Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
0
ÍBV
Jason Daði Svanþórsson '47 1-0
Dagur Dan Þórhallsson '65 2-0
Jason Daði Svanþórsson '68 3-0
17.09.2022  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - 22. umferð
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 886
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic ('83)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('71)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('83)
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
35. Torfi Geir Halldórsson (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason ('83)
7. Viktor Andri Pétursson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('71)
27. Viktor Elmar Gautason ('83)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar til leiksloka.

Breiðablik setti í fluggír hérna í síðari hálfleik og vinna verðskuldaðan 3-0 sigur. Framundan er tvískipting á Bestu deildinni!

Takk fyrir mig í dag.
92. mín
Arnar Breki fær boltann og kemur boltanum á Sito sem vinnur hornspyrnu.
91. mín
Viktor Elmar aftur!!

Fær boltann út til hægri og keyrir inn á völlinn og nær skoti en boltinn framhjá.
90. mín
Viktor Elmar fær boltann og fer skemmtilega framhjá Sigurði en nær ekki að koma boltanum framhjá Guðjóni.

Þrjár mínútur í uppbótartíma.
87. mín
886 áhorfendur á Kópavogsvelli í dag.
83. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
80. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
80. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
77. mín
Viktor Karl sleppur í gegn og Guðjón Orri kemur út á móti og Viktor virðist fara í Guðjón Orra og Viktor Karl dæmdur brotlegur.
71. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
68. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
ÞRIÐJA MARKIÐ ER KOMIÐ!

Dagur Dan með geggjaðan bolta inn fyrir vörn Eyjamanna á Jason Daða sem fer leikur boltanum framhjá Guðjóni Orra og setur boltann í autt netið.
65. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
BLIKAR AÐ BÆTA VIÐ!!!

Oliver lyftir boltanum upp á Dag Dan sem tekur hann vel niður og tekur boltann með sér inn á völlinn og smyr boltann í fjærhornið.

Snyrtilegt mark hjá Degi Dan!
64. mín
Telmo í færi!!!!

Byrjar allt á frábærum krafti hjá Arnari Breka sem keyrði upp vinstri vænginn og boltinn berst á Telmo sem nær skoti sem Anton Ari ver vel.
61. mín
ATLI HRAFN!!

Fær boltann fyrir utan teig og nær góðu skoti en boltinn rétt framhjá.
59. mín
Eyjamenn í einhverju brasi aftast og tapa boltanum. Höskuldur fær boltann og finnur Dag Dan sem nær ekki góðu skoti og boltinn framhjá.
58. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Kundai Benyu (ÍBV)
56. mín
Sigurður Arnar með mistök aftast og Jason Daða kemst inn í sendinguna og keyrir af stað og leggur boltann á Viktor sem finnur aftur Jason og skot hans af varnarmanni og afturfyrir.
56. mín
Oliver með góða aukaspyrnu beint á hausinn á Damir sem skallar boltann rétt framhjá.
55. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
52. mín
Oliver tekur aukaspyrnuna og Guðjðón Orra ver vel í hornspyrnu.
51. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Guðjón Ernir var aðeins of seinn í Andra og er færður til bókar
51. mín
Andri Rafn og Guðjón Ernir lenda saman og liggja báðir eftir á vellinum.
47. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Andri Rafn keyrir upp vænginn og rennir boltanum fyrir á Jason sem var aleinn og klárar vel framhjá Guðjóni Orra
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hainn farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Staðan markalaus í hálfleik.

Tökum okkur pásu og komum með síðari hálfleikinn eftir fimmtán mínútur.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma hér á Kópavogsvelli.
44. mín
Andri Rafn fær boltann og keyrir upp vænginn og finnur Kidda Steinsdórs sem keyrir í átt að marki ÍBV og vinnur hornspyrnu.
42. mín
Jason Daði fær boltann út til hægri og leikur inn á völlinn og fer í hálfgert battaspil við Dag Dan og fær boltann inn á teiginn einn á móti Guðjóni Orra sem lokar vel á Jason.
38. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli Eyjólfs og Alex Freyr fara í hálfgerða glímu og Gísli fær gult.
35. mín
Höskuldur Gunnlaugsson fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn yfir markið.
30. mín
FYRSTA ALVÖRU FÆRI LEIKSINS!!

Höskuldur með fyrirgjöf frá hægri inn á hættusvæðið og Eyjamenn í smá brasi með að koma boltanum í burtu og boltinn berst á Gísla Eyjólfs sem setur boltann yfir markið.

Daauðafæriii.
21. mín
Oliver fær boltann skoppandi til sín og lætur vaða af 30 metrunum en boltinn framhjá.
19. mín
Get ekki sagt að það sé mikið að frétta hérna í Kópavoginum. Blikar halda þó boltanum betur og stjórna umferðinni.
13. mín
Eyjamenn lyfta boltanum inn á teig Blika og Damir og Andri Rúnar í baráttu og á endanum er Andri dæmdur brotlegur.

Byrjar rólega hér í Kópavoginum.
9. mín
Jason Daði með gott hlaup upp hægri vænginn og vinnur hornspyrnu.

Viktor tekur spyrnuna en gestirnir hreinsa boltann í burtu.
5. mín
Dagur Dan tekur hornspyrnu frá hægri beint á pönnuna á Damir sem nær ekki að stýra boltanum í netið.
2. mín
Höskuldur Gunnlaugsson brýtur á Arnari Breka og Eyjamenn fá aukaspyrnu á fínum stað.

Andri Rúnar tekur spyrnuna og boltinn hátt yfir.
1. mín
Anton Ari í brasi og setur boltann bara afturfyrir í hornspyrnu.

Þetta var spes.
1. mín
Leikur hafinn
Ívar Orri flautar og það eru gestirnir úr ÍBV sem hefja leik.
Fyrir leik
Besta deildar stefið er komið á og Ívar Orri leiðir liðin inn á völlinn.

Elfar Freyr og Damir Muminovic eru heiðrarðir en þeir hafa leikið 300.leiki fyrir Breiðablik. Til hamingju með þennan áfanga drengir.



300 LEIKIR.
Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið hérna í Kópavoginum. Það er vel mætt hérna á Kópavogsvöll í dag og á ég ekki von á neinu öðru en flottum og skemmtilegum fótboltaleik hér í dag.
Fyrir leik
Heil umferð fer fram í Bestu deildinni í dag og við erum með menn á öllum völlum. Fótboltaveisla framundan í dag.

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir
Fyrir leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn KA í síðustu umferð. Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann í dag og Oliver Sigurjónsson kemur inn í liðið í hans stað.

Hermann Hreiðarsson gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð. Kundai Benyu kemur inn í liðið í staðin fyrir Halldór Jón Þórðarson sem er utan hóps hjá ÍBV í dag.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Spámaðurinn

Málarinn geðþekki Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af sérfræðingum Dr. Football, er spáir í leiki umferðinnar. Um leikinn á Kópavogsvelli segir hann.

Breiðablik 3 - 1 ÍBV
Blikar hafa svarað töpum eða jafnteflum vel hingað til og mæta alveg vel peppaðir í leikinn, 3-1 þar sem minn nýi uppáhalds leikmaður, Dagur Dan verður með sýningu.


Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Tríóið

Ívar Orri Kristjánsson flautar leikinn á Kópavogsvelli í dag. Ef tölfræði sem hægt er að finna um hans störf í Bestu deildinni í sumar er þetta þrettándi leikur hans í deildinni í sumar. Hann hefur lyft gula spjaldinu alls 69 sinnum, hið rauða hefur farið 5 sinnum á loft og 3 vítaspyrnur hefur hann dæmt. (engin ábyrgð tekin á sannleiksgildi þessarar tölfræði má vel vera að hún sé algjört fret)

Ívari til aðstoðar í dag eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson.


Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Breiðablik

Breiðablik fer inn í skiptinguna á toppnum og á þar með í vændum í efri riðlinum heimaleiki gegn liðunum sem verða númer 6,5 og 2 í deildinni.

Þar sem bæði Víkingar og KA eiga erfiða leiki fyrir höndum í dag gætu Blikar aftur bætt í forskot sitt á toppnum tapi liðin sem elta stigum en munurinn gæti mest farið í 9 stig fari allt að óskum Blika.

Tölfræðin segir okkur að yfirgnæfandi líkur eru á sigri Breiðabliks á Kópavogsvelli í dag en þegar horft er á árángur liðsins í deildinni á heimavelli en tölfræði þeirra glæsileg. 9 sigrar og 1 jafntefli í 10 leikjum, 28 stig af 30 mögulegum og aðeins jafntefli gegn Víkingum kemur í veg fyrir fullkomin árángur á heimavelli.


Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
ÍBV

Gestirnir mæta til leiks í 9.sæti deildarinnar og munu leika í neðri riðlinum eftir skiptingu. Talsvert er undir fyrir þá í leiks dagsins en sætaröð skiptir máli í leikjaniðurröðun og upp á hvort lið fái tvo eða þrjá heimaleiki í riðlinum.

Þar sem ÍBV situr nú í 9.sæti fengju þeir þrjá heimaleiki gegn liðunum í 11.sæti, 7.sæti og því 10. Sigur væri því mikilvægur fyrir ÍBV því tapi þeir í dag og FH nær í stig gegn Stjörnunni missa þeir FH uppfyrir sig á markatölu og leika aðeins tvo heimaleiki sem liðið í 10.sæti eða gegn liðunum í 12.sæti og 7.sæti.

Gengi ÍBV hefur verið þokkalegt að undanförnu en liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu 5 leikjum sínum, unnið tvo og gert tvö jafntefli. Verkefni dagsins er þó af stærri kantinum topplið Breiðabliks bíður.


Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Breiðabliks og ÍBV í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildarinnar.
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Arnar Breki Gunnarsson
Andri Rúnar Bjarnason ('80)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
6. Kundai Benyu ('58)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira ('80)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason
9. Sito ('80)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson ('80)
22. Atli Hrafn Andrason ('58)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Magnús Sigurðsson
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('51)
Sigurður Arnar Magnússon ('55)

Rauð spjöld: