Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 10:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Gyökeres, Eduardo Camavinga, Joshua Zirkzee, Adam Wharton, Evan Ferguson og fleiri góðir koma við sögu í slúðurpakka dagsins.


Það er forgangsatriði hjá Ruben Amorim, nýjum stjóra Man Utd, að fá Viktor Gyökeres, 26, frá gamla félaginu sínu, Sporting, næsta sumar en Man City hefur einnig áhuga á honum. (Sunday Mirror)

Man Utd hefur sett sig í samband við Real Madrid en enska féalgið vill fá miðjumanninn Eduardo Camavinga, 22, en Frakkinn vill ekki fara. (Bernabeu Digital)

United fylgist einnig með Nuno Mendes, 22, bakverði PSG, sem spilaði undir stjórn Amorim hjá Sporting. (Mail)

Það eru þrír bakverðir á óskalista eigenda Man Utd. Alphonso Davies, 24, leikmaður Bayern, Milos Kerkez, 21, leikmaður Bournemouth og Alvaro Fernandez, leikmaður Benfica, en hann yfirgaf Man Utd síðasta sumar. (Express)

Aston Villa vill fá Joshua Zirkzee, 23, á láni frá Man Utd í janúar. Nokkur ítölsk félög hafa einnig áhuga. (Caught Offside)

Arsenal gæti borgað himinháa upphæð til að fá Tijjani Reijnders, 26, miðjumann AC Milan, næsta sumar. (Fichajes)

Man City er að undirbúa tilboð í Adam Wharton, 20, miðjumann Crystal Palace. (Teamtalk)

Everton vill fá Luiz Henrique, 23, vængmann Botafogo en Sean Dyche vill styrkja sóknarleikinn. (Football Insider)

Barcelona er búið að blanda sér í baráttuna um Devyne Rensch, 21, bavörð Ajax. Tottenham og Liverpool hafa einnig áhuga. (Diario Sport)

Chelsea hefur mikinn áhuga á Evan Ferguson, 20, framherja Brighton een félagið vill fá 100 milljónir punda fyrir írska landsliðsmanninn. (Teamtalk)

Man City gæti komið í veg fyrir áætlanir Chelsea að næla í Liam Delap, 21, framherja Ipswich þar sem City er með 20 milljón punda kauprétt á honum en félagið seldi hann í sumar. (Express)

David Moyes er efstur á óskalista Everton ef Friedkin hópurinn eignast félagið. (Sun)

Lee Carsley, þjálfari U21 landslið Englands, er tilbúinn að hafna félögum í þeirri von um að takavið af Thomas Tuchel sem þjálfari A landsliðsins árið 2026. (The Sun)

Olof Mellberg, fyrrum varrnarmaður Aston Villa, verður næsti þjálfari St Louis City í MLS deildinni í Bandaríkjunum. (Goal)


Athugasemdir
banner
banner
banner