PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   sun 12. september 2021 17:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Elísabet Freyja: Ég er bara spennt fyrir 1. október
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara einhvern veginn náðum ekki að spila okkar bolta, fórum ekki eftir plani og það bara gekk ekki upp hjá okkur það sem við ætluðum að gera og Breiðablik nýtti sín tækifæri," sagði Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Þróttur R. og Breiðablik mætast aftur í bikarúrslitum þann 1. október. Elísabet telur það hafa verið gott að fá þennan leik á þessum tímapunkti til að máta sig við þær.

„Já klárlega, það er bara mjög fínt að fá þennan leik, vita hvernig þær geta staðið sig. En við getum svo mikið betur þannig að ég er bara spennt fyrir 1. október."

Elísabet segir að þessi leikur í dag muni ekki brjóta niður sjálfstraustið hjá Þrótti.

„Nei alls ekki, þetta er að fara að peppa okkur bara, við eigum eftir að stíga upp og bara gera betur í næsta leik."

Þróttur R. endar í 3. sæti Pepsi-Max deildarinnar og eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit. Elísabet segir þær vera sáttar með frammistöðuna í sumar.

„Jú þetta er bara mjög góð frammistaða, í fyrsta skiptið í sögu Þróttar sem við erum að ná 3. sætinu og við erum bara að bæta met fyrir met, það er bara mjög gott að vera partur af þessu liði," sagði Elísabet að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner