Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 12. júní 2022 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram fréttamannafundur Arnars Þórs Viðarssonar og Birkis Bjarnasonar. Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Ísland mætir Ísrael á Laugardalsvelli á morgun og er þetta önnur viðureign liðanna í Þjóðadeildinni. Fyrri viðureignin fór fram í Haifa og lauk með 2-2 jafntefli eftir hörkuleik.

Ísraelar eru á toppi riðilsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA eftir sigur á Albönum í Tirana á föstudagskvöld. Sigurinn setur Ísraela vissulega í góða stöðu og íslenska liðið ætlar sér þrjú stig á mánudag.

Þar sem leikir Rússlands í Þjóðadeildinni munu ekki fara fram er ljóst að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum á möguleika á að falla í C-deild.
13:20
Því miður komu tæknilegir örðugleikar í veg fyrir það að fundurinn var í beinni textalýsingu. En í spilaranum hér að ofan má horfa á upptöku frá fundinum.

Eyða Breyta
12:42
Þá mætir sjálfur Stefán Árni Pálsson frá Sýn. Allt klárt.

Eyða Breyta
12:41


Styttist í fundinn, mættir eru fulltrúar RÚV, 433/Fréttablaðsins, Viaplay og að sjálfsögðu Fótbolta.net.

Eyða Breyta
12:38
Ljóst er að ef Ísland tapar gegn Ísrael á morgun þá er möguleikinn á því að enda í efsta sæti og komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar farinn.

Eyða Breyta
12:37
Íslenska landsliðið var að klára æfingu í blíðviðrinu í Laugardal. Með á æfingunni var Hákon Rafn Valdimarsson markvörður sem var kallaður upp í A-landsliðshópinn vegna meiðsla Ingvars Jónssonar.

Eyða Breyta
12:36
Íslenska landsliðið og Arnar þjálfari hafa fengið ansi mikla gagnrýni að undanförnu og fundurinn gæti verið ansi áhugaverður. Hann hefst 12:45.

Eyða Breyta
12:35
Góðan og gleðilegan dag og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Laugardal.

Eyða Breyta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner