Yanmar Stadium
fimmtudagur 25. nóvember 2021  kl. 18:40
Vináttulandsleikir kvenna - Landslið
Dómari: Shona Shukrula (Holland)
Japan 0 - 2 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('14)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70)
Byrjunarlið:
1. Sakiko Ikeda (m)
2. Risa Shimizu
3. Moeka Minami
5. Shiori Miyake
8. Hikaru Naomoto ('46)
13. Rikako Kobayashi ('76)
14. Yui Hasegawa ('57) ('76)
15. Fuka Nagano
17. Yui Narumiya
19. Riko Ueki
22. Saori Takarada ('91)

Varamenn:
18. Hannah Stambaugh (m)
21. Momoko Tanaka (m)
4. Saki Kumagai
6. Asato Miyagawa
7. Rin Sumida ('46)
9. Yuika Sugasawa
10. Mana Iwabuchi
11. Mina Tanaka ('76)
12. Ruka Norimatsu
16. Honoka Hayashi ('76)
20. Hana Takahashi ('91)
23. Hinata Miyazawa ('57)

Liðstjórn:
Futoshi Ikeda (Þ)

Gul spjöld:
Saori Takarada ('18)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín Leik lokið!
Hollenski dómarinn hefur flautað til leiksloka. Leiknum lýkur með 2-0 sigri íslenska liðsins. Sveindís og Berglind með mörkin.
Eyða Breyta
92. mín
Úff, þetta hefur verið vont. Sif fær takkana á leikmanni Japans í fótinn á sér. Þarf á aðhlynningu að halda. Ekkert brot dæmt.
Eyða Breyta
92. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
91. mín Hana Takahashi (Japan) Saori Takarada (Japan)

Eyða Breyta
91. mín
Selma Sól með skot sem fer framhjá.
Eyða Breyta
91. mín
90 mínútur komnar á klukkuna.
Eyða Breyta
89. mín
Japanska liðið leitar að marki. Glódís með vel tímasetta tæklingu og kemur hættunni frá.
Eyða Breyta
88. mín
Riko með þrumuskot en það er vel framhjá.
Eyða Breyta
86. mín Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland) Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Hallbera fer á vinstri kantinn og Selma á hægri kantinn.
Eyða Breyta
85. mín
Rólegt yfir þessu síðustu mínútur.
Eyða Breyta
79. mín Natasha Anasi (Ísland) Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Skipting tilkynnt áðan fyrir tveimur mínútum en á sér stað núna. Natasha komin inn á.
Eyða Breyta
78. mín
Boltinn fer af hælnum á Mina í andlitið á Sveindísi og þaðan aftur fyrir, önnur hornspyrna.
Eyða Breyta
77. mín
Japan fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
76. mín Mina Tanaka (Japan) Rikako Kobayashi (Japan)

Eyða Breyta
76. mín Honoka Hayashi (Japan) Yui Hasegawa (Japan)

Eyða Breyta
73. mín
Brotið á Gunnhildi og Selma kemur með sendingu inn á teiginn. Boltinn aðeins of innarlega og Sakiko handsamar hann.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Löng sending frá Glódísi upp hægra megin ætluð Sveindísi sem tekur við boltanum og sendir fyrir. Þar er Berglind mætt og stýrir boltanum framhjá Sakiko í marki Japans. Frábær sókn!

Sendingin frá Glódísi, algjörlega frábær! 2-0 fyrir Ísland!
Eyða Breyta
70. mín
Riko með skallann sem fer í bringuna á Sveindísi og svo af Japana og þaðan aftur fyrir - markspyrna.
Eyða Breyta
69. mín
Rikako með skot úr teignum sem Glódís kemst fyrir og boltinn af Glódísi og aftur fyrir. Japan á horn.
Eyða Breyta
67. mín
Japanir með aukaspyrnu og boltinn inn á vítateig íslenska liðsins. Íslenska liðið kemur boltanum í burtu.
Eyða Breyta
63. mín
Þreföld skipting hjá íslenska liðinu. Berglind fer upp á topp, Selma tekur stöðu Öglu Maríu á vinstri kantinum og Karitas kemur inn á miðsvæðið.
Eyða Breyta
62. mín Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Agla María Albertsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
62. mín Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
62. mín Karitas Tómasdóttir (Ísland) Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
59. mín
Íslenska liðið heppið þarna. Rangstaða dæmd á Japani en mér sýndist Elísa sitja eftir þarna og því ekki um rangstöðu að ræða.
Eyða Breyta
58. mín
Langt innkast frá Sveindísi, Gunnhildur tekur boltann á kassann, Glódís skallar boltann fyrir og Agla María á svo skalla sem fer rétt framhjá!
Eyða Breyta
57. mín Hinata Miyazawa (Japan) Yui Hasegawa (Japan)

Eyða Breyta
57. mín
Cecilía ver vel eftir að rangstaða var dæmd á Japani. Tökum ekki þessa vörslu af Cessu!
Eyða Breyta
53. mín
Gunnhildur reynir að finna Svövu Rós í gegn en Sakiko í marki Japans er fyrst á þennan bolta.
Eyða Breyta
52. mín
Fuka með skot úr teignum en það fer framhjá fjærstönginni. Glódís lokaði vel á nærhornið og Cecilía hefði alltaf verið með þetta held ég.
Eyða Breyta
49. mín
Sveindís reynir að finna Gunnhildi inn á teignum en sendingin of innarlega og markvörður Japans handsamar boltann. Heyrðist vera kallað að Sveindís hefði bara átt að láta vaða, hægt að taka undir það!
Eyða Breyta
46. mín Rin Sumida (Japan) Hikaru Naomoto (Japan)

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
Eyða Breyta
46. mín Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Ein skipting í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fínasti fyrri hálfleikur þar sem þemað hefur svolítið verið hætta eftir löng innkast. Markið var gott, boltanum komið á Sveindísi sem keyrði upp völlinn.

Varnarlega hefur þetta verið þokkalegt, engin dauðafæri og nokkuð þægilegt.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Yui reynir langskot sem fer framhjá. Í kjölfarið er svo flautað til hálfleiks.
Eyða Breyta
40. mín
Rikako á lausan skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Cecilía týnir boltann sem var sennilega á leið framhjá upp úr grasinu.
Eyða Breyta
36. mín
Hætta inn á vítateig Japans eftir innkast Sveindísar. Ingibjörg vann fyrsta bolta en boltinn fór svo af Glódísi og aftur fyrir.
Eyða Breyta
33. mín
Einhver smá vafi hvort Sveindís hefði tekið boltann með höndinni inn á vítateig íslenska liðsins en það var alls ekki raunin.
Eyða Breyta
32. mín
Rikako með skot sem hljómaði eins og það hefði farið af Ingibjörgu og þaðan yfir en markspyrna er dæmd.
Eyða Breyta
30. mín
Agla María með tilraun í slána!

Atgangur inn á vítateig Japans eftir langt innkast frá Sveindísi. endar á því að Agla María pikkar boltanum með ristinni í slána. Í kjölfarið á Agla María tilraun sem fer í varnarmann Japans.
Eyða Breyta
24. mín
Sveindís með innkast sem var vænlegt en endar á því að Karólína brýtur af sér inn á teig gestanna.
Eyða Breyta
22. mín
Alexandra tapar boltanum inn á miðsvæðinu og Rikako lætur vaða af löngu færi. Cecilía var með þetta allt á hreinu og skotið var framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
Ekki mjög sannfærandi úthlaup hjá Cecilíu en þetta blessaðist allt, Glódís var með þetta allt á hreinu.
Eyða Breyta
21. mín
Gunnhildur kemst í boltann eftir fyrirgjöf Sveindísar en nær ekki alveg stjórn á boltanum og missir hann aftur fyrir.
Eyða Breyta
20. mín
Riko með skot vinstra megin úr teignum sem fer af Glódísi og í kjölfarið ver Cecilía og heldur boltanum.
Eyða Breyta
18. mín Gult spjald: Saori Takarada (Japan)
Missti boltann til Sveindísar og braut á henni í kjölfarið.
Eyða Breyta
16. mín
Karólína reyndi að finna Sveindísi í gegn en Japanir verjast vel.
Eyða Breyta
14. mín MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland), Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína vann boltann á miðsvæðinu og kom boltanum á Sveindísi á hægri kantinum sem keyrir inn á teiginn.

Sveindís með skot úr þröngu færi, varnarmaður japanska liðsins reynir að tækla fyrir boltann en skotið fer framhjá tæklingunni. Boltinn fer nálægt markverði Japans sem ræður ekki við skotið og boltinn hafnar í netinu!

1-0 fyrir Ísland!
Eyða Breyta
13. mín
Ísland með aukaspyrnu inn á teiginn en þarna er enginn hætta.
Eyða Breyta
10. mín
Uppstilling Íslands:
Cecilía
Sif - Glódís - Ingibjörg - Elísa
Alexandra
Karólína - Gunnhildur
Sveindís - Svava - Agla María
Eyða Breyta
7. mín
Sveindís vinnur hornspyrnu.

Kom ekki mikið upp úr þessu fasta leikatriði.
Eyða Breyta
4. mín
Langt innkast frá Sveindísi sem Ingibjörg nær að komast í inn á teig Japans en boltinn hrekkur af Ingibjörgu og aftur fyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Svava Rós sendir fyrstu sendingu leiksins!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er komið samband við Holland. Íslenska liðið að hita upp. Dimmt yfir en flóðljósin að virka vel.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymi leiksins er hollenskt. Shona Shukrula dæmir leikinn og þær Franca Overtoom og Nicolet Bakker verða henni til aðstoðar.

Marisca Overtoom er svo fjórði dómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðið hefur verið opinberað:

Athygli vekur að Sif Atladóttir virðist spila í hægri bakverði og Svava Rós Guðmundsdóttir byrjar frammi. Þá er Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markinu. Gunnhildur Yrsa er fyrirliði liðsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er að fara gerast
Þjálfari kvennalandsliðsins, Þorsteinn Halldórsson, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Töff leikur en skemmtilegur
Gunnhildur segir að þetta sé leikur til þess að vinna í þeim hlutum sem þið viljið vinna í. Hvað er það svona helst?

,,Fara betur í einföld atriði í varnar- og sóknarleik. Japan pressar svolítið hátt og við þurfum að æfa okkur gegn hápressu, hafa allavega spilað þannig hingað til. Það er ein breyta í þessu að Japan er með nýjan þjálfara þannig maður veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er að fara gerast. Þær hafa pressað hátt og verið grimmar í hápressu. Við þurfum að þora vera með boltann. Þær halda boltanum mikið, spila mikið í stutum sendingum, eru kvikar og góðar í að spila stutt, senda og hreyfa sig. Þetta verður töff leikur en skemmtilegur," sagði Steini.

Hópurinn í fínu standi
Eru allar klárar? Hvernig er standið á hópnum?

,,Það eru allar heilar, allar klárar í leikinn. Það eru engin meiðsli og liggur við engin smá-meiðsli. Það eru tvær vikur síðan að sumar voru að spila, deildirnar voru að klárast í Noregi og Svíþjóð þannig hópurinn er bara í fínu standi og lítur bara vel út."

Sjá einnig:
Segir ekkert áfengi veitt í kvennalandsliðsferðum - Vonandi skálað í kampavíni 31. júlí"
Samantekt af síðasta fundi Steina: Eiga skilið að mikið sé fjallað um þær"

Töluvert af breytingum milli leikja
Áttu von á því að gera margar breytingar milli leikjanna eða spila á svipuðu liði?

,,Ég á von á því að gera töluvert af breytingum á milli leikja, ég spila ekki á svipuðu liði."

Vill vinna leikinn þrátt fyrir að þetta sé æfingaleikur
Horfiru á þennan leik gegn Japan eins og um keppnisleik væri að ræða?

,,Við leggjum leikinn upp þannig að við ætlum að vinna áfram í okkar hlutum. Í grunninn gefum við okkur ákveðna hluti hvernig þær ætla að spila og við erum með ákveðnar hugmyndir hvernig við ætlum að reyna leysa það. Leikurinn er æfingaleikur en jafnframt fer maður alltaf í æfingaleiki til að reyna vinna þá. Við notum leikinn til að æfa okkur gegn þeim áhersluatriðum sem Japan mun gera til með að nota í sínum leik."

Þekki hana ágætlega
Saki Kumagai er fyrirliði japanska landsliðsins og reynslumesti leikmaður liðsins. Hún er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Bayern Munchen. Saki er varnarmaður eins og Glódís. Ræðiru sérstaklega við Glódísi í undirbúningi fyrir leikinn?

,,Nei, ég hef ekkert verið að fara í einstaklinga í japanska liðinu. Ég ákvað að ég væri ekki að fara stúdera andstæðinginn alveg í þaula út frá einstaklingum og öðru eins og maður gerir fyrir keppnisleiki. Við fórum bara yfir taktísku hlutina, hvernig þær spila og ég hef ekki farið í einstaka einstaklinga. Ég er búinn að sjá töluvert marga leiki með Bayern þannig ég þekki hana ágætlega," sagði Steini.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Megum ekki vera hræddar við að gera mistök
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sat í gær fyrir svörum á fréttamannafundi.

Undirbúningur fyrir komandi verkefni
Hvað er það sem þið sjáið fyrir ykkur að fá út úr leiknum á morgun?

,,Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi, og þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta góðum liðum því þá getum við unnið í okkar leik bæði varnar- og sóknarlega. Við getum einbeitt okkur að okkar leik, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna," sagði Gunnhildur.

Einbeiting á okkar leik
Svipar leikur japanska liðsins eitthvað til einhvers þeirra liða sem við munum mæta á EM?

,,Já, þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma okkur framar á völlinn."

,,Ég tel þetta frábæran leik fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM, þurfum að þora að vera með boltann og spila okkar leik. Við munum einbeita okkur að okkar leik, megum ekki vera hræddar við að gera mistök."

,,Þetta er dæmi um leik sem við getum nýtt í að læra inn á hvor aðra, mynda tengingar inn á vellinum og auka sjálfstraustið. Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur."

Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu frá vináttuleik Japans og Íslands sem fram fer í Almere í Hollandi.

Leiknum verður streymt á Mycujoo síðu KSÍ og má finna hlekk inn á hana hér að neðan.

Mycujoo síða KSÍ

Liðið mætti til Almere á þriðjudag og tók létta æfingu við komu á svæðið. Þetta verður í fjórða sinn sem liðin mætast, en Japan hefur unnið allar þrjár viðureignirnar til þessa. Leikirnir þrír hafa allir verið á Algarve Cup, árin 2015, 2017 og 2018.

Á morgun ferðast liðið svo til Kýpur þar sem það mætir Kýpverjum á þriðjudag.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('79)
8. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('62)
15. Alexandra Jóhannsdóttir ('46)
17. Agla María Albertsdóttir ('62)
21. Svava Rós Guðmundsdóttir ('62)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('86)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
7. Karitas Tómasdóttir ('62)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('46)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('86)
14. Selma Sól Magnúsdóttir ('62)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Natasha Anasi ('79)
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Andradóttir
22. Ída Marín Hermannsdóttir

Liðstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: