Lusail leikvangurinn
þriðjudagur 13. desember 2022  kl. 19:00
Undanúrslit HM
Dómari: Daniele Orsato (Ítalía)
Argentína 3 - 0 Króatía
1-0 Lionel Messi (f) ('34, víti)
2-0 Julian Alvarez ('39)
3-0 Julian Alvarez ('69)
Myndir: Getty Images
Byrjunarlið:
23. Emiliano Martínez (m)
3. Nicolás Tagliafico
5. Leandro Paredes ('62)
7. Rodrigo De Paul ('75)
9. Julian Alvarez ('75)
10. Lionel Messi (f)
13. Cristian Romero
19. Nicolas Otamendi
20. Alexis Mac Allister ('86)
24. Enzo Fernández
26. Nahuel Molina ('86)

Varamenn:
1. Franco Armani (m)
12. Gerónimo Rulli (m)
2. Juan Foyth ('86)
4. Gonzalo Montiel
6. Germán Pezzella
11. Angel Di Maria
14. Exequiel Palacios ('75)
15. Ángel Correa ('86)
17. Papu Gómez
18. Guido Rodríguez
21. Paulo Dybala ('75)
22. Lautaro Martínez
25. Lisandro Martínez ('62)

Liðstjórn:
Lionel Scaloni (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
90. mín Leik lokið!
Frábær dómari leiksins Daniele Orsato flautar af! Messi leikur til úrslita á sunnudaginn.

Heyrumst annað kvöld þegar hinn undanúrslitaleikurinn fer fram!
Eyða Breyta
90. mín


Það er partí í Argentínu, þessi mynd var að berast frá fyrrum heimili Diego Maradona í úthverfi Buenos Aires.
Eyða Breyta
90. mín
Hinn undanúrslitaleikurinn verður 19 annað kvöld, þá ræðst það hvort Frakkland eða Marokkó verður andstæðingur Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudag. Króatar eru að fara að spila um bronsið á laugardaginn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími, það eru fimm mínútur í uppbótartíma.Þessir tveir verið gjörsamlega geggjaðir í kvöld en það verður líka að hrósa liðsheild og varnarleik argentínska liðsins.
Eyða Breyta
90. mín
Varamaðurinn Majer freistar gæfunnar, tekur skot fyrir utan teig en Emi Martínez vandanum vaxinn.
Eyða Breyta
86. mín Ángel Correa (Argentína) Nahuel Molina (Argentína)

Eyða Breyta
86. mín Juan Foyth (Argentína) Alexis Mac Allister (Argentína)

Eyða Breyta
85. mín
Magnaður Messi leiðir baráttuna um gullskóinn

Argentína hefur skorað tólf mörk í mótinu. Lionel Messi hefur skorað fimm af þeim og lagt upp fjögur. Hann leiðir núna baráttuna um gullskóinn.
Eyða Breyta
83. mín
Formaður Kennanarasambandsins ekki hrifinn af leikstíl Króatíu

Eyða Breyta
83. mín


Eyða Breyta
81. mín Lovro Majer (Króatía) Luka Modric (f) (Króatía)
Luka Modric fer af velli
Luka Modric her væntanlega að leika á sínu síðasta HM, 37 ára gamall þessi hágæða leikmaður. Maður stendur upp og klappar.

Framundan hjá honum er bronsleikurinn á laugardag.
Eyða Breyta
80. mín

Eyða Breyta
79. mín

Eyða Breyta
77. mín


Eyða Breyta
76. mín
Óvænt! Paulo Dybala fær að spila! Hefur verið geymdur á bekknum allt mótið án þess að nokkur botni neitt í því.
Eyða Breyta
75. mín Paulo Dybala (Argentína) Julian Alvarez (Argentína)

Eyða Breyta
75. mín Exequiel Palacios (Argentína) Rodrigo De Paul (Argentína)

Eyða Breyta
74. mín

Eyða Breyta
74. mín
Fyrsta marktilraun Króata á rammann. Perisic með aukaspyrnu af löngu færi en Martínez ekki í neinum vandræðum.
Eyða Breyta
73. mín Marko Livaja (Króatía) Andrej Kramaric (Króatía)

Eyða Breyta
72. mín
Messi að sýna töfra og svo Julian Alvarez! Vá, Alvarez búinn að vera gjörsamlega geggjaður. Argentínumenn að rúlla yfir Króata.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Julian Alvarez (Argentína), Stoðsending: Lionel Messi (f)
ÞETTA MARK KLÁRAR ÞETTA FYRIR ARGENTÍNU!

LIONEL MESSI bjó þetta til, fór illa með Gvardiol. Svakalega vel gert hjá snillingnum sem renndi boltanum svo út á Alvarez sem kláraði vel!


Eyða Breyta
69. mín
„Ekki afskrifa Króata“ segir Höddi Magg sem lýsir leiknum á RÚV. Held örugglega að Höddi sé að lýsa sínum síðasta leik á mótinu. Hefur heldur betur litað mótið skemmtilega fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur.
Eyða Breyta
66. mín
Með innkomu Lisandro Martínez áðan þá skipti Argentína yfir í þriggja miðvarða kerfi.
Eyða Breyta
65. mín


Eyða Breyta
64. mín
Það var hætta upp við mark Argentínu rétt áðan. Þvaga í teignum en á endanum náðu Argentínumenn að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
62. mín Lisandro Martínez (Argentína) Leandro Paredes (Argentína)
Paredes verið mjög öflugur í kvöld.
Eyða Breyta
61. mín

Á Ban Jelacic torginu í miðborg Zagreb hefur fólk safnast saman til að fylgjast með leiknum. Eins og staðan er núna er ekki mikil ástæða til að gleðjast. Króatar eru að spila þokkalega en þegar kemur að síðasta þriðjungi vallarins er hreinlega ekkert að frétta.
Eyða Breyta
58. mín
MESSI með skot sem Livakovic ver! Eftir samspil Fernandez og Messi þá kom þetta fína færi en Livakovic heldur áfram að sýna hvað í hann er spunnið.
Eyða Breyta
57. mín
Julian Alvarez komst í hættulega stöðu og renndi boltanum á Enzo Fernandez en varnarmaður Króata komst á milli á síðustu stundu.
Eyða Breyta
55. mín
Ég held að Argentínumenn séu mjög sáttir með byrjun seinni hálfleiks. Allt með kyrrum kjörum og Króatar ekki að komast áleiðis. Sjónvarpsmennirnir í Katar duglegir að sýna fræga fyrrum fótboltamenn í stúkunni.
Eyða Breyta
54. mín

Eyða Breyta
50. mín Bruno Petkovic (Króatía) Marcelo Brozovic (Króatía)
Petkovic skoraði gegn Brössum. Króatar fækka á miðsvæðinu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Dalic gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Mislav Orsic (Króatía) Borna Sosa (Króatía)

Eyða Breyta
46. mín Nikola Vlasic (Króatía) Mario Pasalic (Króatía)

Eyða Breyta
45. mín
Bitlausir Króatar
Króatía hefur ekki átt skot á markið í þessum leik hingað til. Þeim hefur mistekist að skora í fyrri hálfleik í fimm af sex leikjum sínum.
Eyða Breyta
45. mín
Hárréttur vítadómur


Einhverjir ósáttir við vítadóminn í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugs talar um það í HM stofunni að þetta hafi einfaldlega verið hárréttur dómur. Tek algjörlega undir það með Arnari. 100% vítaspyrna.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín
Messi og félagar eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn. Maður á aldrei að afskrifa ólseiga Króata en þeir þurfa eitthvað virkilega sérstakt til að koma til baka úr þessari stöðu.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Julian Alvarez, leikmaður Manchester City, hefur gert varnarmönnum Króatíu lífið leitt. Tekið hlaup sem búa til vandræði trekk í trekk fyrir mótherjana.
Eyða Breyta
45. mín
Jæja Króatar að ógna, skot sem breytir um stefnu en Martínez nær að verja. Það er komið í uppbótartima.
Eyða Breyta
43. mín
LIVAKOVIC MEÐ ROSA MARKVÖRSLU!
Mac Allister með skalla eftir hornspyrnu en Livakovic sýnir frábær viðbrögð. Argentína svo nálægt því að ná inn þriðja marki sínu!
Eyða Breyta
42. mín
Rodrigo De Paul með skot í Gvardiol og afturfyrir í hornspyrnu. De Paul vildi fá víti en Gvardiol var með hendina upp við líkamann.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Julian Alvarez (Argentína)
HANN FÉKK VÍTI ÁÐAN OG NÚNA SKORAR HANN SJÁLFUR!!!

Skyndisókn hjá Argetínu og Alvarez nær að koma sér framhjá þremur varnarmönnum, vissulega með talsverðri heppni, áður en hann setur boltann framhjá Livakovic.


Eyða Breyta
38. mín
Messi heldur áfram að skrifa söguna.

Eyða Breyta
37. mín
Hægt er að sjá vítadóminn og spyrnuna hér að neðan.
Eyða Breyta
34. mín Mark - víti Lionel Messi (f) (Argentína)
MESSI SKORAR AF ROOOOOSALEGU ÖRYGGI!
Þrumaði boltanum upp hægra megin úr þessari vítaspyrnu. Þvílík spyrna og fyrsta markið er komið!

Höddi Magg segir þetta með betri vítaspyrnum sem Messi hefur tekið og það er erfitt að mótmæla því!Eyða Breyta
33. mín
Vörn Króata klikkar rækilega og skyndilega var Julian Alvarez kominn í dauðafæri, kemur boltanum framhjá Livakovic sem braut á honum. Varnarmaður Króatíu náði svo til boltans.

Orsato benti á punktinn og Messi er að fara að taka víti!!!


Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Mateo Kovacic (Króatía)

Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Dominik Livakovic (Króatía)

Eyða Breyta
32. mín
ARGENTÍNA FÆR VÍTI!!!


Eyða Breyta
32. mín
Króatar með flotta sókn, Perisic tekur skotið en yfir markið.
Eyða Breyta
30. mín


Josko Gvardiol hefur verið magnaður í hjarta Króatíu á þessu móti. Bara tvítugur. Ef ég væri sóknarmaður þá myndi ég ekki þora að koma nálægt honum, sérstaklega þegar hann er með þessa grímu.
Eyða Breyta
28. mín
...Modric tekur aukaspyrnuna og lyftir boltaum inná teig en Paredes skallar boltann frá.
Eyða Breyta
27. mín
Messi hefur tapað boltanum í tvígang á frekar kæruleysislegan hátt. Króatar að fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Brotið á Kramaric...
Eyða Breyta
26. mín
Fyrsta marktilraun Argentínu.

Enzo Fernández með ágætis tilraun fyrir utan teig en Dominik Livakovic skutlar sér og ver.
Eyða Breyta
23. mín
Gvardiol með sjaldséð mistök í vörn Króata en getur andað léttar yfir því að Argentínumenn náðu ekki að gera sér mat úr þessu.
Eyða Breyta
22. mín
Króatíska liðið nálgast þennan leik af sinni frægu yfirvegun. Eru algjörlega með sitt hlutverk á hreinu og eru öryggið uppmálað. Þeir fengu fyrstu hornspyrnu leiksins áðan en ekkert kom út úr henni. Leikurinn fer að mestu fram á miðsvæðinu.
Eyða Breyta
19. mín


Enzo Fernandez og Luka Modric berjast um knöttinn.
Eyða Breyta
17. mín

Gianni Infantino forseti FIFA er auðvitað á vellinum, hefur séð alla leiki HM til þessa. Umdeildur maður í félagsskap með öðrum umdeildum manni á leiknum, Viktor Orban forsætisráðherrja Ungverjalands.
Eyða Breyta
15. mín
Messi fer niður rétt fyrir utan teiginn og vill aukaspyrnu! Orsato dómari dæmir ekkert. Argentínumenn í stúkunni baula.
Eyða Breyta
14. mín
Luka Modric braut á Mac Allister á miðjum vellinum. Tíðindalitlar mínútur hingað til í leiknum.
Eyða Breyta
9. mín
Þó Argentínumenn séu mun fjölmennari í stúkunni eru stuðningsmenn Króatíu ákveðnir í að láta þetta ekki virka sem heimaleikur Argentínu. Króatar láta mjög vel í sér heyra samkvæmt Andy Cryer fréttamanni BBC sem er á vellinum.
Eyða Breyta
6. mín
Argentínumenn meira með boltann hér í byrjun leiks og hafa átt tvær sendingar í teiginn sem hafa ekki fundið neinn samherja.
Eyða Breyta
2. mín
Ég býst algjörlega ekki við neinum markaleik hér í kvöld, en þetta verður hinsvegar mjög áhugaverð og jöfn barátta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað - Argentínumenn hefja leik á Lusail leikvangnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja liðin ganga út á völlinn...

Varnartölfræði þessara liða

Argentína hefur aðeins hleypt sex skotum á mark sitt á HM 2022. Hinsvegar hefur verið skorað úr 2/3 af þeim skotum.

Króatía hefur alls fengið 22 skot á sig en markvörðurinn Dominik Livakovic hefur verið magnaður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stuðningsmenn Argentínu verða þeirra tólfti maður í kvöld. Þeir eru miklu fjölmennari og háværari í Doha.

Eyða Breyta
Fyrir leik


Antonela Roccuzzo, eiginkona Lionel Messi, virkar í mjög góðu skapi í Katar.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Króatía er með ógnvænlega miðju sem er skipuð leikmönnum Real Madrid, Chelsea og Inter. Kóngurinn í liðinu er að sjálfsögðu hinn afar geðþekki Luka Modric.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Hann er mættur! Það er rúmur klukkutími í leik.


Tvöfaldir heimsmeistar Argentínu með Lionel Messi fremstan í flokki mæta Króötum sem töpuðu úrslitaleiknum á síðasta HM.

...en þetta er líka leikurinn milli liðsins sem tapaði fyrir Sádi-Arabíu á mótinu og liðsins sem hefur bara unnið Kanada í venjulegum leiktíma.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá Argentínu
Marcos Acuna er í banni hjá Argentínumönnum og er því ekki með í dag en það er Nicolas Tagliafico sem kemur inn fyrir hann.

Lisandro Martínez fer þá einnig úr byrjunarliðinu og er það Leandro Paredes sem kemur í hans stað. Líklegt er að Scaloni fari yfir í 4-4-2 leikkerfi í dag.

Zlatko Dalic, þjálfari Króata, gerir enga breytingu á liði sínu frá síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Króatar eru klárir í slaginn og hafa opinberað sitt byrjunarlið.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Kíkjum aðeins inn í klefana, hér er klefi KróatíuOg ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hverjur eru sessunautar Lionel Messi í klefanum hjá ArgentínuEyða Breyta
Fyrir leik
Fótbolti.net fékk þjálfara Íslandsmeistaraliðanna til að spá í leikinn í kvöld. Það eru þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðabliki) og Pétur Pétursson (Val).

Óskar Hrafn Þorvaldsson:


Argentína 2 - 1 Króatía
Þetta er spá frá hjartanu, ég vona að Messi klári með heimsmeistaratitli.

Til þess að það gerist þarf argentínska liðið að stjórna leiknum og taka þau augnablik sem það fær. Í króatíska liðinu eru mikil einstaklingsgæði og liðið er mjög massíft.

Allt argentínska liðið þarf að eiga frábæran leik og Messi þarf að eiga stórleik. Argentínumenn mega ekki slökkva á sér og þurfa að hreyfa boltann rosalega hratt til að færa vel skipulagða Króata til. Á sama tíma þurfa Argentínumenn að passa sig á því að fá ekki Króatana á sig. Þeir eru vel smurð vél, vel skipulagðir bardagamenn. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir bæði lið og ég vona að Argentína vinni.


Pétur Pétursson:


Argentína 1 - 0 Króatía
En Króatar er með ótrúlega rútínerað lið sem gefst aldrei upp og með Modric nr 10. Enginn bjóst við liði Króata í 4-liða úrslit nema þeir sjálfir.

Argentína mun sækja í þessum leik og miklar líkur á að Messi klári hann með sinni snild en Króatar vita sín takmörk og spila sinn leik og þeir vinna Argentínu 1-0.

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Argentína nú talið sigurstranglegasta lið HM
Samkvæmt útreikningum Gracenote er Argentína núna sigurstranglegasta liðið sem eftir er á HM. Lionel Messi og félagar eiga 41% möguleika á því að vinna mótið og ríkjandi heimsmeistarar Frakklands fá 26% sigurlíkur á mótinu.

Líkurnar á því að Marokkó og Króatía lyfti bikarnum eru taldar 17% og 16%.

1.014 tóku þátt í könnun á forsíðu Fótbolti.net og talsverður meirihluti býst við argentínskum sigri í leiknum í kvöld.

Hvernig fer leikur Argentínu og Króatíu?
64% Argentína vinnur
36% Króatía vinnur
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik


Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu:
"Við erum meðal fjögurra bestu liða heims. Það er gríðarlegur árangur fyrir Króatíu. En við viljum meira. Við erum að fara að mæta mögnuðu liði Argentínu sem er með Lionel Messi innanborðs. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og treysti mínum leikmönnum."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Króatía vann Argentínu 3-0 á síðasta HM - "Erum með ný vopn í vopnabúrinu núna"


Þessi lið voru með Íslandi í riðli á HM 2018 og Króatar unnu þá 3-0 sigur gegn Argentínumönnum. Nicolas Tagliafico, leikmaður argentínska liðsins, var einnig með á mótinu 2018.

„Argentína er frábært lið. Í gær vorum við að skoða leikgreiningar á þeirra spilamennsku, þeir hafa frábæra leikmenn og mikil gæði á miðsvæðinu," segir Tagliafico. „Það eru einhver líkindi frá 2018 en þetta verður allt öðruvísi leikur en þessi sem við spiluðum fyrir fjórum árum. Við erum með ný vopn og erum reynslunni ríkari frá síðasta leik."

Tagliafico var að sjálfsögðu spurður út í Lionel Messi. „Hann er okkar fyrirliði, okkar leiðtogi. Hann er sá sem ýtir okkur áfram og hvetur. Með hann höfum við ákveðið forskot. Við leggjum allir mikið á okkur til að upplifa drauma okkar og við getum gert það með Messi við hlið okkar," segir Tagliafico.

Tagliafico mun taka byrjunarliðssæti í vinstri bakverði Argentínu í kvöld þar sem Marcos Acuna er í leikbanni. Gonzalo Montiel er einnig í banni en hann byrjaði á bekknum gegn Hollandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður danska landsliðsins, telur að Króatar gætu vel unnið mótið: "Króatía spilar ekki mest spennandi tegund fótboltans en eru með taugar úr stáli og hafa Luka Modric. Ég segi ekki að þeir séu líklegastir en þeir geta alveg unnið þetta," segir Schmeichel.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Ítalski dómarinn Daniele Orsato mun dæma leikinn. Orsato þykir einn besti dómari heims. Hann dæmdi opnunarleikinn á milli Ekvador og Katar. Þá dæmdi hann leik Argentínu og Mexíkó í riðlakeppninni. Landi hans Massimiliano Irrati er VAR dómari leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik


Króatía elskar framlengingar og vítaspyrnukeppnir. Liðið vann Brasilíu í vítakeppni í 8-liða úrslitum þar sem Dominik Livakovic markvörður átti frábæran leik. Livakovic spilar fyrir Dinamo Zagreb og er ein óvæntasta stjarna mótsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Argentína komst í undanúrslitin með því að vinna Holland í vítakeppni. Argentína komst 2-0 yfir en Holland kom til baka og náði í uppbótartíma venjulegs leiktíma að jafna í 2-2 ogkoma leiknum í framlengingu.

Argentína hefur aldrei tapað undanúrslitaleik á HM og á þessu móti snýst allt um Lionel Messi sem hefur verið frábær á mótinu og var maður leiksins gegn Hollendingum. Nær hann í sinn eina heimsmeistaratitil í Katar?
Eyða Breyta
Fyrir leik


Spilað er á Lusail leikvangnum en þar verður svo úrslitaleikur HM spilaður á sunnudag. Leikvangurinn tekur 88.966 manns í sæti og er svo sannarlega mögnuð hönnun og smíði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá fyrri undanúrslitaleik HM. Lionel Messi og félagar í Argentínu leika gegn ólseigum Króötum og verður flautað til leiks klukkan 19.

Sigurliðið mun leika úrslitaleik gegn Frakklandi eða Marokkó á sunnudaginn. Tapliðið leikur bronsleikinn á laugardag.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Dominik Livakovic (m)
4. Ivan Perisic
6. Dejan Lovren
8. Mateo Kovacic
9. Andrej Kramaric ('73)
10. Luka Modric (f) ('81)
11. Marcelo Brozovic ('50)
15. Mario Pasalic ('46)
19. Borna Sosa ('46)
20. Josko Gvardiol
22. Josip Juranovic

Varamenn:
23. Ivica Ivusic (m)
2. Josip Stanisic
3. Borna Barisic
5. Martin Erlic
7. Lovro Majer ('81)
13. Nikola Vlasic ('46)
14. Marko Livaja ('73)
16. Bruno Petkovic ('50)
17. Ante Budimir
18. Mislav Orsic ('46)
21. Domagoj Vida
24. Josip Sutalo
25. Luka Sucic
26. Kristijan Jakic

Liðstjórn:
Zlatko Dalic (Þ)

Gul spjöld:
Mateo Kovacic ('32)
Dominik Livakovic ('32)

Rauð spjöld: