Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 12. september 2021 17:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Elísabet Freyja: Ég er bara spennt fyrir 1. október
Kvenaboltinn
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara einhvern veginn náðum ekki að spila okkar bolta, fórum ekki eftir plani og það bara gekk ekki upp hjá okkur það sem við ætluðum að gera og Breiðablik nýtti sín tækifæri," sagði Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Þróttur R. og Breiðablik mætast aftur í bikarúrslitum þann 1. október. Elísabet telur það hafa verið gott að fá þennan leik á þessum tímapunkti til að máta sig við þær.

„Já klárlega, það er bara mjög fínt að fá þennan leik, vita hvernig þær geta staðið sig. En við getum svo mikið betur þannig að ég er bara spennt fyrir 1. október."

Elísabet segir að þessi leikur í dag muni ekki brjóta niður sjálfstraustið hjá Þrótti.

„Nei alls ekki, þetta er að fara að peppa okkur bara, við eigum eftir að stíga upp og bara gera betur í næsta leik."

Þróttur R. endar í 3. sæti Pepsi-Max deildarinnar og eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit. Elísabet segir þær vera sáttar með frammistöðuna í sumar.

„Jú þetta er bara mjög góð frammistaða, í fyrsta skiptið í sögu Þróttar sem við erum að ná 3. sætinu og við erum bara að bæta met fyrir met, það er bara mjög gott að vera partur af þessu liði," sagði Elísabet að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner