Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
6
1
ÍR
Björn Daníel Sverrisson '6 1-0
Guðmundur Kristjánsson '16 2-0
Björn Daníel Sverrisson '48 3-0
Baldur Logi Guðlaugsson '49 4-0
Steven Lennon '69 5-0
5-1 Már Viðarsson '78 , víti
Máni Austmann Hilmarsson '90 6-1
26.06.2022  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Blautt gras og frekar kalt
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('54)
7. Steven Lennon ('76)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f) ('66)
10. Björn Daníel Sverrisson
16. Guðmundur Kristjánsson ('54)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('66)
19. Lasse Petry
22. Oliver Heiðarsson

Varamenn:
24. Heiðar Máni Hermannsson (m)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('66)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('66)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('54)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('76)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('54)

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('2)
Haraldur Einar Ásgrímsson ('33)
Eggert Gunnþór Jónsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið! FH fer í 8-liða úrslitin. Fagmannleg frammistaða. ÍR-ingar geta samt gengið stoltir frá borði enda ljómandi fínir á löngum köflum
90. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Rekur endahnútinn í þetta eftir flotta fyrirgjöf. Ég hélt hann væri rangstæður en flaggið fór aldrei á loft
86. mín
Það er enn líf í ÍR-ingum. Pétur Hrafn með skot í stönguna eftir lipra sókn
80. mín
Inn:Óliver Elís Hlynsson (ÍR) Út:Trausti Freyr Birgisson (ÍR)
80. mín
Inn:Pétur Hrafn Friðriksson (ÍR) Út:Jorgen Pettersen (ÍR)
78. mín Mark úr víti!
Már Viðarsson (ÍR)
Atli Gunnar var í boltanum en inn fór hann.
77. mín
ÍR færi víti. Haraldur Einar brýtur klaufalega af sér. Tekur Jón Gísla Ström niður
76. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Seinasta skipting FH í dag.
69. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
Lennon kominn á blað í kvöld. Máni á skot sem fer af varnarmanni ÍR og hrekkur þaðan til Steven Lennon sem nær að pota honum í markið.
68. mín
Lennon í flottu færi 1 á 1 eftir góða sókn en Vilhelm ver meistaralega
66. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (FH) Út:Matthías Vilhjálmsson (FH)
66. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
56. mín
FH eina liðið á velllinum í seinni hálfleik.
54. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Guðmundur Kristjánsson (FH)
tvöföld breyting
54. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
53. mín
Inn:Guðjón Máni Magnússon (ÍR) Út:Kormákur Pétur Ágústsson (ÍR)
Tvölföld skipting
53. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Sveinn Gísli Þorkelsson (ÍR)
Tvölföld skipting
51. mín
Aftur skorar FH (Þriðja markið á þremur mínútum) en dæmt af vegna rangstöðu. Sýndist það vera Matti sem skallaði
49. mín MARK!
Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
verð að játa að ég sá ekki aðdraganda þessa marks. Tæp mínúta á milli marka. Er að skrifa um þriðja mark leiksins og lít upp og þá er Baldur bara kominn í hörkufæri og skorar.
48. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Lennon tók hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Birni sem skoraði öðru sinni í dag
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Að mínu mati svolítið sérstakur leikur. 2-0 gefur ekki alveg rétta mynd af gangi mála. ÍR-ingar komu grimmir til leiks og ættu að vera búnir að skora amk eitt mark
45. mín
Hálfleikur
2-0 í hálfleik
42. mín Gult spjald: Alex Bergmann Arnarsson (ÍR)
Fyrir stympingar og kjaftbrúk í kjölfar spjaldsins hjá Eggerti
42. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Harkalegt brot úti á velli
41. mín
FH í góðu færi. Oliver með flottan sprett upp hægra megin og kemur boltanum fyrir á Matthías Vilhjálmsson sem setur boltann naumlega framhjá.
33. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
Brot á miðjum velli. Menn í stúkunni ekki sammála um hvort það hafi verið Björn Daníel eða Haraldur Einar sem fékk spjaldið.. Set Halla þar til annað kemur í ljós.
27. mín
Bæði lið að eiga ágætis færi þessa stundina. Fínasta barátta í liði ÍR hérna. Þeir gætu alveg verið búnir að skora.
20. mín
ÍR-ingar í góðu færi. Flott fyrirgjöf og Trausti Freyr er klaufi að skora ekki af stuttu færi
18. mín
Rosalega skemmtileg sókn hjá FH. Baldur Logi með skemmtilega sendingu inn fyrir á Lennon sem á skot en Vilhelm í markinu ver vel í horn.
16. mín MARK!
Guðmundur Kristjánsson (FH)
2-0!

FH fékk horn og eftir smá barning í teignum er það Guðmundur Kristjánsson sem nær að koma boltanum í markið.
13. mín
ÍR-ingar skora eftir horn en rangstaða dæmd. Erfitt að meta þetta. Sýnist Már Viðarsson hafa skorað
6. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Vel gert hjá heimamönnum eftir erfiða byrjun. Oliver á mjög góða fyrirgjöf frá hægri þar sem Björn Daníel kemur fljúgandi og stangar boltann í netið
2. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Rosaleg byrjun. ÍR-ingar að sleppa í gegn en Gummi Kristjáns tekur ÍR-ing niður. Gummi fær spjald að launum og ÍR fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Alexander Kostic með mjög fína spyrnu en Atli Gunnar ver. Góð byrjun hjá gestunum
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Nettur West Ham fílingur í varabúningunum hjá ÍR. Ljósbláar stuttbuxur og vínrauð treyja.. FH í sínum hefðbundnu hvítu treyjum og svörtum stuttbuxum
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá ÍR. Alex Bergmann, Hrafn Hallgrímsson, Trausti Freyr og Kormákur Pétur koma inn.

Út fara Stefán Pálsson, Axel Kári, Sveinn Gísli og Óliver
Fyrir leik
Eiður Smári gerir fimm breytingar frá Jafnteflinu á Akranesi um daginn. Haraldur Einar, Björn Daníel, Baldur Logi, Lasse Petry og Oliver Heiðarsson koma inn í liðið.

Ástbjörn Þórðar, Davíð Snær, Vuk, Logi Hrafn og Ólafur Guðmundsson missa hinsvegar sæti sitt í byrjunarliðinu. Allir eru þeir á bekknum fyrir utan Ólaf sem er ekki í hóp.
Fyrir leik
Bæði lið hafa staðið í þjálfara breytingum á seinustu dögum. FH lét þá Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson fara. Eiður Smári Guðjohnsen tók við liðinu og Sigurvin Ólafsson er honum til aðstoðar.

Hjá ÍR sagði Arnar Hallsson starfi sínu lausu og ÍR hefur ekki tilkynnt formlega um ráðningu á nýjum þjálfara. Eyjólfur Héðinsson var skráður þjálfari í seinasta leik.
Fyrir leik
Leið liðanna í 16-liða úrslit:

FH, sem leikur í efstu deild, kom inn í bikarkeppnina í 32 liða úrslitum og hafði betur gegn 3.deildarliði Kára.

ÍR, sem er í 2.deild, hóf bikarinn í fyrstu umferð. Á leið sinni í 16 liða úrslitin hefur liðið slegið út Lengjudeildarliðin Þrótt Vogum og Grindavík auk þess sem ÍR vann 4.deildarlið Reynis frá Hellissandi 16-0
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og ÍR í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
Hrafn Hallgrímsson
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sveinn Gísli Þorkelsson ('53)
4. Már Viðarsson (f)
4. Jordian G S Farahani
8. Alexander Kostic
9. Bergvin Fannar Helgason
14. Jorgen Pettersen ('80)
18. Trausti Freyr Birgisson ('80)
26. Kormákur Pétur Ágústsson ('53)

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
7. Jón Gísli Ström ('53)
9. Pétur Hrafn Friðriksson ('80)
10. Stefán Þór Pálsson
14. Guðjón Máni Magnússon ('53)
17. Óliver Elís Hlynsson ('80)
22. Axel Kári Vignisson

Liðsstjórn:
Arnar Steinn Einarsson (Þ)
Eyjólfur Héðinsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Magnús Þór Jónsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Alex Bergmann Arnarsson ('42)

Rauð spjöld: