Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
HK
1
2
KA
Marciano Aziz '23 1-0
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson '62
1-2 Ásgeir Sigurgeirsson '76
07.05.2023  -  17:00
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
0. Eyþór Aron Wöhler ('72)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('77)
11. Marciano Aziz ('77)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
14. Brynjar Snær Pálsson ('77)
16. Eiður Atli Rúnarsson
19. Birnir Breki Burknason
23. Hassan Jalloh ('77)
30. Atli Þór Jónasson ('72)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sending fyrir markið sem Atli Þór skallar fyrir á Örvar Eggerts sem hælar hann að marki.

Við það flautar Jóhann Ingi til leiksloka! KA tekur sterkan sigur

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Arnþór Atli með sendingu fyrir markið ætlaða Atla Þór en KA verjast vel!
94. mín
Það er smá hiti niðri á velli. Smá kítingur.
93. mín Gult spjald: Steinþór Már Auðunsson (KA)
93. mín
Tíminn er að renna út fyrir HK að ætla að bjarga einhvejru úr þessum leik.
91. mín
Við fáum +5 í uppbót.
89. mín
Hallgrímur Mar að fara illa með varnarmenn HK en nær ekki sendingunni fyrir markið.
86. mín
HK eru að ýta sér ofar á völlinn og farnir að sýna svipaða orku og þeir sýndu í fyrri hálfleik. KA aðeins fallið tilbaka eftir markið.
85. mín Gult spjald: Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
83. mín
Inn:Kristoffer Forgaard Paulsen (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
82. mín
Atli Þór tíar Örvar Eggerts upp í þrumuskot en svona 3 varnarmenn KA henda sér fyrir!
81. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
78. mín
HK vill víti en Jóhann Ingi ekki sammála því. Örvar Eggerts féll í teignum.
77. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
77. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
76. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
KA KEMST YFIR!! ÞVÍLÍKUR SPRETTUR!!!
Nýbúinn að fá þrumu upp í rifbeinin og útaf, HK tekur innkastið og Ásgeir vinnur boltann og leggur svo bara af stað í þetta litla ferðalag frá sínum eigin vallarhelmingi sem endaði með frábæru marki!!!
74. mín
Daníel Hafsteins með frábæran sprett en gleymir að losa boltann og hleypur sig í vandræði. Hallgrímur Mar reynir svo skot af löngu færi en framhjá markinu.
72. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Eyþór Aron Wöhler (HK)
Aðeins dregið af Wöhlernum í síðari hálfleik.
70. mín
Eyþór Wöhler með rosalegt pláss en skotið framhjá! Hefði mögulega getað komist nær eða fundið samherja frekar.
68. mín
Ekki alveg sama orka í HK í síðari hálfleik eins og hún var í þeim fyrri.
65. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
65. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
62. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA JAFNAR!! Hallgrímur Mar með frábæra pressu og vinnur boltann af BIrki Val og keyrir í átt að teignum þar sem hann sendir hann svo fyrir markið á Ásgeir Sigurgeirs sem á ekki í neinum vandræðum með að skora!

KA JAFNAR!!
59. mín
Birgir Baldvins með sendingu fyrir markið en KA ná ekki að koma höfðinu í boltann.
53. mín
Örvar Eggerts gerir allta rétt nema sendingin fyrir markið slök. HK gríðarlega hættulegir í skyndisóknum.
50. mín
KA hættulegir og boltinn berst til Ásgeirs Sigurgeirs sem fær að stilla sér upp í skotið en hittir hann illa og Arnar Freyr handsamar.
49. mín
Vikar ágætis kraftur í KA í upphafi síðari hálfleiks. Hafa ýtt liðinu vel upp.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað! Sveinn Margeir sparkar okkur í gang aftur.
46. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Pætur Petersen (KA)
45. mín
Hálfleikur
Það eru HK sem leiða í hálfleik. Hafa átt hættulegri færi og leiða því kannski ögn sanngjarnt. KA verið heldur hægir til verka og ekki náð að ógna af neinu viti ennþá.

Tökum stutta pásu og mætum aftur eftir u.þ.b. korter.
45. mín
Við fáum +1 í uppbót.
45. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (HK)
Stöðvar skyndisókn KA.
41. mín
HK eru hættulegir í skyndisóknum og hafa nokkrum sinnum komist inn í uppspil KA.
38. mín
Eyþór Wöhler sýnir frábæran hraða sinn og stingur Dusan af en er svo mættur í alltof þröngt færi sem hann reynir samt að skjóta úr en beint í hliðarnetið.
36. mín
Ívar Örn STÁLHEPINN! að sleppa við spjald þarna. Ýtir Eyþóri Wöhler sem fellur við en Jóhann Ingi tekur þá á tiltal og sleppir spjaldi.
33. mín
KA með hornpyrnu og smá klafs endar með skoti frá Ívari Erni en það vantaði kraft í það til að sigra Arnar Freyr í marki HK.
32. mín
KA að komast í flott færi! Birgir Baldvins kemst upp að endamörkum og sendir fyrir þar sem Daníel Hafsteins rétt missir af boltanum en hann virðist ætla falla fyrir Þorra Mar sem virkaði hálf hræddur við að láta bara vaða þegar HK keyrðu út á móti og sóknin rennur út í sandinn.
30. mín
Örvar Eggerts kassar hann frábærlega til Birkirs Vals sem kemur upp hægri og á flottan bolta fyrir en Eyþór Wöhler rétt missti af sendingunni.
24. mín
KA nálægt því að svara strax en vantaði gula treyju á fjær!
23. mín MARK!
Marciano Aziz (HK)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
HK KEMST YFIR!!! HK keyra hratt upp völlinn og skipta boltanum út til vinstri þar sem Marciano Aziz keyrir í átt að vítateignum og lætur svo vaða en boltinn fór af varnarmanni KA og söng í netinu!

HK LEIÐIR!!
21. mín
Lúmskt skot úr spyrnunni en Arnar Freyr alveg með þetta.
20. mín
KA náð ágætis spilkafla og sækja aukaspyrnu vinstra meginn við vítateiginn. Brotið á Sveini Margeri.
15. mín
HK eru að pressa hátt upp völlinn og það hefur gengið ágætlega þó svo við bíðum enn eftir fyrsta færi leiksins.
12. mín
HK að komast í frábært færi og eru að stinga Örvari Eggerts í gegn en stórkostleg tækling frá Rodri bjargar!
6. mín
Hrikaleg hornspyrna frá KA sem svífur út fyrir teig og beint á HK sem keyra hratt upp, Atli Hrafn er allt í einu mættur á ferðina með Þorra Mar í sér og keyrir inn á teig KA þar sem hann finnur Örvar Eggerts sem á skot sem KA koma í horn.

Ekkert verður síðar úr horninu hjá HK.
5. mín
KA fær fyrsta horn leiksins.
2. mín
Örvar Eggerts fær væna byltu. Birgir Baldvins brotlegur.
1. mín
Við erum farinn af stað! Það eru HK sem eiga upphafssparkið. Atli Hrafn sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðana hvernig liðin stilla þessu upp í dag.

Heimamenn í HK gera enga breytingar á sínu liði frá síðasta leik gegn KR.

Gestirnir frá Akureyri gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn FH en Birgir Baldvinsson kemur inn fyrir Hrannar Björn Steingrímsson.
Fyrir leik
Upphitun fyrir leik HK og KA í dag - Veislusalurinn opnar 15:30 HK hefur farið frábærlega af stað á þessu tímabili sem nýliðar en liðið er með tveimur stigum meira heldur en KA þegar fimm umferðir eru búnar.

Leikur Newcastle og Arsenal verður sýndur á stóra skjánum í Veislusalnum og þá verða grillaðir hamborgarar og kaldur á krana á staðnum.

Klukkan hálf fimm mætir þjálfari liðsins, Ómar Ingi, og spjallar við stuðningsmenn sem eru með VIP aðgang þar sem hann fer yfir byrjunarliðið og fleira. Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Upphitun fyrir leik HK og KA í dag - Veislusalurinn opnar 15:30
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar! Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks í bestu deild kvenna er spámaður umferðarinnar.

HK 0 - 3 KA
KA menn koma HK-ingum niður á jörðina í þessum leik og vinna 3-0 í Kórnum.


Fyrir leik
Dómarateymið! Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna hjá okkur í dag og honum til aðstoðar verða þau Rúna Kristín Stefánsdóttir og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Erlendur Eiríksson er varadómari og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsdómari.

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa spilað 34 leiki innbyrðis í leikjum á vegum KSÍ.

HK sigrar:10 (29%)
KA sigrar:16 (47%)
Jafntefli:8 (24%)

Síðasti sigur HK: Pepsi Max deildin 2019
Síðasti sigur KA: Pepsi Max deildin 2021
Síðasta jafntefli: Pepsi Max deildin 2021

Fyrir leik
Gengi HK HK hafa byrjað tímabilið virkilega vel og endurspeglast það í þeirri staðreynd að þeir sitja í 3.sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 umferðir. HK var spáð falli fyrir tímabilið af mörgum spámönnum en miðað við spilamennsku liðsins er fátt sem bendir til þess að sá draugur muni vaka yfir þeim.

Síðasti leikur:
HK ,,heimsóttu" KR í síðasta leik sem fram fór á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi. Þar sem heimavöllur KR er ekki klár urðu KR-ingar að flytja heimaleikinn á Seltjarnarnesið.
Það voru HK-ingar sem fögnuðu sigri í þeim leik þar sem þeir sigruðu með einu marki gegn engu og var það Arnþór Ari Atlason sem reyndist hetja HK-inga í þessum leik þegar hann skoraði sigurmarkið á 8.mín leiksins og þar við sat.

Mörk HK til þessa:
HK hafa skorað 11 mörk á tímabilinu til þessa og hafa þau raðast svona:

Örvar Eggersson - 4 Mörk
Ívar Örn Jónsson - 1 Mark
Marciano Aziz - 1 Mark
Atli Þór Jónasson - 1 Mark
Atli Hrafn Andrason - 1 Mark
Arnþór Ari Atlason - 1 Mark
Atli Arnarson - 1 Mark


Fyrir leik
Gengi KA KA hafa ekki byrjað jafn sterkt og þeir vonuðust til í upphafi móts. KA setti þá pressu á sig fyrir mót að vera með í umræðunni um titilbaráttulið eftir gott gengi í fyrra þar sem þeir enduðu í 2.sæti en sitja eftir 5 umferðir í 5.sæti deildarinnar með 8 stig.

Síðasti leikur:

KA tóku á móti FH í 5.umferð Bestu deildarinnar og höfðu þar starkan sigur með fjórum mörkum gegn tveim. Daníel Hafsteinsson opnaði leikinn með marki á 45+8 mín og tvöfaldaði Pætur Petersen muninn á 50.mín áður en FH náðu inn marki frá Herði Ing Gunnarssyni. Sveinn Margeir Hauksson bætti við marki fyrir KA áður en Úlfur Ágúst Björnsson skoraði úr víti fyrir FH en það var svo Elfar Árni Aðalsteinsson sem innsiglaði sigur KA með marki á 88.mín og þar við sat.

Mörk KA til þessa:
KA hafa skorað 8 mörk á tímabilinu til þessa og hafa þau raðast svona:

Þorri Mar Þórisson - 2 Mörk
Ásgeir Sigurgeirsson - 1 Mark
Sveinn Margeir Hauksson - 1 Mark
Daníel Hafsteinsson - 1 Mark
Elfar Árni Aðalsteinsson - 1 Mark
Pætur Petersen - 1 Mark
Bjarni Aðalsteinsson - 1 Mark

Fyrir leik
Stöðutaflan eftir 5 umferðir Þegar félögin hafa spilað 5 umferðir lítur taflan svona út:

1.Víkingur R - 15 stig
2.Valur - 12 stig
3.HK - 10 stig
4.Breiðablik - 9 stig
5.KA - 8 stig
6.FH - 7 stig
----------
7.ÍBV - 6 stig
8.Fram - 5 stig
9.KR - 4 stig
10.Keflavík - 4 stig
11.Stjarnan - 3 stig
12.Fylkir - 3 stig

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kórnum þar sem HK og KA eigast við í 6.umferð Bestu deildar karla.


Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('83)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
8. Pætur Petersen ('46)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson ('65)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('65)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('81)

Varamenn:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('65)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('46)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen ('83)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('65)
37. Harley Willard ('81)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Ingimar Torbjörnsson Stöle ('85)
Steinþór Már Auðunsson ('93)

Rauð spjöld: