Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 08. maí 2023 22:24
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Við létum FH hafa fyrir stigunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Keflavík áttust við í 6. umferð Bestu deildar karla í kvöld þar sem FH vann leikinn 2-1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur og hann var svekktur með að ná engum stigum úr þessum leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

„Ég er bara stoltur af Keflavíkur liðinu og mér fannst mikil bæting í leik liðsins, við fórum pínu illa með færin okkar sem við fáum í leiknum. Mér fannst við sýna frábært spirit þegar við minnkum muninn hérna í seinni hálfleik og látum FH virkilega hafa fyrir stigunum og ég vil að við tökum með okkur það í næsta leik á móti HK. En mér fannst við geta nýtt færin okkar betur en ég var ánægður með marga leikmenn sem komu inn hjá okkur í dag því það vantar marga góða leikmenn og þeir sem komu inn þeir sýndu þetta spirit sem við viljum sjá hjá liðinu og já. Ódýr mörk sem við gáfum í dag, sérstaklega annað þeirra og svona heppnis stimpill yfir því. Hann tekur hælspyrnu á kantinum í gegnum klofið á tveimur leikmönnum og beint á FHing, þannig maður svona hugsaði að heppnin er ekki alveg með okkur. Við erum búnir að skapa haug af færum í sumar en ekki nýtt það nógu vel."

Sigurður gerði 4 breytingar á leikmannahópnum fyrir leik þar sem 3 af þeim sem voru teknir út voru ekki í leikmannhóp.

„Þeir eru bara, hvað á ég að segja, meiddir. Við verðum bara að sjá hvort þeir verða tilbúnir í næsta leik en þeir voru allavega meiddir í dag."

Leikmenn Keflavíkur voru nokkuð mistækir í dag og það sást best í marki Kjartan Henry þar sem leikmaður Keflavíkur gefur í raun boltan á hann.

„Edon gerir mistök í markinu sem Kjartan Henry skorar, á slæma sendingu á stórhættulegum stað og leggur í rauninni upp markið fyrir hann og hann þarf bara að læra af því. Hann er ungur og menn þurfa að gera mistök þegar þeir eru ungir og þeir þurfa bara að læra þessir ungu þegar þeir fá tækifæri. Hitt markið fannst mér heppnis stimpill yfir en það er vissulega vel klárað mark. En við gátum líka skorað mörk, Smylie sleppur einn í gegn í fyrri hálfleik og Smylie fékk tvö færi held ég einn á móti Sindra, við þurfum að gera betur líka þar en þetta er allt að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sigurður talar nánar um gengi Kefalvíkur á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner