Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Valur
0
1
KA
0-1 Jakob Snær Árnason '75
Patrick Pedersen '88
17.09.2022  -  14:00
Origo völlurinn
Besta-deild karla - 22. umferð
Aðstæður: Gott veður, rúmlega tíu gráðu hiti og sólskin.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Jakob Snær Árnason
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
18. Lasse Petry

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson ('77)
8. Arnór Smárason
21. Sverrir Þór Kristinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
26. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Lasse Petry ('66)
Birkir Már Sævarsson ('67)

Rauð spjöld:
Patrick Pedersen ('88)
Leik lokið!
KA vinnur Val!
94. mín
Langt innkast Valur.
93. mín
Ekkert kom upp úr þessu.
93. mín
Valur fær tækifæri hérna!

Aukaspyrna nálægt vítateig KA. Frederik fer inn í.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
91. mín
Þorri Mar með skottilraun sem Frederik gerir vel í að verja. KA á horn.
88. mín Rautt spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Brýtur á Bjarna, er ósáttur við Pétur og hreytir einhverju í hann með ógnandi tilburðum.

Pétur lyftir upp rauðu spjaldi.

Patrick missti algjörlega hausinn þarna.
86. mín
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
85. mín
Hólmar Örn bjargar!
KA kemst í flotta stöðu, Hallgrímur sendir út til hægri á Daníel sem reynir að finna Ásgeir inn á teignum, gerir það og Ásgeir á tilraun en Hólmar Örn rennir sér fyrir og boltinn fer aftur fyrir.
79. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
Markaskorarinn fær standandi lófatak frá stuðningsmönnum KA.
77. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur ræðir aðeins við Pétur áður en hann fer af velli.

Heiðar fer út á hægri kantinn og Birkir Heimis á miðjuna.
75. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Flaggið á loft en Pétur dæmir markið gilt!
Fyrirgjöf frá vinstri, frá Hallgrími sem Sebastian skallar áfram og Jakob kemur boltanum í markið. Aðstoðardómari 2 lyftir flagginu en Pétur bendir í átt að miðju.

Eftir stuttan fund milli Péturs og AD2 er markið dæmt gott og gilt.

Valsmenn alls ekki sáttir!

KA leiðir!
73. mín
Aron Jó nær að vinna boltann eftir pressu á Jajalo en Valsmenn koma ekki skoti á markið.
72. mín
Jajalo er staðinn upp og teygir aðeins á hægri fæti. Leikurinn fer aftur af stað.
71. mín
Jajalo situr í marki KA og þarf aðhlynningu. Steinþór Már joggar í átt að bekk KA. Er hann að koma inn á?
70. mín
Smá hætta inn á vítateig KA en Ívar Örn nær að hreinsa í innkast áður en sóknarmenn Vals komast í skotstöðu.
69. mín
Bogaert fær boltann í andlitið og þarf aðhlynningu. Er kominn inn á aftur.
67. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Brutu báðir af sér í sömu sókn, hann og Lasse.

KA á hornspyrnu.
66. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Náði ekki að stöðva leikmann KA og sókn gestanna hélt áfram eftir hagnað.
64. mín
Bjarni með skot af vítateigslínu en skotið fer framhjá. Fín sókn frá KA og Bjarni fær boltann eftir fyrirgjöf frá vinstri.
62. mín
Haukur Páll!

Gestirnir gera vel að vinna boltann inn á miðsvæðinu, Haukur Páll missir boltann og þarf að keyra til baka.

Jakob er með boltann við vítateig Vals, finnur Hallgrím sem er í frábæru færi en Haukur Páll nær að tækla fyrir Hallgrím og koma í veg fyrir skot í dauðafæri.

KA menn vilja fá víti en ekkert er dæmt.
61. mín
Jakob gerir vel inn á vítateig Vals og vinnur hornspyrnu. Hólmar Örn ósáttur við eitthvað, vildi kannski fá brot á Jakob.

Frederik grípur spyrnuna frá Hallgrími.
60. mín
Frederik!

Jakob með fyrirgjöf vinstra megin úr teignum, Hrannar kemst í boltann inn á markteig en Frederik er vel á verði og kemur í veg fyrir mark.
58. mín
Hallgrímur Mar reynir að klippa boltann í netið en nær ekki að stýra boltanum á markið. Skemmtileg tilþrif!
57. mín
Dauðafæri hjá Val!!

Patrick sleppur í gegn inn á vítateig KA. Sendir á Birki Heimis sem er í góðri stöðu en hann nær ekki að skora, boltinn fer svo út á Aron sem reynir að leggja boltann í netið en mér sýndist Dusan bjarga. Svo á Patrick skot úr þröngri stöðu sem Jajalo ver í horn!

Ótrúlegt eiginlega að þarna hafi ekki komið mark.

Ekkert kom úr horninu.
53. mín
Hallgrímur Mar fellur eftir viðskipti við Rasmus. Hallgrímur vill fá víti eins og aðrir KA menn. Pétur dæmir ekkert og Frederik tekur markspyrnu. Erfitt að meta þetta.
50. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Kemur seint inn í Lasse Petry.
49. mín
KA fær horn.

Frederik í smá brasi með þessa spyrnu frá Hallgrími en þetta blessast allt hjá Val.
47. mín
Valur fær fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiks.

KA varðist spyrnu Birkis Heimissonar vel.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Ásgeir tekur við fyrirliðabandinu.
45. mín
Hálfleikur
Ásgeir Sigurgeirsson er að gera sig kláran að koma inn á.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Örn flikkar boltann áfram á Elfar en boltinn er fyrir aftan Elfar inn á teignum og sóknin rennur út í sandinn.

Í kjölfarið flautar Pétur til hálfleiks.
45. mín
45+1

Hallgrímur Mar með skot úr teignum eftir hraða sókn hjá KA. Frederik ver í horn.

Tveimur mínútum bætt við. KA fær annað horn.
44. mín
Hallgrímur Mar í fínni stöðu við teig Vals en ekkert verður úr þessari stöðu.
43. mín
Aron Jó!

Flott sókn hjá Val, Rasmus með fyrirgjöf sem Aron skallar að marki og Jajalo ver boltann yfir mark KA.

Valur á horn - heimamenn aðeins að vakna aftur.

Valur fær annað horn. Ekkert kemur upp úr því.
40. mín
Birkir Heimisson reynir skot fyrir utan teig KA en það fer vel framhjá.
39. mín
Rasmus með lausa fyrirgjöf sem Jajalo grípur í annarri tilraun. Jajalo þrumar fram og ekkert verður úr því.

Arnar Grétarsson ekki sáttur við Jaja.
35. mín
Van Den Bogaert!
Flott sókn hjá KA og boltinn endar fyrir framan hægri fótinn á Bryan inn á teignum. Hann reynir skot en Frederik nær að verja.

KA fær horn, ekkert kom upp úr því.
34. mín
Daníel Hafsteins með skot framhjá marki Vals.
32. mín
Sigurður Egill!

Valsmenn gera vel, Birkir Már fær boltann úti hægra megin eftir skiptingu frá Sebastian, á fyrirgjöf sem skölluð er fyrir fæturna á Sigurði Agli.

Siggi reynir skot en það fer framhjá nærstönginni. Þetta var færi!
31. mín
Haukur og Daníel lendir aðeins saman, sýndist Daníel vera á spretti og Haukur hreyfði höndina eitthvað og fór í Daníel. Algjört óviljaverk og leikurinn heldur áfram eftir örstutt stopp.
29. mín
Elfar reynir fyrirgjöf úr djúpinu en Frederik stígur vel upp og grípur inn í.
28. mín
KA hefur verið með öll völd síðustu mínútur.
23. mín
Daníel finnur Jakob inn á teignum, Jakob reyndi skot en hitti ekki boltann og Sebastian komst í boltann.

Strax í kjölfarið átti Bryan fyrirgjöf sem Hrannar kemst í og skallar rétt yfir mark Vals.
22. mín
Daníel með fyrirgjöf sem Rasmus skallar í burtu.

Hrannar reynir svo að lyfta boltanum inn á teiginn en þar var enginn samherji.
19. mín
Haukur og Bryan fá báðir tiltal eftir brot.

KA var í laglegri sókn í millitíðinni en Elfar náði ekki að koma skoti á markið.
17. mín
KA fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.

Rasmus skallar spyrnu Hallgríms í burtu.
15. mín
Sebastian og Jakob lenda saman og það er Sebastian sem fer verr úr þessu. Pétur þarf að stöðva leikinn á meðan Sebastian jafnar sig.
12. mín
Hrannar með fyrirgjöf sem Birkir Már nær að skalla út fyrir teig.
10. mín
Sigurður Egill fór yfir hægra megin til að taka langt innkast. KA menn verjast því vel.
9. mín
Sókn Vals hélt áfram, fín fyrirgjöf inn á teiginn sem Valsmenn náðu ekki að nýta.
8. mín
Valur í góðri skyndisókn, Birkir Már fær boltann úti hægra megin á miklum spretti. Reynir að gefa boltann fyrir, fyrirgjöfin er léleg og Dusan kemur boltanum til baka og Jajalo slær hann aftur fyrir.

Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
5. mín
Birkir Már í færi!

Birkir Már á sprettinum upp vinstri vænginn, kemur sér inn á teiginn og reynir skot en það fer framhjá marki KA.
4. mín
Uppstilling KA:
Kristijan
Þorri - Dusan - Ívar - Bryan
Bjarni - Daníel
Hrannar - Jakob - Hallgrímur
Elfar
3. mín
Jajalo!!!

Birkir Heimisson í dauðafæri eftir mistök hjá KA. Patrick fann Birki inn á teignum en Jajalo sá við honum!
2. mín
Birkir Heimis með fyrirgjöf/skot úr þröngri stöðu og Kristijan ver boltann aftur fyrir.

Valur fær horn sem KA nær að hreinsa í burtu.
2. mín
Uppstilling Vals:
Frederik
Birkir M - Hólmar - Sebatian - Rasmus
Birkir H - Haukur - Lasse - Sigurður
Aron - Patrick
1. mín
Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Hrannar byrjar á kantinum hjá KA.

Fjögurra manna vörn hjá Val. Sebastian í miðverði með Hólmari og Rasmus í vinstri bakverði. Sigurður Egill er á vinstri kanti.
Fyrir leik
Líklegar uppstillingar liðanna:
Valur ef tígull: Tígull eða þriggja manna hafsentakerfi?

Frederik
Birkir M - Hólmar - Rasmus - Sigurður
Sebastian
Lasse - Haukur
Birkir H
Aron - Patrick

Sebastian gæti farið í miðvörð og Valur farið í leikkerfið 3-5-2. Það ætti að skýrast í upphafi leiks.

KA: Líklega 4-2-3-1
Kristijan
Hrannar - Dusan - Ívar - Bryan
Daníel - Bjarni
Jakob - Hallgrímur - Þorri
Elfar
Fyrir leik
Aðstoðarþjálfarinn á meðal varamanna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, er á meðal varamanna í dag. Haddi hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum og tveimur bikarleikjum í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin: Þrjár breytingar á báðum liðum
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Leikni. Þeir Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson snúa aftur eftir leikbann og þá kemur Rasmus Christiansen inn í liðið. Ágúst Eðvald Hlynsson tekur út leikbann og þeir Jesper Juelsgård og Heiðar Ægisson taka sér sæti á bekknum.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn Breiðabliki. Þeir Bjarni Aðalsteinsson, Bryan Van Den Bogaert og Elfar Árni Aðalsteinsson koma inn í liðið fyrir þá Rodrigo, Andra Fannar Stefánsson og Svein Margeir Hauksson. Sveinn Margeir tekur út leikbann en Rodri og Andri eru ekki í leikmannahópi KA.

Andri fór meiddur af velli gegn Blikum.
Fyrir leik
Keli spáir jafntefli og rugluðu marki
Hrafnkell Freyr Ágústsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net. Svona spáir hann leiknum.

Valur 1 - 1 KA
Það er stór misskilningur að það sé slæmur mórall í Val, það er illa gaman þarna og menn eru að fleygja í brandara hægri vinstri í klefanum. KA menn með gott sjálfstraust eftir sigur á Blikum en þetta fer 1-1. Hallgrímur og Sigurður Egill af 50 metrunum í vinkilinn.
Fyrir leik
Dómari leiksins:
Pétur Guðmundsson er með flautuna á Origo vellinum í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ og Gunnar Freyr Róbertsson er fjórði dómari.
Fyrir leik
Arnar Grétars mætir liðinu sem hann er orðaður við
Taldar eru litlar líkur á því að Ólafur Jóhannesson verði áfram með Val eftir tímabilið og Heimir Hallgrímsson er ekki lengur möguleiki fyrir Val. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hefur verið sterklega orðaður við starfið á Hlíðarenda og viðurkennir sjálfur að hugur sinn leiti suður.
Fyrir leik
Sveinn Margeir og Ágúst Eðvald í banni
Tveir leikmenn taka út leikbann í dag vegna fjölda uppsafnaðra áminninga. Það eru þeir Sveinn Margeir Hauksson hjá KA og Ágúst Eðvald Hlynsson. Þeir Aron Jóhannsson, Sebastian Hedlund og Haukur Páll Sigurðsson snúa til baka úr banni hjá Val.

Sveinn Margeir
Fyrir leik
Gengi liðanna í síðustu leikjum
Heimamenn hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum og tapað tveimur í röð. KA tapaði gegn Víkingi undir lok ágústmánaðar og í kjölfarið náði liðið í stig í Úlfarsárdal með magnaðri endurkomu. Í síðasta leik vann liðið svo öflugan 2-1 heimasigur á toppliði Breiðabliks.
Fyrir leik
Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Valur þarf að vinna til að halda í einhverja von um Evrópusæti. KA er átta stigum á undan Val og Víkingur er svo tveimur stigum þar fyrir ofan í Evrópusæti. KA vill sigur til að bæta í það forskot og setja pressu á Víking í baráttunni um 2. sætið.

Sambandsdeildarbikarinn
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hlíðarenda en hér á Origo vellinum fer fram leikur Vals og KA í lokaumferð Bestu deildarinnar áður en til tvískiptingar kemur.

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('46)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason ('79)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('46)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('79)
28. Gaber Dobrovoljc
44. Valdimar Logi Sævarsson
90. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('50)

Rauð spjöld: