Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
2
1
Valur
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '34
Andrea Rut Bjarnadóttir '64 1-1
Barbára Sól Gísladóttir '71 2-1
24.05.2024  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Gul viðvörun
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 118
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('81)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('81)
17. Karitas Tómasdóttir ('60)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('60)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('60)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('81)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('60)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('81)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('22)
Agla María Albertsdóttir ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik sigrar hérna í kvöld!

Sterk þrjú stig í erfiðum aðstæðum!

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld
93. mín
Twana er farin að líta á úrið.
92. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
92. mín
Manni finnst svolítið eins og bæði lið séu að bíða eftir lokaflautinu.
90. mín
Við fáum +3 á skiltið.
88. mín
Heiða Ragney fær þrumu í kviðin sýndist mér og steinliggur.
84. mín
Hörku flug á boltanum svo maður veit aldrei hverju maður á von á þegar þær sparka í hann.
81. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
81. mín
Inn:Camryn Paige Hartman (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
81. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
81. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
80. mín
Vigdís Lilja við það að stinga sér í gegn en nær skoti á markið sem Fanney Inga ver.
78. mín
Metnaðarfull tilraun frá Fanndísi Friðriks en hátt yfir markið.
75. mín
Skemmtilegt hvað það er nánast bara sótt á markið nær Sporthúsinu í þessum leik. Í fyrri hálfleik var það Valsliðið sem sótti án afláts og núna í síðari hálfleik er það Breiðablik.
71. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
BREIÐABLIK ER BÚIÐ AÐ SNÚA ÞESSU! Boltinn berst til Öglu Maríu eftir hornspyrnu og hún á frábæra fyrirgjöf frá vinstri á fjærstöngina þar sem Barbara Sól er grunsamlega frí og nær frábærum skalla á markið!
69. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Nadía Atladóttir (Valur)
64. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
BLIKAR JAFNA! Andrea Rut með frábært skot!!

Fær sendingu frá Ollu Siggu og þarf aðeins að hörfa meðan hún snýr af sér varnarmann og hamrar honum svo á markið! Þetta var rosalegt!
60. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
60. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
58. mín
Andrea Rut með flotta takta en nær ekki að lyfta boltanum inn á teig.
57. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
55. mín
Berglind Rós með tilraun sem Telma ver þægilega.
53. mín
Færi! Blikar í alvöru færi! Birta Georgs fær boltann vinstra megin í vítateignum og Fanney Inga kemur út á móti. Birta fer framhjá Fanney Ingu og er með opið markið nánast en reynir sendinguna fyrir markið sem var arfaslök og Valur sparkar boltaum frá.
49. mín
Frábær sending innfyrir sem Birta Georgs rétt missir af en Fanney Inga sparkar boltanum frá. Boltinn fer til Barböru Sólar sem fer aðeins nær og lætur svo vaða en Fanney Inga ver.
46. mín
Markaskorarinn sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
+2


Valur fer inn í hálfleiknn með forystuna.

Fáum vonandi meiri skemmtun í síðari hálfleik þó svo veðrið sé með einhverja stæla.
45. mín
Fáum +2 í uppbót.
42. mín
Katie Cousins með tilraun sem svífur fallega rétt framhjá markinu.
41. mín
Vindurinn er að leika okkur grátt hérna í dag. Fullt af misheppnuðum sendingum og almennum tæknifeilum.
34. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
VALUR TEKUR FORYSTU! Frábær sending sem Guðrún Elísabet fær og keyrir á teiginn og notar svo vindinn til þess að krulla boltanum framhjá Telmu í marki Blika og koma Val yfir! Klobbar Ástu Eir í aðdragandanum, frábærlega gert.
32. mín
Birta Georgs með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Fanney Ingu.
29. mín
Furðuleg útfærsla á aukaspyrnunni. Hikar og reynir svo að renna boltanum til hliðar en þetta rennur út í sandinn.
29. mín
Aukaspyrna á flottum stað rétt við vítateigshornið fyrir Breiðablik. Agla María stillir sér upp með boltann.
28. mín
Það er Valsliðið sem er að fá færin í þessum leik. Hafa verið mun grimmari framar á vellinum.
26. mín
Stöngin! Katie Cousins fær sendingu inn á teig sem hún tekur á lofti og boltinn fer í stöngina!

Þarna mátti ekki miklu muna.
22. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Tekur Berglindi Rós niður sem liggur eftir og fær spjaldið að launum.
20. mín
Valsliðið í hörku færi en Nadía Atla nær ekki nægilega góðu skoti á markið og Telma ver.
19. mín
Agla María kemst inn í sendingarleið Valsara en nær ekki að snúa vörn í sókn.
17. mín
Fanndís Friðriks með tilraun sem Telma Ívarsdóttir ver.
14. mín
Anna Rakel með flottan bolta fyrir markið en Blikar koma þessu frá.
10. mín
Guðrún Elísabet við það að komast í góða stöðu en Blikar gera vel.
6. mín
Aðstæðurnar hérna í dag verða seint taldar til fyrirmyndar. Veðrið mun sennilega hafa af okkur þann leik sem við sáum fyrir okkur.
4. mín
Svona er Valur að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Svona eru Blikar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Kaldhæðnin ,,Sumarið er komið," heyrist í hátölurunum. Litla lagið, en ákveðin kaldhæðni í því núna... Einhver mjög sniðugur á aux-inu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það eru um 20 manns í stúkunni þegar um stundarfjórðungur er í að leikurinn fari af stað. Verður ekki mikil mæting á þennan leik út af veðri.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Leikmenn eru byrjaðir að hita upp. Ansi kuldalegt!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Veðuraðstæður eru hörmulegar. Það er gríðarlegur vindur og rigningin fellur. Það er verið að laga LED-skilti á bak við annað markið sem hafa fokið í þessu vonskuveðri. Maður getur ekki leyft sér að búast við góðum fótboltaleik í þessu veðri, því miður.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Það eru stór tíðindi fyrir leikinn því Amanda Andradóttir er ekki með Val vegna meiðsla. Það er gríðarlegt högg fyrir Val.

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir snýr þá aftur í mark Breiðabliks eftir að hafa nefbrotnað á dögunum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guð viðvörun Það er útlit fyrir það að leikurinn í kvöld fari fram við frekar erfiðar aðstæður.

Gul viðvörun tók gildi klukkan átta í morgun víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Trampólín hafa fokið og hvað eina.

Þegar leikurinn hefst í kvöld er búist við 13 metrum á sekúndu og rigningu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


STÆRSTI LEIKUR TÍMABILSINS FER FRAM Í GULRI VIÐVÖRUN
Fyrir leik
Svona spá álitsgjafarnir

Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari

Breiðablik 2 - 1 Valur
Bæði lið eru búin að byrja tímabilið hrikalega vel og fer ekki á milli mála að þarna er um að ræða tvö bestu lið landsins. Heimavöllurinn verður að vera sterkur í þessum einvígum og því spái ég því að Breiðablik vinni þennan leik 2-1. Fyrir mót hefði ég spáð Valssigri en Breiðablik hafa verið ótrúlega sannfærandi núna í byrjun sumars og líta virkilega vel út. Olla skuldar mark og mun því skora í þessum leik ásamt sjóðheitri Öglu Maríu. Svo væri klassískt að segja að Amanda skori fyrir Val en ég ætla að henda í að Berglind Björg stimpli sig inn á sínum gamla heimavelli. Þetta verður allavega svakalegur leikur og bæði lið mætt til að sækja sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson


Elíza Gígja Ómarsdóttir, Afturelding

Breiðablik 1 - 2 Valur
Úff, stórleikur er understatement.

Tvö bestu lið landsins þessa stundina sem hafa bæði farið í gegnum sitt program nokkuð þægilega fram að þessu. Það verður hart barist og ekki tomma gefin eftir enda i boði að vera einar á toppnum. Held að Blikar komist yfir í þessum leik enda hefur verið bras á Valskonum að halda markinu sínu hreinu. Þær taka það forskot jafnvel með sér inn í hálfleikinn en í þeim seinni verða Valskonur betri og setja tvö. Þetta mun ráðast á einhverjum smáatriðum og við fáum vonandi hita og drama, það er alltaf skemmtilegt, en lokatölur 1-2 fyrir Val.

Mynd: Afturelding


Mist Rúnarsdóttir, Heimavöllurinn

Breiðablik 2 - 2 Valur
Litli leikurinn!

Gæti ekki verið mikið spenntari fyrir stórleiknum á föstudag. Bæði lið hafa farið gríðarlega vel af stað í deildinni og Blikar komið mér á óvart. Komnar lengra en ég reiknaði með eftir undirbúningstímabilið. Þarna erum við með rjómann af bestu leikmönnum deildarinnar, lífleg og skemmtileg þjálfarateymi og ótrúlega mikið í húfi. Hvert tapað stig verður stórmál í þessari titilbaráttu en ég vona að það geri liðin ekki of passíf.

Ég ætla að leyfa mér að dreyma um opnari leik en oft áður þegar þessi lið mætast og þónokkur mörk. Vonast til að Blikar haldi áfram að spila flæðandi og stórskemmtilegan sóknarleik og að hin skapandi Amanda haldi áfram að töfra í Valsliðinu. Sé fyrir mér 2-2 jafntefli í geggjuðum leik. Agla María og Andrea Rut með mörkin fyrir Blix sem komast tvisvar yfir. Kata Cousins og Amanda setja‘nn fyrir Val. Engin væntingastjórnun hér, til hvers? Ég er allavegana búin að kaupa poppið og Pólóið og tel niður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Orri Rafn Sigurðarson, sérfræðingur

Breiðablik 2 - 4 Valur
Gamli skólinn gegn þeim nýja. Breski skólinn gegn þeim íslenska. Nik gegn Pétri. Tvö taplaus yfirburðarbestu lið deildarinnar að mætast. Þetta verður algjör veisluleikur - nema veðrið verði með vesen sem er alveg líklegt, en ég er bjartsýnn!

Þetta verður barátta innan vallar og það verða læti utan vallar. Fáum líklegast nokkur "REEFFFFFF" köll af hliðarlínunni.

Valur er of stór biti fyrir Breiðablik í dag. Þær munu þó sakna Jasmín Erlu mikið í þessum leik en ættu að sigla þessu heim. Vörnin þeirra hefur verið að fá á sig ódýr mörk og það breytist ekki í þessum leik. Telma verður mætt aftur í markið með grímuna (það verður hardcore look) ásamt því að Munda og Olla fá líklegast fleiri mínútur. Agla María er á eldi og mun skora eitt ásamt því að Vigdís heldur áfram að raða inn og setur eitt fyrir þær grænklæddu.

Þessi deild ætti að heita í höfuðið á Amöndu Andradóttir þar sem hún á þessa deild í dag. Hún verður með sýningu og skorar tvö og leggur upp hin tvö. Það sem kallast venjulegur dagur á skrifstofunni hjá henni. Ef að hitamælirinn Adam Páls mætir í stúkuna ásamt Pretty að mæla hitann, þá eru 100% líkur á að Nadía Atla skori. Svo opnar Berglind Björg markareikninginn sinn fyrir Val gegn sínum gömlu félögum og lætur Blikana vita að þeir munu sjá eftir því að hafa ekki samið við hana.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram

Breiðablik 1 - 2 Valur
Það er orðið smá síðan ég hef verið eins spenntur fyrir toppslag í Bestu deildinni eins og þessum. Bæði lið að byrja mótið sterkt, en tveir ólíkir leikstílar með ólíkar áherslur. Bæði lið vel þjálfuð af tveimur góðum þjálfarateymum sem eru gríðarlega vel mönnuð. Tígullinn hjá Nik gæti reynst Valsstúlkum erfiður og finnst mér eins Blikaliðið verði bara betra leik eftir leik. Aftur á móti er spá mín svolítið lituð af síðasta leik hjá Val. Það er mjög langt síðan ég hef séð jafn sterka frammistöðu eins og Valur spilaði gegn liði mínu í fyrri hálfleik í bikarleiknum í síðustu viku. Amanda Andradóttir ásamt Söndru Maríu Jessen virðast vera tveir langbestu leikmenn deildarinnar, og ég held að það muni skilja að í þessum leik að Amanda sé í Val; 1-2 iðnaðarsigur Valsstúlkna í bráðskemmtilegum leik er mín spá. Guðrún Elísabet og Fanndís setja sitthvort markið hjá val eftir undirbúning Amöndu í bæði skiptin. Vigdís Lilja skorar fyrir Blika. Þetta verður járn í járn allan leikinn og í raun munu engin úrslit koma mér á óvart - nema þá kannski ef annað liðið muni kjöldraga hitt, en það finnst mér mjög svo ólíklegt.

Að lokum þá væri ég til í að sjá áhorfendafjöldann á leiknum komast í fjögurra stafa tölu og hvet ég alla að gera sér leið á Kópavogsvöll að sjá tvö bestu lið landsins etja kappi. Þessi leikur verður vonandi frábær auglýsing fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og finnst mér hún eiga skilið fulla stúku næstkomandi föstudagskvöld á Kópavogsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, fótboltakona

Breiðablik 2 - 2 Valur
Tvö bestu lið deildarinnar að mætast og ég býst við hörkuspennandi leik þar sem bæði lið leggja allt í sölurnar. Bæði lið hafa byrjað mótið að krafti og verður þessi leikur enginn undantekning. Breiðablik byrjar betur og Valur heldur áfram að leka inn mörkum í byrjun leiks. Birta Georgs kemur Breiðablik yfir og Vigdís tvöfaldar svo forystuna á fyrstu mínútum leiksins. Valur tekur yfir leikinn eftir þessi mörk og Amanda skorar með glæsilegu langskoti í samskeytin. Guðrún Gudjohnsen jafnar síðan leikinn þegar hún sleppur í gegn með ógnarhraða sínum og klárar færið vel, enda ekki langt að sækja það. Í seinni hálfleik munu bæði lið spila til sigurs en hvorugu liðinu tekst að taka öll 3 stigin í þetta skiptið.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir


RISALEIKUR Í KÓPAVOGI Á MORGUN - SVONA SPÁ ÁLITSGJAFARNIR
Fyrir leik
Cesilía Rán spáir í spilin Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir tók það að sér að spá í spilin fyrir umferðina sem er framundan.

Breiðablik 2 - 3 Valur
Stórleikur umferðarinnar og hann mun standa undir væntingum, 2-3 fyrir Val í stórgóðum leik. Amanda mun alltaf setja allavega tvö og Berglind setur sitt fyrsta mark eftir barnsburð. Olla skorar sjaldséð skallamark fyrir Blika og Agla María með hitt með langskoti fyrir utan teig.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Liðin hafa spilað 92 leiki sín á milli í efstu deild samkv. vef KSÍ.

Breiðablik hefur 43 sigra (47%) undir beltinu.
Valur er með 34 (37%) sigra.
Liðin hafa skilið jöfn 15 sinnum (16%)

Breiðablik hafa skorað 164 mörk í þessum leikjum og Valur hefur skorað 134 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Breiðablik er rétt eins og Valur við toppin á deildinni með fullt hús stiga og hafa verið að spila frábærlega.
Blikarnir hafa litið hrikalega vel út í upphafi tímabils og verið að taka sína leiki sanngjarnt og örugglega. Hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur farið hamförum í liði Breiðabliks og er markahæst í liði Blika það sem af er móts með 6 mörk. Agla María Albertsdóttir fylgir henni fast á eftir með 5 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valur er með fullt hús stiga við toppin á deildinni og hafa verið að spila vel.
Valur hefur hinsvegar verið að leka inn mörkum sem er ákveðið áhyggjuefni. Pétur sagði þó í viðtali eftir síðasta leik að svo lengi sem þær skora meira en þær fá á sig þá verður þetta ekki jafn mikið áhyggjuefni.

Amanda Jacobsen Andradóttir er markahæst í liði Vals með 4 mörk það sem af er tímabils. Amanda hefur auk þess verði potturinn og pannan í sóknarleik Vals og gæðin leka af henni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed mun halda utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Bergur Daði Ágústsson.
Breki Sigurðsson er varadómari og Einar Örn Daníelsson er eftirlitsdómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fullt hús Bæði lið sitja við toppinn með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm umferðinar.

1.Breiðablik - 15 stig (16:1)
2.Valur - 15 stig (17:6)
3.Þór/KA - 12 stig (13:5)
4.Víkingur R. - 7 stig (8:12)
5.Tindastóll - 6 stig (6:7)
6.Stjarnan - 6 stig (9:14)
7.FH - 6 stig (5:11)
8.Fylkir - 5 stig (7:10)
9.Þróttur R. - 1 stig (3:7)
10.Keflavík - 0 stig (5:16)

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem stórleikur umferðarinnar fer fram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('81)
13. Nadía Atladóttir ('69)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('81)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Camryn Paige Hartman ('81)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('69)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('57)

Rauð spjöld: