Kópavogsvöllur
sunnudagur 12. september 2021  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Alvöru haustlægð.
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Áhorfendur: 218
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik 6 - 1 Þróttur R.
1-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('16)
2-0 Tiffany Janea Mc Carty ('45)
3-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('53)
4-0 Birta Georgsdóttir ('66)
4-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('74)
5-1 Agla María Albertsdóttir ('82)
6-1 Hildur Antonsdóttir ('89)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Ásta Eir Árnadóttir ('68)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
9. Taylor Marie Ziemer
16. Tiffany Janea Mc Carty ('46)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
26. Sólrún Ósk Snæfeld Helgadóttir (m)
2. Silja Mist Ágústsdóttir
3. Kristín Kjartansdóttir
4. Ingunn Sif Isorena Þórðardóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('46)
27. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('68)

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('81)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
Stórsigur Blika í dag, 6-1.

Blikar fá afhent sifurverðlaunin hér að leikslokum.

Viðtöl og skýrsla koma inn á eftir!
Eyða Breyta
90. mín
+1

Breiðablik fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna og ég held að bæði lið séu bara að bíða eftir að þetta verði flautað af.
Eyða Breyta
89. mín MARK! Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Váá!!

Hildur með alltof mikinn tíma þarna og lætur vaða af löngu færi og boltinn syngur í netinu, geggjað mark!
Eyða Breyta
87. mín Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
86. mín
Margrét Brynja með góðan sprett inn á teig og reynir skot sem fer rétt framhjá og Agla María reynir að renna sér í boltann, er svo nálægt því að ná að setja fótinn í boltann og jafna markametið þarna!
Eyða Breyta
84. mín
Agla María reynir skot en nær ekki krafti í það og Íris ekki í vandræðum.

Öglu vantar eitt mark til að jafna Brennu Lovera sem er markahæst í deildinni!
Eyða Breyta
83. mín Ásdís Atladóttir (Þróttur R.) Dani Rhodes (Þróttur R.)

Eyða Breyta
83. mín Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Þróttur R.) Katherine Amanda Cousins (Þróttur R.)

Eyða Breyta
82. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Margrét Brynja Kristinsdóttir
Agla María!!

Margrét með sendingu fyrir markið og þar er Agla María mætt og setur boltann í netið. Hlaut að koma að því að hún skoraði í þessum leik!
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
78. mín
Úffffff Þróttarar nálægt því að setja annað!

Olla með sendingu inn á teiginn sem fer beint fyrir Katie Cousins sem er ein gegn Telmu en skotið er beint í hana, boltinn berst á Dani sem reynri að koma boltanum inn en Blikar ná að bjarga þessu í horn.
Eyða Breyta
76. mín
Blikar fá aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.

Agla tekur spyrnuna, föst spyrna inn á teig sem Íris Dögg kýlir burt.
Eyða Breyta
74. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Olla klórar í bakkann fyrir Þrótt!

Dani með fyrirgjöfina, Blikar reyna að hreinsa en það gengur erfiðlega og Andrea pressar vel, boltinn berst til Ollu sem neglir honum upp í þaknetið!
Eyða Breyta
71. mín
Olla dæmd rangstæð og allt verður brjálað hjá stuðningsfólki og þjálfurum Þróttar. Held þau séu mest ósátt við hvað hann var svakalega seinn að flagga.
Eyða Breyta
70. mín
Katie Cousins með skot framhjá markinu.
Eyða Breyta
68. mín Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
68. mín
Olla komin í fína stöðu inn í teig Breiðabliks, reynir að hrista Ástu af sér og ná skoti á markið en nær því ekki.
Eyða Breyta
67. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Shea Moyer (Þróttur R.)

Eyða Breyta
66. mín MARK! Birta Georgsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Birta að klára þennan leik!!

Agla María með fyrirgjöf/skot sem Íris ver en boltinn berst á Birtu á fjær sem klárar snyrtilega!
Eyða Breyta
63. mín
Birta Georgs finnur Vigdísi Eddu inni á teig en Vigdís setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
60. mín
Blikar fá hornspyrnu.

Boltinn fýkur af línunni áður en Agla nær að taka hornið svo hún þarf að stilla upp aftur.
Eyða Breyta
56. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.

Agla með spyrnuna og setur hann yfir markið, leit í smá stund út fyrir að vera á leiðinni inn í markið!
Eyða Breyta
53. mín MARK! Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Vigdís Lilja!!

Blikar hreinsa úr vörninni, varnarlína Þróttar misreiknar boltann í vindinum og Agla María stingur sér bakvið þær, hún á svo sendingu fyrir markið og Vigdís Lilja gerir frábærlega í að koma sér fram fyrir og kemur boltanum framhjá Írisi í markinu!

Sýnist þetta vera fyrsta meistaraflokksmark hennar fyrir Breiðablik!
Eyða Breyta
51. mín
Dani Rhodes við það að sleppa í gegn en er dæmd rangstæð og stuðningsfólk Þróttar lætur vel í sér heyra.
Eyða Breyta
49. mín
Fín sókn hjá Blikum. Hildur finnur Vigdísi Lilju sem á góða sendingu út í teiginn en Blikar ekki búnar að fylla teiginn nægilega vel og boltinn fer bara í gegnum allt.
Eyða Breyta
46. mín Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.) Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
46. mín Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)

Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Guðmundur Páll flautar til hálfleiks!

Blikar leiða 2-0. Rokið búið að hafa töluverð áhrif á þennan leik en Blikum hefur gengið aðeins betur að ná stjórn á boltanum í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
2-0!

Vigdís Edda með geggjaða sendingu yfir til vinstri á Öglu Maríu sem keyrir í átt að markinu, sendir fyrir og þar er Tiffany mætt og setur boltann yfir línuna. Það var mjög mikil rangstöðulykt af þessu marki, en það stendur!
Eyða Breyta
44. mín
Þróttur í færi!

Shea Moyer með góða fyrirgjöf sem Dani Rhodes reynir að ná til en boltinn aðeins of framarlega fyrir hana.
Eyða Breyta
41. mín
Tiffany í dauðafæri!!

Birta gerir vel úti hægra megin og kemur með góða sendingu fyrir markið sem endar hjá Tiffany sem hefur pláss og tíma, leggur hann fyri sig en skotið er lélegt, beint á Írisi.
Eyða Breyta
39. mín
Hinumegin á vellinum er fyrirgjöf þar sem Íris kemur út en Tiffany nær að verða fyrr til boltans. Hún nær þó ekki að koma honum á markið og gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
38. mín
Hildur Egils í færi!

Telma kemur út í teiginn og ætlar að taka boltann en boltinn fýkur og Dani nær að pota honum út á Hildi sem á skot framhjá. Telma var ekki í markinu en varnarmúr Blika var fyrir.
Eyða Breyta
34. mín
Katie Cousins sendir Dani Rhodes í gegn inn í teig en hún er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
29. mín
Birta Georgs keyrir upp hægra megin og reynir að koma boltanum fyrir en Mist kemur í veg fyrir það og Blikar fá hornspyrnu.

Nú tekur Taylor hornið og snýr honum á markið, Íris gerir vel að grípur boltann.
Eyða Breyta
28. mín
Færi!!

Taylor og Agla taka hornið stutt, Taylor kemur með fyrirgjöf upp í rokið, Blikar ná skalla sem fer beint á Tiffany sem er alveg upp við markið. Hún nær ekki að stýra boltanum á markið og setur hann rétt framhjá.
Eyða Breyta
27. mín
Blikar fá enn eina hornspyrnuna, vindurinn ekki gert þeim neinn greiða hingað til.
Eyða Breyta
25. mín
Andrea Rut með fyrirgjöf sem skoppar í teignum og Katie Cousins ætlar að negla honum á markið en hittir illa.
Eyða Breyta
22. mín
Blikar fá aðra hornspyrnu.

Taylor tekur þessa og setur hann aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
19. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.

Agla tekur spyrnuna og setur hann yfir allt og alla og í innkast hinumegin.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Birta Georgsdóttir
MAAARK!

Birta vinnur boltann úti hægra megin og keyrir inn í teig og setur boltann út í gegnum teiginn, virðist vera að renna út í sandinn en þá mætir Hafrún Rakel, fer framhjá varnarmönnum Þróttar og leggur hann snyrtilega í fjærhornið!
Eyða Breyta
14. mín
Karítas með misheppnaða sendingu úr vörninni, beint á Katie Cousins sem hefur góðan tíma og lætur vaða á markið. Tiltölulega beint á Telmu sem ver þetta nokkuð auðveldlega.
Eyða Breyta
10. mín
Bæði lið búin að vera í smá erfiðleikum að ná valdi á boltanum og tengja sendingar í þessu roki.
Eyða Breyta
9. mín
Vigdís Edda með góða sendingu inn fyrir á Hildi Antons sem reynri að koma sér í skot en það tekst ekki.
Eyða Breyta
8. mín
Hafrún Rakel með fasta fyrirgjöf en Íris Dögg er örugg í teignum.
Eyða Breyta
6. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
4. mín
Þróttur fær aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu.

Katie Cousins lætur bara vaða á markið, alls ekki galið en boltinn aðeins yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin gera sig klár í að ganga út á völl, tilbúnar í slaginn.

Ansi þunnskipað í stúkunni, enda ekkert sérstaklega gott veður sem við fáum hérna í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómararnir

Guðmundur Páll Friðbertsson dæmir þennan leik og honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Hafþór Bjartur Sveinsson.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bara Kristbjörg spáir sigri Blika

,,Þessi lið eru bæði komin í sína lokastöðu þetta árið. Breiðablik endar árið í 2. Sæti og Þróttur í því þriðja. Þróttarar eru það lið sem mér hefur fundist einna skemmtilegast að fylgjast með en þær hafa verið skipulagðar og agaðar í sínum leik og þær verða bara betri ár frá ári. Breiðablik er búið að vera svoldið upp og niður þetta tímabilið miðað við að vera Breiðablik en þær voru að komast áfram í meistaradeildinni með frábærum sigri sem gefur þeim bullandi sjálfstraust. Þetta verður skemmtilegur leikur að horfa á þar sem Andrea Rut skorar 1 fyrir Þrótt en Agla María og Birta Georgs skora sitthvort markið fyrir Blika og þær vinna 2-1," sagði Bára í spá fyrir umferðina sem birtist á Fótbolti.net.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Hægt að sjá þau hér til hliðanna.

Breiðablik gerir eina breytingu á sínu liði eftir Meistaradeildarsigurinn. Selma Sól er væntanlega í leikbanni eftir að hún fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðasta deildarleik. Inn í hennar stað kemur Vigdís Edda.

Lið Þróttar R. er óbreytt frá sigrinum gegn ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í Laugardalnum í fyrri umferð deildarinnar þann 6. júlí og þar fóru Blikar með 2-3 sigur.

Tiffany, Agla María og Vigdís Edda skoruðu mörk Breiðabliks en Linda Líf og Katie Cousins mörk Þróttar.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Breiðablik mæta fullar sjálfstrausts í þennan leik eftir að hafa á fimmtudaginn brotið blað í sögunni þegar þær tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar!

Þær mættu Króatíumeisturum ZNK Osijek á Kópavogsvelli og unnu 3-0 sigur með mörkum frá Hildi Antons, Taylor Marie Ziemer og Öglu Maríu. Fyrri leikurinn fór 1-1.

Blikarnir sjálfsagt svekktar að hafa misst af Íslandsmeistaratitlinum í ár en það er ekki hægt að tala um þetta tímabil sem vonbrigði eftir þetta sögulega afrek í Meistaradeildinni. Riðlakeppnin er spiluð frá október til desember svo það er nóg framundan hjá liðinu. Þar að auki er bikarúrslitaleikur framundan!
Eyða Breyta
Fyrir leik


Gestirnir úr Laugardalnum tóku 3 stig úr síðustu umferð með 3-2 sigri á ÍBV. Álfhildur Rósa kom Þrótti í 1-0 á 18. mínutu og Andrea Rut bætti við öðru rétt fyrir hálfleik, á 45. mínútu. Selma Björt klóraði í bakkann fyrir ÍBV á 65. mínútu og 3 mínútum síðar jafnaði Clara leikinn. Andrea Rut bætti svo við sínu öðru marki og tryggði Þrótturum sigurinn með marki á 87. mínútu.

Þetta sumar búið að vera ansi gott í Laugardalnum, 3. sætið í deildinni nú þegar tryggt og farmiðinn í bikarúrslitinn klappaður og klár!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi leikur mun ekki hafa áhrif á stöðu liðanna í deildinni, en Blikar eru í 2. sæti með 33 stig og Þróttur R. er í 3. sætinu með 29 stig.

Það er því ekki mikið undir hér í kvöld annað en að enda deildina á góðum nótum.

Þess má þó geta að þetta eru einmitt liðin sem munu mætast í bikarúrslitunum þann 1. október!
Eyða Breyta
Fyrir leik


Góðan daginn!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Þrótti R. í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Leikurinn hefst kl. 14:00!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
0. Jelena Tinna Kujundzic
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
4. Hildur Egilsdóttir ('46)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Katherine Amanda Cousins ('83)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('87)
21. Dani Rhodes ('83)
44. Shea Moyer ('67)

Varamenn:
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('87)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('67)
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('83)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Þórkatla María Halldórsdóttir
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: