Nettóhöllin-gervigras
sunnudagur 14. maí 2023  kl. 17:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólin skín en nokkur vindur og svalt.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Örvar Eggertsson
Keflavík 0 - 2 HK
0-1 Arnþór Ari Atlason ('41)
0-2 Örvar Eggertsson ('63)
Myndir: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras ('7)
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('60)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Viktor Andri Hafþórsson ('72)
10. Dagur Ingi Valsson ('46)
11. Stefan Ljubicic
25. Frans Elvarsson (f)
50. Oleksii Kovtun
89. Jordan Smylie ('60)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Daníel Gylfason
16. Sindri Þór Guðmundsson ('7)
18. Ernir Bjarnason ('60)
19. Edon Osmani ('46)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('72)
86. Marley Blair ('60)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Oleksii Kovtun ('50)
Jordan Smylie ('53)
Sindri Snær Magnússon ('78)
Frans Elvarsson ('89)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Þægilegur 2-0 sigur HK staðreynd.

Þurftu enga glansframmistöðu en stigin eru þeirra.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
93. mín
Tvö horn í röð fara forgörðum hjá Keflavík.

Ekki verið líklegir fyrir framan markið í dag því miður.

Einkenni liðs sem er rúið sjálfstrausti?
Eyða Breyta
92. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Og annað.
Eyða Breyta
91. mín Birnir Breki Burknason (HK) Örvar Eggertsson (HK)

Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (HK)
Stöðvar Marley Blair í skyndisókn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti fjórar mínútur.
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Brýtur af sér út við hliðarlínu til móts við vítateig Keflavíkur.
Eyða Breyta
89. mín
Sindri Snær reynir skotið en hátt hátt yfir,
Eyða Breyta
88. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á fínum stað til fyrirgjafar. Þurfa að fara að gera eitthvað vilji þeir freista þess að bjarga allavega stigi.
Eyða Breyta
86. mín
Örvar með skalla að marki eftir horn frá hægri en hittir ekki markið. Reyndar svo langt frá því að boltinn fer í innkast.
Eyða Breyta
84. mín
HK fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
81. mín Atli Þór Jónasson (HK) Eyþór Aron Wöhler (HK)

Eyða Breyta
81. mín Ívar Orri Gissurarson (HK) Atli Hrafn Andrason (HK)

Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
gult fyrir tuð
Eyða Breyta
78. mín
Aukaspyrna frá vinstri berst á Örvar sem nær að taka boltann niður og fellur við. Horfir vonaraugum á Einar sem veifar leikinn áfram.
Eyða Breyta
75. mín
Marley Blair reynir hér að brjótast í gegnum vörn HK frá vinstri en er stöðvaður og HK hreinsar.
Eyða Breyta
73. mín Hassan Jalloh (HK) Atli Arnarson (HK)

Eyða Breyta
73. mín Brynjar Snær Pálsson (HK) Marciano Aziz (HK)

Eyða Breyta
72. mín Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík)

Eyða Breyta
68. mín
Keflvíkingar lítið ógnað marki HK að ráði í leiknum fyrir utan dauðafæri Sindra Snæs fyrr í hálfleiknum.

Varnarlína HK verið þétt og það sem skilar sér yfir eða í gegnum honum endar í öruggum höndum Arnars þar fyrir aftan.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Örvar Eggertsson (HK)
Nei það er Örvar sem skorar beint úr spyrnunni!

Setur boltann fast í markmannshornið og framhjá Mathias í marki Keflavíkur sem leit alls ekki vel út þarna.
Set risastórt spurningamerki við hann í þessu marki en tek ekkert af Örvari sem var að skora sitt fimmta mark í deildinni í sumar.
Eyða Breyta
62. mín
HK fær aukaspyrnu á hættulegum stað eftir brot á Eyþóri.

Mundar Aukaspyrnu Ívar skotfótinn?
Eyða Breyta
61. mín
Sindri Snær í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Marley Blair.

Fyrir opnu marki setur Sindri boltann framhjá úr teignum.

Svona færi verða að nýtast svo einfalt er það.
Eyða Breyta
60. mín Marley Blair (Keflavík) Jordan Smylie (Keflavík)

Eyða Breyta
60. mín Ernir Bjarnason (Keflavík) Magnús Þór Magnússon (Keflavík)

Eyða Breyta
59. mín
Ahmad Faqa í prýðisfæri eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni en áttar sig ekki á hversu einn hann er og reynir að skalla boltann fyrir markið í stað þess að skalla á markið. Ekkert verður úr.
Eyða Breyta
56. mín
Jordan Smylíe í fínum séns í teig HK eftir fyrirgjöf frá hægri en fer afar illa með stöðuna og nær ekki að setja boltann á markið.
Eyða Breyta
55. mín
Keflavík sækir, nær upp smá pressu sem endar með skoti frá Sindra Þór, skotið ágætt og veldur Arnari smá hugarangri en hann handsamar boltann í annari tilraun.
Eyða Breyta
54. mín
Eiður Atli með skot úr teignum en beint á Mathias.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Jordan Smylie (Keflavík)
Pirringsbrot á Ívari Erni, alltof seinn og fer beint afan í kálfann á honum klárt gult.
Eyða Breyta
51. mín
Ívar Örn með aukaspyrnu fyrir markið en boltinn beint í fang Mathias.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Oleksii Kovtun (Keflavík)
Kovtun fyrstur í bókina.

Uppsafnað líklega.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn fara að stað í þessum síðari hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Edon Osmani (Keflavík) Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Keflavík gerir breytingu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Tilþrifalitlum fyrri hálfleik lokið. Við eru þó komin með mark frá gestunum sem leiða hér.

Vona að góðar fréttir berist af Nacho Heras sem þurfti að fara vegna meiðsla en hann var sárþjáður er hann var fluttur á brott af sjúkrabíl hér áðan.
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að minnsta kosti tvær mínútur.
Eyða Breyta
44. mín
Örvar í hörkufæri í teignum eftir aðra snögga sókn en setur boltann beint á Mathias sem gerir reyndar vel í að verja af stuttu færi.

HKingar svo dæmdir brotlegir í kjölfarið.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Arnþór Ari Atlason (HK), Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Einföld uppskrift skyndisókn og mark
Gestirnir sækja hratt upp völlinn. Boltinn út til vinstri á Atla Hrafn sem setur boltann fyrir markið þar sem Arnþór Ari mætir á fjær og setur boltann framhjá Mathias í markinu úr þröngu færi.

Gestirnir leiða.
Eyða Breyta
39. mín
Keflvíkingar í dauðafæri en ?á ekki valdi á boltanum í teignum!

Sýnist það vera Stefán sem fær boltann í teignum frá Smylie eftir að Viktor Andri hafði hafið sóknina. En nær ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og ná skoti.

Heimamenn kalla eftir hendi í teignum en Einar lætur sér fátt um finnast. Get ekki dæmt um það héðan en það var allavega lykt af þessu.
Eyða Breyta
36. mín
Sindri Þór vinnur horn fyrir Keflavík eftir ágætan sprett. Sindri Snær tekur hornið.

Arnar velur að kýla boltann frá í annað horn, sem ekkert kemur út frá.
Eyða Breyta
32. mín
Skemmtanagildið hér í Keflavík hefur verið takmarkað það sem af er. Baráttan mikil en fátt um fínar sóknir.
Eyða Breyta
28. mín
Fréttir af Nacho Heras. Sjúkrabíll ku vera á leiðinni að sækja Nacho og rennur raunar hér í hlað þegar þessi orð eru skrifuð. Nacho liggur enn sárþjáður við hlið vallarins og er sárþjáður.

Við sendum honum okkar bestu batakveðjur.
Eyða Breyta
26. mín
Eyþór Aron með ágæt tilþrif við teig Keflavíkur, dansar fram hjá tveimur og nær skoti en krafturinn lítill og Mathias ekki í teljandi vandræðum með að koma sér fyrir boltann og halda honum.
Eyða Breyta
24. mín
Ágæt sókn Keflavíkur endar með skoti af varnarmanni og afturfyrir. Fyrsta hornspyrna heimamanna.
Eyða Breyta
18. mín
Stefán Ljub með skalla að marki HK eftir fyrirgjöf frá hægri, kraftlaus og beint á Arnar sem grípur örugglega.
Eyða Breyta
17. mín
HK að fá hér fyrsta ágæta sénsinn, Örvar gerir vel hægra megin í teignum og kemst upp að endalínu. Setur boltann fyrir markið sem berst á Eyþór sem reynir skotið en boltinn í varnarmann. Frákastið aftur á Örvar en flaggið á loft.
Eyða Breyta
15. mín
Eyþór Aron með sprettinn en Keflvíkingar koma boltanum af tánum á honum og afturfyrir í horn.

Hornspyrnan skilar engu.
Eyða Breyta
15. mín
Þetta er rosalega rólegt hvað varðar færasköpun og fallegan fótbolta verður að segjast. Baráttan í fyrirrúmi.
Eyða Breyta
10. mín
Gestirnir úr Kópavogi verið sprækari það sem af er. En engin færi litið dagsins ljós.
Eyða Breyta
7. mín Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Nacho Heras (Keflavík)
Nacho hefur lokið leik. Vonum auðvitað að þetta sé ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
6. mín
Nacho virkar sárþjáður og þetta lítur hreinlega ekki vel út. En hvað gerðist get ég ómögulega sagt því þetta gerðist utan minnar sjónlínu.
Eyða Breyta
4. mín
Nacho Heras liggur utan vallar og þarf aðhlynningu. Varamaður sendur að hita upp.

Sýnist Nacho halda um hnéð.
Eyða Breyta
3. mín
Halda boltanum hátt á vellinum eftir slaka hornspyrnu en sending Marciano fyrir markið beint í fang Mathias í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
2. mín
HK sækir og uppsker hornspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað.

HK sparkar þessu leik af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar.
Styttist í þetta, liðin að ganga til vallar.

Einar Ingi Jóhannsson dómari leiksins er klár en honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson. Helgi Mikael Jónasson er þá fjórði dómari.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt í hús
Keflavík gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn FH á dögunum. Daníel Gylfason, Ernir Bjarnason, Marley Blair og Edon Osmani fá sér sæti á varamannabekknum fyrir Axel Inga Jóhannesson, Frans Elvarsson, Viktor Andra Hafþórsson og Stefán Ljubicic. Sami Kamel er þá enn frá vegna meiðsla. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tekur svo út leikbann.

Hjá HK gerir Ómar Ingi eina breytingu frá liðinu sem mætti KA, Birkir Valur Jónsson er ekki meðal leikmanna í dag og kemur Eiður Atli Rúnarsson ínn í liðið í hans stað.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigurður Ragnar með ákall til Keflvíkinga

Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaðurinn
Það skal engan undra að spámaður umferðarinnar í þetta sinn sé bjartsýnn fyrir hönd Keflavíkur endar er spámaðurinn enginn annar en stórsöngvarinn og Keflvíkingurinn Valdimar Guðmundsson. Sem þessa dagana setur á svið Knattspyrnuleikritið Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar.
Um leikinn hér í Keflavík var Valdimar stuttorður en afskaplega hnitmaðuður í svörum.

Keflavík 2 - 0 HK
Kebblæk!

Valdimar með Pumasveitinni í Landsbankamörkunum árið 2005

Eyða Breyta
Fyrir leik
Innkastið eftir síðustu umferð
Elvar Geir ritstjóri Fótbolta.net og blaðamennirnir Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn fóru yfir leiki síðustu umferðar í Innkastinu og veltu þar steinum og skoðuðu málin ofan í kjölinn.

Ummæli Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 2-1 tapið gegn FH vöktu athygli. Í viðtali eftir leikinn sagðist hann mjög ánægður með frammistöðu sinna manna og talaði um að þeir hefðu veitt FH verðuga samkeppni.

„Mér finnst hann tala eins og Keflavík sé ekki í Bestu deildinni, það er eins og þeir haldi að þeir séu bara gestir í deildinni. Hann talar eins og FH sé eitt besta lið landsins sem það er alls ekki, þarna átti að vera möguleiki fyrir Keflavík að ná í jafnvel öll stigin. Þú átt bara að vera drullusvekktur með að fara tómhentur úr leik á móti FH eins og staðan er í dag." segir Elvar Geir í Innkastinu.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Takmörkuð gleði hefur ríkt í Keflavík eftir sigur í fyrsta leik mótsins gegn Fylki. Aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir það og núll stig fengist í pokann góða á heimavelli. Hvað veldur skal ósagt látið en ljóst er þó að Keflvíkingar þurfa að fara að setja stig á töfluna ætli þeir sér ekki að eyða sumrinu í harðri botnbaráttu.

Þess ber þó að geta að Keflavík hefur verið óheppið með meiðsli lykilmanna á þessum fyrstu vikum mótsins og stórir póstar eins og Frans Elvarsson, Stefán Ljubicic og Sami Kamel misst út leiki að undanförnu.



Eyða Breyta
Fyrir leik
HK

Gestirnir úr Kópavogi hafa verið sprækir í upphafi móts. Þótt öll lið vilji vissulega vinna alla leiki hugsa ég að það séu fáir ósáttir með uppskeru upp á tíu stig að loknum sex umferðum í Kórnum þó möguleikar hafi vissulega verið á að hafa þau ögn fleiri.

Það verður því ekki tekið af Ómari Inga Guðmundssyni og hans mönnum að byrjun liðsins sem nýliðar sé vel ásættanleg. Nú ríður þó á fyrir liðið að bæta í þegar fyrsta fjórðungi mótsins lýkur því oft höfum við séð nýliða byrja af krafti en gefa svo eftir þegar lengra er komið inní mótið og enda með að falla.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Bestu deildar dagur
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin líkt og alltaf í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net fré leik Keflavíkur og HK í sjöundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn í dag fer fram líkt og fyrri heimaleikir Keflavíkur á þessu tímabili á gervigrasinu við Reykjaneshöllina.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
7. Örvar Eggertsson ('91)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('81)
11. Marciano Aziz ('73)
16. Eiður Atli Rúnarsson
18. Atli Arnarson ('73)
21. Ívar Örn Jónsson
77. Eyþór Aron Wöhler ('81)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('81)
14. Brynjar Snær Pálsson ('73)
15. Hákon Freyr Jónsson
19. Birnir Breki Burknason ('91)
23. Hassan Jalloh ('73)
30. Atli Þór Jónasson ('81)

Liðstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Örvar Eggertsson ('91)

Rauð spjöld: