Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga
Powerade
Svíinn Viktor Gyökeres.
Svíinn Viktor Gyökeres.
Mynd: Getty Images
Marmoush til Arsenal?
Marmoush til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Tyrick Mitchell seldur í janúar?
Tyrick Mitchell seldur í janúar?
Mynd: Getty Images
Skriniar til Tyrklands?
Skriniar til Tyrklands?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United er tilbúið að opna veskið og reyna að bjarga tímabilinu og Arsenal gæti fengið egypskan sóknarmann. Þetta og svo mikið fleira í slúðurpakkanum!

Manchester United mun reyna að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá Sporting Lissabon í þessum mánuði til að bjarga tímabilinu en búist er við að það myndi kosta um 80 milljónir punda. (Mirror)

Real Madrid er á áætlun um að semja við Trent Alexander-Arnold (26) um að hann komi á frjálsri sölu næsta sumar. Spænska félagið vill að hann skrifi sem fyrst undir samning til að forðast möguleika á að hann skipti um skoðun. (Relevo)

Liverpool reynir að halda Alexander-Arnold en Real Madrid mun leggja mikla áherslu á að semja við hann í janúar. (Times)

Íþróttastjóri Barcelona, Deco, er ákafur í að fá Luis Díaz (27), kólumbískan kantmann Liverpool, til liðs við sig. Leikmaðurinn er óánægður með að viðræður séu ekki hafnar um bættan samning á Anfield. (Sport)

Arsenal leiðir kapphlaupið um að fá egypska framherjann Omar Marmoush (25) frá Eintracht Frankfurt. Liverpool, Paris St-Germain og AC Milan hafa einnig sýnt honum áhuga. (GiveMeSport)

Arsenal hefur íhugað að fá Marcus Rashford framherja Manchester United (27) en vill ekki borga meira en 25 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (Football Transfers)

Rashford segist ekki hafa rætt við umboðsskrifstofu sína um að reyna að skipuleggja félagaskipti frá Manchester United í þessum mánuði. (Manchester Evening News)

Fulham óttast að franska félagið Marseille muni endurvekja áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Andreas Pereira (29). (Times)

Brentford, West Ham og Fulham fylgjast með stöðu enska miðjumannsins Will Hughes (29) hjá Crystal Palace. (Football Insider)

Bayern München og Paris St-Germain munu keppa við sex úrvalsdeildarfélög um að fá spænska framherjann Dani Olmo (26) á frjálsri sölu en Barcelona hefur ekki enn gefið upp vonina um að skrá hann í seinni hluta tímabilsins. (Mirror)

Manchester United er opið fyrir tilboðum í Brasilíumanninn Casemiro (32), danska miðjumanninn Christian Eriksen (32) og sænska varnarmanninn Victor Lindelöf (30) í janúar. (Fabrizio Romano)

Athletic Bilbao fylgist með Borja Sainz (23) hjá Norwich og gæti gert tilboð ef spænski kantmaðurinn Nico Williams (22) yfirgefur Baskafélagið. (Sport)

Nottingham Forest mun hlusta á tilboð í nígeríska framherjann Taiwo Awoniyi (27) í þessum mánuði, ef félagið getur tryggt sér staðgengil með svipaða getu. (Mail)

900 milljón punda samningi Manchester United við Adidas gæti verið rift af þýska íþróttafatarisanum ef félagið fellur úr úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Rúben Amorim stjóri Manchester United mun hleypa enska vinstri bakverðinum Harry Amass (17) og enska miðjumanninum Dan Gore (20) á lán í janúar. (Mirror)

Crystal Palace gæti selt enska vinstri bakvörðinn Tyrick Mitchell (25) í janúarglugganum, áður en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. (Football Insider)

Galatasaray á í viðræðum við Paris St-Germain um slóvakíska varnarmanninn Milan Skriniar (29). Félagið ræðir um lánssamning með kauprétti. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir
banner
banner
banner