Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   sun 12. júní 2022 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram fréttamannafundur Arnars Þórs Viðarssonar og Birkis Bjarnasonar. Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Ísland mætir Ísrael á Laugardalsvelli á morgun og er þetta önnur viðureign liðanna í Þjóðadeildinni. Fyrri viðureignin fór fram í Haifa og lauk með 2-2 jafntefli eftir hörkuleik.

Ísraelar eru á toppi riðilsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA eftir sigur á Albönum í Tirana á föstudagskvöld. Sigurinn setur Ísraela vissulega í góða stöðu og íslenska liðið ætlar sér þrjú stig á mánudag.

Þar sem leikir Rússlands í Þjóðadeildinni munu ekki fara fram er ljóst að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum á möguleika á að falla í C-deild.
13:20
Því miður komu tæknilegir örðugleikar í veg fyrir það að fundurinn var í beinni textalýsingu. En í spilaranum hér að ofan má horfa á upptöku frá fundinum.

Eyða Breyta
12:42
Þá mætir sjálfur Stefán Árni Pálsson frá Sýn. Allt klárt.

Eyða Breyta
12:41


Styttist í fundinn, mættir eru fulltrúar RÚV, 433/Fréttablaðsins, Viaplay og að sjálfsögðu Fótbolta.net.

Eyða Breyta
12:38
Ljóst er að ef Ísland tapar gegn Ísrael á morgun þá er möguleikinn á því að enda í efsta sæti og komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar farinn.

Eyða Breyta
12:37
Íslenska landsliðið var að klára æfingu í blíðviðrinu í Laugardal. Með á æfingunni var Hákon Rafn Valdimarsson markvörður sem var kallaður upp í A-landsliðshópinn vegna meiðsla Ingvars Jónssonar.

Eyða Breyta
12:36
Íslenska landsliðið og Arnar þjálfari hafa fengið ansi mikla gagnrýni að undanförnu og fundurinn gæti verið ansi áhugaverður. Hann hefst 12:45.

Eyða Breyta
12:35
Góðan og gleðilegan dag og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Laugardal.

Eyða Breyta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner