Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mán 12. desember 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel: Get alveg séð Króatíu vinna HM
Argentína og Króatía mætast annað kvöld í undanúrslitum HM. Peter Schmeichel, fyrrum markvörður danska landsliðsins, telur að Króatar gætu vel unnið mótið.

„Króatía spilar ekki mest spennandi tegund fótboltans en eru með taugar úr stáli og hafa Luka Modric. Ég segi ekki að þeir séu líklegastir en þeir geta alveg unnið þetta," segir Schmeichel.

Marokkó og Frakkland mætast í hinum undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn.

„Með ástríðuna og hugarfarið sem Marokkó er með þá getur allt gerst en ég held að verkefnið sé of stórt fyrir þá."

Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, mætti á fréttamannafund í dag.

„Við erum meðal fjögurra bestu liða heims. Það er gríðarlegur árangur fyrir Króatíu. En við viljum meira. Við erum að fara að mæta mögnuðu liði Argentínu sem er með Lionel Messi innanborðs. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og treysti mínum leikmönnum," segir Dalic.
Athugasemdir
banner
banner