Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
45' 0
0
FH
Ísland
0
4
Þýskaland
0-1 Serge Gnabry '5
0-2 Antonio Rudiger '24
0-3 Leroy Sane '56
0-4 Timo Werner '89
08.09.2021  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: 10 gráður og skýjað. Völlurinn góður.
Dómari: Andreas Ekberg (Svíþjóð)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('89)
6. Brynjar Ingi Bjarnason
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('71)
8. Birkir Bjarnason
10. Albert Guðmundsson ('80)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('71)
20. Þórir Jóhann Helgason
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Andri Fannar Baldursson ('89)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('71)
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Arnór Sigurðsson ('71)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Kári Árnason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('80)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('32)
Guðlaugur Victor Pálsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var vondur landsleikjagluggi. Því miður.
93. mín


Smá innskot: Rosalega er Joshua Kimmich góður fótboltamaður. Einn minn uppáhalds.
90. mín
Það heyrist blót úr VIP-stúkunni þegar skiltadómarinn gefur merki um að það séu fjórar mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland) Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
89. mín MARK!
Timo Werner (Þýskaland)
Stoðsending: Kai Havertz
Werner gat skorað!!!

Chelsea mark. Havertz gefur á Werner sem á skot, Hannes var í boltanum en hann lekur í stöngina og inn.
87. mín

87. mín
Thilo Kehrer þurfti aðhlynningu eftir einvígi við Andra Lucas.
80. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
80. mín
Inn:Florian Wirtz (Þýskaland) Út:Leon Goretzka (Þýskaland)
79. mín
Gönguferð í garðinum hjá Þýskalandi sem lætur boltann bara ganga á milli manna. Hafa gefið íslenska liðinu rosalega lítið andrými og þetta virkar hreinlega fyrirhafnarlaust.

Sem betur fer hefur færanýting þýska liðsins hreinlega verið slök í þessum leik!
77. mín
75. mín
Gott spil Þýskalands. Skot í varnarmann og yfir.
74. mín
Marktilraunir: 4-17
73. mín
Hannes ver frá Gundogan.
71. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
71. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
69. mín
Fast leikatriði, við í brasi. Þýskaland skallar framhjá. Robin Gosens.
68. mín
Arnór Sig og Jón Dagur að gera sig klára í að koma inn.
67. mín
ÞÝSKALAND ER AÐ FARA ILLA MEÐ HVERT DAUÐAFÆRIÐ Á FÆTUR ÖÐRU!!!

Eiginlega magnað að forysta þýska liðsins sé ekki orðin meiri.
65. mín
Jæja Þýskaland komist rosalega nálægt því að skora fjórða markið. Fyrst fékk Timo Werner dauðafæri en náði á ótrúlegan hátt að skjóta yfir fyrir opnu marki.

Svo skoraði Goretzka en markið dæmt af þar sem Musiala var rangstæður og í sjónlínu Hannesar þegar skotið kom.
61. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
61. mín


Ungstirni komið inn. Hinn fáránlega efnilegi Jamal Musiala, 18 ára leikmaður Bayern, mætir af bekknum. Nú gleðst Arnar Laufdal.
60. mín
Inn:Robin Gosens (Þýskaland) Út:Niklas Sule (Þýskaland)
60. mín
Inn:Jamal Musiala (Þýskaland) Út:Leroy Sane (Þýskaland)
56. mín MARK!
Leroy Sane (Þýskaland)
Stoðsending: Leon Goretzka
Eftir gott samspil sendir Goretzka á Sane... og bara vá! Sá kláraði þetta vel. Þrumuskot upp í þaknetið úr þröngri stöðu.

55. mín
Þýskaland kemst 3 gegn 1! Þetta á ekki að geta gerst! Eftir innkast töpum við boltanum og skyndilega komst Þýskaland í dauðafæri. Kai Havertz skaut framhjá!
53. mín
Ísak Bergmann leggur boltann út á Þóri Jóhann sem skýtur rétt fyrir utan teiginn en skotið ROSALEGA hátt yfir. En um að gera!
51. mín
Ísland kemur boltanum í netið!

Jói Berg með rosalegt skot í stöngina! Boltinn berst svo á Albert Guðmundsson sem hirðir frákastið og kemur boltanum í markið.

Albert var réttilega flaggaður rangstæður. Skoðað aftur í VAR og dómurinn stendur. Því miður.
49. mín
Timo Werner í dauðafæri. "Nei ekki séns að hann skori" sagði Tómas Þór áður en Werner fór illa með færið. Hannes varði.
48. mín

Þórir Jóhann í eldlínunni.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - VIP stúkan nánast tóm. Greinilega vel veitt í hálfleik.
46. mín
Inn:Lukas Klostermann (Þýskaland) Út:Serge Gnabry (Þýskaland)
46. mín
Inn:Kai Havertz (Þýskaland) Út:Jonas Hofmann (Þýskaland)
45. mín
Hálfleikur
Þjóðverjar þurfa lítið að hafa fyrir þessu.
45. mín
Uppbótartíminn í fyrri hálfleik er að minnsta kosti 1 mínúta, 1 mínúta.
44. mín
Hættuleg sókn Íslands! Albert sem gefur boltann á Ísak Bergmann og hann kemur honum á Jóa Berg sem er í góðu færi en Rudiger bjargar.
41. mín
Jói Berg með fyrirgjöf sem Neuer á í engum vandræðum með að grípa.
38. mín
Leroy Sane tekur spyrnuna en hún er ekki góð. Vel yfir markið.
37. mín
Rudiger með skottilraun yfir markið úr opnum leik. Fer í varnarmann og Þýskaland fær horn. Skömmu eftir hornið er svo dæmd aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn, Ísak Bergmann dæmdur brotlegur.

Þetta virkaði afskaplega lítið.
32. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Straujar Kehrer og fær verðskuldað gult.
29. mín
Leon Goretzka með lúmskt skot sem stefnir í bláhornið en Hannes Þór ver stórglæsilega í horn! Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
25. mín
Föstu leikatriðin eru alls ekki að virka hjá okkar liði.
24. mín MARK!
Antonio Rudiger (Þýskaland)
Stoðsending: Joshua Kimmich
Albert fékk dæmda á sig aukaspyrnu.

Kimmich tók aukaspyrnuna og Rudiger skallaði glæsilega í hornið. Hnitmiðað.

Varnarleikur Íslands brást illilega og Rudiger var aleinn!
20. mín
Thilo Kehrer sparkar Jóa Berg niður við hliðarlínuna. Hefði viljað sjá gult spjald fara á loft.
18. mín
Fyrsta marktilraun Íslands

Ísak Bergmann og Þórir Jóhann spila sín á milli. Flott sókn. Ísak síðan með fast skot sem Neuer nær að verja. Góð tilraun.
16. mín
Antonio Rudiger slæmdi hendi í Albert á miðjum vallarhelmingi Þýskalands og aukaspyrna var dæmd. Jói Berg með sendingu inn í teiginn úr spyrnunni en gestirnir ná að verjast.
13. mín
Áðan fékk Gundogan þokkalegt færi sem hann fór ekkert sérstaklega með. Veikburða skot sem Hannes átti í engum vandræðum með.

Fyrsta Víkingaklapp kvöldsins er í gangi.
12. mín
Góð mæting við girðinguna

Það er uppselt á leikinn. Aðeins 3.600 áhorfendur sem fengu miða vegna sóttvarnarreglna í landinu. En Skotastúkan stendur fyrir sínu og góður hópur fólks hefur komið sér fyrir við girðingarnar bak við mörkin.
11. mín
Mjög rólegt yfir leiknum eftir markið. Vísbendingar um að Þjóðverjar ætli að taka þetta af yfirvegaðri fagmennsku en ekki ákefð.
9. mín


Sian Massey-Ellis, eina konan sem starfar við dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni, er VAR-aðstoðardómari í kvöld. Það var því hún sem skoðaði markið áðan og gaf dómurunum þau skilaboð að ekki væri um rangstöðu að dæma.
5. mín MARK!
Serge Gnabry (Þýskaland)
Serge Gnabry nær að koma boltanum í markið eftir sendingu Leroy Sane frá vinstri. Gnabry mættur fyrstur og klárar vel.

Flaggið fór á loft og dæmd rangstaða en svo var gripið til VAR og þar kom í ljós að því miður var þetta algjörlega löglegt mark.
3. mín
Leroy Sane með sendingu ætlaða Timo Werner en Jón Guðni réttur maður á réttum stað og sér til þess að ekkert merkilegt kemur út úr þessu.
2. mín
Jóhann Berg gerir vel, vinnur boltann og sendir á Albert sem er flaggaður rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Þýskaland byrjar með boltann og sækir í átt að Laugardalslauginni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Mín spá!
Meðan liðin eru að taka sér stöðu þá má geta þess að ég spái þessum leik 0-2. Tel að Þjóðverjarnir munu ekkert stíga of fast á bensíngjöfina, Bundesligan að fara aftur af stað á laugardaginn og menn ætla sér að vera ferskir þar.
Fyrir leik
100 leikja strákarnir okkar eru klárir í slaginn. Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason fá viðurkenningu fyrir leik kvöldsins. Byrja báðir í kvöld. Ljósmyndarinn Haukur Gunnarsson tók þessa mynd af þeim kumpánum í upphitun:


Fyrir leik
"Þetta eru þrír leikir á mjög stuttum tíma. Þýska liðið er mjög orkumikið og við þurftum að vera með ferskar fætur," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við RÚV fyrir leikinn gegn Þýskalandi.

Eiður kom inn á að Kári Árnason sé meiddur og því ekki með í dag. Jón Guðni Fjóluson kemur inn fyrir hann.

Hannes Þór Halldórsson byrjar í markinu í staðinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson, sem hefur byrjað síðustu tvo leiki.

"Þegar þú ferð út í þjálfarastöðuna þá þarftu að hugsa kannski aðeins út fyrir rammann. Við vitum það fyrir fram að Þýskaland mun vera með boltann 60-70 prósent af tímanum og það mun liggja á okkur. Okkur fannst Hannes kjörinn í þennan leik út af reynslunni. Hann hefur eiginleika fyrir þennan leik sem eru betri en það sem Rúnar Alex er með. Við vonumst eftir sömu frammistöðu frá Hannesi og við höfum séð frá honum síðustu tíu ár," sagði Eiður.

"Við vitum að Hannes verður ekki með okkur næstu þrjú árin, eða hvað sem það er, en þetta er leikurinn fyrir hann að okkar mati. Rúnar Alex á framtíðina fyrir sér, eins og Patrik. Framtíðin er björt hvað þessi mál varðar. Í dag fannst okkur þetta rétta ákvörðunin."

Fyrir leik
Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason er í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fræðir lesendur betur um það hvaða ungi leikmaður hér er á ferðinni...

Smelltu hér til að lesa greinina

Fyrir leik
Magnús Gylfason fráfarandi stjórnarmaður KSÍ er búinn að koma sér fyrir í heiðursstúkunni og er í safaríkum viðræðum við góða menn.

Fyrir leik
Arsenal félagarnir og markverðirnir spjalla saman. Rúnar Alex Rúnarsson ræðir við Bernd Leno en báðir eiga þeir það sameiginlegt að verma varamannabekkinn í kvöld.


Fyrir leik
Innkastið verður tekið upp eftir leik í kvöld. Gunnar Birgisson sem lýsir leiknum á RÚV verður í þættinum og einnig Tómas Þór Þórðarson. Eðall. Kryfjum landsliðsgluggann.

Gunni er greinilega spenntur fyrir komandi leik.


Fyrir leik
Hansi Flick, þjálfari þýska liðsins, gerir eina breytingu frá liðinu sem mætti Armeníu á sunnudag. Marco Reus ferðaðist ekki með til Íslands. Inn í hans stað kemur Ilkay Gundogan.

Fyrri leikur þessara liða endaði með 3-0 sigri Þýskalands í mars.

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson tekur aftur stöðu í marki Íslands fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson tekur sér stöðu á bekknum eftir að hafa byrjað síðustu tvo leiki.

Þá kemur Jón Guðni Fjóluson, miðvörður Hammarby, inn í hjarta varnarinnar með Brynjari Inga Bjarnasyni.

Jóhann Berg Guðmundsson snýr aftur inn í liðið eftir meiðsli og er með fyrirliðabandið í kvöld. Það er óvænt að Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce á Ítalíu, fær sæti í byrjunarliðinu. Hann átti góða innkomu í síðasta leik.

Fyrir leik
Byrjunarliðið er að detta inn... Hannes í markinu, Jón Guðni í vörninni, Albert fremstur og Þórir Jóhann fær byrjunarliðsleik. Áhugavert!
Fyrir leik
Staðan?


Þýska liðið hefur í þessum glugga unnið 2-0 útisigur gegn Liechtenstein, 6-0 heimasigur gegn Armeníu og nú er komið að því að heimsækja Laugardalsvöll. Þjóðverjarnir eru á toppi riðilsins en eina tap liðsins var óvæntur ósigur 1-2 gegn Norður-Makedóníu.

Ísland hefur aðeins unnið einn leik í riðlinum, hann kom gegn Liechtenstein. Í þessum glugga höfum við tapað fyrir Rúmeníu og gert 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu.
Fyrir leik
Jói Berg: Hefur verið hálf skrítið allt saman
Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður segir að þessi landsleikjagluggi sé sá sérstakasti sem hann hefur upplifað á öllum sínum árum í liðinu. Bæði vegna ytri aðstæðna, umræðunnar í samfélaginu og einnig vegna þess hvernig hópurinn er samsettur en margir lykilmenn undanfarinna ára eru ekki með.

"Þetta hefur verið hálf skrítið allt saman en eina sem við getum gert er að fara út á völlinn og gera okkar besta. Það gera það allir," segir Jóhann Berg.

"Umtalið í kringum liðið hefur verið eins og það er. Það er erfitt fyrir suma á meðan aðrir taka þessu betur. Það er mikið aldursbil í liðinu en þetta eru frábærir strákar, frábærir í fótbolta."

"Ungu leikmennirnir eiga eftir að læra heilmikið á því að vera í kringum eldri leikmennina og spila þessa leiki. Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að gera til að ná í úrslit, við erum ekki eins og Þýskaland og Portúgal. Því fyrr sem þeir læra inn á það verður betra."

"Þetta er nýtt lið, ungir strákar og við erum að læra inn á hvorn annan. Þjálfararnir hafa verið með flotta fundi og sýnt hvað við eigum að gera og til hvers er ætlast af íslenska landsliðinu á þessu leveli. Við erum að spila á móti mjög góðum liðum og við þurfum að gera betur en í síðasta leik."

Fyrir leik
Arnar Viðars: Hafa búið sér til nýtt DNA undanfarin tíu ár
"Það þarf ekkert að segja fólki hversu Þjóðverjarnir eru og geta verið. Undanfarin tíu ár hafa þeir þróað sinn leik að nútímafótbolta. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi," segir Arnar Þór Viðarsson.

"Til þess að við getum náð í úrslit, þá þurfum við að vera mjög þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera rosalega duglegir. Við þurfum að færa liðið okkar mjög hratt til að loka svæðum varnarlega. Svo þurfum við að nýta okkar hröðu sóknir. Við verðum minna með boltann."

Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi í mars. Frá þeim leik hefur íslenska liðið breyst mikið og það þýska er jafnframt komið með nýjan þjálfara; Hansi Flick tók við af Joachim Löw.

"Þeir eru enn jafn sókndjarfir, sækja á mörgum mönnum og það er mikil hreyfing án bolta. Þeir eru að reyna að finna sömu svæði sóknarlega og eru að pressa alveg eins hátt. Þeir hafa búið sér til nýtt DNA undanfarin tíu ár, eða kannski aðeins lengur. Þetta er ekki gamli þýski skólinn þar sem þeir voru stál í stál. Þeir eru með frábært fótboltalið," segir Arnar.

Fyrir leik
Fyrri viðureign þessara liða í Þýskalandi, 25. mars á þessu ári:

Þýskaland 3 - 0 Ísland
1-0 Leon Goretzka ('2 )
2-0 Kai Havertz ('7 )
3-0 Ilkay Gundogan ('56 )



Það má með sanni segja að Ísland hafi mætt ofjarli sínum í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 í lok mars. Ísland heimsótti Þýskaland í Duisburg og var leikurinn í raun búinn eftir sjö mínútur. Þá höfðu Þjóðverjar skorað tvö mörk.
Fyrir leik


Heil og sæl!

Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst 18:45.

Það verða sænskir dómarar með stjórnina innan vallar í kvöld. Andreas Ekberg er aðaldómari. Ekberg er búsettur í Malmö en hann hefur verið FIFA dómari síðan 2013 og dæmt landsleiki og Evrópuleiki félagsliða. Hann dæmdi leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni 2018 en Sviss vann þá 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Enski úrvalsdeildardómarinn Chris Kavanagh sér um VAR dómgæsluna.
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
2. Antonio Rudiger
4. Thilo Kehrer
6. Joshua Kimmich
8. Leon Goretzka ('80)
9. Timo Werner
10. Serge Gnabry ('46)
15. Niklas Sule ('60)
19. Leroy Sane ('60)
21. Ilkay Gundogan
23. Jonas Hofmann ('46)

Varamenn:
12. Bernd Leno (m)
22. Kevin Trapp (m)
3. David Raum
5. Nico Schlotterbeck
7. Kai Havertz ('46)
11. Florian Wirtz ('80)
13. Karim Adeyemi
14. Jamal Musiala ('60)
16. Lukas Klostermann ('46)
17. Florian Neuhaus
18. Mahmoud Dahoud
20. Robin Gosens ('60)

Liðsstjórn:
Hansi Flick (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: