Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 12. júní 2022 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram fréttamannafundur Arnars Þórs Viðarssonar og Birkis Bjarnasonar. Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Ísland mætir Ísrael á Laugardalsvelli á morgun og er þetta önnur viðureign liðanna í Þjóðadeildinni. Fyrri viðureignin fór fram í Haifa og lauk með 2-2 jafntefli eftir hörkuleik.

Ísraelar eru á toppi riðilsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA eftir sigur á Albönum í Tirana á föstudagskvöld. Sigurinn setur Ísraela vissulega í góða stöðu og íslenska liðið ætlar sér þrjú stig á mánudag.

Þar sem leikir Rússlands í Þjóðadeildinni munu ekki fara fram er ljóst að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum á möguleika á að falla í C-deild.
13:20
Því miður komu tæknilegir örðugleikar í veg fyrir það að fundurinn var í beinni textalýsingu. En í spilaranum hér að ofan má horfa á upptöku frá fundinum.

Eyða Breyta
12:42
Þá mætir sjálfur Stefán Árni Pálsson frá Sýn. Allt klárt.

Eyða Breyta
12:41


Styttist í fundinn, mættir eru fulltrúar RÚV, 433/Fréttablaðsins, Viaplay og að sjálfsögðu Fótbolta.net.

Eyða Breyta
12:38
Ljóst er að ef Ísland tapar gegn Ísrael á morgun þá er möguleikinn á því að enda í efsta sæti og komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar farinn.

Eyða Breyta
12:37
Íslenska landsliðið var að klára æfingu í blíðviðrinu í Laugardal. Með á æfingunni var Hákon Rafn Valdimarsson markvörður sem var kallaður upp í A-landsliðshópinn vegna meiðsla Ingvars Jónssonar.

Eyða Breyta
12:36
Íslenska landsliðið og Arnar þjálfari hafa fengið ansi mikla gagnrýni að undanförnu og fundurinn gæti verið ansi áhugaverður. Hann hefst 12:45.

Eyða Breyta
12:35
Góðan og gleðilegan dag og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Laugardal.

Eyða Breyta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner