Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Þór
4
2
Afturelding
0-1 Georg Bjarnason '2
0-2 Andri Freyr Jónasson '8
Birkir Heimisson '19 1-2
Gunnar Bergmann Sigmarsson '49
Egill Orri Arnarsson '76 2-2
Oliver Bjerrum Jensen '92
Rafael Victor '94 3-2
Sigfús Fannar Gunnarsson '95 4-2
09.05.2024  -  16:00
Boginn
Lengjudeild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Birkir Heimisson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Birkir Heimisson
7. Rafael Victor
10. Aron Ingi Magnússon
15. Kristófer Kristjánsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('27)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
22. Egill Orri Arnarsson ('82)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('71)
24. Ýmir Már Geirsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('71)

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson ('82)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('71)
6. Árni Elvar Árnason
8. Jón Jökull Hjaltason
9. Alexander Már Þorláksson ('71)
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('27)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson
Konráð Grétar Ómarsson

Gul spjöld:
Kristófer Kristjánsson ('30)
Rafael Victor ('35)
Egill Orri Arnarsson ('49)
Ýmir Már Geirsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegur endir á þessum leik!! Heimamenn taka stigin þrjú hér á lokasekúndunum!
95. mín MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Stoðsending: Rafael Victor
MAAAAAARK!!!! Sigfús Fannar að innsigla sigurinn! Rafael kemst upp að endalínu og sendir boltann fyrir á Sigfús sem skorar á opið markið!
94. mín MARK!
Rafael Victor (Þór )
MAAAAAARK! Rosalega mikið í gangi þessa stundina! Missti alveg af þessu marki en Rafael er að tryggja Þórsurum stigin þrjú! Gersamlega tryllist allt stuðningsmenn Þórs hlaupa inn á völlinn
92. mín Rautt spjald: Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
Afturelding að fá annað rautt!!
92. mín
Þór á aukaspyrnu við vítateigslínuna
90. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Hrannar meiddur
87. mín
HAAAA!!?? Hvernig fór þessi ekki inn!! Darraðadans inn á teig Aftureldingar. Þrír Þórsrar sem koma fótunum í boltann en koma honum ekki yfir línuna!
85. mín Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (Þór )
82. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
82. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Egill Orri Arnarsson (Þór )
80. mín
Rafael Victor sendir Sigfús Fannar einan í gegn en honum tekst ekki að setja boltann framhjá Arnari Daða. Vel gert hjá Arnari.
79. mín
Aron Ingi með skot í litlu jafnvægi og boltinn fer vel framhjá markinu.
76. mín MARK!
Egill Orri Arnarsson (Þór )
MAAAARK! Hinn ungi Egill Orri skallar boltann í netið af stuttu færi og jafnar metin! VIð fáum rosalegar lokamínútur!
74. mín
Þór fær horn
71. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Þór ) Út:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Tvöföld breyting hjá Þórsurum
71. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
66. mín
Þór fær hornspyrnu Afturelding skallar boltann í burtu
63. mín
Aftureldingu hefur liðið mjög vel undanfarnar mínútur. Hafa haldið boltanum gríðarlega vel en verið varkárir.
58. mín
Rafael Victor með boltann og er að bruna upp völlinn. Aron Jóhansson sýnist mér vera reyna pressa hann og Rafael hörfar í burtu og fær dæmt á sig brot.
54. mín
Þórsarar herja vel á mark Aftureldingar hér síðustu mínútur.
50. mín
Þór fékk aukaspyrnu en ekkert kom út úr henni
49. mín Rautt spjald: Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
Brýtur á Þórsara sem er að sleppa í gegn. Beint rautt!
49. mín Gult spjald: Egill Orri Arnarsson (Þór )
braut á Georg Bjarnasyni
47. mín
Egill Orri Arnarsson með flottan bolta fyrir markið. Rafael og Ingimar fara báðir upp í boltann en komast hvorugir í hann.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Aron Jóhannsson liggur hérna eftir um leið og flautað er til hálfleiks. Virtist hafa verið sleginn í andlitið.
45. mín
Aron Ingi Magnússon með fínan skalla en Arnar Daði vel á verði og grípur boltann.
43. mín
Bjargað á línu! Gunnar Bergmann með skallann sýnist mér en Þórsarar ná að bjarga á síðustu stundu.
40. mín
Þór fær horn
39. mín
Sigfús Fannar með góðan sprett. Kemst upp að endalínu en finnur ekki samherja inn á teignum.
37. mín Gult spjald: Georg Bjarnason (Afturelding)
Nú koma spjöldin hægri vinstri.
35. mín Gult spjald: Rafael Victor (Þór )
Afturelding fær aukaspyrnu. Rafael Victor fær spjald, hann var ekki nálægt þessu. hlítur að hafa sagt eitthvað.
34. mín
Birkir reynir aftur skot. Þetta var svona 'heatcheck'. beint á Arnar Daða í marki Aftureldingar.
33. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu hinu megin
32. mín
Váá Hrannar Snær Magnússon með hörkuskot en boltinn fer í stöngina. Þórsarar bjarga síðan í horn. Ekkert kom út úr því.
30. mín Gult spjald: Kristófer Kristjánsson (Þór )
Gult á Kristófer sýndist mér. Afturelding með aukaspyrnu, eru síðan dæmdir brotlegir inn á teig Þórsara.
29. mín
Birkir Heimis með skot en boltinn framhjá
27. mín
Inn:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Fannar Daði að fara af velli. Hnéið gaf sig eitthvað hjá honum. Virkilega slæmt fyrir hann þarsem ekki er mjög langt síðan hann var að stíga upp úr krossbandaslitum.
21. mín
Afturelding fær aukaspyrnu við vítateigslínuna Skot úr þröngu færi sem Aron Birkir ver
19. mín MARK!
Birkir Heimisson (Þór )
Maaaaark! Birkir með mark beint úr aukaspyrnu, sláin inn!
16. mín
Birkir með hörku tilraun inn í D-boganum en skotið rétt framhjá.
15. mín
Maaarkk... nei.. Rafael Victor skallar boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Birki Heimis en rangstaða dæmd.
14. mín
Þór fær aukaspyrnu á álítlegum stað
9. mín
Þetta var afskaplega rólegt á milli markanna. Þórsarar létu aðeins vita af sér en alls ekki nógu mikið bit í sóknarleiknum.
8. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
MAAARK Gestirnir komnir með tveggja marka forystu! Andri Freyr sleppur einn í gegn og eftirleikurinn auðveldur.
2. mín MARK!
Georg Bjarnason (Afturelding)
MAAAAARK Georg kemur boltanum í netið. Aron Birkir ætlar að kýla boltann frá eftir horn en hittir hann ekki, Georg er mættur á svæðið og kemur boltanum einhvern vegin yfir línuna.
2. mín
Afturelding á horn
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn af stað. Seinkaði aðeins smá bras á klukkunni.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl Þetta er að bresta á. Heimamenn leika í hvítum treyjum og rauðum buxum en gestirnir í rauðum treyjum og svörtum buxum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús Hægt að sjá þau hér sitthvoru megin við textalýsinguna.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Ástbjörn Þórðarson leikmaður FH í Bestu deildinni spáir í 2. umferð Lengjudeildarinnar. Hann spáir heimasigri með hjálp liðsfélaga síns.


Þór 3-2 Afturelding (16:00 í dag)
Ég spurði nýja liðsfélaga minn og sessunaut Bjarna Guðjón hvernig þetta færi. Hann sagði að þetta yrði góður leikur með mikið af mörkum en þar sem þetta er inni í Boganum segir hann Þór taka þetta 3-2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tríóið Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna hér í dag. Eysteinn Hrafnkelsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage verða honum til aðstoðar. Magnús Sigurður Sigurólason er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Toppslagur Um er að ræða titilbaráttuslag samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Þeir spáðu Aftureldingu efsta sætinu í sumar og Þórsurum í 2. sæti.
Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Aftureldingar í 2. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('82)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('90)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
3. Breki Freyr Gíslason
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('82)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('90)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Valgeir Árni Svansson
19. Sævar Atli Hugason
34. Patrekur Orri Guðjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Georg Bjarnason ('37)

Rauð spjöld:
Gunnar Bergmann Sigmarsson ('49)
Oliver Bjerrum Jensen ('92)