Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
LL 0
6
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
LL 4
1
KR
Fram
4
1
Valur
Már Ægisson '10 1-0
Fred Saraiva '26 , víti 2-0
Kennie Chopart '32 3-0
3-1 Patrick Pedersen '39
Fred Saraiva '72 4-1
28.07.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Strekkingsvindur og rigning
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 577
Maður leiksins: Ólafur Íshólm Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f) ('65)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('74)
23. Már Ægisson ('90)
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson ('90)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
17. Adam Örn Arnarson ('65)
19. Markús Páll Ellertsson ('90)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
25. Freyr Sigurðsson ('74)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('90)
31. Þengill Orrason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Magnús Þórðarson ('30)
Alex Freyr Elísson ('52)
Markús Páll Ellertsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lokaskotið Fred með skot yfir mark Vals.

Leik lokið með frekar óvæntum 4 - 1 sigri heimamanna. Viðtöl og umfjöllun innan skamms.
94. mín Gult spjald: Markús Páll Ellertsson (Fram)
90. mín
4 mín í uppbót
90. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
90. mín
Inn:Markús Páll Ellertsson (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
85. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
85. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Elfar Freyr Helgason (Valur)
82. mín
Ekki mikið eftir Mér finnst eins og Valsmenn séu búnir að gefa upp möguleikann á að jafna. Enda erfitt þear þeir þurfa að skora þrjú mörk á 8 mínútum.
78. mín
577 áhorfendur á leiknum í dag
74. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
72. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
MAAAAAARRRRKKKKKK!!!!! Fram er að klára þetta!

Geggjuð sókn Fram sem byrjaði á því að Kennie vann boltann í vítateig Fram, kom honum á Má Ægis sem skaust upp völlinn, lék á einn, sendi á Fred sem lék á varnamann Vals og setti boltann laglega og auðveldlega í fjærhornið.
70. mín
Tryggvi Hrafn! Með skot utan af velli, fast skot en boltinn siglir framhjá markinu.
65. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
64. mín
Ólafur Íshólm heldur sínum mönnum á lífi Jakob Franz með skot að marki Fram og enn og aftur er Ólafur Íshólm réttur maður á réttum stað.
63. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
62. mín
Fram ekki með skot að marki í seinni hálfleik Það sem af er að minnsta kosti.
58. mín
Glæsileg varsla! Gylfi með hornspyrnu, Patrick skallar í átt að marki Fram og Ólafur Íshólm skutlar sér og teygir úr sér eins og teygjukonan í The Incredibles teiknimyndunum og ver boltann stórkostlega.
57. mín
Það liggur mark í loftinu Það er kominn mikill og stækur markaþefur í gang við vítateig Fram. Þeir eiga engin svör við leik Valsmanna sem stendur og eru í nauðvörn.
56. mín
Ólafur Íshólm! Gylfi Sig með skot en Ólafur Íshólm vel á verði og blakaði boltanum í horn.
55. mín
Allt annað að sjá Valsmenn Tel augljóst að Arnar Grétars hafi sagt vel valin orð við sína menn inn í klefa því það er allt annað að sjá Valsliðið.
54. mín
Gylfi með snúning! Fær boltann inn í teig Fram, tekur léttann snúning en nær ekki valdi á boltanum.
53. mín
Gylfi með aukaspyrnu Tók spyrnuna við D bogann eftir brotið á Tryggva en boltinn fór yfir markið.
52. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Fær gult fyrir að ýta við Tryggva Hrafni við D bogann
50. mín
Valsmenn koma af fullum krafti Ætla sér að bæta við marki, það er ljóst. Eru að sækja stíft á Frammara og nýta sér vindinn óspart til þess líka.
49. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Valur)
47. mín
Boltinn í gegnum teig Fram Birkir Már með sendingu í gegnum teig Fram en enginn samherji hans kemur grimmur á boltann og boltinn siglir bara í gegnum allan teiginn. Stuttu seinna fer boltinn í stöng Fram en ég sá ekki almennilega hvað gerðist þar. Sá að Tryggvi Hrafn átti það sem mér sýndist fyrirgjöf en vindurinn hjálpaði væntanlega til og boltinn fór í stöngina.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Arnar Grétarsson augljóslega ekki sáttur og gerir tvær breytingar í hléinu.
45. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Bjarni Mark Antonsson (Valur)
45. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Fáum okkur kaffi og með´ðí Frammarar miklu meira clinical en Valsmenn sem eiga samt spretti öðru hverju. En verður áhugavert í seinni hálfleik þegar Valsmenn fá vindinn í bakið, hvernig þeir spila úr þeirri stöðu og hvort Frammarar nái að verjast því.
45. mín
1 mínútu bætt við Ekki miklu bætt við þennan fyrir hálfleik
45. mín
Skot yfir markið! Magnús Þórðasson fær boltann frá Gumma, er við vítateigslínu Vals og lætur vaða en boltinn yfir markið.
39. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAARRRKKKK! Aldeilis fjörugur leikur í rokinu og rigningunni!

Patrick Pedersen, hver annar, skoraði eftir góða sendingu frá Kidda Frey.

Ná Valsmenn að koma til baka?
38. mín
Rúnar Kristins Og stúkan hristist!

Stuðningsfólk Fram syngur og trallar og eru búnir að gera það mest allan leikinn. Heyrist lítið frá stuðningsfólki Vals
36. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
32. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
Stoðsending: Alex Freyr Elísson
MAAAAAARRRRRKKKKKKKK!!! ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!

Kennie gjörsamlega veður upp völlinn eftir að hafa fengið boltann frá Alex Frey á miðjum vallarhelming Vals, fékk að vaða óáreittur upp að vítateigslínu og tók fast skot í fjærhornið.

Skammarlegur varnarleikur Vals en virkilega vel gert hjá Kennie
30. mín Gult spjald: Magnús Þórðarson (Fram)
29. mín
Valur flýgur ekki vængjum þöndum Að minnsta kosti ekki eins og staðan er. Fram er einfaldega búnir að vera töluvert betri og skeinuhættari. Valsmenn eru gríðarlega opnir varnalega og klaufagangur einkennist sóknarleikinn.
27. mín
Aðdragandinn Frammarar voru búnir að vera í stórhættulegri sókn sem endaði með skoti að marki Vals, Már Ægisson þar á ferð en var tekinn niður af Bjarna Mark og vítaspyrna réttilega dæmd.
26. mín Mark úr víti!
Fred Saraiva (Fram)
TVÖ - NÚLL!!!!

Gríðarlega öruggt skot hjá Fred, fast, niðri í hægra hornið. Fredrick í réttu horni en kemst ekki í boltann.
25. mín
FRAM FÆR VÍTASPYRNU!
22. mín
Fram með vindinn í bakið Bókstaflega!

Það líka sýnir sig því þeir eru mjög skeinuhættir. Valsmenn voru við það að sleppa einir inn fyrir vörn Fram, Tryggvi Hrafn þar á ferð en var rangstæður.
19. mín
Allskonar vandræðangur Varnarleikur Vals er ekki upp á marga fiska það sem af er. Fram eru að ná að opna þá ítrekað og komast í ákjósanlegar stöður.
11. mín
Fram byrjað betur Ég var að byrja að skrifa smá texta um að Fram hefði byrjað leikinn betur en Valsmenn væru að vinna sig inn í hann því stuttu fyrir mark Fram áttu Valsmenn góða tilraun, þá bestu þeirra hingað til er Guðmundur Andri var kominn ansi nálægt endalínu Fram inn í teig þeirra, nær að koma boltanum fyrir markið en Ólafur Íshólm greip inn í og kom í veg fyrir að Patrick stæði fyrir framan nær opið mark með boltann í fótum sér.
10. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
MAAAAAARRRRRKKKKK Jahérna hér!

Már Ægisson við D bogann, tekur skot og boltinn fer af Herði Inga og yfir Fredrik í markinu og staðan orðin 1 -0
8. mín
Strekkingsvindur og rigning Það er auðséð að það styttist í jólin þótt það sé einungis lok Júlí. Það er haustveður í Úlfársárdal, strekkingsvindur og rigning. Gaman að þessu.....
5. mín
Ohhhhh! Alex Freyr fær háan bolta inn í teig Vals en kiksar hann einhvernveginn fyrir framan markið og boltinn yfir það.
2. mín
Bakfallsspyrna Fred með bakfallspyrnu eftir fyrirgjöf frá Gumma Magg inn í teig Vals en boltinn framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað og heimamenn byrja með boltann og spila í átt að Grafarvoginum.
Fyrir leik
Hlynur Atli heiðraður Hlynur Atli Magnússon, fyrrum leikmaður Fram er heiðraður hér fyrir leik en hann lagði skónna á hilluna fyrir skömmu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir



Fyrir leik
Dómaratríóið! Elías Ingi Árnason er dómari leiksins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


og Bergur Daði Ágústsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Tvær breytingar hjá báðum liðum Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liði sínu. Inn koma þeir Magnús Þórðarson og Alex Freyr Hilmarsson. Tryggvi Snær Geirsson er ekki í hóp og Jannik Holmsgaard ekki heldur en þeir voru í byrjunarliðinu á móti KR.

Arnar Grétarsson gerir einnig tvær breytingar frá leiknum á móti St. Mirren. Birkir Már Sævarsson og Guðmundur Andri Tryggvason koma inn í liðið og Jóntan Ingi og Sigurður Egill setjast á bekkinn. Áhugavert í ljósi þess að Guðmundur Andri hefur verið orðaður við brottför í þessum félagaskiptaglugga.
Fyrir leik
Síðustu leikir Fram vann góðan sigur á KR fyrir 17 dögum eða þann 11. júlí síðastliðinn með marki frá fyrirliðanum Guðmundi Magnússyni. Leikurinn þar á undan var 30. júní gegn Víkingum þar sem þeir töpuðu 2 - 1.

Valsmenn voru að spila við St.Mirren á síðastliðinn Fimmtudag og gerðu þeir 0 - 0 jafntefli. Síðasti deildarleikur þeirra fór fram 6. júlí þar sem þeir unnu stórgóðan sigur á Fylki 4 - 0.
Fyrir leik
Einungis annar leikur Fram í Júlí Það er vegna þess að fjögur Íslensk lið hafa verið að taka þátt í Evrópukeppnum og hefur það haft áhrif á spiltíma Fram í sumar eða eins og Rúnar Kristinsson sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr í vikunni.
Fyrir leik
Frestaður leikur Um er að ræða leik sem fram átti að fara síðastliðinn mánudag en þurfti að fresta vegna erfiðleika Valsmanna við að komast heim frá Albaníu eftir leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrir leik
Velkomin á Lambahagavöll Hjartanlega velkomin kæru lesendur í beina textalýsingu frá Lambhagavellinum í Úlfársárdal þar sem heimamenn í Fram taka á móti Valsmönnum í lokaleik 15. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mun ég fylgja ykkur allar 90 mínúturnar plús uppbótartíma. Fylgist spennt með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('63)
4. Elfar Freyr Helgason ('85)
6. Bjarni Mark Antonsson ('45)
9. Patrick Pedersen ('85)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('45)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('45)
11. Sigurður Egill Lárusson ('63)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('85)
17. Lúkas Logi Heimisson ('45)
26. Ólafur Flóki Stephensen
71. Ólafur Karl Finsen ('85)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('36)
Elfar Freyr Helgason ('49)

Rauð spjöld: