Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Santa Coloma
0
1
Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson '14
07.07.2022  -  15:00
Estadi Nacional
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Veaceslav Banari (Moldóva)
Byrjunarlið:
1. Marc Priego (m)
2. Eric De Pablos
5. Marc Rebés (f)
9. Faysal Chouaib
17. Imad El Kabbou ('64)
18. Virgili ('76)
19. Sergio Mendoza ('76)
20. Fabio Fonseca
23. Camilo Puentes ('85)
31. Joel Paredes ('85)
33. Tiago Portuga

Varamenn:
13. José Teixeira (m)
3. Marcel Sgro ('85)
4. Juande Martinez
6. Albert Reyes ('76)
7. Juan Entrena ('85)
8. Gerard Aloy
10. Goncalo Paulino ('64)
11. Bruno Gavim ('76)

Liðsstjórn:
Juan Velasco Damas (Þ)

Gul spjöld:
Tiago Portuga ('17)
Sergio Mendoza ('45)
Marc Rebés (f) ('57)
Joel Paredes ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hér flautar Banari til leiksloka. 1-0 sigur Breiðabliks staðreynd. Ekki mikið fyrir augað þessi leikur og alls ekki merkilegur síðari hálfleikur hjá Blikum. Þeir fara þó með forystu í síðari leikinn á Kópavogsvelli eftir viku. Hvet alla til að mæta þangað, Blikar hljóta að bjóða uppá markaveislu þar!
94. mín
Coloma fær aukaspyrnu á sínum eigin vítateig. Síðasti séns fyrir þá að jafna metin!
90. mín
Það er ekki búið að gefa upp neinn uppbótartíma. Hann er sennilega bara klassískar þrjár mínútur. Nei fimm mínútum bætt við (Staðfest)
90. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
89. mín
Skyndisókn hjá Blikum. Sowe með sendingu yfir á Jason Daða sem hefði getað komið sér í gott færi en of lengi að athafna sig og missir boltann.
88. mín
Tiago Portuga með fína tilraun vel fyrir utan teig sem Anton Ari ver í horn.
85. mín
Inn:Juan Entrena (Santa Coloma) Út:Joel Paredes (Santa Coloma)
85. mín
Inn:Marcel Sgro (Santa Coloma) Út:Camilo Puentes (Santa Coloma)
82. mín Gult spjald: Joel Paredes (Santa Coloma)
Mótmælti rangstöðu og uppskar gult spjald.
77. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Fær gult spjald fyrir að taka aukaspyrnu í tvígang án þess að fá leyfi frá dómaranum.
76. mín
Inn:Albert Reyes (Santa Coloma) Út:Virgili (Santa Coloma)
76. mín
Inn:Bruno Gavim (Santa Coloma) Út:Sergio Mendoza (Santa Coloma)
75. mín
Ísak reyndi bakfallsspyrnu en hitti ekki boltann.
74. mín
Blikar að sækja í sig veðrið. Fá hér hornspyrnu.
72. mín
Ohh! Blikar fengu aukaspyrnu á vinstri kanntinum. Boltinn fór manna á milli inn í teignum en endaði hjá Ísaki sem kom boltanum í netið en hann var dæmdur rangstæður!
70. mín
Það voru einhverjar stimpingar inná teignum í aðdraganda aukaspyrnunnar og dómarinn fór að ræða við menn. Á meðan færðu Coloma menn boltann framar og dómarinn færði boltann aftur, þá fórnuðu Coloma menn höndum.
69. mín
Eftir eitthvað svaka bíó gátu Santa Coloma loksins tekið aukaspyrnuna. Fyrirgjöfin endaði með skalla beint í fangið á Antoni.
67. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Leikmaður Coloma náði boltanum af Viktori á stórhættulegum stað og Viktor rífur hann niður.
66. mín
Jason og Höskuldur spila vel á milli sín við teig Coloma og Jason á fyrirgjöfina úr þröngri stöðu beint í fangið á Priego.
65. mín
Skalli yfir markið eftir hornspyrnu Coloma
64. mín
Inn:Goncalo Paulino (Santa Coloma) Út:Imad El Kabbou (Santa Coloma)
62. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Nauðsynlegt að hrista upp í þessu!
62. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
59. mín
Fyrsta sinn sem Blikar komast í færi hér í síðari hálfleik en Ísak hittir boltann illa og boltinn fer framhjá.
58. mín
Virgili með skot sem fer af vörn Blika og Anton Ari ekki í vandræðum með að handsama knöttinn.
57. mín Gult spjald: Marc Rebés (f) (Santa Coloma)
56. mín
VÓÓÓ!!

Fyrirgjöf hjá Coloma, virðist hættu lítil en Anton Ari er í vandræðum og þarf að slá boltann áður en hann nær tökum á honum. Coloma menn fórna höndum og vilja meina að boltinn hafi farið yfir línuna en mark ekki dæmt.
54. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Mikil blóðtaka fyrir Blika.
53. mín
Damir virðist ekki geta haldið áfram eftir meiðslin í fyrri hálfleik. Blikar eru að undirbúa skiptingu.
52. mín
Coloma fær hornspyrnu.
51. mín
Blikar í tómum vandræðum hér í upphafi síðari hálfleiks, heppnir að Coloma hafi ekki náð að skapa sér betri færi.
49. mín
Joel Paredes heppinn að sleppa með spjald hér.. Alltof seinn í Anton Ara, straujar hann niður.
47. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Coloma maðurinn tók Neymar á þetta og rúllaði sér yfir hálfan völlinn þegar Viktor tók hann niður.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Blikar fara með 1-0 forystu í hálfleik! Vonandi setja þeir í annan gír í þeim síðari. Coloma menn fengið full mikið af góðum færum fyrir minn smekk!
45. mín Gult spjald: Sergio Mendoza (Santa Coloma)
Hleypur Gísla niður, virðist fara í andlitið á honum, boltinn ekekrt nálægt þessu atviki en dómarinn sá þetta vel, það hefði alveg getað verið annar litur á þessu!
45. mín
Mínúta í uppbótartíma.
45. mín
Aukaspyrnan beint í fangið á Antoni Ara.
43. mín
Damir meiddist eitthvað við þetta og þarf á aðhlynningu að halda, vonandi ekkert alvarlegt! Hann er staðinn á fætur.
42. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Sofandaháttur í varnarleik Blika sem endar á því að Coloma fær aukaspyrnu og gult spjald á Damir.
38. mín
Jason Daði með skallann framhjá!
35. mín
ÖSSSHHH!!

Blikar heppnir þarna! Virgili lék sér af vörn Blika og á svo skotið rétt fyrir utan vítateig en boltinn hafnar í slánni!
34. mín
Höskuldur með stungusendinguna ætlaða Ísaki en hún er aðeins of föst og endar í fanginu á Priego.
33. mín
Blikarnir spila boltanum í rólegheitum á milli sín í öftustu línu, lítið að gerast.
29. mín
Blikar fá hornspyrnu! Coloma menn koma boltanum frá.
26. mín
Blikarnir eru að ná að pressa Priego í marki Coloma vel, neyða hann hér í að sparka boltanum útfyrir.
25. mín
19. mín
FÆRI!

Imad El Kabbou skyndilega kominn í dauðafæri en Anton Ari pressar vel og ver frá honum!
17. mín Gult spjald: Tiago Portuga (Santa Coloma)
Jason Daði nær boltanum af honum á stórhættulegum stað og eina í stöðunni fyrir Tiago að rífa Jason niður.
14. mín
14. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
JÁAÁÁ!! MAAAAARK!!

Þvílíkt rugl í gangi í varnarleik Santa Coloma! Sending til baka og varnarmaður Santa Coloma ætlar að skýla boltanum svo markvörðurinn gæti tekið hann upp. Varnarmaðurinn ákveður að tækla boltann frá en fer ekki betur en svo að hann fari í Ísak og í netið!
13. mín
Skot af löngu færi úr aukaspyrnunni en vel yfir.
12. mín
Santa Coloma er að valda usla með skyndisóknum sínum. Blikarnir í fínu færi en ná ekki skoti að marki, Andorra mennirnir bruna upp í skyndisókn og vinna aukaspyrnu.
9. mín
Fyrsta sóknin. Coloma menn komast í skyndisókn sem endar með skoti að marki en það hægist á boltanum með viðkou í Damir og auðvelt fyrir Anton Ara að handsama knöttinn.
8. mín
Marc Priego í markinu hjá Santa Coloma ansi rólegur á boltanum og Ísak Snær pressar hann vel og nær boltanum en hann rúllar aftur fyrir endamörk.
7. mín
Það er ekki fjölmennt í stúkunni virðist vera en það heyrist vel í einhverjum stuðningsmönnum Breiðabliks sem eru mættir á völlinn!
5. mín
Blikar spila boltanum rólega á milli sín og Coloma menn mæta þeim fast, nokkrar aukaspyrnur hér í upphafi leiks en ekkert færi litið dagsins ljós.
1. mín
Leikur hafinn
Blikarnir starta þessu! KOMA SVO!
Fyrir leik
Útsendingin hafin á Stöð 2 Sport 4. UEFA.com segir að Santa Coloma stilli upp í 4-4-2/4-2-2-2 og Blikar í 4-3-3.
Fyrir leik
Mikið um að vera í íslenska boltanum þessa dagana. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ er stödd á Englandi þar sem EM kvenna fer fram. Hún sendir kveðju á Blika og KRinga sem mæta pólska liðinu Pogon Szczecin síðar í dag.

Fyrir leik
Dómarinn

Dómari leiksins er Vaecaslav Banari og kemur frá Moldóvu. Hann hefur dæmt 18 leiki í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Þá á hann þrjá leiki í undankeppni EM og einn í undankeppni HM.

Honum til aðstoðar verða landar hans, þeir Andrei Bodean og Anatolie Basiui.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðið
Anton Logi Lúðvíksson er í byrjunarliði Blika og Oliver Sigurjónsson byrjar á bekknum. Anton Logi hefur leikið vel að undanförnu og fær hér stórt tækifæri.

Það er ein breyting á byrjunarliði Breiðabliks frá síðasta deildarleik. Viktor Karl Einarsson kemur inn fyrir Dag Dan Þórhallsson sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Hafa mæst áður

Þetta er ekki fyrsta viðureign Santa Coloma og Breiðabliks, liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2013 og þá hafði Breiðablik betur, 0-0 úti og 4-0 sigur Blika á Kópavogsvelli. Ellert Hreinsson gerði tvö, Guðjón Pétur Lýðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu sitt markið hvor.

Árið 2018 mættu Santa Coloma menn aftur hingað til lands, þá á Hlíðarenda þar sem liðið mætti Val í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þeir höfðu sigrað heimaleikinn 1-0 en Valsarar hefndu fyrir það á Hlíðarenda og unnu 3-0.

Lið Breiðabliks sem mætti Santa Coloma árið 2013
Fyrir leik
Blikar talsvert líklegri
Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að það gæti allt gerst þó Blikar séu mögulega betra liðið á pappírunum.

,,Við eigum kannski að vera betra liðið á pappírunum en við sáum það hjá Víkingunum í forkeppni Meistaradeildarinnar að það er alls engin ávísun á að vinna leiki," sagði Óskar.

Kópavogsliðið er talsvert sigurstranglegra í þessu einvígi og með sigri myndi það þá mæta Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kosóvó í 2. umferðinni.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Santa Coloma og Breiðabliks í Forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram í Andorra, heimalandi Santa Coloma en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 4 og þessi textalýsing fer eftir þeirri útsendingu.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic ('54)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('62)
10. Kristinn Steindórsson ('62)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('90)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist ('54)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
15. Adam Örn Arnarson
16. Dagur Dan Þórhallsson ('62)
17. Pétur Theódór Árnason
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Andri Rafn Yeoman ('90)
67. Omar Sowe ('62)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('42)
Viktor Karl Einarsson ('47)
Viktor Örn Margeirsson ('67)
Anton Logi Lúðvíksson ('77)

Rauð spjöld: