Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 12. september 2021 17:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Elísabet Freyja: Ég er bara spennt fyrir 1. október
Kvenaboltinn
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara einhvern veginn náðum ekki að spila okkar bolta, fórum ekki eftir plani og það bara gekk ekki upp hjá okkur það sem við ætluðum að gera og Breiðablik nýtti sín tækifæri," sagði Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Þróttur R. og Breiðablik mætast aftur í bikarúrslitum þann 1. október. Elísabet telur það hafa verið gott að fá þennan leik á þessum tímapunkti til að máta sig við þær.

„Já klárlega, það er bara mjög fínt að fá þennan leik, vita hvernig þær geta staðið sig. En við getum svo mikið betur þannig að ég er bara spennt fyrir 1. október."

Elísabet segir að þessi leikur í dag muni ekki brjóta niður sjálfstraustið hjá Þrótti.

„Nei alls ekki, þetta er að fara að peppa okkur bara, við eigum eftir að stíga upp og bara gera betur í næsta leik."

Þróttur R. endar í 3. sæti Pepsi-Max deildarinnar og eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit. Elísabet segir þær vera sáttar með frammistöðuna í sumar.

„Jú þetta er bara mjög góð frammistaða, í fyrsta skiptið í sögu Þróttar sem við erum að ná 3. sætinu og við erum bara að bæta met fyrir met, það er bara mjög gott að vera partur af þessu liði," sagði Elísabet að lokum.
Athugasemdir