Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Leiknir R.
0
0
Keflavík
Omar Sowe '61 , misnotað víti 0-0
14.08.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur smá rigning og hiti um 10 gráður.
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 112
Maður leiksins: Ásgeir Orri Magnússon
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson ('92)
9. Róbert Hauksson
22. Þorsteinn Emil Jónsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
43. Kári Steinn Hlífarsson ('62)
44. Aron Einarsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
10. Shkelzen Veseli
11. Gísli Alexander Ágústsson
14. Davíð Júlían Jónsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('92)
17. Stefan Bilic
18. Marko Zivkovic ('62)
45. Gastao De Moura Coutinho

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Manuel Nikulás Barriga
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic

Gul spjöld:
Aron Einarsson ('66)
Arnór Ingi Kristinsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli niðustaðan hér í regninu. Stig sem gerir í raun lítið fyrir bæði lið en gæti þó talið þegar upp er staðið.
93. mín
Boltinn skallaður frá marki. Leiknir byggir upp á ný.
92. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
92. mín
Leiknir fær aukaspyrnu á álitlegum stað til fyrirgjafar.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki þrjár mínútur.
88. mín
Leiknismenn í álitlegri stöðu í teig Keflavíkur en enn og aftur klikkar þessi síðasta sending.
88. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
87. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
86. mín
Laglegt spil Keflavíkur og Rúnar er í færi. Fer niður við litla hrifningu manna á bekk Keflavíkur.

Ef ég sæi eitthvað fyrir regninu á rúðunni þá gæti ég lýst því. Gefum okkur að það sé rétt hjá Gunnar að dæma ekkert.
83. mín
Inn:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
80. mín
Keflavík að herða á?
Valur Þór með ágætt skot af 20 metrum en Viktor vel á verði.
79. mín
Kamel reynir skot úr aukaspyrnunni. Af veggnum og í horn.
78. mín Gult spjald: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Teikar Mladen og tekur hann niður.
76. mín
Valur með hættulegan bolta fyrir mark Leiknis. Heimamenn gefa horn.

Ekkert kemur upp úr horninu,
73. mín
Omar Sowe í dauðafæri!
Sleppur einn gegn Ásgeiri Orra. Hefur nægan tíma og pláss til að athafna sig en rennur í skotinu og boltinn hátt yfir markið.

Það hefur rignt nokkuð og völlurinn vel blautur.
71. mín
Róbert Quental fellur með tilþrifum rétt fyrir utan teig Keflavíkur eftir að hafa reynt skot. Grefur andlitið í höndum sér en ég er nokkuð viss um að hann hafi bara sparkað niður í grasið og fallið.
70. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
Frans Elvarsson á afmæli í dag. Óskum honum til hamingju með daginn.
70. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
67. mín
Leiknismenn ógna, Omar leikur inn á teigin frá hægri og finnur Róbert Quental í skotfæri. Skot hans í varnarmann og Keflvíkingar hreinsa.
66. mín Gult spjald: Aron Einarsson (Leiknir R.)
Brýtur á Kamel á miðjum vellinum.
66. mín
Virkilega góð sending yfir varnarlínu Keflavíkur og Omar að komast i fína stöðu. Rennur á blautum vellinum í móttökunni og ekkert verður úr.
62. mín
Inn:Marko Zivkovic (Leiknir R.) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
61. mín Misnotað víti!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Ásgeir Orri ver!
Spyrna Omars bara lesin, Ásgeir Orri í rétt horn og ver glæsilega.
60. mín
Leiknismenn eru að fá vítaspyrnu!

Brotið á Róberti Quental í teignum og Gunnar bendir í punktinn. Omar Sowe spyrnir.
59. mín
Róbert Quental með fyrirgjöf frá vinstri sem finnur ekki samherja í teignum.

Saga leiksins
55. mín
Viktor í allskonar veseni í markinu. Ætlar að taka upp bolta sem virðist vera formsatriði fyrir hann að taka upp. Hann er bara alltof lengi og Mladen er á undan i boltann sem rúllar í átt að marki en sem betur fer framhjá stönginni.
53. mín
Róbert Hauksson með hörkuskot eftir góða sókn en Ásgeir Orri slær boltann frá.
51. mín
Sami Kamel að reyna að böðla sér í gegnum miðja vörn Leiknis. Missir boltann frá sér sem fellur fyrir fætur Ara Steins vinstra megin í teignum. Hann reynir að snúa boltann í hornið fjær en setur boltann beint í fang Viktors.
49. mín
Kári Sigfússon með skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
48. mín
Róbert Hauksson að komast í ágæta stöðu í teig Keflavíkur. þrengir skotfærið heldur mikið og á fyrir vikið tilraun sem er hálft í hvoru skot og fyrirgjöf. Fer ekki á markið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Vonumst eftir ögn meira fjöri hér. Eiginlega köllum eftir því.
45. mín
Hálfleikur
Þessum mjög svo bragðdaufa fyrri hálfleik er þar með lokið. Förum og fáum okkur kaffi og komum aftur með þann síðari að vörmu spori.
42. mín
Kári Sigfússon með skot fyrir utan teig. Setur boltann í varnarmann og útfyrir hliðarlínu.
40. mín
Það er bara nákvæmlega ekkert að gerast á vellinum. Það er varla að Gunnar þurfi að blása í flautu sína.
34. mín
Keflvíkingar halda pressunni eftir hornið, Kári skilar boltanum aftur inn á teiginn en Kovtun dæmdur brotlegur.
32. mín
Hættuleg sókn Keflavíkur upp hægri vænginn. Axel Ingi með boltann fyrir markið sem hrekkur af Sami Kamel til Ara Steins. Hann á svo skot sem fer af varnarmanni og framhjá.

Hornspyrna.
29. mín
Kári Sigfússon með fyrirgjöf frá hægri, Arnór Ingi með mann í bakinu velur þann kostinn að gefa horn.
28. mín
Síðasti þriðjungur að flækjast fyrir báðum liðum
Eru að koma sér í álitlegar stöður af og til en þegar þau nálgast markið þá er eins og allt hrökkvi í baklás. Sendingarfeilar og gæðaleysi almennt.
22. mín
Kári Sigfússon sleppur einn í gegn
Sleppur innfyrir vörn Leiknis einn gegn Viktori en fer afar illa með færið. Setur boltann beint i VIktor sem gerir þó vel í að gera sig breiðan.
20. mín
Röðin komin að Keflavík að f+a horn eftir ágætis sprett Kára.

Ari Steinn fellur við í teignum eftir hornið, veik köll af bekknum en ekkert í þessu,
17. mín
Jæja. Leiknir fær horn.

Ekkert verður úr.
17. mín
Leikar heldur jafnast síðustu mínútur. Voða lítið í gangi á vellinum samt.
12. mín
Dusan með hraustlega tæklingu á Kára Sigfússon í baráttu um boltann. Dæmdur brotlegur og fær stutt tiltal.
8. mín
Leiknismenn talsvert skarpari á þessum upphafsmínútum úti á vellinum. Ekki tekist að skapa sér marktækifæri sem heitið getur þó.
7. mín
Slök sending út úr varnarlínu Keflavíkur dettur fyrir fætur Sindra Björns á miðjunni. Hann sér að Ásgeir er framarlega í markinu og kætur bara vaða. Ásgeir vinnur vel til baka og handsamar boltann.
4. mín
Omar Sowe kemur boltanum í netið eftir laglegan samleik Leiknis upp völlinn. Telur þó ekki enda Omar vel rangstæður.
3. mín
Fyrsta skot leiksins er Keflvíkinga. Kári Sigfússon leikur inn völlinn frá hægri og á máttlaust vinstri fótar skot sem endar í fangi Viktors.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Breiðholtinu. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Nýr leikmaður til Leiknis Gluggadagurinn var í gær. Leiknir fékk serbneska varnarmanninn reynslumikla Dusan Brkovic frá FH. Hann lék gegn KR á mánudaginn en fer líklega beint inn í byrjunarlið Breiðhyltinga vegna leikbanns Daða Bærings.

Omar Sowe markahæsti leikmaður Leiknis verður hjá félaginu út tímabilið en hann var orðaður við félög í Bestu deildinni.

Fyrir leik
Menn í skammarkróknum Bæði lið eru án leikmanna í kvöld, einn úr hvoru liði þarf að gera sér að góðu að horfa úr stúkunni vegna leikbanns.

Leiknismenn verða án fyrirliða síns þar sem Daði Bærings Halldórsson fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn Aftureldingu. Keflvíkingar verða án varnarmannsins unga Ásgeirs Helga Orrasonar sem tekur út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Tríóið Gunnar Freyr Róbertsson dæmir leikinn í Breiðholti í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Þórður Arnar Árnason og Rögnvaldur Þ Höskuldsson. Skúli Freyr Brynjólfsson er svo í eftirliti fyrir hönd KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sprengir Bomban skalann? Það er Gunnar Hilmar Kristinsson, Bomban sjálf, sem spáir í leikina. Bomban er einn af sérfræðingum Gula Spjaldsins, mjög áhugaverður leikmaður svo ekki sé meira sagt. Hann er Breiðhyltingur sem lék á sínum tíma með ÍR, Leikni og Létti. Hann lék tíu leiki í efstu deild með Keflavík tímabilið 2005 og lék einnig eitt sumar með Víði.

Leiknir 0 - 2 Keflavík
Stór leikur fyrir bæði lið þegar styttist í endann á þessu. Ég tel að Leiknir tapi þessum leik þrátt fyrir að vera á El Normale Vellinum. Mitt fyrrum lið Keflavík mun sigla þessu í endann, þeir skora snemma og svo í lokin. Ég hef í raun ekkert meira um þetta að segja, kæmi ekki á óvart að stórvinur minn Gunnlaugur Fannar myndi fá rautt og fara svo í slagsmál við Leiknisljónin. Annað með Leiknisliðið, ég sé engan leikmann sem getur skipt sköpum í þessu liði og er hræddur um að þeir falli í ár, nema að Omar Sowe fer í eitthvað stuð og vinni leiki einn síns liðs. Tel að Keflavík vinni þægilegan sigur og Bói aðstoðarþjálfari Keflavíkur fari úr að ofan og hendi brúsa inn á völlinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson

Heimamenn í Leikni eru að berjast á hinum enda töflunnar og sitja í dag í 10.sæti deildarinnar. Þrjú stig skilja liðið frá fallsvæðinu og má því segja að liðið megi illa við að misstíga sig í síðustu umferðum mótsins.

Staðan

Lið Stig Markatala
8. Þór 18 -2
9. Grindavík 17 -9
10. Leiknir 16 -7
11. D/R 13 -10
12. Grótta 13 -14

Margir vörpuðu öndinni léttar

Hvað gerir Omar Sowe? Fer hann eða ekki? Þetta var spurningin sem brann örugglega á mörgum stuðningsmönnum Leiknis í gærdag. Omar var sterklega orðaður við Fylki og voru margir hreinlega búnir að slá því föstu að hann myndi hoppa yfir Elliðaárnar og skipta yfir til þeirra appelsínugulu í Lautinni. Svo fór þó ekki og mun þessi helst markaskorari Leiknis því klára tímabilið með þeim.

   13.08.2024 22:36
Omar Sowe verður áfram í Leikni út tímabilið
Fyrir leik
Keflavík Gestirnir úr Keflavík eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Liðið sem fór hægt af stað í mótinu hefur heldur betur gefið í eftir því sem liðið hefur á mótið og nálgast topplið Fjölnis og ÍBV óðfluga auk þess að eiga eftir að mæta þeim á heimavelli áður en mótinu lýkur.

Staðan

Lið Stig Markatala
1. Fjölnir 32 +10
2. ÍBV 31 +18
3. Keflavík 27 +7
4. Njarðvík 26 +7
5. ÍR 26 +3

Hreyfingar í glugganum
Mikið var rætt um áhuga liða úr Bestu deildinni á Sami Kamel og mögulega brottför hans frá Keflavík. Einhver tilboð voru lögð fram en ekkert varð úr að Kamel yfirgæfi Keflavík í þetta sinn. Hann verður samningslaus eftir tímabilið og ekki loku fyrir það skotið að eitthvað gerist í hans málum þá.

Aðra sögu er að segja af Degi Inga Valssyni sem keyptur var frá Keflavík til KA á lokadegi gluggans í gær. Brottför hans hefur svo að segja legið í loftinu en hann vildi kanna möguleika sína að móti loknu í fyrra þó hann hafi að endingu orðið eftir í Keflavík.

   13.08.2024 23:51
KA nælir í Dag Inga frá Keflavík (Staðfest)
Fyrir leik
Heil umferð í Lengjudeildinni Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Leiknis og Keflavíkur í Lengjudeild karla. Flautað verður til leiks á Domusnovavellinum klukkan 19:15

Mynd: Haukur Gunnarsson

miðvikudagur 14. ágúst
18:00 Dalvík/Reynir-Afturelding (Dalvíkurvöllur)
18:00 ÍBV-ÍR (Hásteinsvöllur)
18:00 Grindavík-Þór (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
19:15 Þróttur R.-Grótta (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-Fjölnir (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson ('70)
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson ('70)
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('83)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
28. Kári Sigfússon ('70)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
7. Mamadou Diaw ('70)
9. Gabríel Aron Sævarsson
10. Valur Þór Hákonarson ('70)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('83)
21. Aron Örn Hákonarson
25. Frans Elvarsson ('70)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('87)
Frans Elvarsson ('88)

Rauð spjöld: