Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti leikur tímabilsins fer fram í gulri viðvörun
Sólin mun líklega ekki skína á Kópavogsvelli í kvöld.
Sólin mun líklega ekki skína á Kópavogsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram stærsti leikur ársins til þessa í Bestu deild kvenna þegar Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli. Bæði lið eru með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Það er útlit fyrir það að leikurinn í kvöld fari fram við frekar erfiðar aðstæður.

Gul viðvörun tók gildi klukkan átta í morgun víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Trampólín hafa fokið og hvað eina.

Þegar leikurinn hefst í kvöld er búist við 13 metrum á sekúndu og rigningu.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Leikur Stjörnunnar og Fylkis fer einnig fram í kvöld á Samsungvellinum.
Athugasemdir
banner
banner