Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
KA nælir í Dag Inga frá Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur gengið frá samningum við Dag Inga Valsson en hann kemur til félagsins frá Keflavík. Hann skrifaði undir samning sem gildir út næstu leiktíð.

Dagur Ingi hefur spilað með Keflavík síðustu fjögur árin og verið í stóru hlutverki.

Eftir síðasta tímabil var hann settur á sölulista þar sem hann greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net að hann vildi taka næsta skref ferilsins og færa sig um set.

Hann hélt þó kyrru fyrir hjá Keflavík og hefur spilað 15 leiki og gert 2 mörk í Lengjudeildinni á þessu tímabili.

Samningur hans við Keflavík átti að renna út eftir þessa leiktíð, en hann hefur nú verið seldur til KA rétt fyrir gluggalok.

Dagur er 24 ára gamall og skorað sex mörk í 55 leikjum í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner