Laugardalsvöllur
mánudagur 13. júní 2022  kl. 18:45
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: Blástur úr suðri en hangir þurr, hiti um 12 gráður og völlurinn fjarskafagur, stúkan helst til tómleg
Dómari: Duje Strukan (Króatía)
Ísland 2 - 2 Ísrael
1-0 Jón Dagur Þorsteinsson ('9)
1-1 Daníel Leó Grétarsson ('35, sjálfsmark)
2-1 Þórir Jóhann Helgason ('60)
2-2 Dor Peretz ('65)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
7. Arnór Sigurðsson ('60)
7. Jón Dagur Þorsteinsson ('78)
8. Birkir Bjarnason ('78)
14. Daníel Leó Grétarsson
19. Davíð Kristján Ólafsson
20. Þórir Jóhann Helgason ('90)
21. Hákon Arnar Haraldsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('60)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
4. Ari Leifsson
5. Brynjar Ingi Bjarnason
6. Ísak Bergmann Jóhannesson ('60)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('60)
10. Albert Guðmundsson ('90)
15. Aron Elís Þrándarson ('78)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
18. Atli Barkarson
21. Mikael Egill Ellertsson

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Hákon Arnar Haraldsson ('68)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Svekkjandi jafntefli niðurstaðan í þriðja sinn í þessu riðli. Upp og niður frammistaða hjá okkar mönnum í kvöld sem áttu góða kafla en það dugði því miður ekki til.

Umfjöllun kemur á Fótbolta.net fram eftir kvöldi.

Takk fyrir mig í kvöld.
Eyða Breyta
94. mín
Þetta er að fjara út, okkur liggur á en Ísrael með boltann og ekkert að flýta sér.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Sun Menachem (Ísrael)
Fyrir að tefja.
Eyða Breyta
93. mín
Gestirnir ekkert að fýta sér, í góðri stöðu í riðlinum og væntanlega sáttir með jafnteflið.
Eyða Breyta
92. mín Dan Glazer (Ísrael) Iyad Abu Abaid (Ísrael)

Eyða Breyta
92. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
91. mín
Leikurinn er stopp þar sem leikmaður Ísrael liggur í eigin vítateig og þarf aðhlynningu.

Börur kallaðar til leiks
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fjórar mínútur.
Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
90. mín Albert Guðmundsson (Ísland) Þórir Jóhann Helgason (Ísland)

Eyða Breyta
89. mín
Hættulegur bolti inn á teig Íslands fer rétt framhjá, flaggið á loft svo.
Eyða Breyta
88. mín
Króatinn á flautunni er að missa þetta í einhvern flautukonsert. Gestirnir henda sér í grasið og uppskera aukaspyrnu trekk í trekk fyrir afar lítið.
Eyða Breyta
87. mín
Ísak að vinna sig í færi en gestirnir bægja hættunni frá marki sínu.

Það vantar að vera þessu eina skrefi á undan.
Eyða Breyta
85. mín
Gott spil Íslands og Sveinn Aron í skotfæri en hann hittir boltann afar illa og setur boltann vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
83. mín
Hröð sókn Íslands upp vinstri vængin, boltinn á Svein í teignum en skot hans beint í fang Ofir. Að láta hann vinna fyrir því að verja þessi skot er líklegra til árangurs.
Eyða Breyta
82. mín
Sun Menachem í dauðafæri í teig íslands en setur boltann framhjá markinu.
Eyða Breyta
80. mín
Tíu mínútur eftir. Við viljum öll stigin þrjú hérna og smá hjarta í lokin.
Eyða Breyta
80. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
78. mín Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)

Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
78. mín Aron Elís Þrándarson (Ísland) Birkir Bjarnason (Ísland)

Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
78. mín Omer Atzili (Ísrael) Liel Adaba (Ísrael)

Eyða Breyta
78. mín Iyad Abu Abaid (Ísrael) Miguel Vítor (Ísrael)

Eyða Breyta
77. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
76. mín
Darrðadans í teig okkar en við hreinsum.... með herkjum en það dugar í þetta sinn.
Eyða Breyta
73. mín Shon Weissman (Ísrael) Munas Dabbur (Ísrael)

Eyða Breyta
71. mín
Þórir með hörkuskot en beint á Ofir í markinu.
Eyða Breyta
71. mín
Jón Dagur reynir að lauma boltanum á nærstöngina úr teignum til vinstri en Ofir með þetta á hreinu.
Eyða Breyta
70. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
69. mín
Jón Dagur kassar boltann niður í teignum en dæmdur brotlegur.

Stúkan ekki sátt og ég eiginlega skil hana.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Heitt í hamsi og lætur einhver orð falla að ég held.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Dor Peretz (Ísrael)
Löng VAR skoðun eftir færi Ísraela sem fá dæmt mark.

Dasa með sendingu frá Hægri sem Peretz skallar að marki af mjög stuttu færi í Rúnar en boltinn er metinn hafa farið yfir marklínuna af VAR sem er líklega réttur dómur.
Eyða Breyta
63. mín
Hákon í skotfæri eftir laglegt spil en skot hans framhjá markinu.

Höldum þessari pressu!
Eyða Breyta
61. mín
Ísak kemur inn á hægri vænginn og Sveinn Aron kemur upp á topp í stað bróðir síns.
Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
60. mín Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)

Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
60. mín Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Arnór Sigurðsson (Ísland)

Eyða Breyta
Anton Freyr Jónsson
60. mín MARK! Þórir Jóhann Helgason (Ísland), Stoðsending: Arnór Sigurðsson
Þórir fílar að spila á móti Ísrael

Geggjaður bolti yfir varnarlínu gestaliðsins á Arnór sem tekur sinn mann á af harðfylgi, setur boltann fast fyrir markið sem Ofir slær út í teiginn fyrir fætur Þóris sem verða á engin
mistök og setur boltann í netið!

Kannski gjafmildur að gefa Arnóri stoösendinguna en þetta var bara svo fáránlega vel gert hjá honum sem og Herði.
Eyða Breyta
58. mín
Ísak og Sveinn Aron að gera sig klára að koma inná.
Eyða Breyta
57. mín
Ísrael að pressa þungt, Daníel Leó setur boltann í horn að fæti Solomon í markteignum.
Eyða Breyta
55. mín
VAR athugun á því hvort við höfum gerst brotlegir með hendi.

Að sjálfsögðu ekki.
Eyða Breyta
55. mín
Solomon fer illa með Alfons og keyrir inn á teiginn, Hörður mætir honum og nær að slæma fæti í boltann og beina honum í horn þegar Solomon setur hann fyrir markið.
Eyða Breyta
53. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
53. mín
Rólegt yfir þessu eins og er. Stöðubarátta allsráðandi.
Eyða Breyta
52. mín
Peretz með skot en himinhátt yfir markið.
Eyða Breyta
48. mín
Frábær pressa íslenska liðsins sem vinnur boltann við teig Ísrael, boltinn á Andra Lucas í D-boganum en skot hans framhjá markinu.
Eyða Breyta
47. mín
Hætta eftir langt innkast Harðar en gestirnir koma boltanum frá í horn af fótum Jóns Dags.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Við hefjum síðari hálfleik. Koma svo!
Eyða Breyta
46. mín
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
46. mín Sun Menachem (Ísrael) Doron Leidner (Ísrael)
Gestinir gera breytingu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
45. mín Hálfleikur
Kaflaskipt er orðið. Við höfum sýnt að við getum alveg keyrt yfir þetta lið frá Ísrael en höfum líka á köflum fallið of djúpt og gefið færi á okkur. Stöðugleiki og áræðni er málið fyrir okkur og vonandi að menn sýni okkur það í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Sláin!

Sú tilraun frá Herði sem smellur í slánni og yfir markið. Hefði verið svo sætt að sjá þennan liggja.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Dor Peretz (Ísrael)
Fær gult fyrir brotið.
Eyða Breyta
45. mín
Ísland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brotið á Birki er hann skaut og fyrirliðinn liggur en virðist í lagi.
Eyða Breyta
45. mín
Ramzi Safuri með hörkuskot hárfínt framhjá eftir þunga sókn Ísrael.

Styttist í hálfleik en uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur
Eyða Breyta
44. mín

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
41. mín
Þórir Jóhann með djúpan kross fyrir Andra að elta en boltinn aðeins of hár og endar í markspyrnu.
Eyða Breyta
41. mín

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
40. mín
Vitor með skalla að marki eftir horn en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
39. mín
Okkar menn mættir á skjálftavaktina aftur og virka óstyrkir eftir þetta jöfnunarmark.

Taka sig saman í andlitinu og áfram með þetta!
Eyða Breyta
35. mín SJÁLFSMARK! Daníel Leó Grétarsson (Ísland)
Úff þetta var óþarfi!

Bolti frá Dasa inn á teiginn frá hægri fer af Ramzi Safuri og er á leiðinni framhjá þegar Daníel rekur fót í boltann og sendir hann í eigið net.

Vont er það.


Eyða Breyta
32. mín
Hættulegur bolti inn á teig Íslands en Alfons kassar boltann í horn.
Eyða Breyta
30. mín
Arnór eltir vonlausan bolta og lætur Goldberg líða mjög illa, samskipti í öfustu línu Ísrael engin og skallar Goldberg boltann í eigin markmann og þaðan út í teiginn. Við náum þó ekki að gera okkur mat úr þessu en er til fyrirmyndar hvað baráttu varðar.
Eyða Breyta
28. mín
Jón Dagur mundar fótinn úr aukaspyrnu af um 23 metra færi örlítið vinstra megin við teiginn en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
25. mín
Mahmoud Jaber brýtur á Daníel á miðjum vellinum og uppsker vinalegt tiltal.
Eyða Breyta
23. mín
Þrír í gegn en Ofir ver!

Skyndisókn Íslands og gestirnir fáliðaðir til baka, Hákon finnur Arnór í hlaupinu sem þarf aðeins að elta boltann sem þrengir skotið en Ofir gerir virkilega vel og mætir út og ver.

Staðan ætti klárlega að vera 2-0


Eyða Breyta
20. mín
ÚFF gestirnir með frábært spil upp völlinn og tæta í sundur íslenska liðið en Dabbur í fínu færi í teignum hittir boltann illa og skot hans endar í fangi Rúnars af tiltölulega stuttu færi.
Eyða Breyta
18. mín
Skalli Jóns Dags áðan. Rosalegur skalli.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
18. mín
Leikmenn verið mjög sprækir eftir þessar örfáu skjálftamínútur í byrjun. Liðið heldur breidd vel og er að skapa sér góðar stöður á vellinum.

Fín byrjun!
Eyða Breyta
16. mín
Gestirnir með skot, af varnarmanni og í öruggar hendur Rúnars.
Eyða Breyta
15. mín
Arnór Sig með laglegan sprett eftir að Hákon vann boltann hátt á vellinum. Má ekki við margnum og fer í grasið en fær ekki brot áhorfendum til lítillar ánægju.
Eyða Breyta
14. mín


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
13. mín
Andri Lucas hefði mátt vera í númeri stærra pari af skóm!

Arnór gerir vel úti til hægri, keyrir inn á teiginn og leggur boltann í svæðið milli varnar og markmanns en Andri sekúndubroti of seinn í boltann.
Eyða Breyta
12. mín
Næstum því copy/paste. Aftur langt innkast frá Herði frá hægri sem Daníel Leó er fyrstur á. Í þetta sinn berst boltinn á Birki sem á lausan skalla beint á Ofir.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland), Stoðsending: Daníel Leó Grétarsson
ÞARNA!!!!!!

Hörður kastar boltanum inn að vítapunkti þar sem Daníel Leó flikkar honum lengra yfir á fjærstöng þar sem Jón Dagur mætir og skallar boltann í fallegum boga í fjærhornið yfir varnarlausan markvörð Ísraela sem leit reyndar ekkert sérlega vel út þarna.
Eyða Breyta
9. mín
Langt innkast frá hægri, Hörður kastar
Eyða Breyta
6. mín
Hættulegur bolti fyrir markið frá Dasa en Daníel Leó skallar frá, gestirnir halda boltanum en sókn þeirra rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
4. mín
Dor Peretz liggur eftir viðskipti við Birki, Birkir einfaldlega sterkari.
Eyða Breyta
3. mín
Það er einhver skjálfti í okkar mönnum í blábyrjun og einfaldar sendingar að klikka, vonum að menn finni taktinn.
Eyða Breyta
1. mín
Dor Peretz með fyrstu skottilran leiksins en hittir boltann afar illa sem fer í innkast,

Birkir Bjarna liggur eftir eitthvað klafs en stendur fljótt á fætur.


Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir sparka leiknum af stað! Vonumst að sjálfsögðu eftir góðum og skemmtilegum leik sem endar með íslenskum sigri.

ÁFRAM ÍSLAND!
Eyða Breyta
Fyrir leik


Þjóðadeildarfánanum veifað, liðin ganga til vallar og aðeins þjóðsöngvar og formlegheit standa í vegi fyrir því að þessi leikur hefjist.

Við líkt og aðrir rísum úr sætum fyrir þjóðsöngvum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Styttist óðum í leik og liðin bæði búin að ljúka upphitun. Fámennt í stúkunni og hægt bætist í en reikna má með að áhorfendafjöldi verði eitthvað í kringum 3000 manns.

Aðstæður eru svo sem ágætar, það blæs aðeins en þurtt að kalla og hitin um 12 gráður. Völlurinn lítur vel út og ætti ekki að aftra mönnum í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Daníel Leó (á mynd) og Hörður Björgvin halda áfram sem miðvarðapar.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Leikmenn Íslands eru búnir að taka sinn hefðbundna göngutúr um völlinn við komuna. Þess má geta að Mikael Anderson er utan hóps vegna meiðsla. Aron Þrándarson er hinsvegar á bekknum en hann var tæpur fyrir leikinn.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hinn nítján ára gamli Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Íslands gegn Ísrael en Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar á bekknum. Það er eina breytingin ef miðað er við leikinn gegn Albaníu fyrir viku síðan.


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staðan?


Ísrael er á toppi riðilsins með 4 stig. Ísland er í öðru sæti með 2 stig og á tvo leiki eftir, leikinn í kvöldog útileik gegn Albaníu í september.

Ef Ísland tapar í kvöld er möguleiki strákanna okkar á því að enda í efsta sæti riðilsins, og komast þar með upp í A-deild, horfinn.

Aðeins þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar falla sjálfkrafa niður í C-deild og hin liðin því örugg.

Um 55% lesenda Fótbolta.net spá því að Ísland tapi í kvöld og missi þar með af möguleika á efsta sætinu.


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarinn:
Duje Strukan, 38 ára Króati, verður með flautuna. Strukan er ekki mjög hátt skrifaður á dómaralista FIFA og dæmdi í Sambandsdeildinni og Evrópukeppni unglingaliða á liðnu tímabili. Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn koma einnig frá Króatíu en Serbar sjá um vaktina í VAR-dómgæslunni. Aðal VAR dómari er Novak Simovic.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fréttamannafundur gærdagsins

Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í gær

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, spurði þar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara út í þá gagnrýni sem hann og liðið hefur verið að fá. Ekki stóð á svörum frá Arnari sem svaraði fullum hálsi

,,Sko, eins og ég sagði við kollega þinn fyrir viku síðan, ef gagnrýnin er einher ákveðin gagnrýni, og við erum þá að tala um leikskipulag, skiptingar í leik eða game management þá er bara ekkert mál að ræða það. Það er fótboltaleg gagnrýni. Þú ert í raun með sömu spurningu og Gaupi kom með í síðustu viku en orðar hana öðruvísi. Það sem ég er að meina er að ég get ekki rætt allt sem talað er um í þjóðfélaginu."

,,Við erum á ákveðinni vegferð og allir sem vilja sjá það þeir sjá að það er góð þróun í liðinu og leikmönnunum. Ef þú myndir koma inn í hópinn myndir þú sjá að það er jákvæð orka í gangi. Eins og ég hef sagt oft, þetta tekur sinn tíma. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að fá vinnufrið, ef við orðum það þannig. Ég sem þjálfari í þessari stöðu veit að það kemur gagnrýni. Sumir eru gagnrýnir en sumir sjá að það er margt jákvætt. Maður þarf bara að vinna í því, það er hluti af mínu starfi. Það eru forréttindi að vera í leiðtogahlutverki, annars væri ég ekki í þessu starfi.´´


Þar ræddi Birkir Bjarnason jafnframt stuttlega um pistil sem Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ birti á dögunum um áhrif neikvæðrar gagnrýni á leikmenn.

,,Ég er ekki alveg sammála því. Þetta hefur ekki verið rætt mikið innan hópsins. Eins og Arnar var að segja þá mega allir hafa sínar skoðanir. Við sem hópur vitum fyrir hvað við stöndum og hvað við erum að gera á æfingum."Eyða Breyta
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið

Hér má sjá byrjunarliðið sem Fótbolti.net spáir að Ísland tefli fram í kvöld.

Við spáum því að Arnar Þór Viðarsson muni aðeins gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn Albaníu; að Hákon Arnar Haraldsson muni koma inn á miðsvæðið fyrir Þóri Jóhann Helgason. Hákon lék afskaplega vel í útileiknum gegn Ísrael og er líklegur til að byrja á morgun.

Ef þetta líklega byrjunarlið verður að veruleika, þá eru bestu vinirnir af Skaganum - Hákon Arnar og Ísak Bergmann - að byrja saman í A-landsleik í fyrsta sinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Taka tvö

Ísland er að mæta Ísrael í annað skiptið í þessum landsleikjaglugga. Liðin mættust í Haifa í Ísrael fyrir 11 dögum þar sem niðurstaðan varð 2-2 jafntefli þar sem Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson gerðu mörk Íslands.

Margt jákvætt var að sjá í leik Íslands bróðurpartinn af þeim leik og er það heit ósk þjóðar að menn láti kné fylgja kviði í kvöld og sæki sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni.

Liðið hefur þó leikið tvo leiki í millitíðinni, jafnteflisleik gegn Albaníu á Laugardalsvelli og 1-0 útisigur á liði San Marino í leikjum sem voru lítið fyrir augað.Eyða Breyta
Fyrir leik
Lokaleikur landsleikjagluggans

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leiks Íslands og Ísrael í Þjóðardeildinni.Eyða Breyta
Byrjunarlið:
18. Ofir Marciano (m)
2. Eli Dasa
3. Sean Goldberg
4. Miguel Vítor ('78)
8. Dor Peretz
10. Munas Dabbur ('73)
11. Manor Solomon
13. Mahmoud Jaber
14. Doron Leidner ('46)
17. Ramzi Safuri
19. Liel Adaba ('78)

Varamenn:
1. Yoav Jarafi (m)
23. Omri Glazer (m)
5. Iyad Abu Abaid ('78) ('92)
6. Dan Glazer ('92)
7. Omer Atzili ('78)
9. Shon Weissman ('73)
12. Sun Menachem ('46)
15. Dolev Haziza
16. Mohammad Abu Fani
20. Raz Shlomo
21. Tai Baribo
22. Omri Gandelman

Liðstjórn:
Alon Hazan (Þ)

Gul spjöld:
Dor Peretz ('45)
Sun Menachem ('94)

Rauð spjöld: