Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórir Jóhann fær óvænt kall - Hver er leikmaðurinn?
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason er í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld.

Þetta er fyrsti keppnisleikurinn sem hinn tvítugi Þórir byrjar fyrir Íslands hönd og landsleikur númer þrjú hjá honum í heildina. Hann átti góða innkomu í síðasta leik gegn Norður-Makedóníu.

Hver er leikmaðurinn?
Þórir ólst upp í Hafnarfirðinum og hóf ungur að árum að æfa með Haukum í Hafnarfirði. Hann spilaði upp alla yngri flokka með Haukum og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki á Ásvöllum undir handleiðslu Stefáns Gíslasonar, fyrrum landsliðsmanns, sumarið 2017 - er hann var á 17. aldursári.

Fyrir sumarið 2018 ákvað hann að skipta yfir í FH þar sem hann þróaði sinn leik. Hann kom sér í stórt hlutverk á síðustu leiktíð og á þessu tímabili byrjaði hann tímabilið í Pepsi Max-deildinni mjög vel. Hann fékk svo félagaskipti yfir til Lecce á Ítalíu fyrir nokkrum vikum.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hrósaði Þóri eftir síðasta leik og segir hann strax hafa tekið skref fram á við eftir félagaskipt sín til Lecce.

„Hann er búinn að vera í atvinnumennsku í einhverjar tvær vikur og hann er búinn að taka skref," sagði Arnar.

Það eru aðeins fjögur ár síðan Þórir var að spila í rokinu á Ásvöllum í 1. deild. Í kvöld spilar hann á Laugardalsvelli, gegn Þýskalandi í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner