Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Fram
2
0
Vestri
Fred Saraiva '16 1-0
2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson '27 , sjálfsmark
07.04.2024  -  13:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 2° smá vindur en dýrindis sól
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1861
Maður leiksins: Kennie Chopart (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('84)
5. Kyle McLagan ('80)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('74)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
23. Már Ægisson
26. Jannik Pohl
28. Tiago Fernandes ('74)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson
15. Breki Baldursson ('74)
17. Adam Örn Arnarson ('84)
25. Freyr Sigurðsson ('74)
31. Þengill Orrason ('80)
32. Aron Snær Ingason ('80)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('24)
Alex Freyr Elísson ('28)
Kennie Chopart ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Framarar vinna leikinn 2-0 og stjórn Rúnars Kristins byrjar vel! Verðskuldaður sigur þar sem mótspyrna Vestra var ekkert sérlega sterk.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.
94. mín
Mögulega síðasta sóknin. Freyr nær skoti sem fer í varnarmann og Jannik eltir lausa boltan. Hann heldur boltanum inná en er úr balans og nær ekki að snúa til að skjóta.
92. mín
Vestra menn í annari sókn og Jeppe tekur skotið fyrir utan teig en boltinn fer yfir.
91. mín
Vá þvílik redding hjá Adam!! Tufa kemst í gegn og nær lúmsku skoti framhjá Óla sem stefnir í netið en Adam tekur harðan sprett og nær að pota boltanum frá á marklínunni!!
91. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
90. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Fram)
Fær boltan í höndina.
84. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Fram) Út:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
83. mín
Það er vallarmet! 1861 manns eru mættir hér til að sjá þennan fyrsta leik tímabilsins og það er bæting frá því að 1722 manns mættu til að sjá Fram á móti ÍBV
80. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Kyle McLagan (Fram)
80. mín
Inn:Þengill Orrason (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
79. mín
Hafliði Breiðjörð er auðvitað á staðnum að taka myndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

77. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Pétur Bjarnason (Vestri)
76. mín
Hættulegt horn frá Vestra þar sem boltinn kemur á hausinn á Jeppe sem skallar boltan aftur fyrir teiginn þar sem Pétur skallar boltan yfir.
75. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
74. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
74. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
74. mín
Gott færi fyrir Vestra! Benedikt tekur góðan snúning inn í teig og tekur skotið en Kennie er fljótur að renna sér fyrir og blokkar skotið.
72. mín
Vestra menn vilja víti! Boltinn kemur inn í teig frá hægri kantinum og Benedikt er í baráttunni um boltan. Hann fær smá snertingu aftan frá og hrinur í grasið en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert.

Ég held þetta sé rétt dæmt, mér fannst hann fara full auðveldlega niður.
69. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
69. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
67. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
64. mín
Nacho reynir skot langt fyrir utan teig og skotið fer einnig langt framhjá.
64. mín
Byrjunin á þessum hálfleik verið frekar róleg, Framarar með fín tök á þesusm leik.
63. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
56. mín
Vestra menn með fína fyrirgjöf inn í teig frá vinstri kantinum en Pétur skallar boltan framhjá.
51. mín
Fram fær aukaspyrnu rétt hjá hægri hornfánanum, Fred ætlar að taka spyrnuna.

Spyrnan er slök og skrúfast alla leið að miðlínu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Ekkert kom úr horninu og Framarar leiða 2-0 í hálfleik. Nokkuð verðskuldað þar sem Framarar hafa verið meira með boltan og skapað hættulegari færi. Vestramennn eru þó líklegir til að koma bandbrjálaðir inn í seinni hálfleikinn þannig ekki fara neitt, nóg af skemmtun framundan.
45. mín
Næstum annað sjálfsmark +2

Alex Freyr setur boltan inn í teig og Elmar Atli nær að komast í boltan sem fer bara rétt framhjá og Fram fær horn.
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
41. mín
Tryggvi Snær og Alex spila á milli sín upp hægri kantinn og Alex kemur með góðan bolta inn í teig en Eskelinen er vel vakandi og kemur út til að handsama boltan.
36. mín
Inn:Elvar Baldvinsson (Vestri) Út:Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Þá geta Vestra menn loksins gert skiptinguna, búnir að vera manni færri í næstum 5 mínútur.
34. mín
Stórhættuleg sókn hjá Fram upp vinstri kantinn þar sem Vestra menn eru einum færri. Már fær boltan inn í teig og reynir að skrúfa boltanum í fjær en boltinn fer rétt framhjá.
32. mín
Dómarinn pásar hér leikinn aðeins þar sem Morten Ohlsen liggur í grasinu eitthvað meiddur, sjúkraþjálfarinn er að hlúa að honum en hann virðist vera gera sig tilbúinn að halda áfram leik.
30. mín
Benedikt tekur skotið úr aukaspyrnuni og spyrnan er fín en aðeins of há og fer yfir markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
28. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Vestra menn sækja hratt og Alex tekur á sig spjaldið til að stoppa sóknina.
27. mín SJÁLFSMARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Vestri)
Martraðar byrjun hjá Eið í Vestra! Kennie Chopart var búinn að vera færa sig upp völlinn og gera sig líklegan til að skapa hættu. Hann fær svo boltan á kantinum og setur boltan inn í teig. Eiður ætlar svo að reyna að hreinsa en hann hittir ekki boltan og hann lekur inn í fjærhornið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

24. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Balde og Gummi Magg flækjast eitthvað saman og þeir liggja báðir eftir. Standa svo báðir upp og Vilhjálmur Alvar dæmir í hag gestana.
19. mín
Pétur og Tarik taka þríhyrningaspil fyrir utan teig Framara og það er ljóst að Tarik er ekki hræddur við skotin. Hann hleypir af en þetta er nokkuð þægilegt fyrir Óla í markinu sem grípur boltan.
16. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Tryggvi Snær Geirsson
Dúndur skot fyrir utan teig!! Þetta var alveg virkilega vel spilað hjá Fram sem senti boltan á milli sín í auðu svæðin og skapaði opnanir á vörn Vestra.

Tryggvi fær boltan á vinstri kantinum og sendir síðan fastan bolta á Fred sem lúrir fyrir utan teig og setur hann fast niður í hornið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. mín
Svakalegur misskilnigur í vörn Vestra og Jannik Pohl fær boltan svona 2 metrum frá markmanni Vestra. Þetta er hinsvegar mjög þröngt færi og honum tekst ekki annað en að skjóta í Eskelinen og vinna horn.

Úr horninu skapa þeir síðan annað gott færi en Eskelinen sér við Frömurum aftur.
9. mín
Benedikt Waren með fína sendingu inn í teig úr aukaspyrnu sem Framarar hreinsa frá en aftur er Tarik fyrsti maður í lausa boltan og skotið hans fer að þessu sinni í varnarmann.
7. mín
Vestra menn með sína fyrstu sókn.

Morten Ohlsen kemur með fyrirgjöfina frá hægri kantinum sem Framarar hreinsa en beint til Tarik sem tekur skotið fyrir utan teig. Það er fast en flýgur yfir markið.
6. mín
Uppstilling Vestra Eskelinen
Morten Ohlsen - Eiður - Jeppe Gertsen - Elmar Atli
Fall - Nacho - Tarik - Benedikt
Balde - Pétur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Strauar niður Tryggva Snæ
3. mín
Framarar byrja af krafti Már fær boltan á vinstri kantinum og kemur með fyrirgjöfina inn í teig. Þar er Jannik Pohl sem nær skallanum en yfir markið.
2. mín
Uppstilling Framara Óli Íshólm
Chopart - McLagan - Þorri
Alex - Tryggvi - Tiago - Már
Fred
Jannik Pohl - Guðmundur
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Vestra menn sem koma leiknum af stað
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Þá er þetta fótboltasumar að hefjast fyrir þessi tvö lið. Sunnudagsveislan hefst hér í sólríkum Úlfarsárdal og spennan í loftinu er gríðarleg!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Rúnar Kristinsson stillir upp frekar nýrri varnarlínu frá því í fyrra en Kennie Chopart, Alex Freyr Elísson, Kyle Mclagan og Þorri Stefán Þorbjörnsson eru allir leikmenn sem gengu til lið svið Fram í þessum félagsmarkaðsglugga.

Davíð Smári hendir einnig sínum nýju mönnum í djúpu laugina, en Eiður Aron Sigurbjörnsson sem nýgenginn er til liðs við Vestra byrjar leikinn í dag. Aðrir nýir leikmenn sem byrja eru Pétur Bjarnason, Karl William Eskelinen og Jeppe Gertesen. Andri Rúnar Bjarnason er ekki í hóp.
Mynd: Fram

Fyrir leik
Hitað var rækilega upp fyrir fyrstu umferðina í útvarpsþættinum Fótbolti.net - Hægt að hlusta á þáttinn í öllum hlaðvarpsveitum
   06.04.2024 14:26
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Frítt inn á völldinn Fram stefnir á að fylla stúkuna í fyrsta leiknum og verður áhorfendum boðið að mæta frítt á völlinn.

Lambhagi er nýr stuðningsfulltrúi Fram og ber völlurinn í Úlfarsárdalnum nú nafnið Lambhagavöllurinn.

„Við Framarar tökum að sjálfsögðu vel á móti þeim og stefnan er sett á að fylla stúkuna og helst rúmlega það. Vinir okkar í Lambhaga ætla að fagna með okkur með því að bjóða öllum FRÍTT á leikinn!" segir í tilkynningu Fram.

„Þetta verður alvöru. Nú mætum við öll og við mætum í bláu, fáum okkur hamborgara, kaupum nammi og drykk, hæfævum nágranna og vini, öskrum okkar menn áfram og höldum alvöru partý."
Fyrir leik
Gummi Ben spáir í leikinn Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport spáir í leikina sem eru í 1. umferð deildarinnar.

Fram 2 - 2 Vestri
Jannik Pohl eða Guðmundur Magnússon jafna mjög seint fyrir Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komnir / Farnir Vestri Komnir
Andri Rúnar Bjarnason frá Val
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá ÍBV
Jeppe Gertsen frá Danmörku
Pétur Bjarnason frá Fylki
William Eskelinen frá Örebro
Friðrik Þórir Hjaltason frá KFK
Gunnar Jónas Hauksson frá Gróttu

Farnir
Deniz Yaldir til Svíþjóðar
Rafael Broetto
Mikkel Jakobsen
Iker Hernandez Ezquerro til Spánar
Grímur Andri Magnússon
Guðmundur Páll Einarsson til KFG
Fyrir leik
Komnir / Farnir Fram Komnir
Alex Freyr Elísson frá Breiðabliki (var á láni hjá KA)
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson á láni frá Lyngby
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Víðir Freyr Ívarsson frá HK (var á láni hjá H/H)
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe til Danmerkur
Ion Perello til Grindavíkur
Þórir Guðjónsson
Viktor Bjarki Daðason til FCK (1. júlí)
Fyrir leik
Fyrsti leikur Vestra í efstu deild Þessi leikur er sögulegur fyrir gestina þar sem þetta verður í fyrsta skipti sem liðið spilar í efstu deild. Liðið fór upp um deild á síðustu leiktíð eftir að hafa sigrast á Aftureldingu í umspils leiknum í Lengjudeildinni.

Davíð Smári Lamude er þjálfari liðsins en hann mun einnig þjálfa sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann er þó vanur því að færa sig upp um deildir, þar sem hann þjálfaði Kórdrengi lengi og kom þeim upp um næstum allar deildir landsins.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Rúnar Kristins mættur til Frammara Það dróg til tíðinda þegar Fram tilkynnti að Rúnar Kristinsson væri tekinn við sem nýji þjálfari liðsins. Rúnar er einn sigursælasti þjálfari hér á landi en hann hefur aldrei þjálfað annað lið en KR.

Fram liðið fékk mikið af mörkum á sig síðasta sumar en Rúnar hefur verið þekktur fyrir að skipuleggja góða vörn, auk þess sem hann hefur styrkt vörnina með leikmönnum á borð við Kennie Chopart og Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Vestra í þessari fyrstu umferð Bestu Deildar karla 2024. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og verður spilaður í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('36)
6. Ibrahima Balde
10. Nacho Gil ('69)
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén
19. Pétur Bjarnason ('77)
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall ('69)

Varamenn:
3. Elvar Baldvinsson ('36)
7. Vladimir Tufegdzic ('77)
10. Gunnar Jónas Hauksson
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('69)
23. Silas Songani ('69)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Elmar Atli Garðarsson ('4)
Pétur Bjarnason ('63)
Sergine Fall ('67)
Ibrahima Balde ('75)

Rauð spjöld: