Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Víkingur R.
2
1
Valur
Kwame Quee '23 1-0
Viktor Örlygur Andrason '28 2-0
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu '90
22.08.2021  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Sölvi Geir Ottesen
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson ('19)
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('83)
17. Atli Barkarson
23. Nikolaj Hansen (f)
77. Kwame Quee ('83)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('83)
9. Helgi Guðjónsson ('19)
11. Adam Ægir Pálsson ('83)
11. Stígur Diljan Þórðarson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Sanngjarn sigur Víkinga staðreynd. Viðtöl og umfjöllun á leiðinni.
90. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
+3

Sárabótarmark sem tryggir það að Valsmenn sitja efstir á markatölu.
90. mín
+2

Hannes að bjarga því að ekki verði 3 - 0. Kristall fékk sendingu inn í teig frá Loga en Hannes varði vel.
90. mín
+1

Sölvi biður stuðningsmenn að stíga á fætur og klappa.
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna. Það er þremur mínútum bætt við.
86. mín
KRISTALL MÁNI!!!

Kominn í geggjað skotfæri í teig Vals en Hedlund kastaði sér fyrir boltann.

Þetta er að renna út og sigur Víkinga að verða staðreynd.
86. mín
85. mín
Leiðrétting. Það var Sölvi sem fórnaði höfðinu og bjargaði á línu hér áðan!
83. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
83. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Christian Köhler (Valur)
82. mín
INGVAR VARÐI Á LÍNUNNI!

Sá ekki sókinina nægilega en færið var gott!
78. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Boltinn sigldi inn í teig Víkinga en vörnin var vel á verði.
74. mín
Eins og fram hefur komið er búið að vera meira líf í Valsmönnum í seinni hálfleik en ég hef aldrei haft það á tilfinningunni að þeir séu líklegir í það að jafna. Stuðningsmenn Vals kölluðu rétt í þessu eftir að fá vítaspyrnu þegar Sverrir féll niður í teig Víkinga. Ég sá það ekki nægilega vel hvort að það hafi verið réttlætanlegt eða ekki. Í það minnsta dæmdi Helgi Mikael ekki neitt.
72. mín Gult spjald: Sverrir Páll Hjaltested (Valur)
Fyrir að keyra Sölva niður sem hélt um höfuðið í kjölfarið.
70. mín
Heimir greinilega kominn með nóg. Tekur m.a. helsta markaskora sinn af velli, Patrick sem hefur ekkert sýnt í leiknum.
68. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
68. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
68. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
68. mín
Viktor Örlygur með frábæra sókn en skot hans við D bogann fór af varnamanni Vals. Þrjár breytingar hjá Valsmönnum!
65. mín
Gott einstaklingsframtak hjá Kwame sem skilaði sér í skotfæri við vítateigslínuna en skotið ekki nógu gott og yfir.
60. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Fyrir að ýta á Viktor
56. mín
Mun meira líf í Valmönnum það sem af er seinni hálfleiks en Víkingar eru einhvernveginn samt neð tögl og haldir. En þetta getur verið fljótt að breystast, sérstaklega ef Valsmenn fá að halda áfram á þessari leið.
53. mín
Valsmenn eru að keyra meira á Víkingana og kom góð sending inn í teig Víkinga sem Kwame var mættur til að pota tánni í boltann og útaf. Hornspyrna sem Ingvar sló út og önnur hornspyrna sem ekkert kom úr.
50. mín
ÞARNA VORU VÍKINGAR STÁLHEPPNIR.

Valsmenn voru búnir að galopna vörn Víkinga og Ingvar var út í teig en varnamenn Víkinga stilltu sér víð og dreif. Boltinn barst til Tryggva sem var í góðu skotfæri en Kwame kom og kastaði sér fyrir skotið. Valmenn fengu svo horn og í kjölfarið mikill darraðadans sem endaði með skoti yfir markið. Það er lífsmark með Valsmönnum!
48. mín
ÚFFFF!

Nikolaj með hörkuskalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Atla inn í teig en boltinn fór framhjá.
47. mín
Víkingar halda áfram þar sem frá er horfið og pressa vel. Fá hér hornspyrnu og Kári stökk hæst og skallaði boltann framhjá.
46. mín
Það er spurning hvað Heimir Guðjóns hefur sagt og gert við sitt lið í hálfleiknum. Sérfræðingar Stöð 2 sport sögðu að hann þyrfti að gera taktískar breytingar og færa miðjumenn sína ofar á vellinn ætli þeir að fá eitthvað út úr leiknum. En seinni hálfleikur er að hefjast. Gleðin heldur áfram!
Veit ekki hvort þetta sé rétt tölfræði.....en kæmi ekki á óvart.

45. mín
Hálfleikur
+6
Þarna átti Kristall Máni að skora
Fékk gullsendingu, komst einn á móti Hannesi en hitti boltann ekki nægilega vel og boltinn fór framhjá. Kominn hálfleikur. Heimamenn væntanlega mjög sáttir en ég væri til í að vera fluga á vegg hjá Valsmönnum.
45. mín
+4

Þetta virkar rosalega auðvelt allt saman hjá Víkingum. Varð hér á orði í blaðamannastúkunni að upplifunin væri að horfa á meistarefni (Víking) á móti miðlungsliði í Pepsí. Kannski er maður of harður við Íslandsmeistaranna en þeir hafa ekkert sýnt í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
45 mín komnar á klukkuna en 6 mínútum bætt við.
43. mín
Valsmenn áttu hér færi á 42 mínútu sem var samt hálffæri og engin hætta. Fyrsta færi Vals í leiknum sem heitið getur.
41. mín
Valsmenn eru í klaufa og pirringsbrotum á vellinum. Eru væntanlega ósáttir við stöðuna.
40. mín
Frábær sending á Kwame inn í teig Vals, móttaka Kwame ekki nægilega góð en þeir fá horn.
38. mín
36. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á vítateiglínunni og Kristall tók spyrnuna sem fór rétt yfir markið.
35. mín
Birkir Már bjargaði eiginlega ,,á línu" ef hann hefði ekki sópað boltanum í burtu, hefði leikmaður Víkings komist í færi fyrir opnu marki.
34. mín
30. mín
Vikingar eru eins og staðan er núna á toppi deildarinnar ásamt Val með mark meira skorað en Valur. Ég reiknaði þetta vitlaust út enda stærðfræði aldrei mín sterka hlið.
28. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST
HVAÐ VAR ÞETTA!!! Viktor fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Vals, lék upp í vítateig, fór framhjá þremur varnarmönnum Vals og nelgdi svo boltanum í fjærhornið fram hjá Hannesi!
25. mín
Ég nefndi það að rétt fyrir markið að mér sýndust Víkinga vera líklegri og það verður að segjast að forystan er verðskulduð.
23. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
MAAAAARRRKKKKK!!!
Frábært mark, frábær sókn Víkinga sem Atli Barkar hóf, boltinn barst til Pablo sem sendi gull sendingu inn í teig þar sem Kwame mætti og skallaði boltann niður og í gegnum klofið á Hannesi að því sem mér sýndist.
22. mín
Jafnræðið hefur verið nokkuð það sem af er. Víkingar kannski örlítið líklegri eða ákafari.
19. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Þarna munaði litlu!
Atli með frábæra sendingu á Erling sem tekur boltann á lofti og framhjá marki Vals. Erlingur fer svo af velli og inn kemur Helgi Guðjónsson. Höggið verið of þungt.
16. mín
Drengur fæddur 2006 á bekk Víkinga
Fékk vinsamlega ábendingu í gegnum Twitter. Ég nefndi áðan að drengur fæddur 2004 væri á bekk Vals. Á varamannabekk Víkinga er drengur fæddur 2006 sem heitir Stígur Diljan Þórðason. Greinilegt að ungir og efnilegir menn eiga möguleika á að komast í hóp liða í Pepsí Max og það er vel.
14. mín
Valsmenn leyfa Víkingum að hafa boltann. Virðast ætla að treysta á hraða framlínunar sinnar og skyndisóknir.
11. mín
Stuðningsmenn Víkinga vildu vítaspyrnu þegar Kristall féll í teignum en það hefði verið gjöf ef það hefði verið dæmt.
10. mín
Erlingur er enn utan vallar. Áður en þetta atkvik átti sér stað voru Víkingar búnir að vera að pressa Valsmenn hátt á vellinum. Erlingur er kominn aftur inná.
8. mín
Erlingur liggur ennþá á vellinum og það lýtur út fyrir að það sé verið að hefta saman hausinn á honum. Hann sest hér upp í þessum skrifuðu orðum og virðist tilbúinn til að halda áfram. Fer að hliðarlínu og bíður eftir að mega koma aftur inn. Þetta eru rúmar fimm mínútur í hlé sem þarna urðu og leikurinn er farinn aftur í gang.
5. mín
Haukur Páll er stiginn á fætur og gengur að Erlingi til að athuga með hann sem liggur ennþá.
3. mín
Erlingur og Haukur skullu hér saman með höfuðin og liggja eftir. Lítur ekkert vel út.
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn hefja hér leik. Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn
Valsmenn eru í hvítum varabúningi sem lítur mjög vel út. Valsmenn munu byrja með boltann sýnist mér og spila í átt að Skeifunni.
Fyrir leik
Orri færist í miðvörðinn
Rasmus og Birkir Heimis eru í banni hjá Völsurum. Heimir Guðjóns sagði í viðtali á Söð 2 Sport að Orri Ómars færist í hafsentinn og Johannes Vall kemur inn í bakvörðinn. Haukur Páll kemur inn á miðjuna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sölvi í hægri bakverði
Karl Friðleifur Gunnarsson bakvörður og Júlíus Magnússon miðjumaður eru í banni hjá Víkingum og Arnar Gunnlaugsson notar Sölva Geir Ottesen í hægri bakverðinum í kvöld.

"Þetta var smá hausverkur. Við förum hefðbundna leið með óhefðbundnum leikmönnum," sagði Arnar á Stöð 2 Sport þegar hann var spurður út í hvernig hann fyllir skarð þeirra manna sem eru í banni.

"Við ætlum að reyna að halda í það kerfi sem við höfum spilað mest í sumar en það koma aðrir leikmenn inn og þá eru breyttar áherslur. Sölvi byrjar hægra megin og þarf að spila hana aðeins öðruvisi en Kalli hefur verið að gera."

Reynir Leósson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, býst við að Sölvi verði traustur varnarlega í bakverðinum.

"Hann er góður að verjast og er skynsamur. Hann er einn reynslumesti leikmaður deildarinnar og á að geta leyst þetta þó sóknarþuninginn verði ekki mikill," segir Reynir.

Nikolaj spilar í gegnum sársauka
Kári Árnason og Nikolaj Hansen voru tæpir fyrir leikinn en Arnar segir að Nikolaj finni fyrir sársauka en muni spila í gegnum hann.

"Vonandi getur hann gefið okkur einhverjar mínútur en við þurfum sífellt að fylgjast með því hvernig löppin er. Hann er óbrotinn en er marinn og það fylgja því óþægindi. En nú erum við komnir þetta langt og ef hann dettur út þá kemur bara annar í staðinn," segir Arnar um Nikolaj sem er markahæsti leikmaður deildarinnar og Víkingum gríðarlega mikilvægur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er uppselt á leikinn
Eins og fram hefur komið er uppselt á leikinn og er það ekki skrýtið miðað við hvað er undir í kvöld. Mikil stemming er að myndast á pöllunum og trommusveit stuðningsmannaliðs Víkinga eru búin að vera að tralla síðustu mínútur.

Vonandi að leikmenn gefi áhorfendum og stuðningsmönnum frábæran leik í kvöld.
Fyrir leik
Drengur fæddur 2004 á bekknum
Bele Alomerovic er á varamannabekk Vals í kvöld. Hann er fæddur árið 2004 og hefur samkvæmt heimasíðu KSÍ ekki leikið enn leik í meistaraflokki fyrir Val. Ég veit ekki hvort þetta sé í fyrsta sinn sem hann er á bekknum eða hvað en þetta vakti áhuga minn.
Fyrir leik
,,Við förum eftir sóttvarnareglum"
Vallarþulurinn hvetur fólk til þess að fylgja reglum og hafa grímur uppi. Gefur í leiðinni smá skot á forsætisráðherra sem mætti án grímu á leik í KR og Víkinga í Lengjudeild kvenna fyrr í vikunni.
Fyrir leik
Frægir á ferð...í stúkunni

Davíð Smári þjálfari Kórdrengja er staddur í stúkunni. Ef öll vötn falla með Kórdrengjum í lokaleikjum Lengjudeildarinnar verður Davíð með lið sitt á þessum velli næsta sumar í deildaleik. Ólíklegt, en miði er möguleiki ennþá.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Heimamenn gera tvær breytingar frá síðasta leik. Júlíus og Karl Friðleifur eru í banni og inn koma Kwame Quee og Kári Árna.

Valsmenn gera þrjár breytingar. Rasmus og Birkir Heimis eru í leikbanni og Guðmundur Andri sest á bekkinn. Inn koma Johannes Vall, Haukur Páll og Tryggvi Hrafn.
Fyrir leik
Tölfræðin
Ef við skoðum tölfræði úr innbyrðis viðureignum liðanna og miðum við A deild sjáum við þessar niðurstöður
Leikir 66
Víkingar unnið 13
Valsmenn unnið 34
Jafntefli 19

Víkingar hafa ekki unnið Valsmenn síðan 25. júlí 2015. Eða í sex ár. Þá unnu þeir á það sem hét þá Vodafonevöllurinn 0 - 1.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinna

Það er enginn annar en hin landsþekkti íþróttafréttamaður og Frammari, Valtýr Björn sem er spámaður umferðarinna í þetta skiptið. Hann hefur þetta að segja um leikinn.

Víking 1 - Valur 1
Jafntefli er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um þennan stórleik, 0-0, 1-1 eða 2-2. Tvö frábær lið og þetta verður mikil skák þjálfaranna Arnars og Heimis. Aðeins Fylkir(7) hefur gert fleiri jafntefli en Víkingur(6) í deildinni en það er spurning hvernig varnarleikur Vals verður án Rasmus sem verður í banni ásamt Birki Heimis. Víkingar verða einnig með tvo í banni, Júlíus og Karl Friðleif, þannig að það núllast út. Stórmeistara jafntefli.
Fyrir leik
Valsmenn þekkja það að vinna
Frá 2017 hafa Valsmenn unnið Íslandsmótið í þrígang. Þeir eru að mörgum taldir vera með besta liðið á landinu, voru það í það minnsta í fyrra. Þeir hafa hökkt örlítið í ár og verið gagnrýndir fyrir spilamennskuna en þeim er slétt sama. Enda sitja þeir í efsta sæti og það að þeirra að missa titilinn.
Fyrir leik
Meiri úrslitaleikur fyrir Víkinga en Val

Arnar Gunnlaugsson er ekkert feiminn við að setja pressu á sitt lið. Í viðtali við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke fyrr í vikunni hér á Fótbolti.net sagði hann m.a. þetta.

Það er mikið undir í öllum leikjum í þessari umferð. Ég legg þetta þannig upp að ef við töpum þá verður róðurinn þungur, jafntefli væru flott úrslit og sigur stórkostleg úrslit. Fyrir Val að tapa, það er nóg eftir fyrir þá. Ég legg þetta þannig upp að ef þeir leggja okkur að velli að þá eru of fáir leikir eftir svo að lið eins og Valur sé að fara að misstíga sig eitthvað meira, sex stig á milli. Jafntefli væru fín úrslit.

Til að svara þessari spurningu þá má segja að leikurinn, Víkingur gegn Val, sé meiri úrslitaleikur fyrir okkur heldur en Val
Fyrir leik
Jafntefli í fyrri umferðinni

Liðin gerðu jafntefli á Hlíðarenda í byrjun Júní. Valsmenn komust yfir með marki frá Kaj Leo á 57 mínútu og í 5 mínútu uppbótartíma jafnaði Nikolaj Hansen. Sem er svo búinn að vera á eldi það sem af er móts með 13 mörk í 16 leikjum. Verður hann með í kvöld?
Fyrir leik
Stöðutaflan
Valsmenn sitja á toppi deildarinnar með 36 stig. 11 sigrar, 3 jafntefli og 3 töp.13 mörk í plús.
Breiðablik er í öðru sæti með 35 stig. 11 sigrar, 2 jafntefli og 4 töp. 20 mörk í plús.
Víkingar koma svo í þriðjas sætinu með 33 stig. 9 sigrar, 6 jafntefli og tvö töp. 9 mörk í plús.

Sem þýðir að Víkingar með sigri geta jafnað Valsmenn að stigum og ef þeir sigra með 4 mörkum eða meira komast þeir í efsta sætið.
Fyrir leik
Helgi Mikael dæmir

Helgi Mikael Jónasson hefur verið treyst fyrir því að stjórna leiknum í kvöld. Helgi Mikael er ekki dómari sem enginn hefur skoðun á. Sumir hafa horn í síðu hans á meðan aðrir telja hann virkilega góðan dómara. Ég hef séð nokkra leiki í sumar sem Helgi hefur dæmt, m.a. HK - Val og þar gaf ég honum 10 í einkunn. Vonandi verður frammistaðan góð í kvöld.

AD1 er Þórður Arnar Árnason og AD2 er Sveinn Þórður Þórðarson. ákveðin simmertría í nöfnum aðstoðadómaranna. Eftirlitsmaður er svo enginn annar en Gunnar Jarl Jónsson.
Fyrir leik
Velkomin á heimavöll hamingjunnar!

Klukkan 19:15 hefst toppbaráttuslagur Víkinga og Vals í Pepsi Max deild karla. Komiði með mér í þetta ferðalag.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('68)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler ('82)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('68)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
20. Orri Sigurður Ómarsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('82)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('68)
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('68)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('68)
77. Bele Alomerovic

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('60)
Sverrir Páll Hjaltested ('72)

Rauð spjöld: