Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Njarðvík
3
0
Dalvík/Reynir
Joao Ananias '43 1-0
Oumar Diouck '89 , víti 2-0
Oumar Diouck '90 3-0
09.05.2024  -  16:00
Nettóhöllin-gervigras
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það er BONGÓ!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ibra Camara
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias ('76)
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('86)
13. Dominik Radic ('92)
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson ('86)
19. Tómas Bjarki Jónsson ('92)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('86)
14. Amin Cosic ('76)
16. Svavar Örn Þórðarson ('86)
20. Erlendur Guðnason ('92)
21. Alexander Freyr Sigvaldason ('92)
24. Hreggviður Hermannsson

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Ingi Þór Þórisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Kaj Leo Í Bartalstovu ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvíkingar fara með sannfærandi sigur af hólmi hér í dag!

Viðtöl og skýrslsa væntanleg með seinni skipum í kvöld.
92. mín
Inn:Alexander Freyr Sigvaldason (Njarðvík) Út:Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
92. mín
Inn:Erlendur Guðnason (Njarðvík) Út:Dominik Radic (Njarðvík)
90. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR SKORA!!

Vandræðagangur í öftustu línu Dalvíkur og frábær pressa hjá Njarðvíkingum! Boltinn berst á Oumar Diouck sem á ekki í miklum vandræðum með þetta!
89. mín Mark úr víti!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Öruggur!

Sendii Fanko Lalic í vinstra hornið og skaut beint!
88. mín
VÍTI!! NJARÐVÍKNGAR FÁ VÍTI!!

Brotið á Freysteini Inga innan teigs!
88. mín
Dominik Radic keyrir upp völlinn en Franko Lalic ver!
87. mín
STÖNGIN! Dalvíkingar fá horn og góður bolti fyrir og smá klafs í teginum svo heyrist í boltanum smella í stönginni!
86. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
86. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
83. mín
Ibra Camara verið ótrúlega öflugur í liði Njarðvíkinga í þessum leik.
80. mín
Njarðvíkingar vinna boltann þegar Dalvíkignar eru hátt á vellinum en fara illa með góða stöðu.
77. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (Dalvík/Reynir) Út:Abdeen Temitope Abdul (Dalvík/Reynir)
76. mín
Inn:Amin Cosic (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
75. mín
Kaj Leo reynir fyrirgjöf en Franko Lalic grípur.
71. mín
Það veit enginn hvað er verið að dæma á og þegar Gunnar Heiðar bað um útskýringu fékk hann bara ,,ég útskýri þetta á eftir" ..

Ég veit ekkert hvað átti sér stað þarna.
70. mín Gult spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Partur af útskýringunni var að 10-an hjá Njarðvík fengi spjald.
70. mín
Njarðvíkingar skora! Njarðvíkingar skora! Kennet Hogg skorar og allt leit út fyrir að vera eðlilegt með það.

Helgi Mikael ráðfærir sig við aðstoðardómara og dæmir svo markið af!
68. mín
Inn:Nikola Kristinn Stojanovic (Dalvík/Reynir) Út:Bjarmi Fannar Óskarsson (Dalvík/Reynir)
67. mín
Njarðvíkingar vildu víti þegar þeir féllu í teignum í hornspyrnu.
Helgi Mikael mat það hinsvegar svo að boltinn hafi ekki verið kominn í leik og Njarðvíkingar endurtaka hornið.

Það kemur ekkert út úr hornspyrnunni.
65. mín
DAUÐAFÆRI! Björn Aron í DAUÐAFÆRI!!
kemst einn á Franko Lalic sem nær að setja tánna í boltann og boltinn hrekkur til Kenneth Hogg sem nær ekki að taka við boltanum.
63. mín
Dalvíkingar með frábært spil en vantar bara að loka þessu með skoti. Ná því ekki en þetta leit virkilega vel út hjá þeim.
61. mín
Dalvíkingar litið mun betur í í seinni hálfleiknum.
59. mín
Abdeen Abdul fer niður í teignum og Dragan er ekki sáttur að fá ekki víti!
57. mín
Dalvíkingar að komast í hörku stöðu en sýndist það vera Arnar Helgi sem bjargaði með frábærri tæklingu.
56. mín Gult spjald: Rúnar Helgi Björnsson (Dalvík/Reynir)
55. mín
Njarðvíkingar gera kall fyrir hendi víti en Helgi Mikael ekki sammála. Hefði líklega verið helvíti hart að dæma víti þarna.
50. mín
Amin Guerrero brotlegur og fær tiltal frá Helga Mikael. Er á Spjaldi og fær að heyra "next time" svo hann er á síðasta séns.
49. mín
Dalvíkingar komið með krafti út í seinni hálfleikinn.
46. mín
Dalvík sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
+3

Njarðvíkingar leiða nokkuð sanngjarnt í hlé. Hafa stýrt leiknum vel en Dalvíkingar hafa þó litið hættulega út þegar þeir hafa náð að breika hratt.

Tökum okkur stutta pásu.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
43. mín MARK!
Joao Ananias (Njarðvík)
Stoðsending: Kaj Leo Í Bartalstovu
MARKAMÍNÚTAN! Njarðvíkingar komast yfir!!

Boltinn best út á Kaj Leo sem á stórkostlegan bolta fyrir markið og á færstönginni var það Joao Ananias sem henti sér með höfuðið í boltann!

40. mín Gult spjald: Amin Guerrero Touiki (Dalvík/Reynir)
Klippir hælana á Oumar Diouck
37. mín
Njarðvíkingar verið meira með boltann og stýrt leiknum svolítið en ná ekki að brjóta á bak aftur vörn Dalvíkinga.
33. mín
Bíðum enn eftir fyrsta alvöru færinu í leiknum.
27. mín
Tomas Bjarki með flottan bolta fyrir markið í hættusvæðið en Dominik Radic skrefinu á eftir.
24. mín
Gunnlaugur Rafn heppinn að vera ekki kominn með spjald. Búin að brjóta af sér í tvígang sem bæði skiptin hefði verið hægt að spjalda á en hann hefur sloppið hingað til.
22. mín
Njarðvíkingar komast í skotfæri en Franko Lalic ver.
19. mín
Njarðvíkingar skalla boltann frá og keyra upp í skyndisókn en missa boltann aftur fyrir.
18. mín
Dalvíkingar með flotta sókn og vinna horn.
16. mín
Kaj Leo hefur átt góða bolta fyrir markið hjá Dalvík en Njarðvíkingar ekki náð að gera sér mat úr þessu ennþá.
14. mín
Tomas Bjarki með tilraun sem Franko Lalic ver vel!
11. mín
Abdeen Abdul með tilraun yfir mark Njarðvíkinga.
11. mín
Dalvíkingar vinna hornspyrnu.
10. mín
Dalvík aðeins að ýta sér ofar á völlinn.
7. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Njarðvíkingar vilja fá víti.

Kaj Leo tekur aukaspyrnuna og hún fer rétt yfir.
7. mín
Njarðvíkingar eru að ógna og leita af leiðum en Dalvíkingar verjast vel.
2. mín
Dalvíkingar verjast því vel.
2. mín
Njarðvíkingar vinna horn.
1. mín
Leikur hafinn
Njarðvíkingar hefja leik.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Ástbjörn Þórðarson leikmaður FH í Bestu deildinni spáir í 2. umferð Lengjudeildarinnar

Njarðvík 1-1 Dalvík/Reynir
Tvö lið sem byrjuðu mótið á sigri. Ég held að þessi leikur geti dottið á báða vegu en það er eitthvað sem segir mér að liðin deili stigunum og verði bæði sátt að haldast taplaus.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa mæst 12 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.

Njarðvíkingar hafa fjórum sinnum (33%) haft betur.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Dalvík/Reynir hafa fimm sinnum (42%) haft betur.

Mynd: Raggi Óla


Þá hafa liðin skilið jöfn þrisvar sinnum (25%)

Markatalan í þessum leikjum er Njarðvík 22-21 Dalvík/Reynir
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson heldur utan um flautuna hér í dag og honum til aðstoðar verða Daníel Ingi Þórisson og Ronnarong Wongmahadthai.
Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsdómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar fóru vel af stað í Lengjudeildinni í ár og sóttu góðan 1-2 sigur á erfiðan útivöll í Breiðholtinu þar sem þeir mættu Leikni R.

Frábær fyrri hálfleikur frá Njarðvíkingum lagði grunninn af góðum sigri. Björn Aron Björnsson kom Njarðvíkingum á bragðið og Dominik Radic bætti við marki áður en hálfleikurinn var úti. Leiknismenn sóttu hart að Njarðvíkingum í leiknum en Njarðvíkingar héldu það út og fóru með flottan 1-2 sigur úr Breiðholtinu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dalvík/Reynir Dalvíkiningar fara frábærlega af stað og sitja á toppi deildarinnar eftir fyrstu umferð.

Dalvík/Reynir fengu ÍBV í heimsókn á Dalvík í fyrstu umferð og gerðu sér lítið fyrir og lögðu Eyjamenn með þremur mörkum gegn einu.
Abdeen Temitope Abdul skoraði tvö mörk og Borja Lopez Laguna setti punktinn yfir i-ið. Það verður áhugavert að sjá hvort þeir geti haldið mómentinu gangandi hérna í Njarðvík í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Lengjudeildin hefur farið fjörlega af stað! Það hefur heldur betur verið mikið fjör og óvænt úrslit sem hafa litið dagsins ljós í Lengjudeildinni.
Við getum rennt yfir hvernig fyrsta umferð fór:

Grindavík 2-3 Fjölnir
Þróttur R. 1-1 Þór Ak
Afturelding 1-1 Grótta
Keflavík 1-2 ÍR
Leiknir R. 1-2 Njarðvík
Dalvík/Reynir 3-1 ÍBV

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Velkomin til leiks! Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin til leiks! Hér verður fylgt eftir leik Njarðvíkur og Dalvíkinga í 2.umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Abdeen Temitope Abdul ('77)
4. Alejandro Zambrano Martin
6. Þröstur Mikael Jónasson (f)
8. Borja López
15. Bjarmi Fannar Óskarsson ('68)
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason
23. Amin Guerrero Touiki
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
5. Freyr Jónsson
7. Björgvin Máni Bjarnason
9. Jóhann Örn Sigurjónsson
10. Nikola Kristinn Stojanovic ('68)
11. Viktor Daði Sævaldsson
16. Tómas Þórðarson
25. Elvar Freyr Jónsson
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('77)

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Aron Ingi Heiðmarsson
Sinisa Pavlica

Gul spjöld:
Amin Guerrero Touiki ('40)
Rúnar Helgi Björnsson ('56)

Rauð spjöld: