Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 18. ágúst 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Meiri úrslitaleikur fyrir okkur heldur en Val
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári hefur bæði spilað í vörninni á sínum ferli.
Kári hefur bæði spilað í vörninni á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Víkingar á sunnudag?
Hvað gera Víkingar á sunnudag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag mætast Víkingur og Valur í toppslag í Pepsi Max-deildinni. Þeir Júlíus Magnússon og Karl Friðleifur Gunnarsson verða ekki með Víkingum þar sem þeir taka út leikbann og þá eru þeir Nikolaj Hansen og Kári Árnason tæpir.

Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, á þó von á því þeir Niko og Kári verði klárir.

Sjá einnig:
Stríðsmaðurinn Nikolaj ekki brotinn - Hann og Kári gætu náð stórleiknum

Arnar var spurður út í þennan toppslag sem er framundan.

Þú verður án tveggja leikmanna, hvernig sérðu þennan leik fyrir þér?

„Ég er hrikalega spenntur, ég held að það séu allir mjög spenntir fyrir þessum leik. Við erum á heimavelli og þetta er toppslagur. Jú, þetta er skarð fyrir skildi en það hefur oft vantað leikmenn í sumar og til þess er hópurinn. Menn eru búnir að koma sterkir inn í ákveðin byrjunarlið þegar á hefur þurft að halda og líka komið af bekknum. Ég held að hópurinn ráði alveg við þetta. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir strákan sjálfa sem missa af leiknum," sagði Arnar.

Það sást á Júlla að hann var fúll út í þetta gula spjald gegn Fylki.

„Hann var niðurbrotinn kallinn, maður þekkir það sjálfur að það er svekkjandi að missa af svona súperslag. Það er bara áfram gakk."

Kári á miðjunni?
Hefur komið upp sú hugsun hjá þér að spila með Kára á miðjunni þar sem að Júlli er í banni?

„Nei, það hefur ekki gert það. Það kom aðeins kannski fyrr í sumar. Það er reyndar góð hugmynd hjá þér, kannski að maður pæli aðeins í því," sagði Arnar og hló.

„Við spiluðum með Kári svolítið á miðjunni árið 2019 en núna er liðið aðeins öðruvísi, aðeins öðruvísi færslur."

Meiri úrslitaleikur fyrir Víking
Það er mikið undir í þessum leik, er hægt að segja að þetta sé að fara inn í alvöru úrslitaleik?

„Það er mikið undir í öllum leikjum í þessari umferð. Ég legg þetta þannig upp að ef við töpum þá verður róðurinn þungur, jafntefli væru flott úrslit og sigur stórkostleg úrslit. Fyrir Val að tapa, það er nóg eftir fyrir þá. Ég legg þetta þannig upp að ef þeir leggja okkur að velli að þá eru of fáir leikir eftir svo að lið eins og Valur sé að fara að misstíga sig eitthvað meira, sex stig á milli. Jafntefli væru fín úrslit."

„Það eru erfiðir leikir framundan fyrir öll þessi fjögur topplið og svo er KR þarna rétt fyrir neðan. Það er erfitt að segja að eitthvað lið sé léttara en annað þá er það þannig á pappír að liðin sem KR á eftir eru ekki eins sterk og hin liðin. Þau lið eru í fallbaráttu og þeir leikir verða drullu erfiðir."

„Til að svara þessari spurningu þá má segja að leikurinn, Víkingur gegn Val, sé meiri úrslitaleikur fyrir okkur heldur en Val,"
sagði Arnar að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner