Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
Stjarnan
Orri Sigurjónsson '28 1-0
Aron Jóhannsson '59 2-0
2-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason '83
08.05.2023  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 13 gráður, rigning á köflum. Gervigrasið brilliant.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 834
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Orri Sigurjónsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('67)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('75)
7. Aron Jóhannsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('83)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('83)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
5. Delphin Tshiembe
8. Albert Hafsteinsson ('67)
9. Þórir Guðjónsson ('75)
14. Hlynur Atli Magnússon ('83)
15. Breki Baldursson
22. Óskar Jónsson ('83)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Annar sigur Fram í röð Leiknum er lokið með sigri Fram sem vinnur sinn annan leik í röð. Verður sigurinn að teljast sanngjarn þegar á heildina er litið.

Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.
90. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Stjarnan)
90. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
90. mín
VAR ÞETTA HENDI?! Stjörnumenn ekki sáttir og vildu fá vítaspyrnu. Mér sýndist boltinn fara í hendina aá leikmanni Fram inn í teig.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við Að minnsta kosti.
90. mín
Fram er aðeins að leika sér að eldinum og Stjörnumenn eru að ganga á lagið, en er það of seint?
87. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
86. mín
Enn tekst Fram ekki að halda hreinu í sumar.
83. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
83. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
83. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Á STJARNAN SÉNS?! Ísak Andri með sendingu á Guðmund Baldvin sem er ný kominn inn á, inn í teig Fram og Guðmundur Baldvin setur boltan í fjærhornið fram hjá Ólafi Íshólm.

Er þetta of lítið, of seint?
81. mín
ÓLAFUR ÍSHÓLM! Ólafur Íshólm varði dauða dauða dauða færi sem Ísak Andri fékk, frábær varsla!
80. mín
Fram fær bara allan tíma í heiminum á vallarhelmingi Stjörnunnar. Með skynsamlegra spili og færslum hefði þetta átt að enda með marki.
79. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
79. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
75. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
75. mín
Frábær varnaleikur hjá Brynjari Gauta. Hann og Ísak Andri voru komnir í kapphlaup um boltann inn í teig Fram, Brynjar renndi sér í veg fyrir Ísak Andra og tók boltann. Virkilega vel gert.
70. mín
Ég kannski þarf að borða hatt minn (ef ég ætti slíkann) en ég sé ekki með nokkru móti að Stjörnumenn muni fá eitthvað út úr þessum leik.
67. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
63. mín
Stjörnumenn virka hugmyndasnauðir og ná ekki að skapa sér eitt eða neitt með boltann.
60. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
59. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
LITLA MARKIÐ! Fred sendir boltann á Aron sem tók boltann í fyrstu snertingu af tuttugu metrunum og neglir boltanum neðarlega í vinstra hornið.

Óverjandi fyrir Árna Snæ.
51. mín
Spilamennska Fram í þessum leik er búin að vera á tíðum bara hreint frábær. Enda fá þeir nægt rými frá Stjörnumönnum til að spila boltanum á milli sín og í raun dóla sér með boltann.

En ef þeir fara ekki að nýta sér þessa stöðu betur að þá get ég alveg séð Stjörnumenn setja mark í grímuna á þeim.
50. mín
Illa farið með gott færi! Fram með frábært spil upp völlinn sem skilaði sér í því að Tiago komst í mjög álitlegt færi inn í teignum en hittir boltann illa og skotið geigar.
46. mín
Seinni er hafinn! Engin breyting hjá hvorugu liðinu en vonandi verður meira fjör í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Við viljum fá fleiri mörk í þetta allavegana.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Úlfársárdalnum. Fram er einu marki yfir og það verður að segjast að sé sanngjarnt.

Fáum okkur kaffi og með´í og sjáum hvað seinni hálfleikur ber með sér eftir c.a. 15 mín.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við að minnsta kosti.
43. mín
Tryggvi Snær með skot að marki Stjörnunnar, rétt yfir markið. Góð tilraun. En fram að skotinu voru Frammarar búnir að vera með boltann í nokkursskonar reitarbolta sín á milli í alveg góðar tvær til þrjár mínútur án þess að Stjörnumenn væru eitthvað að pressa á þá.
41. mín
Fram eru að verjast sóknaráhlaupum Stjörnunnar vel. Virðast vera með öll tök á leiknum en maður hefur á tilfinningunni að það þurfi ekkert mikið til að það komi annað mark í þennan leik og það gæti dottið öðru hvoru megin.
36. mín
Það hefur lifnað yfir Stjörnumönnum eftir að þeir lentu undir. En það vantar einhvern herslumun.
31. mín
ORRI BJARGAR Á LÍNU Orri Sigurjóns, markaskorarinn bjargar á línu eftir skot frá Sindra Þór þegar Stjarnan fékk hornspyrnu. Öflugar mínútur hjá Orra!
28. mín MARK!
Orri Sigurjónsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
MAAAARKKKKK Það kom að því!

Fram með sína fimmtu hornspyrnu í leiknum, Fred tók góða spyrnu inn í teiginn, þar mætti Orri Sigurjóns og flikkaði boltanum í markið.

Lélegur varnarleikur hjá Stjörnunni en vel gert hjá Orra.
26. mín
Úfff!

Frábær aukspyrna sem Jóhann Árni tók, boltinn sveif inn í teig Fram og þar var Ísak Andri mættur og náði að pota höfðinu í boltann en hitti hann ekki nógu vel.
25. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
24. mín
Fyrsta skot Stjörnunar á markið Heiðar Ægisson með gott skot á mark Fram fyrir töluvert fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Skotið var gott og fast, alls ekki vitlaus tilraun en Ólafur Íshólm gerði vel.
18. mín
Stjarnan ekki átt skot á markið Stjörnumenn þurfa aðeins að stíga upp ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessum leik. Þeir hafa ekki átt skot á markið enn sem komið er og er Fram með öll völd á leiknum.
16. mín
Vel varið hjá Árna Snæ!

Flott sókn Fram sem skilaði sér í skoti frá Fred við vítateigslínuna, skotið var fast en eins og áður segir varði Árni mjög vel.
10. mín
Fred með skot af c.a. 25 metrunum beint á markið. Árni Snæt átti ekki í vandræðum með að verja það.
9. mín
Stjarnan hefur varla komist upp fyrir miðlínuna síðustu mínútur. Mómentið er með Fram eins og er.
7. mín
Hættulegur skalli eftir hornspyrnu sem Fram fékk. Brynjar Gauti hoppaði hæstur í teignum og náði góðum skalla sem Árni Snær greip vel.
5. mín
Fram búnir að pressa vel á Stjörnuna síðustu tvær mínútur. Brynjar Gauti fékk svo högg frá Gumma Kristjáns og lá eftir og leikurinn stöðvaðist. En Brynjar er staðinn upp og virðist allt í lagi með hann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Stjarnan byrjar með boltann og spila í átt að Grafarvoginum eða svona í þá átt circa.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Fram vann ÍBV 3 - 1 í síðustu umferð. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram gerir tvær breytingar á liði sínu. Brynjar Gauti Guðjónsson er kominn aftur inn í liðið eftir meiðsli og sest Hlynur Atli á bekkinn. Svo fer Albert Hafsteinsson á bekkinn í stað Tryggva Snæ Geirsson.

Stjarnan tapaði 0 - 2 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð. Ágúst Gylfason gerir eina breytingingu á liði sínu. Hilmar Árni Halldórsson byrjar í stað Kjartans Má Kjartanssonar sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Dómaratríóið Pétur Guðmundsson er sá sem heldur um flautuna í kvöld.
Bryngeir Valdimarsson er AD1

Guðmundur Ingi Bjarnason er AD2
Fyrir leik
Jafnteflisárið 2022 Liðin mættust tvisvar sinnum á síðasta tímabili og gerðu jafntefli í báðum leikjum.

1 - 1 fór fyrri leikur liðanna þann 7. maí í fyrra í Garðabænum þar sem Emil Atlason skoraði mark Stjörnunnar og Guðmundur Magnússon mark Fram.

Er liðin mættust svo þann 3. ágúst í Úlfársárdalnum fóru leikar 2 - 2 þar sem Tiago skoraði bæði mörk Fram og Emil Atlason og Guðmundur Baldvin Nökkvason skoruðu mörk Stjörnunnar.
Fyrir leik
Spáir sigri Stjörnunnar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks, spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hún spáir því að Stjarnan vinni í kvöld.

Fram 3 - 1 Stjarnan
Stjarnan klárar þennan leik, þægilegur 0-3 sigur og Gummi Elite setur 2 mörk og verður sterkastur í þessari umferð.
Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan er í 11. sæti deildarinnar með 3.stig. 1 sigur og 4 töp og hafa þeir skorað 7 mörk en fengið á sig 12.

Það hefur verið áhyggjuefni þeirra hversu mikið af mörkum þeir hafa fengið á sig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag.
Fyrir leik
Fram Fram situr í 8.sæti deildarinnar með 5 stig. Einn sigur, 2 jafntefli og 2 töp. Þeir hafa skorað 11 mörk og fengið á sig 12. Leikir þeirra eru yfirleitt gríðarlega fjörugir og mikið af mörkum. Vonandi verður svo um að vera í kvöld.
Fyrir leik
Ísak Andri Sigurgeirsson er markahæstur Stjörnumanna með þrjú mörk.
Fyrir leik
Guðmundur Magnússon er markahæstur Frammara og annar markahæsti maður deildarinnar í sumar með 4 mörk. En hann einmitt skoraði í 3 - 1 sigri Fram á ÍBV í síðustu umferð.
Fyrir leik
Velkomin í Úlfársárdal! Komið sæl og blessuð lesendur góðir og velkomin í beina textalýsingu frá leik í 6. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu þar sem gestgjafarnir í Fram fá Garðbæingana í Stjörnunni í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15

Textalýsingar kvöldsins:
20:15 Fylkir - Breiðablik
19:15 FH - Keflavík
19:15 Fram - Stjarnan
18:00 ÍBV- Víkingur
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson ('79)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('60)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('79)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('79)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
30. Kjartan Már Kjartansson ('79)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('87)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('90)
Ágúst Þór Gylfason ('90)

Rauð spjöld: