Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 07. september 2022 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi ætlar að reyna ná leiknum í kvöld - „Er bara glaður að ég sé á lífi"
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi fékk höfuðhögg gegn Breiðabliki.
Logi fékk höfuðhögg gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, leikmaður Víkings, lenti í harkalegu samstuði við Jón Kristinn Elíasson, markvörð ÍBV, í liðanna á sunnudag. Logi fór meiddur af velli og Jón Kristinn fór af velli með rautt spjald. Jón Kristinn fór í úthlaup á móti Loga og fór Jón harkalega í Loga. Atvikið má sjá í spilarnum hér neðst í fréttinni.

Logi, sem fékk heilahristing á dögunum, fékk sem betur fer ekki högg á höfuðið. Hann fékk högg á lungun, fékk hné Jóns Kristins í þindina og rifbeinin og segir í samtali við Vísi að hann hafi misst andann í „ í svona 20 sekúndur.".

„Þess vegna var ég að biðja um hjálp vegna þess að ég gat ekki andað. Þetta var bara óþægileg tilfinning," sagði Logi.

Logi segist hafa vankast aðeins þar sem þetta var mikið högg og fengið þoku fyrir augun. „Það var ástæðan fyrir því að ég fór út af. En það lagaðist þegar ég sat á bekknum og ég varð miklu betri strax eftir það."

„Ég er bara glaður að ég sé á lífi í dag. Ef hann hefði farið í hálsinn eða hausinn á mér þá hefði ég annað hvort getað hálsbrotnað eða dottið alveg út."


Logi lýsir sinni upplifun af atvikinu nánar í viðtali við Vísi sem birt var í morgun. Í viðtalinu segist hann ætla reyna ná leiknum gegn Leikni í Bestu deildinni sem fram fer í kvöld. Hann ræðir þar einnig um baráttuna við Breiðablik um toppsæti deildarinnar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner