Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta fimmtudegi. Þetta er það helsta í dag.
Liverpool og Newcastle hafa áhuga á Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford. (Sun)
Manchester City er líklegast til að landa Florian Wirtz (21) frá Bayer Leverkusen en Real Madrid og Liverpool munu missa af honum. (Caught Offside)
Joao Victor de Souza (18), vinstri bakvörður Santos í Brasilíu, er orðaður við Chelsea en Barcelona vill líka fá hann. (AS)
Ousmane Diomande (20), miðvörður Sporting Lissabon, hefur rætt við sinn fyrrum stjóra, Ruben Amorim, um að koma með honum á Old Trafford. (Metro)
Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er að reyna að klára stór félagaskipti fyrir Geovany Quenda (17), kantmann Sporting, og er Manchester United mögulegur áfangastaður. (Teamtalk)
Sverre Nypan (17), miðjumaður Rosenborg í Noregi, fer ekki til Man Utd nema hann fái að spila með aðalliðinu. (GiveMeSport)
Ruud van Nistelrooy, fyrrum bráðabirgðastjóri Man Utd, vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni og er að fylgjast með störfum sem verða mögulega laus. Má þar nefna félög eins og Southampton, Wolves og Crystal Palace. (Football Insider)
West Ham er opið fyrir því að selja Guido Rodriguez (30) í janúar eftir að hafa fengið hann síðasta sumar. Endurkoma til Real Betis er í kortunum fyrir hann. (Estadio Deportivo)
Líklegt er að Lyon hafni 17 milljón punda tilboði Liverpool í kantmanninn Ryan Cherki (21) en Lyon er að bíða eftir nær 30 milljón punda tilboði. (TBR)
Southampton, Brighton og Ipswich eru að íhuga að gera tilboð í Rayan (18), sóknarmann Vasco de Gama í Brasilíu, í janúarglugganum. (GiveMeSport)
Nottingham Forest mun biðja um meira en 70 milljónir punda fyrir varnarmanninn Murillo (22) en hann er orðaður við fjölda félaga. (Football Insider)
Manchester City ætlar að berjast við Paris Saint-Germain og Juventus um Ederson (25), miðjumann Atalanta. (Calciomercato)
Besiktas í Tyrklandi er að vonast til að semja við miðjumanninn Jorginho (32) þegar samningur hans við Arsenal rennur út. (Sabah)
West Ham, Brighton og Fulham eru að fylgjast með stöðu mála hjá miðjumanninum Josh Brownhill (28) sem á enn eftir að gera nýjan samning við Burnley. (TBR)
Athugasemdir