Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bára Kristbjörg spáir í lokaumferð Pepsi Max-kvenna
Bára Kristbjörg til vinstri.
Bára Kristbjörg til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagna Sauðkrækingar á sunnudag?
Fagna Sauðkrækingar á sunnudag?
Mynd: Hrefna Morthens
Eða Keflavíkingar?
Eða Keflavíkingar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur svo á sunnudag með þremur leikjum.

Enn er smá spenna í fallbaráttunni, Tindastóll er þremur stigum á eftir Keflavík í baráttunni um öruggt sæti. Þá þarf Tindastóll að vinna upp sex marka mun í markatölu þar sem markatala Keflavíkur er betri.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari unglingaliða Kristianstad, spáir í leiki umferðarinnar.

ÍBV 2 – 1 Fylkir
Bæði þessi lið eru búin að vera svolítið upp og niður þetta árið. Á miðju tímabili missir ÍBV Delaney til Kristianstad og Fylkir missir Bryndísi Örnu í meiðsli og á sama tíma hefur verið einhver hreyfing í þjálfaramálunum hjá báðum liðum yfir tímabilið. Staðreyndin er hins vegar sú að Fylkir eru fallnar og ÍBV hefur ekki að neinu sérstöku að keppa þannig að bæði lið munu spila upp á stoltið. Ég held að þetta verði baráttuleikur þar sem að eyjakonur munu fá aukakraft frá því að vera á heimavelli og þær vinna þennan leik 2-1.

Valur 2 – 1 Selfoss
Valskonur eru orðnar íslandsmeistarar þetta árið og gerðu óvænt jafntefli í síðasta leik á móti Keflavík. Á meðan eru Selfoss í 4.sæti og þær geta tryggt sér 4.sætið með sigri í dag. Brenna Lovera hefur verið frábær fyrir Selfoss í sumar og hún mun valda usla í leiknum og skora 1 mark og tryggja sér markadrottningartitilinn en það dugir ekki til því Valsararnir vilja klára þetta mót með stæl og fagna titlinum almennilega þannig að ég held að þær klári þetta 2-1 með mörkum frá Ídu Marín og Elín Mettu.

Þór/KA 1 – 1 Keflavík
Þór/KA siglir þægilega þarna um miðja deild en Keflavík geta ennþá tölfræðilega séð fallið þótt það sé vissulega ólíklegt en þeim dugir eitt stig til að tryggja sig í deildinni. Ég held að Keflavík muni leiða þennan leik 1-0 með marki frá Ariel en svo fer Arna Sif Ásgrímsdóttir upp á topp síðustu 5 mínúturnar í leiknum og jafnar leikinn sem endar 1-1 og Keflavík spilar áfram í pepsi deildinni að ári.

Tindastóll 1 – 3 Stjarnan
Það er ennþá tölfræðilegur möguleiki fyrir Tindastól að halda sér í deildinni en ég held það sé ansi ólíklegt að þær nái því. Stjarnan situr í 5.sæti en þær geta tryggt sér það með sigri fyrir norðan. Stjörnustelpur gerðu 3-3 jafntefli við Breiðablik í síðasta leik og hafa heillað mig upp á síðkastið. Það hefur verið gaman að fylgjast með Tindastól í sumar og þær hafa oft gert mjög vel þótt að það hafi vantað smá stöðugleika í liðið. Hugrún setur eitt mark fyrir Tindastól í þessum leik en Hildigunnur, Gyða Kristín og Betsy setja allar 1 fyrir Stjörnuna og Stjarnan vinnur 1-3.

Breiðablik 2 – 1 Þróttur
Þessi lið eru bæði komin í sína lokastöðu þetta árið. Breiðablik endar árið í 2. Sæti og Þróttur í því þriðja. Þróttarar eru það lið sem mér hefur fundist einna skemmtilegast að fylgjast með en þær hafa verið skipulagðar og agaðar í sínum leik og þær verða bara betri ár frá ári. Breiðablik er búið að vera svoldið upp og niður þetta tímabilið miðað við að vera Breiðablik en þær voru að komast áfram í meistaradeildinni með frábærum sigri sem gefur þeim bullandi sjálfstraust. Þetta verður skemmtilegur leikur að horfa á þar sem Andrea Rut skorar 1 fyrir Þrótt en Agla María og Birta Georgs skora sitthvort markið fyrir Blika og þær vinna 2-1.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner