Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
   sun 12. september 2021 17:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Elísabet Freyja: Ég er bara spennt fyrir 1. október
Kvenaboltinn
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Elísabet Freyja í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara einhvern veginn náðum ekki að spila okkar bolta, fórum ekki eftir plani og það bara gekk ekki upp hjá okkur það sem við ætluðum að gera og Breiðablik nýtti sín tækifæri," sagði Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Þróttur R. og Breiðablik mætast aftur í bikarúrslitum þann 1. október. Elísabet telur það hafa verið gott að fá þennan leik á þessum tímapunkti til að máta sig við þær.

„Já klárlega, það er bara mjög fínt að fá þennan leik, vita hvernig þær geta staðið sig. En við getum svo mikið betur þannig að ég er bara spennt fyrir 1. október."

Elísabet segir að þessi leikur í dag muni ekki brjóta niður sjálfstraustið hjá Þrótti.

„Nei alls ekki, þetta er að fara að peppa okkur bara, við eigum eftir að stíga upp og bara gera betur í næsta leik."

Þróttur R. endar í 3. sæti Pepsi-Max deildarinnar og eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit. Elísabet segir þær vera sáttar með frammistöðuna í sumar.

„Jú þetta er bara mjög góð frammistaða, í fyrsta skiptið í sögu Þróttar sem við erum að ná 3. sætinu og við erum bara að bæta met fyrir met, það er bara mjög gott að vera partur af þessu liði," sagði Elísabet að lokum.
Athugasemdir
banner
banner