Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
ÍBV
2
2
Fram
0-1 Tiago Fernandes '52
Sverrir Páll Hjaltested '80 1-1
Sverrir Páll Hjaltested '85 2-1
2-2 Þengill Orrason '91
23.09.2023  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Sverri Páll Hjaltested
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Arnar Breki Gunnarsson
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
10. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson ('10)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
31. Viggó Valgeirsson ('61)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
21. Dagur Einarsson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason
10. Kevin Bru ('61)
13. Dwayne Atkinson
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('10) ('61)
18. Bjarki Björn Gunnarsson
19. Breki Ómarsson
24. Michael Jordan Nkololo ('61)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Alvöru lokakafli! Jafntefli niðurstaðan. Framarar voru alveg æfir yfir því að ekkert var flautað þegar haldið var í Má Ægisson í lokin. Pétur sagði ekkert á þetta og skömmu síðar var flautað af. Mögulega var Már fyrir innan hvort eð er. Erfitt að sjá það á þessum hraða.
95. mín
Ólafur Íshólm! Eiður Aron með hörkuskalla sem Óli ver meistaralega! Bjargar stiginu held ég!

Elvis átti fyrirgjöfina.
94. mín
Sverrir Páll kemur sér í skotfæri inn á teignum en auðvitað er það Þengill sem hendir sér fyrir!
93. mín
Liðin í leit að sigurmarki. Eyjamenn sækja þessa stundina.
91. mín MARK!
Þengill Orrason (Fram)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
JÖFNUNARMARK!!!! Aron Jóhannsson tók aukaspyrnuna og mér sýnist þetta vera Þengill sem skallar boltann í netið úr markteignum.

Frábæra aukaspyrna en dekkningin klikkaði þarna hjá heimamönnum!
91. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
91. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Aukaspyrna á vallarhelmingi ÍBV.
89. mín
Fred með hornspyrnuna, Þengill kemst í boltann en skallinn framhjá. Ekki mikil hætta þarna.
88. mín
Fram fær horn!
86. mín
Ólafur vildi fá aukaspyrnu á atvikið áðan. Mín fyrsta hugsun var vítaspyrna, lélegt úthlaup og brot fyrir að hafa farið í Tómas.
85. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
SVERRIR PÁLL!!!! Langur bolti frá Elvis inn á vítateig Fram. Tómas Bent og Ólafur fara upp í boltann og Ólafur fer bæði í hausinn á Tómasi og í boltann. Boltinn er laus í teignum og Sverrir er fyrstur að átta sig. Hann kann vel við þetta horn, setur hann á sama stað og hann gerði með höfðinu áðan.

ÍBV leiðir!
82. mín
Akkúrat engin ánægja með lélega sendingu frá Jóni inn á teiginn.

'Gefa boltann á Felix!'
80. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Stoðsending: Michael Jordan Nkololo
Eyjamenn jafna! Núna verður fjör!

Virkilega vel gert hjá inni á vítateig Fram. Snýr sér frá varnarmönnum, lyftir boltanum inn á markteiginn og þar er Sverrir Páll sem stýrir boltanum með höfðinu í nærhornið. Virkilega laglega gert há ÍBV.

Loksins sáust aftur einhver gæði í sóknarleik ÍBV sem höfðu ekki sést frá því í fyrri hálfleik!
79. mín
Tveir Framarar liggja og Pétur stöðvar leikinn. Eyjamenn í stúkunni ekki kátir.
78. mín
Michael Jordan með skot úr vítateig Fram sem fer í varnarmann.
77. mín
Aron Jóhannsson með Þóri í fremstu víglínu.

Framarar eru búnir með allar sínar breytingar.
76. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
76. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
76. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Jannik Pohl (Fram)
75. mín
Ragnar er að splæsa í þrefalda breytingu.
73. mín
Guðmundur heldur um höfuð sér, ekki í fyrsta sinn í leiknum. Eitthvað að plaga hann. Hann er að fara af velli held ég. Þórir Guðjónsson kemur inn í hans stað eftir smá.
72. mín
Eyjamenn þurfa að koma sér ofar á völlinn áður en þeir reyna úrslitasendingarnar inn á teiginn eða aftur fyrir. Hefur lítið gengið í seinni hálfleiknum að skapa færi.
71. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
71. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram)
70. mín
Fred brýtur á Guðjóni og Eyjamenn vilja sjá gult. Ekkert spjald, sennilega rétt metið hjá Pétri.
68. mín
Kom ekkert úr fyrirgjöf Kevin Bru og ekkert úr fyrirgjöf Jóns núna. Óli Íshólm með þetta allt á hreinu.
66. mín
Arnar Breki vinnur aukaspyrnu við hliðarlínu. Fínn Staður fyrir Kevin Bru að teikna boltann inn í.
65. mín
Guðjón Ernir með fína tilburði úti hægra megin, lyftir boltanum fyrir en enginn tók almennilegt hlaup á fjær.
63. mín
Aron Snær með laglega fyrirgjöf sem Jón Kristinn gerir vel í að slá í burtu.

Framarar fá svo horn í kjölfarið.

Ekkert kom upp úr horninu.
61. mín
Inn:Michael Jordan Nkololo (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Áhugaverður leikur hjá Sigurði Grétari.
61. mín
Inn:Kevin Bru (ÍBV) Út:Viggó Valgeirsson (ÍBV)
58. mín
Hemmi ætlar að gera breytingu á sínu liði.
57. mín
Aftur hreinsar Guðmundur, núna með skalla sem fer í innkast.
56. mín
Föst spyrna frá Jóni sem Guðmundur hreinsar aftur fyrir. Annað horn.
56. mín
Sigurður Grétar, sem er að spila sinn fyrsta leik í einhverja 50 daga, vinnur hornspyrnu.
52. mín MARK!
Tiago Fernandes (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Fyrsta markið - langskot! Tómas Bent með skalla til hliðar fyrir utan vítateig ÍBV. Fred tók við boltanum, fer svona hálfa leið fram hjá tveimur, boltinn á Tiago og hann lætur vaða af löngu færi og boltinn í netið!

Veit ekki hvort að Jón hefði getað gert betur, þetta var allavega af löngu færi! Skotið hefur komið markverðinum í opna skjöldu.
48. mín
Það hefur verið talsvert um það að menn hafa misst fótana og runnið til í leiknum. Völlurinn virkar mjög háll, en kannski eru menn hreinlega bara ekki rétt skóaðir.
46. mín
Jannik hefur seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik!
45. mín
STÖNGIN!! 45+2

Sverrir Páll í dauðafæri, gerir virkilega vel í fótavinnunni að koma sér í þetta færi en skýtur boltanum í stöngina!!!

Besta færi leiksins.
45. mín
45+1

Jón Ingason er allt í öllu þegar kemur að því að taka föst leikatriði og löngum sendingum. Boltinn núna aðeins of langur fyrir Guðjón sem tók álitlegt hlaup inn fyrir vörn Fram.
45. mín
45+1

Þremur mínútum bætt við
45. mín
Jón tekur aukaspyrnu, boltinn inn á vítateig Fram og Eiður Aron skallar boltann inn á markteiginn. Ólafur Íshólm hittir ekki boltann en þrír Eyjamenn missa líka af honum.
44. mín
Sigfús tekur hornspyrnuna, fín spyrna út í teiginn þar sem Delphin var laus. Skallinn frá miðverðinum fer talsvert framhjá, hitti boltann ekki alveg nægilega vel.
43. mín
Jannik vinnur hornspyrnu fyrir Fram. Reynir fyrirgjöf sem fer af Jóni og aftur fyrir.
41. mín
Færi Flott spyrna frá Jóni og Tómas kemst í boltann inn á teignum. Skallinn frá Tómasi fer rétt framhjá.
41. mín
Guðjón vinnur hornspyrnu fyrir Eyjamenn.
40. mín
Tiago með tvo bolta inn á vítateig ÍBV. Eiður Aron skallar fyrsta í burtu og Jón Ingason hreinsar seinni boltann. Sókn Fram endar á einhvers konar tilraun frá Sigfúsi sem fer langt framhjá.
39. mín
Róast í þessu síðustu mínútur.
33. mín
Eyjamenn verjast horninu vel og eru nálægt því að komast í öfluga skyndisókn en Adam Örn er vel á verði og kemur boltanum í innkast.
33. mín
Aron Snær setur pressu á Felix sem missir boltann aftur fyrir. Fram á horn.
32. mín
Guðjón Ernir með fyrirgjöf sem Sverrir Páll nær aðeins að komast í en erfitt fyrir hann að gera eitthvað við þennan bolta og Óli er ekki í neinum vandræðum í markinu.
29. mín
Jón Ingason lætur vaða úr aukaspyrnu en skotið fer yfir mark Framara. Spyrnan áðan var nær því að fara inn.
28. mín Gult spjald: Sigfús Árni Guðmundsson (Fram)
Brýtur á Viggó, Pétur fljótur að lyfta spjaldinu. Fyrsta spjald leiksins.
26. mín
Hittir ekki markið! Fred með flotta hornspyrnu og Jannik er í hörkugóðu færi. Skallinn fer hins vegar yfir markið. Daninn sennilega ekki kátur með sig þarna.
26. mín
Fred lætur vaða fyrir utan teig en Elvis hendir sér fyrir.

Fram á hornspyrnu.
23. mín
Sverrir Páll með fínan bolta ætlaðan Arnari Breka en Sigfús gerir vel og tekur boltann á kassann og stýrir honum á Óla í markinu.
22. mín
Laglega gert Þengill með flottan bolta aftarlega af vellinum sem fer yfir Felix í bakverðinum og Aron Snær kemst í boltann. Aron tekur vel við honum og á skot úr teignum á nærstöngina. Jón Kristinn gerir vel að verja með fætinum. Fram á horn.

Jón grípur svo fyrirgjöfina frá Fred.
20. mín
Tómas Bent virtist vera að krækja í hornspyrnu en Pétur dómari metur það þannig að boltinn hafi verið kominn aftur fyrir áður en hann fór í Sigfús Framara.
16. mín
Elvis með skot frá miðju! Óli Íshólm þarf að koma út og hreinsa fram völlinn. Boltinn endar hjá Elvis í miðjuhringnum og hann lætur vaða. Óli er nægilega fljótur til baka í markið og grípur skotið. Skemmtileg tilraun!
15. mín
Felix með langt innkast sem Eiður Aron nær að komast í inn á vítateig Fram. Skallinn frá Eiði fer beint á Óla í markinu.
13. mín
Fínasta pressa hjá Eyjamönnum eftir hornið. Sverrir sýndist mér sem átti skalla sem fer yfir mark Fram.
12. mín
Óli Íshólm! Jón Ingason með hörkuskot en það fer tiltölulega beint á Óla Íshólm sem gerir þó vel að koma boltanum yfir markið.
12. mín
Jón Ingason tók hornspyrnuna og fann Tómas Bent á fjær.

Felix fær boltann fyrir utan teig og á honum er brotið. Jón Ingason gerir sig kláran að láta vaða úr aukaspyrnunni. Gott færi.
11. mín
Sverrir Páll gerir sig líklegan og gerir ágætlega við vítateig Fram. Vinnur hornspyrnu.
10. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Fyrsti leikurinn með ÍBV hjá Sigga á þessu tímabili. Var hjá KFS fyrri hluta sumars.
9. mín
Oliver að ljúka leik. Tognaði í byrjun leiks, högg fyrir heimamenn. Hann sá um löngu innköstin.
7. mín
Bras í uppspilinu hjá ÍBV og Jannik vinnur boltann. Hann reynir að finna Aron Snæ inn á teignum en móttakan svíkur Aron og ÍBV á markspyrnu.
6. mín
Það rignir í Eyjum, mistur yfir Herjólfsdalnum og skyggni lélegt. Ágætis skyggni á vellinum sem stendur.

Smá vindur og tíu gráðu hiti. Birtir meira að segja aðeins til akkúrat núna.
5. mín
Uppstilling Fram Óli
Sigfús - Delphin - Þengill - Adam
Aron - Tiago - Breki - Fred
Jannik - Guðmundur
4. mín
Bjartsýnn Elvis Elvis með langskotstilraun, mjög bjartsýnn og Óli Íshólm með þetta allt á hreinu.
3. mín
Delphin staðinn upp og leikur getur haldið áfram. ÍBV með innkast inn á vítateig Fram en gestirnir ná að verjast.
2. mín
Uppstilling ÍBV Jón
Guðjón - Eiður - Jón - Felix
Elvis - Tómas
Oliver - Viggó - Arnar Breki
Sverrir
1. mín
Strax hætta Hætta inn á vítateig ÍBV, langt innkast sem Eiður Aron nær að skalla áfram en næsti maður ekki klár.

Delphin Tshiembe liggur eftir inn á vítateignum og þarf aðhlynningu.
1. mín
Leikur hafinn
Sverrir Páll með upphafssparkið.
Fyrir leik
Heimamenn bjartsýnir í fjölmiðlaaðstöðunni Heimamenn spá sigri, 2-0 eða 3-1.
Fyrir leik
Þetta er allt að fara af stað á Hásteinsvelli! Undirritaður er mættur á völlinn og klár í slaginn, alveg eins og leikmenn. Eyjamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Stutt í leik og liðin komin út á völl. ÍBV alhvítir eins og vanalega en Fram í sínum aðalbúning, bláum treyjum og sokkum en hvítum buxum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Viggó í byrjunarliði í fyrsta sinn Viggó Valgeirsson fæddur 2006 er í byrjunarliði ÍBV í dag. Þetta er fyrsti leikur hans í byrjunarliði ÍBV en hann hafði áður komið inná sem varamaður í uppbótartíma gegn FH í Kaplakrika 13. ágúst. Viggó sem er á 17. ári er uppalinn hjá ÍBV og spilaði 14 leiki með KFS í 3. deildinni og Mjólkurbikarnum í sumar.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mikið breytt hjá ÍBV en óbreytt hjá Fram ÍBV gerði 2 - 2 jafntefli við Fylki í Árbænum í síðasta leik sem fór fram á mánudaginn var. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins gerir fjórar breytingar frá þeim leik. Alex Freyr Hilmarsson og Richard King leikmenn ÍBV taka út leikbann vegna 4 áminninga í sumar.

Það eru markmannsskipti hjá ÍBV því Jón Kristinn Elísson kemur inn í markið fyrir Guy Smit sem er ekki í hóp eftir að hafa fengið höfuðhögg í síðasta leik. Inn í liðið koma líka Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Sverrir Páll Hjaltested og Viggó Valgeirsson en auk þeira sem áður voru nefndir er Halldór Jón Sigurður Þórðarson ekki í hóp hjá ÍBV eftir að hafa byrjað síðast.

Fram gerði 1 - 1 jafntefli við HK í Kórnum í síðasta leik sem fór fram á sunnudaginn. Ragnar Sigurðsson þjálfari liðsins gerir engar breytingar frá þeim leik.

Jón Kristinn er markvörður ÍBV í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrirliðinn í banni Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV er fjarverandi í dag þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fram og til baka Veðrið byrjaði að setja strik í reikninginn í vikunni og í fyrradag var leikurinn færður á sunnudaginn klukkan 16:00. Í gærmorgun hafði veðurspáin snarbreyst og leikurinnn var þá færður aftur á upprunalegan leiktíma, klukkan 14:00 í dag. Sá leiktími stendur svo leikurinn fer fram á Hásteinsvelli á eftir.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Pétur Guðmundsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Bryngeir Valdimarsson og Hrein Magnússon sér til aðstoðar á línunum. Gunnar Oddur Hafliðason er skiltadómari.
Pétur Guðmundsson dæmir leikinn. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikir liðanna í sumar Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar og leikurinn í dag því þriðji leikurinn og sá síðasti.

Í 5. umferðinni mættust þau 3. maí á Framvelli í Úlfarsárdalnum. Þá vann Fram 3 - 1 sigur.

Fram 3 - 1 ÍBV
0-1 Sverrir Páll Hjaltested ('30)
1-1 Guðmundur Magnússon ('34, víti)
2-1 Fred Saraiva ('68)
3-1 Þórir Guðjónsson ('80)
Rautt spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson, ÍBV ('83)

Staðan var jöfn 1-1 eftir jafnan fyrri hálfleik og var leikurinn áfram jafn eftir leikhlé en það voru heimamenn sem tóku forystuna á ný með marki úr aukaspyrnu. Fred Saraiva skaut í varnarmann og breytti boltinn um stefnu áður en hann endaði í netinu.

Framarar jóku sóknarþungan og innsiglaði Þórir Guðjónsson sigurinn tíu mínútum síðar eftir slæm mistök í varnarleik gestanna.

Mönnum var heitt í hamsi á lokakafla leiksins og tókust menn á eftir brot. Brotið var á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og brást hann illa við með að fara í andlitið á Adami Erni Arnarsyni. Halldóri var sýnt rautt spjald fyrir þessi viðbrögð á meðan Adam Örn fékk gult, eins og Guy Smit markvörður ÍBV.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liðin mættust svo aftur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum 8. júlí í 14. umferðinni.

ÍBV 1 - 0 Fram
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('3)

Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson strax á 3. mínútu eftir vandræðagang í vörn Framara og nýtti Alex Freyr sér það og skoraði af stuttu færi.

Þegar hálftími var liðinn af leiknum komst Oliver Heiðarsson einn í gegn en Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega. Eyjamenn hefðu átt að fara með að minnsta kosti tveggja marka forystu inn í hálfleikinn en Ólafur sá til þess að Fram var enn inni í leiknum.

David James, fyrrum markvörður ÍBV og enska landsliðsins, var sérstakur heiðursgestur á leiknum og þótti ekki verra að sjá sitt gamla lið vinna. James spilaði fyrir félög á borð við Liverpool, West Ham, Portsmouth og Manchester City á ferli sínum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Tímabilið getur verið undir Þetta gæti verið stærsti leikur sumarsins hjá báðum liðum og haft mikil áhrif á hvort liðið bjargar sæti sínu í deildinni.

ÍBV er í næst neðsta sætinu með 20 stig og -19 mörk, Framarar eru með jafnmörg stig í sætinu fyrir ofan en með -15. Ljóst er að liðið sem tapar í dag endar í fallsæti.

7. KA - 32 stig (-6)
8. HK - 26 stig (-11)
9. Fylkir - 22 stig (-16)
10. Fram - 20 stig (-15)
11. ÍBV - 20 stig (-19)
12. Keflavík - 12 stig (-24)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Fram í neðri hluta Bestu-deildar karla.

Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmanneyjum og hefst klukkan 16:00.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('76)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
26. Jannik Pohl ('76)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('71)
28. Tiago Fernandes ('76)
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('71)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('76)
7. Aron Jóhannsson ('76)
9. Þórir Guðjónsson ('76)
11. Magnús Þórðarson
22. Óskar Jónsson ('71)
23. Már Ægisson ('71)

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Sigfús Árni Guðmundsson ('28)

Rauð spjöld: