Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Breiðablik
4
0
Þróttur R.
Karitas Tómasdóttir '25 1-0
Tiffany Janea Mc Carty '39 2-0
Hildur Antonsdóttir '63 3-0
Karitas Tómasdóttir '82 4-0
01.10.2021  -  19:15
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Logn og 8 gráður, rennisléttur Laugardalsvöllur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 2385
Maður leiksins: Karítas Tómasdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('86)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('80)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('89)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('89)

Varamenn:
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('89)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('86) ('89)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Birna Kristjánsdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Páll Einarsson

Gul spjöld:
Tiffany Janea Mc Carty ('41)
Karitas Tómasdóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar eru Bikarmeistarar árið 2021.
Vinna sannfærandi 4-0 sigur!
90. mín
Stuðningsmenn Blika eru í miklum gír!
Reyndar búin að vera hörkustemmning allan leikinn hjá báðum liðum.
90. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
90+1
90. mín
Það eru 2385 stuðningsmenn mættir í stúkuna í kvöld!
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
89. mín
Inn:Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Þróttur R.) Út:Kate Cousins (Þróttur R.)
89. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
89. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Lorena Yvonne Baumann (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Út:Shea Moyer (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Út:Dani Rhodes (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
84. mín
Blikar fá horn, Birta Georgs með skot sem fer í Laurenu og út af.
82. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Agla María með fyrirgjöf beint á kollinn á Karítas sem stangar hann í netið!
82. mín
Pressa frá Öglu Maríu, vinnur boltann af Lorenu Bauman eftir sendingu frá Írisi.
80. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Tiffany kemur út af fyrir Birtu, Tiffany skoraði annað mark blika.
78. mín
Þróttarar í góðri sókn en ná þó ekki skoti á markið.
77. mín
Inn:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
75. mín
Elísabet Freyja með fyrirgjöf sem Telma grípur.
74. mín
Agla María með fyrirgjöf sem Selma Sól, á fjærstönginni, nær ekki til.
73. mín
Agla María með skot á mðjum vallarhelmgini Þróttar, góð tilraun sem fer rétt yfir.
71. mín
Kristín Dís gerir vel og stöðvar Andreu Rut sem er á mikilli siglingu, Þróttur á hornspyrnu.
69. mín
Þróttur á aukaspyrnu fyrir utan vítateig, Kathie Cousins tekur spyrnuna sem fer í vegginn.
69. mín
Agla María með takta fær, leiur á Sóleyju Maríu og kemur sér í skotfæri, setur boltann í fjær og hann lekur fram hjá, munaði litlu, hefði lílega verið heppilegra að leggja hann út á Tiffany sem hefði þá bara lagt hann í netið.
65. mín
Álfhildur Rósa með góða tilraun frá vítateigslínu, ætlar að skrúfa boltann í fjær hornið en hann fer rétt fram hjá.
63. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur Antons að klára þetta fyrir Blika með skoti utan úr vítateig, leggur hann snyrtilega í fjærhornið.
62. mín
Blikar eiga horn, boltinn berst út á Taylor Ziemer sem skot rétt fram hjá.
61. mín
Þróttarar fá hættulega aukaspyrnu hátt upp á velli hægra megin. Andrea Rut tekursprynuna og setur hana inn á teginn, Álfhildur kemur höfðinu í boltann en boltinn fer yfir.

Þróttarar hafa verið líflegar síðustu mínútur og verið hættulegri aðilinn.
59. mín
Elísabet Freyja á hættulega fyriirgjöf inn á teigin sem Telma á í vandærðum með en Blikar koma frá á endanum.
57. mín
Shea Moyer með skot við vítateiginn sem fer fram hjá.
56. mín
Brotið á Karítas við vítateigshornið, Blikar fá aukaspyrnu sem Agla María tekur en setur hann út af.
53. mín
Dani Rhodes með boltann úti á vinstri kantinum og er við það að komast fram hjá Hafrúnu en Hafrún nær henni og boltanum af henni.
50. mín
Ólöf Sigríður komin inn fyrir ein á móti Telmu en telma gerir vel og hriðir boltann.
48. mín
Andrea Rur kemur sér í færi inni í teig en Telma ver skotið frá henni vel.
47. mín
Agla María tekru spyrnuna, fastur bolti meðfram jörðinni sem Kristín Dís kemst í á fjær en nær ekki að koma honum á markið.
46. mín Gult spjald: Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Brýtur á Hildi rétt fyrir utan vítateig.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða 2-0 í hálfleik.
42. mín
Kathie Cousins tekur spyrnuna sem fer yfir, ágætis tilraun.
41. mín Gult spjald: Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Brýtur á Þróttara rétt fyrir utan teig, Þróttur fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
39. mín MARK!
Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Blikar að komast í 2-0!
Sending inn á teigin sem Íris nær ekki að handsama og Tiffany potar boltanum í netið.
38. mín
Agla María með sendingu inn á teiginn ætlaða Tiffany en Sóley María gerir vel og kemur sér inn í sendinguna.
37. mín
Þróttarar hættulegir!
Andrea Rut kemur mep fyrirgjöf utan að vinstri kantinum inn í teig á Ólöfu Sigríði sem er nálægt því að pota boltanum inn.
35. mín
Agla María reynir skiptingu frá vinstri kantinum yfir á Tiffany en boltinn aðeins of langur, Þróttarar fá markspyrnu.
34. mín
Þróttarar fá hornspyrnu sem Andrea Rut setur á nærstöngina og Kristín Dís hreinsar í annað horn.
33. mín
Jelena Tinna með fyrirgjöf utan af vinstri kantinum Kristín Dís er fyrst á boltann og lúðrar honum í innkast.
32. mín
Selma Sól á skot frá vítateig.
31. mín
Þróttarar eiga aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þróttar AAndrea Rut tekur spyrnuna og liftir boltanum inn á teiginn, munar litlu að Kathie Cousins komist í boltann.
30. mín
Taylor Marie Ziemer snýr af sér Jelenu Tinnu og á ágætisskot frá vítateigslínunni sem Íris Dögg ver.
29. mín
Agla María rennir boltanum inn fyrir á Hildi sem reynir fyrigjöf en varnarmenn Þróttar komast fyrir hana.
27. mín
Hafrún Rakel með skot fyrir utan teig sem Íris Dögg í markinu á ekki í vandræðum með.
25. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Vá! Karítas býr þetta mark til!
Fær boltan á miðjum vellinum ber hann upp og setur hann út á Öglu Maríu sem kemur honum inni í teig og þar er Karítas mætt og leggur boltann í netið.
23. mín
Selma Sól fer fram hjá Lorena Yvonne Baumann og kemur sér í fyrgjafastöðu og setur boltann inn á teiginn þar sem Agla María skallar hann rétt fram hjá.
22. mín
Kristín Dís með langan bolta upp völlinni á milli varnarmanna Þróttar en hann er aðeins og langur fyrir Öglu Maríu.
18. mín
Selma Sól brýtur á Lorena Bauman úti á vinstir kanti Þróttar og fá aukaspyrnu.
17. mín
Blikar fá annað horn, Sóley María skallar boltann út og boltin berst á Hafrúnu Rakel fyrir utan teigin sem tekur skotið en það er laust og rúllar til Írisar í markinu.
16. mín
Ólöf Sigríður með skemmtilega vippu innfyrir á Andreu Rut sem á skot sem Telma ver.
Það er aðeins að lifna yfir þessu.
15. mín
Hornið kemur á fjærstöngina þar sem Kristín nælr kallanum en Íris Dögg ver í annað horn sem fer í Blika og út af.
14. mín
Blikar eiga hornspyrnu, Taylor tekur spyrnuna og setur hana á nærstöngina og Þróttarar hreinsa í annað horn.
13. mín
Agla María reynir skot sem Sóley María kemst fyrir, Ásta Eir nær frákastinu og reynir skot sem Sóley María kemst líka fyrir.
11. mín
Kathie Cousins kemur sér í færi inn í teig en Ásta og Kristín Dís sjá við henni og koma boltanum í innkast.
7. mín
Taylor Marie Ziemer mann brýtur á Kathie Cousins sem vinnur boltann á miðjunni og leggur af stað upp völlinn, Þróttur á aukaspyrnu á miðjum vellinum.
4. mín
Virðist vera smá skjálfi í báðum liðum hér í upphafi og liðin skiptast á að gefa boltann á andstæðingana.
2. mín
Hildur Antons ber boltan hátt upp á völlinn og setur hann svo út til vinstri á Öglu Maríu sem reynir skot inni í teig en Lorena Yvonne Baumann lokar vel á það.
1. mín
Leikur hafinn
Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2021 er hafinn!
Blikar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn ásamt dómurum, það heyrist vel í stúkunni, mikil stemning!
Fyrir leik
Aðtæður eru með besta móti, stafalogn, svalt og iðagrænn Laugardalsvöllur, gæti ekki verið betra.
Fyrir leik
15 mínútur í leik, liðin eru að leggja lokahönd á upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Byrjunarliðin eru mætt þau má sjá hér til hliðar. Lítið sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna.

Það er þó athyglisvert að skoða varamannabekk Blika þar sem Sonný Lára Þráinsdóttir sem lagði markmannshanskana á hilluna í eftir síðasta tímabil og Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir sem oftast sinnir hlutverki liðsstjóra eru á bekknum.
Fyrir leik
Dómarar
Það er Sigurður Hjörtur Þrastarson sem dæmir leikinn. Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson.
Efirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Fyrir leik
Viðureignir liðanna í sumar
Breiðablik og Þróttur hafa mæst tvisvar í sumar, í Pepsi Max deildinni.
Breiðablik vann báða leikina. Fyrri unnu þær 2-3 í Laugardalnum en seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli þann 12. september og unnu Blikar stórsigur, 6-1.

Elísbet Freyja leikmaður Þróttar kom í viðtal eftir tapið stóra á Kópavogsvelli. Hún sagði liðið geta miklu betur og væri spennt fyrir 1. október.
Viðtalið við Elísubet Freyju
Fyrir leik
Leiðin í undanúrslitin - Þróttur
Kvennalið Þróttar er í fyrsta skipti í úrslitaleik bikarsins.
Þær hófu þessa vegferð á Reyðarfirði þar sem þær unnu 1-7 sigur á 2. deildarmeisturum Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis.

Í átta liða úrslitunum héldu Þróttara á Selfoss og unnu þar 1-4 sigur á Selfyssingum.

Í undanúrslitum unnu þær FH-inga 4-0 í Laugardalnum.


Fyrir leik
Leiðin í undanúrslitin - Breiðablik
Blikar hófu mótið á að vinna Tindastól 2-1 á Kópavogsvelli.

Í átta liða úrslitum unnu þær stórsigur, 5-0, á Aftureldingu.

Það fór svo sannkallaður stórleikur fram í undanúrslitunum þegar Blikakonur tóku á móti Val. Leikurinn var æsispennandi en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skaut Blikakonum í undanúrslitin með marki á 92 mínútu.


Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur Fótbolta.net og velkominn í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2021 fer fram.

Það eru lið Breiðabliks og Þróttar sem eru komin alla leið í úrslitaleikinn sem hefst klukkan 19:15.


Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins ('89)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('77)
21. Lorena Yvonne Baumann ('86)
21. Dani Rhodes ('86)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
44. Shea Moyer ('86)

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('77)
3. Mist Funadóttir ('86)
4. Hildur Egilsdóttir ('86)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('86)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir

Gul spjöld:
Jelena Tinna Kujundzic ('46)

Rauð spjöld: