Eftir að hafa unnið fyrstu níu leiki sína í Bestu deildinni þá tapaði Víkingur fyrir Val í stórleik 9. umferðar deildarinnar. Það er vel við hæfi að Arnar Grétarsson sé þjálfari umferðarinnar.
Þá á Valur tvo leikmenn í liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins, tvö mörk og stoðsending í 3-2 sigri. Hinn 19 ára gamli Hlynur Freyr Karlsson var frábær á miðsvæðinu og í vörninni, hann er í þriðja sinn í liði umferðarinnar. Hann sá um að elta Nikolaj Hansen.
Þá á Valur tvo leikmenn í liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins, tvö mörk og stoðsending í 3-2 sigri. Hinn 19 ára gamli Hlynur Freyr Karlsson var frábær á miðsvæðinu og í vörninni, hann er í þriðja sinn í liði umferðarinnar. Hann sá um að elta Nikolaj Hansen.
Breiðablik náði ekki að notfæra sér það almennilega að Víkingur missti af stigum. Liðið gerði markalaust jafntefli við erfiðar aðstæður í Keflavík. Maður leiksins var Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varnarmaður Keflavíkur en liðið hefur gert jafntefli við tvö af sterkustu liðum landsins í síðustu umferðum. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks er í úrvalsliðinu.
Fylkir vann mikilvægan 2-1 sigur gegn ÍBV og á tvo leikmenn í liðinu; það eru markvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason og miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson sem skoraði jöfnunarmark Árbæinga.
Hinn efnilegi Jóhannes Kristinn Bjarnason var maður leiksins þegar KR vann Stjörnuna á slökum Meistaravöllum. KR-ingar tengja saman sigra.
KA-mönnum er létt eftir 4-2 sigur gegn Fram. Jakob Snær Árnason kom af bekknum og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum. Bjarni Aðalsteinsson skoraði einnig en hann var frábær í liði Akureyringa.
Þá vann FH 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik gegn HK á Kaplakrikavelli. Davíð Snær Jóhannsson var sinfóníustjórinn hjá FH-ingum og Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvívegis.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir