Fylkir
3
3
KR
Þórður Gunnar Hafþórsson
'8
1-0
1-1
Jóhannes Kristinn Bjarnason
'12
1-2
Theodór Elmar Bjarnason
'19
Nikulás Val Gunnarsson
'45
2-2
Benedikt Daríus Garðarsson
'64
3-2
3-3
Theodór Elmar Bjarnason
'71
01.06.2023 - 19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Flottar, léttskýjað og 3 m/s
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1.240
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason - KR
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Flottar, léttskýjað og 3 m/s
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1.240
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason - KR
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
('62)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Emil Ásmundsson
('7)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
77. Óskar Borgþórsson
Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson
('7)
14. Theodór Ingi Óskarsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson
('62)
22. Ómar Björn Stefánsson
Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson
Gul spjöld:
Arnór Breki Ásþórsson ('86)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sveiflukennt og kaflaskipt!
Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þegar allt er tekið saman.
89. mín
Jóhannes Kristinn vinnur hornspyrnu fyrir KR. Barningur í teignum en Fylkismenn ná að hreinsa frá.
88. mín
Fylkismenn ná smá spilkafla og koma sér inn í teig KR-inga en þetta endar með markspyrnu.
86. mín
Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Togaði í Luke Rae, skólabókardæmi um gult spjald.
84. mín
KR fær aukaspyrnu með fyrigjafarmöguleika. Öby með spyrnu inn í teiginn en Fylkismenn ná að koma boltanum frá.
Það er spenna í lofti.
Það er spenna í lofti.
77. mín
Sveiflukennt!
Skyndilega eru það KR-ingar sem eru líklegri og hafa sótt meira eftir að þeir náðu að jafna í 3-3. Kennie Chopart með skot yfir markið.
76. mín
Dómaraskipting
Einar Ingi fer meiddur af velli og inn kemur varadómarinn Twana Khalid Ahmed. Hans fyrsti leikur í efstu deild.
Einar Ingi fer meiddur af velli og inn kemur varadómarinn Twana Khalid Ahmed. Hans fyrsti leikur í efstu deild.
74. mín
Bikarleikurinn fór 3-4, KR í vil
Þegar þessi lið mættust í liðnum mánuði fögnuðu KR-ingar og komust áfram í bikarnum. Mun það endurtaka sig?
71. mín
MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
KR HEFUR JAFNAÐ!!!!
Nikulás Val og Arnór Gauti með mistök. Kennie Chopart kemst í hörkufæri, Axel Máni hreinsar svo boltann í andlitið á Elmari og inn í markið!
Sérstakt mark og staðan orðin 3-3!
Sérstakt mark og staðan orðin 3-3!
68. mín
Jói Bjarna með fyrirgjöf, Arnór Gauti hreinsar í horn. Stuðningsmenn KR láta vel í sér heyra og hvetja sína menn.
Jói Bjarna með skot úr teignum en framhjá.
Jói Bjarna með skot úr teignum en framhjá.
64. mín
MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Óskar Borgþórsson
Stoðsending: Óskar Borgþórsson
ÞETTA ER SVO VERÐSKULDAÐ!
Óskar með sendinguna fyrir, boltinn breytti aðeins um stefnu af Jakobi en datt fyrir Benedikt Daríus sem var mættur við fjærstöngina og kom boltanum inn!
Fylkir verið mun betra liðið í seinni hálfleik.
Fylkir verið mun betra liðið í seinni hálfleik.
64. mín
Þórður Gunnar búinn að vera ansi líflegur hjá Fylki og búið til alls konar vesen fyrir KR-inga. Nú fór hann niður í teignum og einhverjir kalla eftir víti. Fannst þetta ekki vera neitt.
62. mín
Inn:Axel Máni Guðbjörnsson (Fylkir)
Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Skakkaföllin halda áfram hjá Fylkismönnum.
61. mín
Jakob Franz með hættulegt hlaup upp völlinn. KR-ingar vaða beint í gegnum miðjan völlinn en á endanum nær Ólafur Kristófer að hirða boltann.
Vond tíðindi fyrir Fylki, Orri Sveinn liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
Vond tíðindi fyrir Fylki, Orri Sveinn liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
60. mín
Seinni hálfleikurinn hefur farið fram á vallarhelmingi KR nánast eingöngu. Fylkismenn að stýra ferðinni, Orri Sveinn með skot af löngu færi en hittir boltann ekki ýkja vel. Framhjá fer þessi tilraun.
58. mín
Stórhættuleg sókn Fylkis. Benedikt Daríus með fyrirgjöfina meðfram gervigrasinu en heimamenn ná ekki að koma boltanum yfir línuna.
57. mín
Inn:Kristinn Jónsson (KR)
Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
Kristinn tæpur fyrir leikinn.
55. mín
MJÖG gott færi!
Nikulás Val skallar yfir eftir frábæran undirbúning hjá Þórði Gunnari.
52. mín
Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Braut af sér rétt fyrir utan teiginn. Fannst þetta bara vera öxl í öxl. Mjög strangur dómur og enn strangara að gefa gula spjaldið.
49. mín
Flott sókn hjá Fylki. Arnór Breki með fyrirgjöf sem Aron Snær er í smá vandræðum með en nær að handsama að lokum.
46. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Spurning hvort áreksturinn við Emil hafi gert þetta að verkum?
45. mín
Hrós á Rauða Ljónið
Gaman að skoða mannlífið í hálfleik. Sérstaklega gaman að hitta Val Pál Eiríksson KR-ing og íþróttafréttamann. Hann fræddi mig um það að Rauða Ljónið sé að bjóða upp á rútuferðir og frían bjór fyrir útileiki. Sómi af því.
Lítið um stuðningsmannasveitir í deildinni en KR-ingar í stúkunni hafa gaman og hafa verið virkilega flottir í sumar. Vonandi heldur partíið áfram.
Lítið um stuðningsmannasveitir í deildinni en KR-ingar í stúkunni hafa gaman og hafa verið virkilega flottir í sumar. Vonandi heldur partíið áfram.
45. mín
Skipting hjá Fylki á vallarþulum
Viktor Lekve lætur frá sér hljóðnemann og Þorsteinn Lár tekur við honum. Mikið álag framundan, nóg af leikjum og verið að hvíla.
45. mín
Hálfleikur
Hörkuskemmtun hér í Árbænum!
Í blálok fyrri hálfleiks fékk KR aukaspyrnu, sending inn í teiginn en Fylkismenn komu boltanum frá.
45. mín
MARK!
Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
Stoðsending: Pétur Bjarnason
FYLKISMENN JAFNA EFTIR HORN!
Arnór Breki með hornspyrnuna og markvörður KR í einhverju basli, Pétur Bjarnason með skalla og svo myndast gríðarleg þvaga við marklínuna.
Nikulás Val nær að skófla boltanum inn!
Nikulás Val nær að skófla boltanum inn!
45. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti fimm mínútur. Áreksturinn snemma leiks milli Emils og Finns stærsta ástæða þess.
45. mín
Birkir Eyþórs með fyrirgjöf, Óskar Borgþórs með skot sem dempast af varnarmanni og endar í fangi Arons.
44. mín
Atli Sigurjóns með skot úr aukaspyrnu, fast skot en hittir ekki á rammann. Bjuggust flestir við sendingu inn í teiginn.
41. mín
Fylkismenn talsvert meira með boltann þessar mínútur en KR-ingar að verjast vel.
37. mín
Theodór Elmar tekur skot sem breytir um stefnu af varnarmanni og flýgur framhjá. Hornspyrna.
36. mín
Olav Öby með hættulega spyrnu inn í teiginn en enginn KR-ingur nær snertingu á boltann. Stuttu seinna fær KR svo hornspyrnu.
33. mín
Þórður Gunnar með fyrirgjöf, Aron Snær nær að hirða boltann rétt við tærnar á Pétri Bjarnasyni.
Líf og fjör í þessum leik!
Líf og fjör í þessum leik!
31. mín
STÓRSÓKN HJÁ FYLKI
Benedikt Daríus kemst í hættulega stöðu og á skot sem Aron Snær ver. Svo byrjar mikið fimbulfamb í teignum, boltinn fer næstum því á Óskar í dauðafæri en Aron Þórður bjargar á síðustu stundu.
Feikilega nálægt því að jafna þarna Fylkismenn.
Feikilega nálægt því að jafna þarna Fylkismenn.
29. mín
Atli Sigurjóns skoraði næstum því frá miðju!
Sá að Ólafur Kristófer var of framarleg og tók skotið! Rétt framhjá markinu!
24. mín
KR fékk hornspyrnu og Fylkir hættulega skyndisókn í kjölfarið. Þórður Gunnar fór á siglinguna en KR-ingar snöggir til baka og vörðust vel.
19. mín
MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
VÁ!!! LISTILEGA VEL KLÁRAÐ!
Skyndilega var Theodór Elmar sloppinn í gegn og vippaði frábærlega yfir Ólaf í markinu! Atli Sigurjóns kom boltanum á Elmar eftir innkast.
Orri Sveinn varnarmaður Fylkis rann þegar hann reyndi að verjast Elmari!
Orri Sveinn varnarmaður Fylkis rann þegar hann reyndi að verjast Elmari!
19. mín
Jakob Franz heldur áfram að vera í vandræðum, Pétur Bjarna nálægt því að ræna boltanum af honum.
16. mín
Jói Bjarna með heimsklassa móttöku. Líf í þessum unga leikmanni hér í upphafi leiks. Verið mjög flottur í síðustu leikjum.
12. mín
MARK!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
EKKI LENGI AÐ JAFNA!
KR fékk skyndisókn. Finnur Tómas kom boltanum til vinstri á Elmar, hann renndi boltanum á Ægi sem átti frábæra sendingu á fjærstöngina.
Þar mætti Jói Bjarna og tók boltann í fyrsta og skoraði!
Þar mætti Jói Bjarna og tók boltann í fyrsta og skoraði!
8. mín
MARK!
Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
Stoðsending: Pétur Bjarnason
ÞÓRÐUR HIRÐIR FRÁKASTIÐ!
Jakob Franz með skelfileg mistök! Misreiknar boltann, hittir hann ekki og skyndilega er Pétur Bjarna kominn í dauðafæri.
Pétur vippar yfir Aron í markinu og í þverslána, Þórður mætir svo og hirðir frákastið og skorar! Vestfirska samvinnan.
Pétur vippar yfir Aron í markinu og í þverslána, Þórður mætir svo og hirðir frákastið og skorar! Vestfirska samvinnan.
7. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil getur ekki haldið leik áfram
6. mín
Emil þarf væntanlega að fara út af
Emil Ásmundsson sest niður. Hann var greinilega ekki klár í að halda leik áfram eftir höfuðhöggið áðan. Mögulegur heilahristingur.
5. mín
Kristján Flóki reynir að skalla boltann inn á Ægi Jarl en Ólafur Kristófer í marki Fylkis kemur út af línunni og handsamar knöttinn.
2. mín
Árekstur
"Það er aðeins einn Rúnar Kristins!" syngja stuðningsmenn KR hér í upphafi leiks.
Leikurinn stöðvaður því leikmenn skella harkalega saman. Emil Ásmundsson og Finnur Tómas Pálmason liggja eftir. Skullu saman.
Leikurinn stöðvaður því leikmenn skella harkalega saman. Emil Ásmundsson og Finnur Tómas Pálmason liggja eftir. Skullu saman.
1. mín
Leikurinn er hafinn
Fylkismenn hófu leik. KR-ingar leika í átt að Árbæjarlauginni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Sorgarbönd
Fyrir leikinn er mínútu klapp til minningar um Egil Hrafn, strák í 2. flokki Fylkis sem féll frá nýlega. Leikmenn Fylkis fögnuðu marki í síðustu umferð með því að halda uppi treyju með nafni hans.
Liðin leika með sorgarbönd í kvöld.
Liðin leika með sorgarbönd í kvöld.
Fyrir leik
Veislan að hefjast!
Bestu deildarstefið komið í gang, liðin ganga út á völlinn og Viktor Lekve vallarþulur kynnir liðin.
Góða skemmtun!
Góða skemmtun!
Fyrir leik
U21 landsliðsþjálfarinn er á vellinum
Davíð Snorri Jónasson U21 landsliðsþjálfari er í Lautinni. Þrír í byrjunarliði Fylkis eru löglegir í U21; Ólafur markvörður, Arnór Gauti og Óskar. Tveir í byrjunarliði KR; Jói Bjarna og Jakob Franz.
Davíð Snorri Jónasson U21 landsliðsþjálfari er í Lautinni. Þrír í byrjunarliði Fylkis eru löglegir í U21; Ólafur markvörður, Arnór Gauti og Óskar. Tveir í byrjunarliði KR; Jói Bjarna og Jakob Franz.
Fyrir leik
ÍBV að vinna HK
Það er annar leikur í Bestu deildinni í kvöld og þar er kominn hálfleikur. ÍBV er 2-0 yfir gegn HK. Eyþór Daði Kjartansson, sem sér um lýsingar frá leikjum ÍBV í Bestu deild kvenna hér á Fótbolta.net, skoraði beint úr aukaspyrnu.
Tryggvi Guðmundsson er í Eyjum og textalýsir leiknum.
Tryggvi Guðmundsson er í Eyjum og textalýsir leiknum.
Fyrir leik
Einhver smávægielg meiðsli að plaga Kristin Jónsson og því er hann á bekknum. Smá tæpur. Þetta sagði Rúnar Kristins í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Fyrir leik
Það sást í sól!
Það sást til sólar áðan og það telst hreinlega vera stórfrétt á höfuðborgarsvæðinu. Það er 9 gráðu hiti sem stendur, verið að vökva völlinn og léttir 3 m/s. Það er því hreinlega stórgott fótboltaveður miðað við hvernig tíðin hefur verið.
Fyrir leik
Aron áfram í markinu
Aron Snær Friðriksson er áfram í markinu hjá KR og leikur gegn sínu fyrrum félagi. Simen Lillevik Kjellevold var á bekknum í síðasta leik en hann æfði ekki í aðdraganda leiksins þar sem hann var í Noregi af persónulegum ástæðum.
Aron hélt hreinu gegn Stjörnunni og heldur áfram að verja mark Vesturbæjarliðsins.
Aron Snær Friðriksson er áfram í markinu hjá KR og leikur gegn sínu fyrrum félagi. Simen Lillevik Kjellevold var á bekknum í síðasta leik en hann æfði ekki í aðdraganda leiksins þar sem hann var í Noregi af persónulegum ástæðum.
Aron hélt hreinu gegn Stjörnunni og heldur áfram að verja mark Vesturbæjarliðsins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Fylkismenn eru með óbreytt byrjunarlið frá 2-1 sigri gegn ÍBV. KR-ingar gera hinsvegar eina breytingu. Aron Þórður Albertsson kemur inn í byrjunarliðið en Kristinn Jónsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Jói Bjarna var í Sterkasta liði umferðarinnar
Táningurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason var valinn maður leiksins í sigrinum gegn Stjörnunni. Hann var valinn í Sterkasta lið 9. umferðar en í liðinu voru tveir Fylkismenn.
Táningurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason var valinn maður leiksins í sigrinum gegn Stjörnunni. Hann var valinn í Sterkasta lið 9. umferðar en í liðinu voru tveir Fylkismenn.
Fyrir leik
Rúnar Páll: Það er stemning í okkur
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið er búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir sigurinn gegn ÍBV.
„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna," sagði Rúnar.
Fylkismenn hafa verið án lykilmanna. Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðslalistanum.
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið er búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir sigurinn gegn ÍBV.
„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna," sagði Rúnar.
Fylkismenn hafa verið án lykilmanna. Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Sá skotglaðasti í deildinni
Mér finnst Fylkisvöllur einn skemmtilegasti völlur deildarinnar að heimsækja og var hérna líka á sunnudaginn þegar Fylkir vann ÍBV 2-1. Orri Sveinn Stefánsson og Óskar Borgþórsson voru með mörk Fylkismanna.
Óskar geislar af sjálfstrausti og er óhræddur við að taka skotið. Hann hefur átt flestar skottilraunir allra leikmanna deildarinnar á þessu tímabili. Þeir skora sem skjóta.
Óskar geislar af sjálfstrausti og er óhræddur við að taka skotið. Hann hefur átt flestar skottilraunir allra leikmanna deildarinnar á þessu tímabili. Þeir skora sem skjóta.
Fyrir leik
Vonandi svipað stuð og síðast takk!
Liðin mættust í bikarnum þann 18. maí og þar vann KR 4-3 útisigur í mögnuðum leik. Vonandi fáum við svipað fjör í kvöld! Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net var á bikarleiknum og má lesa umfjöllun hans um leikinn með því smella hérna.
Liðin mættust í bikarnum þann 18. maí og þar vann KR 4-3 útisigur í mögnuðum leik. Vonandi fáum við svipað fjör í kvöld! Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net var á bikarleiknum og má lesa umfjöllun hans um leikinn með því smella hérna.
Fyrir leik
KR búið að tengja saman tvo sigra
Eftir hörmulega byrjun á mótinu hafa KR-ingar tengt saman tvo sigra í röð í Bestu deildinni. Liðið vann Stjörnuna 1-0 við erfiðar aðstæður á lélegu grasi Meistaravalla en umferðina á undan vann liðið útisigur gegn Fram. KR er í áttunda sæti.
„Við erum á betri stað en við vorum þegar við vorum búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki skorað mark þannig við erum á betri stað núna. Við erum ennþá á slæmum stað í deildinni, einhverjum stað sem við viljum ekki vera á, gæti verið verra en við erum búnir að lyfta okkur örlítið frá botnsætinu sem við vorum í," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni.
Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni.
„Við erum á betri stað en við vorum þegar við vorum búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki skorað mark þannig við erum á betri stað núna. Við erum ennþá á slæmum stað í deildinni, einhverjum stað sem við viljum ekki vera á, gæti verið verra en við erum búnir að lyfta okkur örlítið frá botnsætinu sem við vorum í," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni.
Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Aðstoðardómarar: Kristján Már Ólafs og Patrik Freyr Guðmundsson.
Eftirlitsmaður: Twana Khalid Ahmed.
Aðstoðardómarar: Kristján Már Ólafs og Patrik Freyr Guðmundsson.
Eftirlitsmaður: Twana Khalid Ahmed.
Fyrir leik
Lautarferð
10. umferð Bestu deildarinnar. Reykjavíkurslagur. Fylkir - KR á Würth vellinum. Velkomin til leiks!
fimmtudagur 1. júní
18:00 ÍBV-HK (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
fimmtudagur 1. júní
18:00 ÍBV-HK (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
('46)
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason
('68)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
('84)
23. Atli Sigurjónsson
('68)
29. Aron Þórður Albertsson
('57)
Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
('46)
9. Benoný Breki Andrésson
('84)
17. Luke Rae
('68)
19. Kristinn Jónsson
('57)
33. Sigurður Bjartur Hallsson
('68)
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist
Gul spjöld:
Kennie Chopart ('52)
Ægir Jarl Jónasson ('81)
Rauð spjöld: