Origo völlurinn
laugardagur 29. apríl 2023  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólin á lofti en það blæs aðeins
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Valur 3 - 2 Stjarnan
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('6)
2-0 Adam Ægir Pálsson ('35)
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson ('80)
Thomas Danielsen, Valur ('85)
2-2 Ísak Andri Sigurgeirsson ('88)
3-2 Birkir Heimisson ('96)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('73)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('89)
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('55)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Elfar Freyr Helgason ('89)
7. Haukur Páll Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('55)
17. Lúkas Logi Heimisson ('73)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
33. Hilmar Starri Hilmarsson

Liðstjórn:
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Arnar Grétarsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('63)
Sigurður Heiðar Höskuldsson ('67)
Hlynur Freyr Karlsson ('76)
Aron Jóhannsson ('78)

Rauð spjöld:
Thomas Danielsen ('85)
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
99. mín Leik lokið!
Þessum veisluleik er lokið. Þvílík skemmtun.

Viðtöl og skýrslan væntanleg.
Eyða Breyta
98. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ
Sigurbergur Áki fær frían skalla á teignum en hann er ekki nægilega góður. Frederik ver.

Þetta var dauðafæri!!!
Eyða Breyta
97. mín
Stjörnumenn í leit að jöfnunarmarkinu!
Fá hér hornspyrnu.... síðasti séns.
Eyða Breyta
96. mín Björn Berg Bryde (Stjarnan) Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
96. mín
Hetja Valsmanna


Eyða Breyta
96. mín MARK! Birkir Heimisson (Valur), Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MARK!!!!!!!!!!!!!!!!
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ!!!!!

Kristinn Freyr með stórkostlegan undirbúning, kemur boltanum út á Sigga Lár. Hann á fyrirgjöf og Birkir er aleinn inn á teignum.

Hann stýrir boltanum í netið og gerir sigurmarkið!!!!

Þessi deild!!!
Eyða Breyta
95. mín
Stjörnumenn koma boltanum í burtu en svo berst hann aftur inn í teig, en aftur verjast gestirnir vle.
Eyða Breyta
95. mín
Það eru tvær mínútur eftir. Fáum við sigurmark. Valur á aukaspyrnu á góðum stað sem Adam tekur. Fyrirgjöf framundan.
Eyða Breyta
94. mín
Stjarnan er í sókn eftir sókn. Engin orka eftir í Völsurum. Þannig lítur þetta út.
Eyða Breyta
92. mín
Valsmenn eru eiginlega bara í nauðvörn núna. Stjörnumenn eru að leita að sigurmarkinu.
Eyða Breyta
90. mín
Sjö mínútur í uppbótartíma
Nóg eftir af þessari veislu!!!
Eyða Breyta
89. mín Elfar Freyr Helgason (Valur) Orri Hrafn Kjartansson (Valur)

Eyða Breyta
89. mín
Með hjálp stuðningsmanna sinna þá hefur Stjarnan tekið yfir þennan leik og eru líklegri til að skora sigurmarkið!
Eyða Breyta
89. mín
Þessi gæi er ekki að vera að vera lengi í Bestu deildinni


Eyða Breyta
88. mín MARK! Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
ÞVÍLÍKT MARK!!!!!!
Vááááááááá!!!!!

ÍSAK ANDRI SIGURGEIRSSON er að jafna metin með geggjuðu marki.

Leikur á varnarmenn Vals og á svo geggjað skot sem svífur yfir Frederik og í fjærhornið.

Stjarnan hefur allt í einu jafnað metin!!!
Eyða Breyta
86. mín
Stjörnumenn skora en...
Það er brot dæmt. Hlynur Freyr liggur eftir. Þetat leit ekki út fyrir að vera sérlega mikið.

Þetta er aldeilis orðinn leikur!
Eyða Breyta
85. mín Rautt spjald: Thomas Danielsen (Valur)
Íþróttasálfræðingurinn í teymi Vals sendur upp í stúku! Eitthvað hefur hann sagt!
Eyða Breyta
82. mín
Leikurinn er stopp. Aron Jó liggur eftir og heldur um höfuð sitt.
Eyða Breyta
81. mín
Ísak Andri minnkar muninn

Eyða Breyta
80. mín MARK! Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
MARK!!!!
Það er líf í þessu!

Sigurður Egill gerir mistök í vörninni - áttti að koma boltanum í burtu en tókst það ekki - og Ísak Andri er gráðugur, kemur á ferðinni og neglir boltanum í markið.

Það var ekki útlit fyrir að Stjarnan myndi skora í þessum leik en núna er þetta allt í einu orðinn leikur!
Eyða Breyta
79. mín
Adam reynir að þræða Tryggva í gegn eftir hraða sókn en boltinn er aðeins of fastur. Adam lagði upp tvö mörk fyrir Tryggva í síðasta leik.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Fær gult fyrir peysutog.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Hlynur Freyr Karlsson (Valur)

Eyða Breyta
75. mín
Stundarfjórðungur eftir
Búið að vera frekar þægilegt fyrir Val hérna í seinni hálfleiknum.
Eyða Breyta
73. mín
Aron Jó með skemmtilega tilraun að marki eftir hornspyrnu en auðvelt fyrir Árna að grípa.
Eyða Breyta
73. mín Lúkas Logi Heimisson (Valur) Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)

Eyða Breyta
71. mín
Stjörnumenn eru að færa sig fram í leit að markinu, en þeir eru ekki að finna margar glufur í varnarleik Vals.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Sigurður Heiðar Höskuldsson (Valur)
Siggi Höskulds spjaldaður. Ekki sáttur á hliðarlínunni.
Eyða Breyta
67. mín
Besti maður Stjörnunnar í þessum leik er þeirra tólfti maður. Þvílík stemning!
Eyða Breyta
67. mín
Ísak fer illa með varnarmenn Vals - í enn eitt skiptið - og á skot úr þröngri stöðu sem Frederik ver. Hefði getað látið sig detta þarna, það var snerting.
Eyða Breyta
65. mín Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
65. mín Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)

Eyða Breyta
65. mín Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
64. mín
Þetta er búið að vera ansi rólegt í seinni hálfleiknum. Stjörnumenn hafa ekki verið líklegir til að minnka muninn en það er spurning hvort þessar skiptingar munu breyta því.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoppar hraða sókn Stjörnunnar.
Eyða Breyta
62. mín
Stuðningsmenn Stjörnunnar fagna!!!
Þreföld skipting á leiðinni. Stuðningsmenn Stjörnunnar missa sig úr gleði því Sigurbergur Áki er að koma inn á. Sá er vinsæll.

"Beggi er maðurinn, Beggi er maðurinn," syngja þeir.


Eyða Breyta
60. mín
Úfffff
Kristinn Freyr og Jóhann Árni henda sér báðir í stórhættulega tæklingu sama tíma. Þarna var mikil heppni að það slasaðist enginn. Ekkert dæmt.
Eyða Breyta
59. mín
"Inn á með Begga, inn á með Begga," syngja stuðningsmenn Stjörnunnar.

Hlusta þjálfarar Stjörnunnar?
Eyða Breyta
57. mín
Það er stuð í Stjörnumönnum á Laugardagskvöldi. Þeir eru ekki hættir að syngja í stúkunni þrátt fyrir að vera 2-0 undir. Mikil virðing á það.
Eyða Breyta
55. mín Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
Tryggvi gerði tvö í síðasta leik gegn Fram.
Eyða Breyta
55. mín
Tryggvi Hrafn er að koma inn á.
Eyða Breyta
52. mín
Orri Hrafn, sem fór í tæklinguna, meiddist og þurfti aðhlynningu. Stjörnumenn þurfa að bíða lengi eftir að fá að taka aukaspyrnuna. Hilmar Árni tekur hana en hún fer beint í vegginn.
Eyða Breyta
50. mín
Stjarnan að fá aukaspyrnu á mjög fínum stað.
Eyða Breyta
48. mín
Aron Jó í fínni stöðu og sendir boltann fyrir en það mætir enginn í svæðið.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
Er endurkoma í kortunum?
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hlíðarenda og Valur leiðir 2-0. Virkilega heilsteypt frammistaða hjá Val og erfitt að segja að þetta sé ekki sanngjarnt.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín
Aron Jó í ágætis færi til að bæta við fjórða markinu en Árni Snær nær að koma fóti sínum í bolta.
Eyða Breyta
45. mín
Tveimur mínútum bætt við

Eyða Breyta
43. mín
Stórhættulegt!
Stjarnan í mjög góðri sókn. Guðmundur Baldvin í mjög góðu skotfæri á teignum og hittir boltann ágætlega, en Frederik ver frábærlega.
Eyða Breyta
41. mín
Örvar Logi reynir skot af 25 metrunum en það er laust. Endar á því að vera ágætis sending sem Guðmundur Baldvin er ekki alveg tilbúinn fyrir.
Eyða Breyta
40. mín
Hilmar Árni finnur Adolf Daða í teignum en hann er alltof lengi að þessu. Stjarnan fær þó hornspyrnu.
Eyða Breyta
38. mín
Þetta er mikið högg fyrir Stjörnumenn og núna er leiðin orðin frekar löng til baka. Þetta er þó langt frá því að vera búið.
Eyða Breyta
36. mín
Adam Ægir með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu fjórum leikjunum

Eyða Breyta
35. mín MARK! Adam Ægir Pálsson (Valur)
MARK!!!!
ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA!!!!

Kristinn Freyr með sendingu fyrir, Hilmar Árni fær boltann í sig og hann dettur fullkomlega fyrir Adam Ægi sem klárar stórkostlega.

Hann neglir þessu upp í markhornið, enginn möguleiki fyrir Árna Snæ.
Eyða Breyta
33. mín
Guðmundur Andri fer niður í teignum en það var ekkert á þetta.
Eyða Breyta
30. mín
Hálftími liðinn
Búið að vera hörkuleikur. Stjarnan hefur verið að vinna sig meira inn í leikinn eftir því sem hefur liðið á hálfleikinn en þeir hafa ekki náð að skapa sér algjört dauðafæri. Hilmar Árni fékk besta færi Stjörnumanna en Frederik sá við honum.
Eyða Breyta
26. mín
Vááááá
Ísak Andri fer illa með varnarmenn Vals og er kominn ansi nálægt marki en þá stoppar Hlynur Freyr hann. Stjarnan fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Adam Ægir með geggjaðan bolta fyrir, finnur Aron í teignum en skot hans fer í varnarmann.
Eyða Breyta
21. mín
Ísak Andri með fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
18. mín
Flott sókn
Aron Jó gerir frábærlega, kemur boltanum út á Sigurð Egil sem finnur svo Kristin Frey í teignum. Kristinn á góða móttöku og reynir svo skot, en Stjörnumenn koma sér fyrir það.
Eyða Breyta
15. mín
Tækifæri!!
Andri Rúnar kominn í góða stöðu til að bæta við öðru marki en hittir ekki boltann. Árni Snær handsamar hann í kjölfarið.
Eyða Breyta
12. mín
Þetta er athyglisvert upplegg hjá Stjörnunni. Baldur Logi, sem kom frá FH stuttu fyrir tímabil, er að spila sem fremsti maður.
Eyða Breyta
11. mín
Birkir Már með sendingu fyrir markið en Árni Snær grípur.
Eyða Breyta
10. mín
Adam Ægir með flotta fyrirgjöf inn í teiginn. Andri Rúnar tekur við boltanum en Daníel Laxdal verst mjög vel.
Eyða Breyta
8. mín
Frederik!!
Stjörnumenn í góðu færi til að jafna. Hilmar Árni óvaldaður í teignum og nær góðu skoti en Frederik er snöggur niður og nær að verja vel.
Eyða Breyta
7. mín
Andri Rúnar skoraði fyrir Val!


Eyða Breyta
6. mín MARK! Andri Rúnar Bjarnason (Valur), Stoðsending: Aron Jóhannsson
MARK!!!!!
Valsmenn taka forystuna!!!

Aron Jóhannsson með stórkostlega sendingu fyrir markið og Andri Rúnar skorar sitt fyrsta mark úr opnum leik fyrir Val með góðum skalla. Hann skoraði í síðasta leik úr vítaspyrnu.

Árni Snær var í boltanum og það er hægt að setja spurningamerki við það að hann skuli ekki verja þetta.
Eyða Breyta
5. mín
Silfurskeiðin er mætt
Stuðningsmenn Stjörnunnar láta vel í sér heyra í upphafi leiks. Vel mætt úr Garðabænum. Rólegra Valsmegin í stúkunni hér á fyrstu mínútunum.
Eyða Breyta
3. mín


Eyða Breyta
2. mín

Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Við förum af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsmenn leika með sorgarbönd í dag til minningar um handboltagoðsagnarinnar Boris Bjarna Ak­bashev sem féll frá á dögunum. Blessuð sé minning hans.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bongótrommurnar á fullu er liðin ganga inn. Bullandi stemning!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasti leikurinn í umferðinni
Þetta er síðasti leikurinn í fjórðu umferðinni. Aðrir leikir hafa farið svona:

Breiðablik 5 - 4 Fram
FH 3 - 0 KR
HK 1 - 0 Fylkir
Keflavík 1 - 3 ÍBV
Víkingur R. 1 - 0 KA


Stefán Ingi skoraði þrennu í gærkvöldi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru á fullu í upphitun í fallegu sumarveðrinu á Hlíðarenda. Tæpt korter í að við förum af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hólmar Örn áfram utan hóps
Hefur ekki enn komið við sögu í Bestu deildinni í ár.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, breytir engu frá 1-3 sigrinum gegn Fram í síðustu umferð. Elfar Freyr Helgason er mættur á bekkinn hjá Val eftir meiðsli en Hólmar Örn Eyjólfsson er áfram utan hóps.

Ein breyting er gerð á liði Stjörnunnar frá sigrinum gegn HK. Guðmundur Kristjánsson er í leikbanni og snýr Hilmar Árni Halldórsson aftur í liðið fyrir hann. Hilmar Árni er fyrirliði Stjörnunnar í dag.

Joey Gibbs er áfram utan hóps hjá Stjörnunni en hann er að glíma við meiðsli.


Hilmar Árni snýr aftur í lið Stjörnunnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mér sýnist bara stefna í gott veður á meðan leik stendur. Ég hvet auðvitað alla til að kíkja á völlinn og styðja við bakið á íslenskum fótbolta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jóhann Ingi dæmir leikinn
Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna á Hlíðarenda í kvöld. Hann hefur tvö ár í röð verið valinn besti dómari Bestu deildarinnar hjá Fótbolta.net.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust tvisvar á Hlíðarenda í Bestu deildinni í fyrra. Valur vann báða þá leiki, samanlagt 9-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Starkaður spáir sigri Vals
Leikarinn Starkaður Pétursson spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hann spáir því að Valur vinni 1-0 sigur í kvöld.

"Ætli Fasteignafélagið fái ekki víti á 89’ mínútu eftir að Haukur Páll hrynur niður í teignum, voða hissa eitthvað. Nenni ekki að spá í því. 1-0 Valur. Hey talandi um Val: einhver mesti Valsari fyrir utan Hemma Gunn; Ólafur Ásgeirsson - á stórleik í leikritinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnt er í Tjarnarbíó. Hlakka til að sjá alla Valsara þar. Og KR-inga. Og Stjörnumenn, Víkinga, KA-menn, FH-inga. Fylkisme…"


Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísak Andri var leikmaður umferðarinnar
Ísak Andri Sigurgeirsson, 19 ára sóknarleikmaður Stjörnunnar, var leikmaður þriðju umferðar í Bestu deildinni en hann skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í ótrúlegum 5-4 sigri gegn HK.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan
Stjarnan er í tíunda sæti deildarinnar. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Víkingi og FH, en þeir náðu í sinn fyrsta sigur gegn nýliðum HK í síðustu umferð. Það var rosalegur leikur sem endaði 5-4.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur
Fyrir þennan leik er Valur í fimmta sæti Bestu deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki spilaða. Valur hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Þeir spiluðu við Fram á útivelli í síðasta leik og tókst þeim að vinna þann leik,1-3.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Þetta er síðasti leikur dagsins - og umferðarinnar - en hann verður spilaður á Origo vellinum að Hlíðarenda.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('96)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('65)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('65)
19. Eggert Aron Guðmundsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('65)
29. Adolf Daði Birgisson
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Heiðar Ægisson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('65)
24. Björn Berg Bryde ('96)
30. Kjartan Már Kjartansson ('65)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('65)

Liðstjórn:
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: