Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
9
0
Leiknir R.
Ari Sigurpálsson '15 1-0
Júlíus Magnússon '21 2-0
Erlingur Agnarsson '33 3-0
Logi Tómasson '35 4-0
Ari Sigurpálsson '44 5-0
Helgi Guðjónsson '46 6-0
Birnir Snær Ingason '56 7-0
Pablo Punyed '69 8-0
Danijel Dejan Djuric '75 9-0
07.09.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - 15. umferð
Aðstæður: Toppaðstæður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Pablo Punyed (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('70)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('81)
9. Helgi Guðjónsson ('70)
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('70)
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f) ('70)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('70)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('70)
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
30. Tómas Þórisson ('81)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Einar Ingi flautar til leiksloka. Maður er orðlaus hérna.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Víkinni. Uppbótartími fyrri hálfleiks að lágmarki tvær mínútur.
89. mín
Jakobsen fær boltann út til vinstri og á fyrirgjöf sem Halldór Smári setur í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
84. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Danijel Djuric keyrir af stað í átt að marki Leiknis en Gyrðir tekur hann niður og Gyrðir er komin í leikbann og missir af leiknum gegn Val.
83. mín
Birnir Snær kemur boltanum á Djuric sem klobbar skemmtielga Bjarka sýnist mér en nær ekki skoti á markið.
81. mín
Inn:Loftur Páll Eiríksson (Leiknir R.) Út:Emil Berger (Leiknir R.)
81. mín
Inn:Tómas Þórisson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
78. mín
Tómas Þorisson að gera sig kláran hérna fyrir neðan mig að koma inn á.
75. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Víkingarnir eru ekkert hættir!!

Pablo Punyed vinnur boltann við teigi Leiknis og kemur boltanum á Djuric sem setur boltann örugglega framhjá Viktori Frey.

Uppspilið hjá Leiknismönnum ekki að ganga í kvöld.
71. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu sem er tekinn stutt sem fer í gegnum allt og Erlingur fær boltann og Davíð með pirringsbrot og aukaspyrna dæmd.
70. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
69. mín MARK!
Pablo Punyed (Víkingur R.)
Logi tekur hornspyrnuna sem Leiknismenn skalla beint út á Pablo sem á skot sem endar í markinu.
68. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.)
67. mín
Pablo Punyed fær boltann og keyrir í átt að teignum og nær skoti sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
65. mín
Leiknismenn í bölvuðu brasi aftast.

Oliver Ektroth kemur á ferðinni og lætur vaða en boltinn hátt yfir.
64. mín
Ari Sigurpálsson fær boltann við teiginn og leggur hann til hliðar á Luigi sem á skot sem fer hátt yfir.
56. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Kyle kemur boltanum út á Birni Snæ sem fær boltann út til vinstri og leikur inn á teiginn áður en hann hleður í skot sem endar í nærhorninu.

Ég skal segja ykkur það.
54. mín
Logi Tómass kemur boltanum út á Pablo sem á gullbolta fyrir sem Ósvald Jarl skallar afturfyrir.

Logi Tómas tekur spyrnuna en ekkert veðrur úr henni.
52. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Fyrsta skipting leiksins er Leiknismanna.
51. mín
Jakobsen fær boltann við hliðarlínuna hægra megin og lyftir boltanum yfir Kyle og beint á Dalugge sem sleppur einn í gegn en Ingvar ver.
48. mín
Birnir Snær fær boltann inn á teignum og fellur full auðveldlega í teignum og Einar Ingi dæmir ekkert.
46. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
JAAAAHÉRNA HÉR!!

Viktor Örlygur fær boltann á miðjum vallarhelming Leiknis og finnur Erling Agnarsson út til hægri og Erlingur leggur boltann fyrir á Helga sem potar boltaum í netið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Helgi Guðjónsson á upphafspyrnu síðari hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Algjör einstefna hér á heimavelli hamingjunnar. Víkingar farið á kostum og fara með fimm marka forskot inn í hálfleikinn.

Seinni eftir 15.mínútur.
44. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
FIMMTA MARKIÐ ER KOMIÐ!

Erlingur Agnarsson fær boltann og keyrir í átt að marki og fær félaga sinn Ara Sigurpálsson í hlaup inn á teiginn sem Erlingur sér og leggur boltann inn á Ara sem klárar færið sitt vel í fjærhornið.
42. mín
Ari Sigurpálsson kemur sér í skotfæri en Viktor Freyr ver nokkuð þægilega.
37. mín
Þetta gæti orðið ljótt fyrir Leiknismenn en Víkingarnir virðast ekkert vera að slaka á hérna.
35. mín MARK!
Logi Tómasson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kyle McLagan
GAME OVER EFTIR 35 MÍNÚTUR.

Kyle chippar boltanum út til vinstri á Luigi sem tekur boltann með sér inn á völlinn og klárar svo með hægri fæti framhjá Viktori Frey.
33. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Víkingar að ganga frá þessu hérna!!

Pablo Punyed fær boltann vinstramegin og tekur hann með sér og á svo frábæra sendingu meðfram grasinu inn á teiginn á Erling Agnarsson sem tók gott hlaup inn á teiginn og afgreiðslan frábær!

Frábær undirbúningur og frábært slútt.
30. mín
Víkingar fá hornspyrnu sem Logi tekur inn á teiginn en Leiknismenn hreinsa boltann í burtu.
29. mín
ZEAN DALUGGE Í FÆRI!!

Jakobsen fær boltann við endarmörkin og leggur boltann út á Dalugge sem nær ekki að setja boltann í netið.
23. mín
HVAÐ ER INGVAR AÐ GERA??

Ingvar með lélega sendingu beint á Jakobsen sem fær boltann og leggur hann út á Zean sem setur boltann yfir.

Víkingar heppnir þarna.
21. mín MARK!
Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
MAAAAAAAAAARK!!!

Logi Tómasson með frábæra hornspyrnu beint á hausinn á Júlla sem stýrir boltanum í fjær hornið en ég verð að setja smá spurningamerki á varnarleik Leiknis þarna en enginn fylgi Júlla inn á teignum.

2-0
20. mín
BIRNIR SNÆR!!

Fær boltann og keyrir inn að marki og á gott skot frá D-boganum sem Viktor Freyr ver vel í horn.
15. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
HVAÐ GERIST HÉR??

Leiknismenn eru að halda boltanum við sinn eigin vítateig og tapa honum og boltinn berst á Birni Snæ sem kemur með boltann inn á teiginn á Helga sem hælar boltann til hliðar á Ara Sigurpáls sem leikur á Viktor Frey og setur hann yfirvegað í autt markið.

Klaufalegt hjá Leiknismönnum.
14. mín
Logi Tómas færa boltann út til vinstri og Adam brýtur á honum og aukaspyrna dæmd.

Logi tekur hana sjálfur inn á teiginn og þar er Helgi sem nær skoti en hittir boltann ílla.
12. mín
Hér gerist skondið atvik Einar Ingi fellir Daða Bærings á miðjum velli.

Gaman að þessu.
10. mín
VÁÁÁÁÁ

Emil Berger með frábæra hornspyrnu beint á pönnuna á Gyrði sem nær góðum skalla en boltinn rétt framhjá.

dauðafærii.
10. mín
Róbert Hauksson fær boltann vinstra megin inn á teig Víkings en á skot sem fer af Kyle og afturfyrir.
5. mín
Víkingar eins og við mátti búast stjórna leiknum hérna fyrstu fimm og halda boltanum ágætlega en ná ekki að skapa sér neitt.
2. mín
Gestirnir vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Einar Ingi Jóhannsson flautar til leiks. Það eru gestirnir úr Breiðholtinu sem sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Bestu deildar stefið er komið á og Einar Ingi Jóhannsson leiðir liðin inná, styttist í upphafsflautið hér í Víkinni.
Fyrir leik
Það var að berast bréf!

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals og Friðgeir Bergsteinsson,liðstjóri KR eru mættir saman í stúkuna og eru í eins úlpum í þokkabót.

Gaman að því en Óli Jó og hans menn fara upp í Breiðholt á sunnudaginn næstkomandi og mæta Leiknismönnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðanna.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍBV á sunnudaginn. Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson sem voru í leikbanni koma beint inn í liðið. Þá kemur Helgi Guðjónsson einnig inn í liðið. Halldór Smári Sigurðsson, Danijel Dejan Djuric og Arnór Borg Guðjohnsen fá sér sæti á bekknum. Athygli vekur að Logi Tómasson er í byrjunarlliði Víkinga í kvöld en hann fékk rosalegan heilahristing gegn ÍBV.

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir einnig þrjár breytingar á liði sínu. Adam Örn Arnarsson, Róbert Quental Árnason og Mikkel Jakobsen koma allir inn í liðið. Brynjar Hlöðversson, Róbert Hauksson og Hjalti Sigurðarson eru allir meiddir og því ekki í leikmannahópi Leiknis í kvöld. Athygli vekur að tveir leikmenn fæddir 2008 eru í hóp hjá Leikni í kvöld en það eru þeir Karan Gurung og Egill Ingi Benediktsson.
Fyrir leik


Einar Ingi Jóhannsson fær það verkefni að flauta leikinn hér í kvöld. Eðvarð Eðvarðsson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða honum til aðstoðar. Fjórði dómari verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Skúli Freyr Brynjólfsson.
Fyrir leik
Víkingar fá inn Pablo Punyed og Erling Agnarsson

Víkingar voru án Pablo Punyed og Erlings Agnarssonar á móti ÍBV á sunnudaginn síðasta en þeir ættu að vera báðir klárir í kvöld. Logi Tómasson sem fór meiddur útaf gegn ÍBV eftir svakalegt samstuð við Jón Kristinn Elíasson en Logi ætlar að reyna að ná leiknum hér í kvöld en Logi segist vera glaður með að vera í lífi eftir þetta samstuð.
Fyrir leik
Bæði lið þurfa stigin þrjú!

Það er óhætt að segja að bæði lið sætta sig ekki við neitt annað en þrjú stig hér í kvöld. Víkingar sitja fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 36.stig ogmeð sigra getur liðið saxað forskot Blika niður í níu stig. Gestirnir úr Breiðholtinu eru í harðri fallbaráttu en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með 14.stig og er liðið tveimur stigum frá öruggu sæti.Frá leik liðanna fyrr í sumar sem fór fram í Breiðholti í leik sem endaði 0-0.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið velkomin með okkur á Víkingsvöll. Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings og Leiknis en um er að ræða frestaðan leik sem átti að fara fram fyrr í sumar en vegna þáttöku Víkings í Evrópu þurfti að leika þennan leik í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Adam Örn Arnarson
10. Kristófer Konráðsson ('68)
15. Birgir Baldvinsson ('52)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger ('81)
28. Zean Dalügge
45. Róbert Quental Árnason
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
3. Ósvald Jarl Traustason ('52)
19. Egill Ingi Benediktsson
23. Dagur Austmann
24. Loftur Páll Eiríksson ('81)
30. Davíð Júlían Jónsson ('68)
80. Karan Gurung

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('84)

Rauð spjöld: