Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   mán 08. maí 2023 22:24
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Við létum FH hafa fyrir stigunum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Keflavík áttust við í 6. umferð Bestu deildar karla í kvöld þar sem FH vann leikinn 2-1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur og hann var svekktur með að ná engum stigum úr þessum leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

„Ég er bara stoltur af Keflavíkur liðinu og mér fannst mikil bæting í leik liðsins, við fórum pínu illa með færin okkar sem við fáum í leiknum. Mér fannst við sýna frábært spirit þegar við minnkum muninn hérna í seinni hálfleik og látum FH virkilega hafa fyrir stigunum og ég vil að við tökum með okkur það í næsta leik á móti HK. En mér fannst við geta nýtt færin okkar betur en ég var ánægður með marga leikmenn sem komu inn hjá okkur í dag því það vantar marga góða leikmenn og þeir sem komu inn þeir sýndu þetta spirit sem við viljum sjá hjá liðinu og já. Ódýr mörk sem við gáfum í dag, sérstaklega annað þeirra og svona heppnis stimpill yfir því. Hann tekur hælspyrnu á kantinum í gegnum klofið á tveimur leikmönnum og beint á FHing, þannig maður svona hugsaði að heppnin er ekki alveg með okkur. Við erum búnir að skapa haug af færum í sumar en ekki nýtt það nógu vel."

Sigurður gerði 4 breytingar á leikmannahópnum fyrir leik þar sem 3 af þeim sem voru teknir út voru ekki í leikmannhóp.

„Þeir eru bara, hvað á ég að segja, meiddir. Við verðum bara að sjá hvort þeir verða tilbúnir í næsta leik en þeir voru allavega meiddir í dag."

Leikmenn Keflavíkur voru nokkuð mistækir í dag og það sást best í marki Kjartan Henry þar sem leikmaður Keflavíkur gefur í raun boltan á hann.

„Edon gerir mistök í markinu sem Kjartan Henry skorar, á slæma sendingu á stórhættulegum stað og leggur í rauninni upp markið fyrir hann og hann þarf bara að læra af því. Hann er ungur og menn þurfa að gera mistök þegar þeir eru ungir og þeir þurfa bara að læra þessir ungu þegar þeir fá tækifæri. Hitt markið fannst mér heppnis stimpill yfir en það er vissulega vel klárað mark. En við gátum líka skorað mörk, Smylie sleppur einn í gegn í fyrri hálfleik og Smylie fékk tvö færi held ég einn á móti Sindra, við þurfum að gera betur líka þar en þetta er allt að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sigurður talar nánar um gengi Kefalvíkur á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner