Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   mán 08. maí 2023 22:24
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Við létum FH hafa fyrir stigunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Keflavík áttust við í 6. umferð Bestu deildar karla í kvöld þar sem FH vann leikinn 2-1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur og hann var svekktur með að ná engum stigum úr þessum leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

„Ég er bara stoltur af Keflavíkur liðinu og mér fannst mikil bæting í leik liðsins, við fórum pínu illa með færin okkar sem við fáum í leiknum. Mér fannst við sýna frábært spirit þegar við minnkum muninn hérna í seinni hálfleik og látum FH virkilega hafa fyrir stigunum og ég vil að við tökum með okkur það í næsta leik á móti HK. En mér fannst við geta nýtt færin okkar betur en ég var ánægður með marga leikmenn sem komu inn hjá okkur í dag því það vantar marga góða leikmenn og þeir sem komu inn þeir sýndu þetta spirit sem við viljum sjá hjá liðinu og já. Ódýr mörk sem við gáfum í dag, sérstaklega annað þeirra og svona heppnis stimpill yfir því. Hann tekur hælspyrnu á kantinum í gegnum klofið á tveimur leikmönnum og beint á FHing, þannig maður svona hugsaði að heppnin er ekki alveg með okkur. Við erum búnir að skapa haug af færum í sumar en ekki nýtt það nógu vel."

Sigurður gerði 4 breytingar á leikmannahópnum fyrir leik þar sem 3 af þeim sem voru teknir út voru ekki í leikmannhóp.

„Þeir eru bara, hvað á ég að segja, meiddir. Við verðum bara að sjá hvort þeir verða tilbúnir í næsta leik en þeir voru allavega meiddir í dag."

Leikmenn Keflavíkur voru nokkuð mistækir í dag og það sást best í marki Kjartan Henry þar sem leikmaður Keflavíkur gefur í raun boltan á hann.

„Edon gerir mistök í markinu sem Kjartan Henry skorar, á slæma sendingu á stórhættulegum stað og leggur í rauninni upp markið fyrir hann og hann þarf bara að læra af því. Hann er ungur og menn þurfa að gera mistök þegar þeir eru ungir og þeir þurfa bara að læra þessir ungu þegar þeir fá tækifæri. Hitt markið fannst mér heppnis stimpill yfir en það er vissulega vel klárað mark. En við gátum líka skorað mörk, Smylie sleppur einn í gegn í fyrri hálfleik og Smylie fékk tvö færi held ég einn á móti Sindra, við þurfum að gera betur líka þar en þetta er allt að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sigurður talar nánar um gengi Kefalvíkur á tímabilinu.


Athugasemdir
banner