Estadi Nacional
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Veaceslav Banari (Moldóva)
Ég er hálf orðlaus yfir frammistöðu KR à þessum fyrri hálfleik gegn Pogon þvÃlÃkur klassamunur. Algjör andstæða við frammistöðu VÃkings gegn Malmö sem var frábær. Vil sjá Breiðablik vinna lið frá Andorra stærra en 1-0. Eða er ég fullharður þar? #fotboltinet
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 7, 2022
Fyrirgjöf hjá Coloma, virðist hættu lítil en Anton Ari er í vandræðum og þarf að slá boltann áður en hann nær tökum á honum. Coloma menn fórna höndum og vilja meina að boltinn hafi farið yfir línuna en mark ekki dæmt.
Moldóvarnir enn og aftur að slá à gegn à dómgæslunni. GÃsli Eyjólfs fær gamla góða olnbogaskotið beint à andlitið á miðjum vellinum og það er gult.
— Hrannar Már (@hrannaremm) July 7, 2022
Er þetta ekki samlandi snillingsins sem dæmdi hjá Vikes? #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) July 7, 2022
Blikar heppnir þarna! Virgili lék sér af vörn Blika og á svo skotið rétt fyrir utan vítateig en boltinn hafnar í slánni!
Flott byrjunarlið à nýrri Evróputreyju. Staðan 0:1. Þessi treyja er for keeps. pic.twitter.com/cQ6B1UWIoj
— Blikar.is (@blikar_is) July 7, 2022
Imad El Kabbou skyndilega kominn í dauðafæri en Anton Ari pressar vel og ver frá honum!
Hvað á ekkert að spjalda Ãsak fyrir þetta suss!!?? :) #fotboltinet
— Geir Jonsson 💙💛💙💛 (@GeirJonsson) July 7, 2022
Þvílíkt rugl í gangi í varnarleik Santa Coloma! Sending til baka og varnarmaður Santa Coloma ætlar að skýla boltanum svo markvörðurinn gæti tekið hann upp. Varnarmaðurinn ákveður að tækla boltann frá en fer ekki betur en svo að hann fari í Ísak og í netið!
à fyrradag var ég VÃkingur, à dag Bliki og KR-ingur. Komaaa svooo!
— Vanda Sigurgeirsdóttir (@vandasig) July 7, 2022
à öðrum fréttum er það helst að hér à Crewe er fÃnasta veður og liðsandinn à topplagi hjá stelpunum okkar 🇮🇸
Dómari leiksins er Vaecaslav Banari og kemur frá Moldóvu. Hann hefur dæmt 18 leiki í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Þá á hann þrjá leiki í undankeppni EM og einn í undankeppni HM.
Honum til aðstoðar verða landar hans, þeir Andrei Bodean og Anatolie Basiui.
Tæpur klukkutÃmi à leik UE Santa Coloma og Breiðabliks à góða veðrinu à Andorra. Flautað til leiks kl. 15:00! Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 4. Þessi snillingar hefja leik fyrir græan 💚 pic.twitter.com/K6TnokzG2H
— Blikar.is (@blikar_is) July 7, 2022
Klefinn okkar à Andorra orðinn vel merktur og leikfær.
— Blikar.is (@blikar_is) July 7, 2022
Ãfram Blikar🤠pic.twitter.com/Naa8t9L22e
Anton Logi Lúðvíksson er í byrjunarliði Blika og Oliver Sigurjónsson byrjar á bekknum. Anton Logi hefur leikið vel að undanförnu og fær hér stórt tækifæri.
Það er ein breyting á byrjunarliði Breiðabliks frá síðasta deildarleik. Viktor Karl Einarsson kemur inn fyrir Dag Dan Þórhallsson sem fer á bekkinn.
Breiðablik - U.E. Santa Coloma á Estadi Nacional à Andorra la Vella á morgun. Þetta er fyrri leikur liðanna à undankeppni Sambandsdeildar UEFA.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) July 6, 2022
SÃðari leikurinn fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 14.júlÃ!
Leikurinn byrjar kl.15:00 à beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. pic.twitter.com/V1ouOFokes
Svipmyndir af æfingu à Andorra à dag, leikur á morgun 😊⚽ï¸âœ… pic.twitter.com/2ekvQAk3MJ
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) July 6, 2022
Þetta er ekki fyrsta viðureign Santa Coloma og Breiðabliks, liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2013 og þá hafði Breiðablik betur, 0-0 úti og 4-0 sigur Blika á Kópavogsvelli. Ellert Hreinsson gerði tvö, Guðjón Pétur Lýðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu sitt markið hvor.
Árið 2018 mættu Santa Coloma menn aftur hingað til lands, þá á Hlíðarenda þar sem liðið mætti Val í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þeir höfðu sigrað heimaleikinn 1-0 en Valsarar hefndu fyrir það á Hlíðarenda og unnu 3-0.
Lið Breiðabliks sem mætti Santa Coloma árið 2013
Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að það gæti allt gerst þó Blikar séu mögulega betra liðið á pappírunum.
,,Við eigum kannski að vera betra liðið á pappírunum en við sáum það hjá Víkingunum í forkeppni Meistaradeildarinnar að það er alls engin ávísun á að vinna leiki," sagði Óskar.
Kópavogsliðið er talsvert sigurstranglegra í þessu einvígi og með sigri myndi það þá mæta Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kosóvó í 2. umferðinni.