fös 12. nóvember 2021 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samantekt af fundi Steina: Eiga skilið að mikið sé fjallað um þær
Icelandair
Mynd af Steina þegar dregið var í riðla á EM á dögunum.
Mynd af Steina þegar dregið var í riðla á EM á dögunum.
Mynd: Getty Images
Hverslags fyrirmyndir og frábærir íþróttamenn þær eru
Hverslags fyrirmyndir og frábærir íþróttamenn þær eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar með stuðningsmönnum eftir síðasta leik.
Stelpurnar með stuðningsmönnum eftir síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur, sonur Steina.
Jón Dagur, sonur Steina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Tilefnið er verkefni kvennalandsliðsins gegn Japan og Kýpur seinna í mánuðinum.

Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og svaraði Steini allskonar spurningum. Þau svör sem þegar hefur verið fjallað um má nálgast neðst í fréttinni.

Smelltu hér til að sjá hópinn!

Kjörið tækifæri
Hver er hugsunin á bakvið þennan æfingaleik á móti Japan og hvernig kom það til og af hverju er hann spilaður í Hollandi?

„Japanir eru að spila við Holland á mánudeginum eða þriðjudag, það var leikur sem var löngu planaður. Þetta er búið að vera í bígerð lengi og svo endanlega gengið frá þessu fyrir stuttu. Það hentaði okkur vel að lengja aðeins gluggann. Ef við hefðum bara spilað einn leik í Kýpur þá hefðum við farið seinna af stað. Japanarnir höfðu samband við okkur og okkur fannst þetta kjörið tækifæri að mætast þarna."

Tæklað ef það kemur upp
Er ekkert mál að fá leikmenn í þetta verkefni upp á lokapróf í skólum?

„Ég hef ekki fengið neinar tilkynningar um það að einhver leikmaður geti ekki spilað vegna skóla. Ég hef svo sem ekki áhyggjur af því en ef einhver leikmaður getur ekki tekið þátt vegna skóla þá er það bara eitthvað sem við tæklum."

Öðruvísi lið en við höfum spilað við
Ertu að fara prófa einhverja nýja hluti í þessu verkefni eða verður þetta áframhaldandi þróun á þínu leikkerfi?

„Við höldum áfram að þróa okkur. Japan er öðruvísi lið en við höfum spilað við að undanförnu. Þær eru mikið í stuttu spili, mjög hreyfanlegar og mikil snerpa í þeim. Við þurfum að leggja áherslu á það hvernig við verjumst á móti þeim og hvernig við ætlum að brjóta þær á bak aftur."

„Við þekkjum Kýpur og það er að sjálfsögðu leikur sem við eigum að vinna. Við þurfum að mæta í þann leik af virðingu og spila hann af krafti. Hann er alveg jafnmikilvægur og allir aðrir leikir. Við þurfum þrjú stig úr þeim leik til að halda áfram að vera í þessari stöðu sem við erum í núna. Ég er ekkert að fara breyta um leikkerfi eða neitt svoleiðis."

„Áherslurnar milli leikja eru mismunandi en í grunninn reynum við bara að þróa leikinn okkar, betrumbæta hann og halda áfram á þeirri braut að við verðum sem best í því sem við erum að gera."


Góð prófraun fyrir lokakeppnina
Horfiru á leikinn gegn Japan eins og um keppnisleik sé að ræða eða ætlaru að prófa nýja leikmenn þar?

„Ég er ekki búinn að ákveða það nákvæmlega hvernig ég ætla að nálgast hann að öllu leyti. Maður gefur örugglega einhverjum leikmönnum tækifæri, ég held að það sé alveg ljóst."

„Leikurinn sem slíkur, við leggjum hann upp eins og við séum að fara í alvöru leik þó að kannski að einhverju leyti verði maður búinn að skipuleggja einhverjar skiptingar sem maður gerir ekki fyrir keppnisleik."

„Við förum inn í þennan leik til að vinna hann og til að fá sem mest út úr honum þurfum við að gera hlutina vel. Það er hægt að líta á leikinn sem prófraun út í hvað við erum að fara næsta sumar."


Stelpurnar eiga það skilið
Það er enginn fjölmiðill að fara fylgja ykkur í þessari ferð og því væntanlega aðeins minni umfjöllun. Hvernig lítur það við þér?

„Auðvitað vill maður að það sé fjallað um þetta, stelpurnar eiga það skilið. Stelpurnar eru á góðum stað og að gera góða hluti. Auðvitað vill maður að það sé fjallað mikið um þær og hverslags fyrirmyndir og frábærir íþróttamenn þær eru."

Þetta var reyndar Jón Dagur
Flott sending hjá Jóni Degi í gær?

„Já, hún var fín," sagði Steini og hló.

Önnur svör Steina af fundinum:
Ætlaði að horfa á Barbáru - Nefndi fjórar aðrar sem banka á dyrnar
Spáði ekki í hvaða liði Natasha er - Talar um að stækka kökuna
„Ef Elísa er að fara að hún fari í gott lið og spili"
Hvenær er í lagi að þú sért ekki að spila?
Fanndís í sínu besta formi þrýstir vel á sæti í hópnum


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner