmd.
96. mín
Keflavík á horn. Síðasti séns.
95. mín Gult spjald: Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Hendi
94. mín
Inn:Lana Osinina (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
92. mín
Inn:Berta Sigursteinsdóttir (ÍBV) Út:Olga Sevcova (ÍBV)
91. mín
Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Út:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
89. mín MARK!
Antoinette Jewel Williams (ÍBV)
Ha?

Var hún ekki rangstæð? Nei segir Egill og hans teymi en Antoinette alein í teig Keflavíkur eftir fast leikatriði og skilar boltanum örugglega í netið.

Tryggir ÍBV væntanlega stigin þrjú.
87. mín
Aerial sloppin í gegn og skorar en flaggið á loft.
86. mín
Kristrún með skalla að marki eftir langt innkast en laust og beint í fang Auðar.
82. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Fyrir nett glímutök
81. mín
Clara með skot sem Tiffany ver vel. Laust en talsvert út til hliðar en engin vandi fyrir Tiffany.
80. mín
Inn:Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
77. mín
Aerial með máttlítið skot frá vítateigshorninu hægra megin.
75. mín
Korter eftir af þessu. Fáum við sigurvegara í þennan leik eða gerir Keflavík sitt fjórða jafntefli í röð?
71. mín
Olga Sevcova með skot framhjá af um 20 metra færi.
70. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Abby Carchio (Keflavík)
68. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (ÍBV)
63. mín
Aerial með frábæran sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf sem finnur kollinn á Natöshu en skalli hennar af markteig fer framhjá.
62. mín
ÍBV í góðri stöðu til skyndisóknar en þetta gerist bara of hægt og rennur út í sandinn.
60. mín Gult spjald: Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (ÍBV)
58. mín
Dröfn fer illa með Kristinu úti hægra meginn en fyrirgjöf hennar ekki af sama gæðaflokki og alltof innarlega.
57. mín
Natasha fengið skurð og fær þennan fína vafning um höfuðið.
56. mín
Kristina staðinn á fætur og skömmu síðar fylgir Natasha henni og þær virðast í lagi.
55. mín
ÚFF Natasha og Kristina skalla saman og liggja báðar eftir.
Fengu þungt högg báðar tvær og þurfa aðhlynningu.
53. mín
Hætta í teig Keflavíkur sem bjarga í horn með herkjum. Tiffany í smá skógarferð en það kemur ekki að sök í þetta sinn.
50. mín
Dröfn með skot í varnarmann og afturfyrir.

Amelía aleinn í teignum á fjær í dauðafæri en Dröfn valdi skotið.
49. mín
Kraftur í báðum liðum hér í upphafi. Sækja á víxl og mikill hraði í leiknum.
47. mín
Kristina Erman í dauðafæri eftir skyndisókn en Tiffany kemur vel út á móti og ver með tilþrifum. Kastar sér svo á eftir boltanum og handsamar hann.
46. mín
Dröfn með fína fyrirgjöf frá hægri sem gestirnir bjarga í horn á síðustu stundu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimakonur hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Egill flautar hér til hálfleiks. Liðin jöfn í leikhléi og hafa bæði átt sína spretti.

Komum aftur að vörmu spori.
43. mín Gult spjald: Kristina Erman (ÍBV)
Hugsar ekkert um boltann eftir langa sendingu upp í hornið og keyrir Amelíu niður í stað þess að taka kapphlaupið við hana.

Klárt gult spjald.
40. mín
Ísabel reynir að þræða boltinn innfyrir á Aerial en aðeins of fast og Auður hirðir boltann.
38. mín
Gestirnir fá horn.

Fengu fínasta færi á meðan ég skrifaði um mark Keflavíkur en Tiffany varði vel.
36. mín MARK!
Aerial Chavarin (Keflavík)
Stoðsending: Tiffany Sornpao
Keflavík er að jafna leikinn.

Langur bolti fram frá Tiffany. Aerial vinnur kapphlaupið við varnarmann á eftir boltanum og nær að pota honum fram hjá Auði sem er kominn langt út út markinu og setja boltann í markið.

Klaufalegur varnarleikur en frábærlega gert hjá Tiffany og Aerial.
34. mín
Hornspyrna frá Kef endar í öruggum höndum Auðar.
32. mín
Eftir fínan kafla síðustu mínútur hefur lið Keflavíkur færst neðar á völlinn og gestirnir að pressa aðeins.
30. mín
Delaney fer virkilega vel með boltann og tekur nokkur létt dansspor með hann áður en hún lætur vaða úr D-bognum. Skotið þó kraftlaust og lítið mál fyrir Tiffany í markinu.
26. mín
Aerial með skot af löngu færi en boltinn yfir markið. Þeir fiska sem róa segir máltækið og þetta er í rétta átt hjá Keflavík.
23. mín
Eyjakonur mun sterkari aðilinn hér. Ekki skapað sér fleiri færi en Gunnar Magnús langt í frá sáttur með sitt lið og öskrar þær áfram.
17. mín MARK!
Delaney Baie Pridham (ÍBV)
Þarf ekki að vera flókið.

Boltinn berst upp vinstri vænginn þar sem Olga að mér sýnist keyrir inn á teiginn og leggur hann út á vítapunkt þar sem Delaney er alein og skorar með þéttingsföstu skoti í hornið.

Sagði fyrst að Clara ætti markið en skulum hafa þetta allt rétt.
13. mín
Bæði lið átt álitlegar sóknir undanfarnar mínútur en ekki komist í afgerandi færi.

Aerial með skot framhjá eftir laglegan snúning.
8. mín
Þetta fer rosalega rólega af stað hér. Aðstæður alveg örugglega að spila eitthvað inn í en það má svo sem segja að vindur sé eitthvað sem leikmenn þessara liða ættu að þekkja vel.
4. mín
Auður fær sendingu til baka undir pressu frá bæði Aerial og Amelíu, nær þó að koma boltanum frá en tæpt var það.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á HS-Orkuvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik í vindinum í Keflavík.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og styttist í að leikur hefjist. Vonum að sjálfsögðu að við fáum skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Tríóið

Dómgæsla var talsvert í umræðunni eftir jafntefli Keflavíkur og Fykis á dögunum. Þar fannst Keflavík illa af sér vegið eftir afskaplega vafasaman vítspyrnudóm Helga Ólafssonar og sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur að dómurinn horfði við sér sem djók. Hvað sem því líður verður því ekki breytt úr þessu en tríó kvöldsins er eftirfarandi. Egill Arnar Sigurþórsson heldur um flautuna með þá Rögnvald Þ Höskuldsson og Friðleif Kr Friðleifsson sér til aðstoðar.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Fjóra leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og hafa Eyjakonur unnið þá alla.

Markatalan er 14-6 gestunum í vil.
Fyrir leik
Keflavík

Keflavík situr í 8.sæti fyrir leik kvöldsins með 3 stig líkt og lið ÍBV. Eftir tap gegn toppliði Selfoss í fyrstu umferð hafa fylgt 3 jafntefli gegn Stjörnunni, Þrótti og Fylki og er liðið því enn í leit að fyrsta sigri sínum í sumar.

Liðinu hefur ekki gengið neitt sérlega vel að skora það sem af er og eru mörkin eftir fjóra leiki aðeins þrjú og þar af tvö gegn Þrótti. Aerial Chavarin hefur þó komið með nýja vídd í sóknarleik liðsins og binda margir vonir við að hún finni netmöskvanna reglulega í sumar.


Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur
Fyrir leik
ÍBV

Gestirnir í Vestmannaeyjum mæta til leiks í 7.sæti deildarinnar með 3 stig að loknum fjórum umferðum. Það liggur svo sem í augum uppi að Eyjakonur vildu vera með fleiri stig eftir fjórar umferðir en þrátt fyrir töp gegn Þór/Ka, Tindastól og Val hefur liðið sýnt að ýmislegt er í þær spunnið og er ein haldbærasta sönnun þess líklega frábær sigur liðsins á ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í annari umferð.

Sóknarlega hefur liðinu gengið ágætlega en 8 mörk skoruð í fjórum leikjum þykir þokkalegt Delaney Baie Pridham (4 mörk) og Viktorija Zaicikova (3 mörk) eru báðar á topp 5 yfir markahæstu leikmenn og þurfa varnarmenn Keflavíkur að hafa góðar gætur á þeim í kvöld.


Delaney Baie Pridham
Fyrir leik
Velkomin til leiks

Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin líkt og alltaf í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV í fimmtu umferð Pepsi Max deildar kvenna.


Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
5. Antoinette Jewel Williams
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('68)
8. Delaney Baie Pridham
10. Clara Sigurðardóttir
14. Olga Sevcova ('92)
17. Viktorija Zaicikova ('94)
23. Hanna Kallmaier
24. Helena Jónsdóttir
37. Kristina Erman

Varamenn:
40. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Jóhanna Helga Sigurðardóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('68)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
11. Berta Sigursteinsdóttir ('92)
26. Eliza Spruntule
29. Lana Osinina ('94)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Birkir Hlynsson

Gul spjöld:
Kristina Erman ('43)
Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('60)
Thelma Sól Óðinsdóttir ('95)

Rauð spjöld: