Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 08. maí 2023 22:24
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Við létum FH hafa fyrir stigunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Keflavík áttust við í 6. umferð Bestu deildar karla í kvöld þar sem FH vann leikinn 2-1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur og hann var svekktur með að ná engum stigum úr þessum leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

„Ég er bara stoltur af Keflavíkur liðinu og mér fannst mikil bæting í leik liðsins, við fórum pínu illa með færin okkar sem við fáum í leiknum. Mér fannst við sýna frábært spirit þegar við minnkum muninn hérna í seinni hálfleik og látum FH virkilega hafa fyrir stigunum og ég vil að við tökum með okkur það í næsta leik á móti HK. En mér fannst við geta nýtt færin okkar betur en ég var ánægður með marga leikmenn sem komu inn hjá okkur í dag því það vantar marga góða leikmenn og þeir sem komu inn þeir sýndu þetta spirit sem við viljum sjá hjá liðinu og já. Ódýr mörk sem við gáfum í dag, sérstaklega annað þeirra og svona heppnis stimpill yfir því. Hann tekur hælspyrnu á kantinum í gegnum klofið á tveimur leikmönnum og beint á FHing, þannig maður svona hugsaði að heppnin er ekki alveg með okkur. Við erum búnir að skapa haug af færum í sumar en ekki nýtt það nógu vel."

Sigurður gerði 4 breytingar á leikmannahópnum fyrir leik þar sem 3 af þeim sem voru teknir út voru ekki í leikmannhóp.

„Þeir eru bara, hvað á ég að segja, meiddir. Við verðum bara að sjá hvort þeir verða tilbúnir í næsta leik en þeir voru allavega meiddir í dag."

Leikmenn Keflavíkur voru nokkuð mistækir í dag og það sást best í marki Kjartan Henry þar sem leikmaður Keflavíkur gefur í raun boltan á hann.

„Edon gerir mistök í markinu sem Kjartan Henry skorar, á slæma sendingu á stórhættulegum stað og leggur í rauninni upp markið fyrir hann og hann þarf bara að læra af því. Hann er ungur og menn þurfa að gera mistök þegar þeir eru ungir og þeir þurfa bara að læra þessir ungu þegar þeir fá tækifæri. Hitt markið fannst mér heppnis stimpill yfir en það er vissulega vel klárað mark. En við gátum líka skorað mörk, Smylie sleppur einn í gegn í fyrri hálfleik og Smylie fékk tvö færi held ég einn á móti Sindra, við þurfum að gera betur líka þar en þetta er allt að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sigurður talar nánar um gengi Kefalvíkur á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner